Þjóðviljinn - 28.07.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.07.1976, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 28. júli 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Enn fjölgar tekjuskatts- lausum fyrirtækjum í Rvík Alinannatryggingar hf. Tekjuskattslaust fyrirtæki, sem velti á slðasta ári nær 700 miijónum króna. Hugleiðing vegna villureiknings Verðbólgan og núllið Var kannski rétt reiknað eftir allt? Það er næsta undarlegt hversu verðbólgan hefur náð að rugla hugi landsmanna og þá nánast enginn undanskilinn. t Þjóðviljanum sl. laugardag henti það, að I reikningsdæmi eigna út frá eignaskatti i skattkrá var bætt einu núlli aftan við tölur, með þeim afleiðingum að rúmar hundrað miljónir urðu rúmur miljarður og siðan þrefaldað til söluverðs um þrir og hálfur milj- arður króna. Alltaf getur slikt hent blýantsreikningsmenn og ekkert við þvi að segja. En svo leið laugardagurinn, sunnudagurinn og mánudagurinn til kvölds. Hvorki reiknarinn né nokkur annar hafði látið i sér heyra vegna þessarar ógnarlegu skekkju þar sem rangfærslan eða mismunurinn var þó hvorki meiri né minni um um þrir miljarðar. Þegar útreikningur er skakkur sem nemur þúsundum, hundruð- um jafnvel tugum stansar vart síminn hér á ritstjórn og menn húðskammaðir vegna gáleysis- legs umgangs með tölur. Nú heyrðist hvorki hósti né stuna. En það eru ekki einvörðungu að- standendur Þjóðviljans og starfs- menn hans, sem svo eru illa leiknir af verðbólgunni. Ekkert dagblaðanna tók eftir þessari herfilegu reikningsvillu, þaðan komu engar ábendingar, engar upphrópanir um Þjóðviljalygi, ekkert! Verðbólgan hefur gjörsamlega ruglað dómgreind landsmanna á tölur. A sömu siðu og leiðrétting á þessari reikningskúnst var birt hér I blaðinu i gær var birt önnur frásögn þar sem prentarar, sjálf- sagt vegna varúðar, breyttu miljörðum álögðum á reyk- vikinga i miljónir. Siðan hefur ekki látum linnt! Var þetta kannski rétt? Einn ágætur endurskoðandi, sem undirritaður átti orðastað viö vegna máls þessa, sagði að þó svo að reikningskúnstin hefði verið röng sýndist sér að I þessu tilviki hefði útkoman samt sem áður ekki veriö fjarri lagi. Nánari skilgreining þessarar staðhæfingar er sú, að ótalmargt af eignum er undanþegið eigna- skatti. Má þar til dæmis nefna listaverk alls konar. I þessu tilviki rifjast upp að fyrir ekki löngu siöari hélt einn stóreignamaður (miljarða- mæringur?) utan og festi þar kaup á afspyrnu dýru málverki. Er hann var spurður að þvl við heimkomuna hvað hann hefði gefið fyrir verkið sagði hann ein- ungis, að það hefði verið mikið. Upphæðir nefndi hann engar. Þannig háttar nefnilega, að þegar keypt eru málverk, högg- myndir, fokdýrar og gamlar bæk- ur eða listmunir einhverjir heitir slikt á viðskipta- og skattamáli eignabreyting, og það fé, sem þú notar til eignabreytinga er ekki skattlagt né heldur hin nýja fast- eign, það er að segja sé um lista- verk að ræða. Enda á ofangreind- ur maður stórfenglegt safn list- muna. Nú er vitað að fyrrgreindur stóreignamaður hefur ekki haft af fyrirtækjum sinum meiri hagnað en svo slðustu árm, en sem nemur launum verkamanns, sem unnið hefur vaktavinnu árlangt. Þvi hefði honum verið gjörsamlega ó- kleift að kaupa slikt listaverk fyrir launin sin. Hins vegar er nær óhugsandi að veltufé festist jafnóðum I aukningu höfuðstóls, birgöa og skattskyldra fasteigna, og þvi eru listaverkakaup ágæt leið til þess aö veita veltufjár- munum i þann farveg að i fram- tiðinni þurfi ekki að greiða af þeim neinn skatt, sem þyrfti ef heföu veriö notaðir til höfuðstóls- aukningar: Sem sé, lögleg leið til skattsvika. Annað, sem endurskoðandinn benti á, og renna má stoöum und- ir þá fullyrðingu hans, að þrátt fyrir allt hafi ekki verið rangt reiknað hjá okkur hér I Þjóð- viljanum sl. laugardag er, að margir hinna grónu efnamanna eiga hlutabréf i stærstu fyrirtækj- um landsins, svo sem Flugleið- um, Eimskip og t.d. tveimur bönkum. Þau hinna eldri fyrir- tækja eiga orðið eignir, sannan- lega upp á miljarða. Hins vegar voru eignir þeirra ekki miklar þegar umræddir menn keyptu hlutabréfin sin. Væri nafnverð þessara bréfa margfaldað upp til raunvirðis, yrði útkoman allt að þvi stjarnfræðileg. Það má þvi vera að i villu- reikningi undirritaðs sl. laugar- dag hafi falist meiri sannleikur en reikningsformúlan og fyrir- liggjandi forsendur gáfu tilefni til að halda. Um það veröur þó ekki fullyrt. En þvi verður heldur ekki á móti mælt með nokkrum hald- bærum rökum. — úþ 676 miljón króna velta tryggingafyrirtœkis, sem engan tekjuskatt greiðir Tvivegis hefur verið svæfð á al- þingi tillaga frá Ragnari Arnatds alþingismanni um skatlagn- ingu fyrirtækja og atvinnurek- enda. Ragnar flutti tillögu hér að lútandi á siðasta þingi og með henni greinargerð um 432 skatt- laus fyrirtæki i Reykjavik, sem samtals veltu 20 miljörðum króna á árinú 1974. Taldi Ragnar tekju- tap rikissjóðs vegna skattfriðinda þessara fyrirtækja hafa numið 4-5 miljörðum. Samkvæmt nýframlagðri skattskrá fyrir Reykjavik hefur þessum tekjuskattslausu fyrir- tækjum fjölgað enn að mun,og ef gengið er út frá tekjutapi rikis- sjóðs I fyrra og miöaö við rúmleg- a 50% aukna skattheimtu i ár i krónum talið, er tekjutap rikis- sjóðs ekki minna i ár en á að giska 7 miljarðar. Er þá ekki talin sú upphæð, sem rikið tapar. i skatta- tekjur vegna einstaklinga, sem við atvinnurekstur fást og úthluta sjálfum sér sáralitlum persónu- tekjum, en lifa af fyrirtækjunum. En hvernig geta fyrirtæki kom- ist undan þvi að greiða tekjuskatt til rikissjóðs? Fyrirtækjum er boöiö upp á að greiða 25% af hagnaði i varasjóð. Þá má nefna afskriftareglur, sem þannig eru úr garði gerðar að mörg fyrirtæki geta afskrifað á ári nær 30% fjárfestingar og þá jafnframt þótt fjármagnið, sem til fyrirtækisins var lagt i upphafi hafi að mestu leyti verið fengið að láni I bönkum eða úr lánasjóðum. Með þvi siðan að skipta um eignir á svo sem f jögurra ára fresti geta fyrirtækin haldið áfram afskrifta leiknum svo lengi sem eigendur fyrirtækjanna kæra sig um að verða stóreignamenn út á bók- haldslegan „taprekstur” fyrir- tækjanna. Að sjálfsögöu er fyrir- tækjum slðan heimill ótakmark- aður frádráttur vegna vaxta- gjalda. Veltan En af aðstöðugjaldi tekju- skattslausra fyrirtækja má nokk- uð ráða veltu þeirra. Þannig greiða útgerðarfyrirtæki 0,2% af veltunni I tekjuskatt, og til að finna veltu þeirra i krónum á að margfalda aðstöðugjaldið með 500. Af rekstri flugvéla er greitt 0,33% aðstöðugjald,og til að finna veltuna skal margfalda aðstöðu- gj. með 303. Matvöruverslanir, smásöluv., greiða 0,50% aðstöðugjald af veltu,svo og endurtryggingafélög, kjöt og fiskiðnaður, og skal þvi margfalda með 200 til aö finna veltu þeirra i krónum Af rekstri farþega- og farm - skipa er gr. 0,65% aðstöðugjald, og til að finna veltuna á að marg- falda aðstöðugjaldið með 154. 1.0% aðstöðugjald greiða ma. sérleyfishafar, matsalar, vá- tryggingar, útgáfa, þó undanskil- in útgáfa dagblaða, verslun, iðn- aður og fl. Til.að finna veltu fyrir- tækja i þessari starfsgrein skal margfalda aðstöðugjaldið með 100. 1,30% aðstöðugjald er greitt af fata-, sportvöru-, hljóðfæra-, snyrti- og hreinlætisvöruverslun, lyfjaverslunum, skartgripa- verslun, skrautmunaverslun, tóbaks,- sælgætis-, blóma-, minjagripa- og umboðsverslun, persónulegri þjónustu, af kvik- myndahúsarekstri, biljarðstofum og börum. Til þess að finna út veltu þessara fyrirtækja skal margfalda aðstöðugjaldið með 77. I skattskránni i ár er að finna ótölulegan grúa fyrirtækja, sem ekki greiða tekjuskatt. Slikan grúa er ekki hægt að birta i einu vetfangi.og þvi verður hér á eftir birtur listi yfir all-nokkur, tekin beint upp úr skattskránni eftir stafrófsröð og athugasemdalaust. Og þá er aö hefja lesturinn. Tekjuskattslaus fyrirtæki Aðstöðugj. kr. A. Smith hf. Bergst.str. 52 ...............................168.600 ABC Gjafabúð sf. Austurstræti 6............................ 21.000 ACO hf. Hallv.st. 10.. .....................................19.100 Aðalfasteignasalan sf. Austurstræti 14..........................0 Aðalbraut hf. Siðumúla 8.................................4.713.600 Akurhf. Suðurlandsbraut 48...................................3.000 Akurey hf. Grensásv. 10 ...................................222.800 Alogstálhf...................................................4.600 Almenna Bókafélagið Austurstræti 18 ......................1.979.800 Almenna húsgagnavinnustofan Batnsstig 3......................8.700 Almennar tryggingar hg. Pósthússtræti 9..................6.763.200 Almennir verktakar hf. Hólmgarði 32 ........................ 1.200 Alþjóða liftryggingafélagiö Austurstræti 17 ...............190.000 Alþýðuhúsið hf. Iðnó..................................... 143.600 Amor hf. Rauðagerði Melavöllur........................... 162.000 Andersen og Lauth hf.......................................935.000 Andri hf. Borgartúni 29....................................622.800 Anna Þórðardóttir hf. Skeifunni 6 .........................406.000 Anetta hf. Skólavörðustig 17b.............................. 33.000 Ansvar Intern Insurance.............. 7....................775.200 Arkir teiknistofa sf. Bergstaðastræti 52.........................0 Arkitektar G. Kr. og Olaf Hverfisgötu 49...................167.200 Armúli sf. Armúla 21.......................................111.700 Ármúli36sf................................................. 22.300 Asfellhf.................................................... 2.300 Atlantis hf............................................... 525.200 Auður hf. Þingholtsstræti 2................................ 12.700 Auglýsingastofan hf. Armúla 5..............................214.300 Austurbær hf. Höfðabakka 9 ................................831.300 Austurgarður hf. Laugav. 59................................441.500 Austurstræti 16............................................ 62.200 Axminster hf...............................................612.000 B. Sigurðsson sf. Höfðatúni 2..............................182.000 Bót fatagerð hf. Bolholti 6................................264.100 Baader þjónustan hf Armúla 5 ........................... 1.398.400 Barónsveitingar sf. Laugav. 86 ............................167.800 Bátanaust hf. Elliðavogi...................................222.100 Baugalin sf. Miklubraut 68................................. 64.900 Bessisf. Laugav. 54 ........................................ 4.300 Bifreiðabyggingar sf. Armúla 34 ........................... 55.100 Bifreiðar og landbúnaðarvélar Suðurlandsbraut 14 ........2.620.900 Bifr.verkst. Austurbæjar Borgart. 25....................... 22.100 Byggingamiðstöðinsf.Hverfisg. 4............................ 18.200 Byggingaverk hf. Bollagötu 15..............................115.200 Byggir hf. Laugav. 168.................................... 155.200 Bilaryðvörn hf. Skeifunni 17 ..............................208.400 Bilasmiðjan hf. Laugav. 176 ...............................377.200 Bilatún hf. Klapparstig 9a................................. 88.600 Framhald á bls.14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.