Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						12 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN  Laugardagur 19. júní 1976
NIELS HAFSTEIN
SKRIFAR
UM MYNDLIST
ÍSLENSK
GRAFÍK
Konumynd frá 1922 eftir Leif Kaldal, unnin meo laufléttu handbragði
og tilfinningu fyrir viðfangsefninu.
Þessi trérista Gunnlaugs Schevings er meö mögnuðustu svartlistar-
myndum hans: ferð mannsins á hestinum inn að miðju sviðsins er
hlaðin dul og skuggum. Skurðtæknin er einföld og aðgreinir vel heildar-
formin.
Snorri Arinbjarnar: Hafnarstræti á tsafirði. Ein af þeim dúkskurðar-
myndum sem prýddu forsiður Alþýðublaðsins á árunum 1934-36. Hér er
auðséð hvernig látlaus skurðtækni getur verið áhrifarik ef áherslurnar
eru á réttum stöðum.
grafíkmenn að viðurkenna ljósrit
og offsetþrykk: „Þetta er ekki
grafik", fullyrða þíeir, „þetta eru
eftirprentanir"! Fer nú að
vandast málið, ekki satt?
Samfara aukinni tækni-
kunnáttu og notkun flóknari að-
ferða, þá verður sifellt auð-
veldara að skýla klaufaskap i
grundavallaratriðum mynd-
listarinnar, menn velja sér auð-
veldar fyrirmyndir og taka á
filmu, siðan fer afgangurinn i
gegnum vélarnar. Auðvitað
skiptir engu máli hvernig menn
bera sig til við verkið ef árangur-
inn er góður, en þegar erfiði lista-
mannsins og upphitun i
hugljómunarvimu er fyrir bi og i
staðinn komið staðlað fyrirkomu-
lag, þá þarf meiri háttar
meistara til að úr verði sæmi-
legur hlutur.
Hér mætti i löngu máli tíunda
misfellur og kraftaverk þau sem
skreyta salí myndlistarhússins á
Klambratúni, en þar er sýn-
endum gert svo mishátt undir
höfði að litið yrði á þvi að byggja.
Þó er rétt að minnast á það að
einhver hreyfing er á mynd-
hugsun listafólksins, fagurfræði-
legar úrlausnir eru að þoka fyrir
rökréttum útfærslum á nær-
tækum dæmum úr samtimanum.
Verður fróðlegt að skoða næstu
sýningu Grafikfélagsins ef svo
heldur áfram.
Þeir sem annars eiga verk á
þeirri sýningu eru : Þorvaldur
Skúlason, Jens Kristleifsson,
Guðmundur Einarsson frá
Miðdal, Þórður Hall, Helgi
Þorgils Friðjónsson, Muggur,
Nina Tryggvadóttir, Eirikur
Smith, Björn Björnsson, Eggert
Guðmundsson, Bragi Asgeirs-
son, Veturliði Gunnarsson,
Richard Valtingojer, Ingunn
Eydal, Ólafur H. Gunnarsson,
Gunnlaugur Scheving, Leifur
Kaldal, Kristinn Pétursson, Anna
Sigriður Björnsdóttir, Asta
Sigurðardóttir (utan skrár),
Arthúr Olafsson, Björg Þor-
steinsdóttir, Jón Engilberts, Guð-
mundur Á. Sigurjónsson, Erró,
Jón Þorleifsson, Reinhild Patzelt,
Jón Reykdal, Jóhanna Boga-
dóttir, Ragnheiður Jónsdóttir,
Snorri Sveinn Friðriksson, Lisa
Guðmundsdóttir, Eggert Laxdal,
¦ t&&éi
Jóhannes S. Kjarval: Landslag, 1919. Hér hefur listamaðurinn notfært
sér hliðarflöt kritarinnar þegar hann teiknaði á litografiusteininn.
Agæt myndbygging, ffnlegar Iinur og loftkennd áferð gerir þetta verk
sérstakt.
Þegar listamenn eru spurðir:
„Hvað er grafik?", þá vefst þeim
stundum tunga um tönn, vegna
þess að eðli graffklistarinnar er
slikt og aðferðir hennar svo
margar, að jafnvel iðkendur
hennar hafa varla haft spurnir af
- þeim óllum! „Grafik er ekki
eftirprentun", segja menn,
„Grafik er þrykk af sérstaklega
útbúnum grunni: kopar, zinki,
dúk, tréplötu, plasti, silki og
steini". Síðan kemur langur listi
með sérheitum: Þurrnál, mezzo-
tinta, koparstunga, mjúkgrunn-
ur, æting, tónæting, flatbytning-
ur, dúkskurður, dúkæting, tré-
rista, tréplötuþrykk, pappisrelif,
upphleyping, litografia, silki-
þrykk, ljósrit, offsetprent, vatns-
litaþrykk, monografla, o.s.frv.
Með vaxandi tækni og visinda-
' framförum þá er nú kleift að
njóta aðstoðar tölvu við fram-
leiðsluna. Rafmagn, sýrur, geisl-
ar og logsuöutæki eru sjálfsögö
hjálpartæki, einnig ljósmynda-
vélin og hennar möguleikar. Til
þess að rugla skoðendur enn meir
þa blanda sumir listamenn sam-
an aðferðum og verður þá að leita
úrskurðar sérfræðinga ef deilur
risa!
Einföldustu grafikstimplar eru
gólfdúkur og kartöflur, og eru
myndirnar þá skornar i sléttan'
flötinn, liturinn borinn á  (með
rúllu) og siðan þrykkt á tilfall-
andi efni: tau, pappir o.fl. Aðrar
aðferðireru mun flóknari, eins og
t.d. litografia og silkiþrykk, tón-
æting og offsetprent, og ekki hægt
i stuttu skrifi að lýsa þeim.
Nu ætti öllum að vera ljóst hvi-
lik freisting er búin þeim manni
sem leggur stund á grafik og hef-
ur góða aðstöðu: möguleikarnir
eru nánast ótæmandi. Hvernig
bregst hann við þegar á hólminn '
er komið, notar hann tæknibrögð-
in til að undirstfika myndhugsun
sina, eða verður handverkið það
sem skærast skin?
A sýningunni Islensk Graffk á
Klambratúni eru verk sem
spanna 60 ára timabil, hin elstu
þeirra voru unnin við erfið skil-
yrði og titinn skilning. Þegar
þessi verk eru skoðuð og borin
saman við yngri myndir þá er það
undrunarefni hvilikum árangri
mennirnir náðu. Það er eins og
aðstöðuleysið hafi lyft undir list-
ina, það virðist sem tilfinningin
gagnvart viðfangsefninu hafi ver-
ið meira virði en en yfirborðs-
legar kúnstir.
Tónlistarmenn ræða stundum
vandamál listgreinar sinnar,
hvernig flutningur tónverka
hljómar i misjöfrium salar-
kynnum, hvernig þau verði best
geymd á böndum, o.s.frv. Þeir
hafa  bent  á  sivaxandi  tækni-
mivm
Jón Engilberts: Blóm. Þessi
örlitla trérista lætur Iftið yfir
sér við fyrstu sýn, en látleysi
hennar er fætt af alúð listamanns-
ins og færni hans að skipa
aðalatriðunum á sinn stað.
væðingu við upptökur, þar sem
kannski einleikur á fiðlu er
spilaður i fjögurra- rása sterio-
tækjum, allt mannlegt er afmáð,
tónverkið e'r næstum þvf geril-
sneytt. Og þeir hugsa með
söknuði til fyrri ára þegar smá-
hnökrar eins og iskur og marr var
óleystur vandi. Myndlistinni er
svipað farið, tæknivæðingin er
smám saman að útrýma hinu
frjálsa og lifræna i grafikinni.
Menn  hafa  að  visu  reynt  að
Guðmundur Thorsteinsson: trérista frá 1915. Þessi ágæta mynd
er dæmigert sýnishorn af flnlegum og mjúkum vinnubrögðum
snillingsins, þar sem lfnur, form og litir eru f fullkomnu sam-
ræmi.
sporna á móti þróuninni, en gefist
upp.
Þegar hinn viðkunni popplistar-
maður, Richard Hamilton, hafði
leitað á náöir sérfræðings I silki-
þrykki, Christophers Prater i
Kelpra Studio, og notið aðstoðar
hans við framleiðslu sína, þá
bauð hann Marlborough Fine Art
safninu að kaupa af sér myndir.
Tilboðinu var hafnað á þeirri for-
sendu að þetta væri ekki grafik,
hér væri um að ræða venjulegt
prentverk handverksmanna. Af
svipuðum ástæðum neita margir
Snorri Arinbjarnar, Jdhann
Briem, Valgerður Bergsdóttir,
Skúli Ólafsson, Jóhannes Kjar-
val, Barbara Arnason og Halldór
Pétursson.
A sýningunni vantar marga
listamenn sem unnið hafa i
grafík, m.a. Einar Hákonarson,
Magnús Pálsson, Þorbjörgu
Höskuldsdóttur, Arnar Herberts-
son, Höskuld Björnsson og
Magnús Kjartansson. Getur þessi
sýning af þeim sökurn ekki talist
gefa nógu gott yfirlit á grafiklist
islendinga.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16