Þjóðviljinn - 30.06.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.06.1976, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 30. júni 1976 Vfkingarnir spariklæddir á leið til Bandarikjanna I gær. „VÍKINGARNIR” FLUGU TIL USA en norska vikingaskipið var sent með Brúarfossi Hagkvæmnis- s a ma nbur ður á orkugjöfum til húshitunar í fréttatilkynningu frá orkumálastjóra er skýrt frá niðurstöðum sérstakr- ar tækninefndar sem skip- uð var í okt. 1969 og átti að rannsaka og bera saman mismunandi orkugjafa til hitunar húsa á islandi í því skyni að varpa Ijósi á við hvers konar aðstæður hver einstakur orkugjafi sé hagkvæmastur. Nefndin rannsakaöi hitun húsa i 5000 manna þéttbýlishverfi meö þremur mismunandi aöferöum þ.e.: 1. Oliuhitun (venjuleg miö- stöövahitun) 2. Rafhitun með þilofnum. 3. Fjarhitun meö heitu vatni (hitaveitu) Tekið var tillit til ýmissa atriöa svo sem byggingarkostnaöar meö mismunandi hitun. Tölurnar i yfirlitinu miðast viö verölag I febrúar 1976, þ.e. visitölu bygg- ingarkostnaðar 1998 stig og oliu- verö 25,35 kr/litra. Samkeppnisfært orkuverö rafmagns og hitaveitu: Raforka Hitaveita Nýbyggð kr / kWh kr / kWh a) aö aðveitustöö 3,13—4,54 b) frá aðveitustöð 3,28—4,75 c) komiðaö byggö.m. 3,25—4,48 d) tilnotanda 3,98—5,58 3,95—5,55 Gömul byggð a) að aöveitustöö 2,68—3,65 b) frá aðveitustöð 2,90—3,86 c) komiö aö byggö.m. 2,90—3,77 d) tiinotanda 3,78—4,75 3,78—4,75 I gær flugu islensku //víkingarnir" til Banda- rikjanna, en þar munu þeir taka þátt í gríðarmikilli skrautsiglingu í tilefni af 200 ára afmæli Bandaríkj- anna. Farkostur þeirra í siglingunni verður annað þeirra víkingaskipa sem - norðmenn gáfu islend- ingum árið 1974/ en hitt er í góðu yfirlæti á Húsavík um þessar mundir. Skipiö sem Reykjavikurborg tók i vörslu á slnum tlma lá hins vegar lengi I aumlegu ásigkomu- lagi en hefur nú á ný endurheimt fegurö sina alla og raunar rúm- lega það. Borgaryfirvöld sáu um aö geraviö allar skemmdir og búa skipiö undir skrautsiglingu á ameriskum fljótum. Aö sögn sjömenninganna sem þátt taka i þessari för var ókleift meö öllu aö sigla skipinu alla leiö ýmissa orsaka vegna. Flugleiöir gefa þeim öllum fargjaldið fram og til baka, Eimskip gefur flutningskostnaö skipsins, Reykjavikurborg kostar viðgerð þess og rikiö styrkir feröina um fjögur hundruö þúsund krónur. >eir leggja síðan fram „sjálf- boöaliöavinnuna” og meö þessu móti vonast vikingarnir til þess að endar nái saman. Þeir hafa þó gefið út póstkort i fimm þúsund eintökum og hyggjast selja bróöurpart þeirra i Banda- rikjunum. Aö sögn þeirra félaga er gert ráö fyrir fimm milna hraöa á klukkustund i skipalestinni sem myndar skrautsýninguna. Fari svo illa aö veöurguöirnir neiti aö blása i seglin luma vikingarnir á „leynivopni” sem gripiö veröur til ef I nauðir rekur. Hátiöahöldin i New York veröa einhver hin umfangsmestu sem sögur fara af og er gert ráö fyrir aö minnsta kosti fimm miljónum áhorfenda. Gert er ráö fyrir aö islendingarnir heimsæki fjöl- marga siglingarklúbba og fleiri staöiö til þess að flytja erindi og kynna land og þjóö. 1 farangri þeirra er m.a. aö finna átta stóra kassa meö Islenskum bókum og bæklingum auk þess sem þrir pokar af Vestmannaeyjahrauni fengu aö fylgja meö. —gsp Auk verölagsins fara niöurstöö- urnar eftir fjölmörgu ööru, og þá fyrst og fremst nýtni oliu I kyndi- tækjum húsa. Þessvegna er ekki tilgreind ein tala i yfirlitinu, held- ur talnabil. Má ætla, aö neöri mörkin eigi helst viö stórhýsi einkum þar sem gæsla og viðhald kynditækja er i besta lagi, en þau hærri fremur viö litil hús, sér- staklega ef viöhald og gæsla er ekki betra en gengur og gerist I slikum húsum. Sem dæmi til samanburðar viö framangreindar niöurstööur má nefna, aö væri raforka keypt til hitunar þeirrar byggðar, sem at- hugunin var gerö fyrir á heild- sölugjaldskrá Landsvirkjunar i febr. 1976 heföi hitunarorkan kostað 2,96 kr/kWh komin að aö- veitustöö. Samkvæmt yfirlitinu má raforkan kosta 3,13—4,54 kr/kWh ef um er að ræöa nýja byggö, en 2,68—3,65 kr/kWh i eldri byggð. Annað dæmi: Orkukostnaöur heitavatnsins hjá Hitaveitu Reykjavikur er nú um 1,10 kr/kWh reiknaö hjá notanda. Yfirlitiö gefur, aö heitt vatn megi kosta hjá notanda 3,95—5,55 kr/kWh I nýrri byggð og 3,78—4,75 kr/kWh i eldri byggð. Orkukostn- aður hjá notanda frá nýjum hita- veitum veröur yfirleitt verulega hærri en frá Hitaveitu Reykjavik- ur. En yfirlitið sýnir lika aö varmaverð frá hitaveitu má vera miklu hærra en hjá Hitaveitu Reykjavikur og hitaveitan samt hagkvæmari notandanum en olia. —GFr Ráðstefna kommúnistaflokka Brés- jnéf hegg- ur á báða bóga Austur-Berlín 29/6 reut- er ntb — Leiðtogi sovéska kommúnista- flokksins, Leonid Brésj- néf, hélt klukkustundar- langa ræðu á ráðstefnu evrópskra kommúnista- flokka sem hófst í Aust- ur-Berlín í dag. 1 ræöu sinni sakaöi hann bandarisku stjórnina um aö draga SALT-2 viöræöurnar um takmörkun kjarnavopna visvitandi á langinn meöan ráöamenn heimafyrir hrópa á síauknar fjárveitingar til hermála. Brésjnéf réöst einnig á leið- toga kinverja fyrir aö æsa til heimsófriöar I þvi skyni aö hagnast á þvi sjálfir. Hann lýsti þeirri skoðun sinni aö leysa bæri upp Nató !og Varsjárbandalagiö svo af- stýra mætti þeirri hættu aö Evrópa veröi ein allsherjar púöurtunna. Réðst hann á kenningar manna á Vestur- löndum um aö sovétmenn ógn- uöu Vestur-Evrópu og kvaö slikar villukenningar falla eins og spilaborgir fyrir eigin rökleysum. Nicolae Ceausescu flokks- leiötogi i Rúmeniu flutti einnig ræöu á fundinum i dag og not- aöi stór orö um þörf allra kommúnistaflokka fyrir sjálf- stæöi og jafnrétti gagnvart öörum flokkum. Hann lagöi á- herslu á aö öll kommúnistariki ættu að móta þjóölega og sjálfstæða stefnu. — Eina leiö- in til aö auka einingu og sam- stööu kommúnistaflokka er sú aö byggja á reglum um jafn- rétti og gagnkvæma virðingu, sagöi rúmenski leiðtoginn. Aðalfundur Lanassambands símstöðvarstjóra Þriöji aðalfundur Landssam- bands símstöðvarstjóra á 2. og 3. fl. stöðvum var haidinn að Hótel KEA á Akureyri 2, júni, sl. Fund- inn sóttu, auk stjórnar, fulltrúar 7 félaga af 10, sem i sambandinu eru og form. og varaform. fél. Isl simamanna, Ágúst Geirsson og Jóhann Sigurðsson. Ennfremur kom umdæmisstjórinn á Akur- eyri, Marius Helgason, á fundinn sem gestur. Siöan Landssambandiö var stofnaö 1974, hefur veriö stefnt að þvi, aö allir meölimir þess, 95 aö tölu, fengju réttindi opinberra starfsmanna. Náöist samkomu- lag þar aö lútandi i byrjun des. sl„ þannig, aö þvi marki yrði náö I áföngum, fyrsti hópurinn 1. apr. sl. næsti um áramót en sá slöasti, 3. fl. stöövarnar, var látinn biða. Aöalmál fundarins á Akureyri var þvi umræöan um 3. fl. stööv- arnar, þ.e. 4 tima stöövar, en nú stendur fyrir dýrum endurskoöun reglugeröar vegna þeirra. Var ákveöiö á fundinum að stefna aö þvi marki, aö engar 3. fl. stöövar yröu lengur til. Þær, sem ekki yröu sameinaðar stærri stöðvum, skyldu stækkaöar i 2. fl. stöövar, þ.e. meö 6 tima afgreiöslu a.m.k. Eftirfarandi tillögur voru samþ. um máliö: „Aöalfundur Landssamb. sim- stöðvarstjóra 2. og 3. fl. stööva leggur áherslu á það, aö þegar 3. fl. stöövar eru lagöar niöur og simnotendur færöir til annara stööva, veröi þess gætt, aö hvergi veröi fleiri simar en i mesta lagi 6 á hverri linu. Það er öllum kunn- ugt sem fást viö simaafgreiðslu i strjálbýli, að simasambandiö er eftir þvl lakara, sem notendur eru fleiri á llnu. Ennfremur óskar fundurinn eindregiö eftir þvl, aö allar sim- stöövar út um land veröi opnar a.m.k. 6 tlma á dag.Telur fund- urinn óverjandi, aö slmnotendur i sveitum hafi ekki jafna aösiööu til afnota af sima, sem telja má eitt. nauösynlegasta sambandstækiö fyrir fólk, sem I einangrun býr. Einnig varar fundurinn viö hverskonar skeröingu á þjónustu viö simnotendur. Aöalfundurinn vekur athygli á þeirri nauðsyn, aö allar handvirkar stöövar eigi aðgang aö einhverri stöö, sem op- in er allan sólarhringinn”. Formaöur FIS upplýsti, aö eft- ir lagabreytingu felagsins væru nú allir stöðvarstjórarnir fullgild- ir félagar FIS og gætu snúiö sér til skrifstofu félagsins i Landsima- húsinu, meö vandamál sin. En landssambandiö og félögin innan þess munu starfa áfram óbreytt, þar til málum allra félagsmanna er borgiö. Voru stj. FÍS og lands- samb. þökkuö mikil störf I þágu stöövarstjóranna á liönu ári. Margt fleira var rætt á fundin- um, sem til heilla mætti veröa fyrir simstöðvarstjórana og fólk- iö, sem þeir þjóna. Einnig kom fram, aö dregist hefur aö fram- kvæma réttarbætur þær, sem náöst skyldu 1. april. Umdæmis- stjórinn á Akureyri ávarpaöi fundarmenn og minnti m.a. á 70 ára afmæli Landssima Islands 20. sept. n.k. Formaöur Landssamb. sim- stöövarstj., Guörún L. Asgeirs- dóttir á Mælifelli, baðst eindregiö undan endurkjöri vegna veikinda og skoruöu fundarmenn á Bjarna Pétursson á Fosshóli, gjaldkera Sambandsins, aö taka viö for- mannsstööunni, en hann var, ásamt Guörúnu, aðalhvatamaöur aö stofnun sambandsins. Var sfö- an kjörinn gjaldkeri Einar Sigur- jónsson á Lambaleiksstööum en ritari Kristjana Vilhjálmsdóttir, Geröum. í varastjórn eru Holga Kristjánsdóttir, Silfrastööum, Guöjón Sigurösson i Gaulverjsbæ og Karl Andrésson i Eyrar- koti. F.h. Landssamb. simstöövarstj. Kristjana Vilhjálmsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.