Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						16S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN  Laugardagur 13. nóvember 1976
Alþýðubandalagið, Suðurlandskjördœmi:
Svartasta afturhaldsstjórn
sem setið hefur um árabil
Eyðsluskuldir ríkisins hlaðast upp innanlands og utan
Afturhaldsstjórn Framsóknar
og ihalds hefur nú setið aö völdum
I rúm tvö ár.
Þrátt fyrir mikinn þingstyrk
hefur hiín ekki efnt nein þau fyrir-
heit, sem hún gaf i upphafi valda-
ferils sins, svo sem aö stööva
veröbólguna, draga úr dýrtiöinni,
minnka skattheimtuna, stilla
útgjöldum rikisins i hóf og foröast
erlenda skuldasöfnun, þó svo að
ekki sé talað um öll þau há-
stemmdu loforð, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn gaf fyrir siðustu
kosningar um lausn efnahags- og
skattamála.
Er nú svo komið, að algert
gjaldþrot vofir yfir bæði þjóöar-
búinu og sérhverju alþýðuheimili
þessa lands.
Kaupmáttur launa skerðist
með degi hverjum og má segja,
að rikisstjórnin stjórni landinu
frá degi til dags með geðþótta-
ákvörðunum.
Rikisstjórn Geirs Hallgrims-
sonar hefur reynst vera það
svartasta afturhald, sem farið
hefurmeð völd á Islandi um langt
árabil og árásir hennar á launa-
menn fara sivaxandi. Má þar
nýjast nefna sem dæmi bráða-
birgðalögin um kjör sjómanna,
kjaradóminn um launakjör opin-
berra starfsmanna, stöðugar
gengisfellingar og gengissig,
gegndarlausar hækkanir á vörum
og þjónuslu og stöðug hækkun
skattheimtu, t.d. með hækkun
söluskatts og vörugjalds, að
ógleymdu vaxtaokrinu, sem er
orðinn þyngsti bagginn á atvinnu-
rekstri landsmanna. Eyðslu-
skuldir rikisins hlaðast upp
innanlands ogutan, viðskiptahalli
við útlönd svo milljörðum króna
skiptir er árlegt fyrirbrigði og
fjárlög margfaldast. Siðan eiga
launþegar að standa undir
greiðslum á öllu þessu sukki
rikisvaldsins, þvi að hlutur at-
vinnurekenda fer siminnkandi I
skatttekjum rlkisins og ekki
verður séð, að boðaðar skatta-
lagabreytingar f jármálaráðherra
bæti þar mikið um.
Þetta  er sú mynd,  sem  við
okkur  blasir  i efnahagsmálum
RÍKISSPlTALARNIR
lausar stöður
KLEPPSSPÍTALINN
KENNSLUSTJÓRI.
Hjúkrunarfræðingur með sérnám i
geðhjúkrunarf ræði óskast til starfa
sem kennslustjóri á spitalanum frá
1. janúar n.k.
Nánari upplýsingar veitir for-
stbðukonan.
Umsóknir, er greini aldur,
menntun og fyrri störf ber að senda
Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 12.
desember n.k.
Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi
á spitalanum.
HJÚKRUNARFRÆDINGAR
óskast til starfa á hinar ýmsu
deildir spitalans. Vinna hluta úr
fullu starfi kemur til greina. Upp-
lýsingar veitir forstöðukonan, simi
38160.
FóSTRA óskast til starfa á dag-
heimili spitalans. Upplýsingar
veitir forstöðukonan simi 38460.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5,SÍM111765
wMm Sjúkraflutninga-
námskeið
Rauði Kross íslands efnir til námskeiðs
fyrir sjúkraflutningamenn dagana 26.-28.
nóvember i Reykjavik. Frekari upplýs-
ingar veitir skrifstofa RKl, Nóatúni 21,
Reykjavik, simi (91) 26722
þjóðarinnar eftir tveggja ára
óstjórn íhaldsaflanna i þjóð-
félaginu, og ekki frikkar myndin
ef skyggnzt er bak við tjöldin og
athuguð sú spilling, sem þrifist
hefur allt upp i efstu valda-
stofnanir þjóðfélagsins. Virðing
fOlks fyrir lögum hefur farið sl-
minnkandi, og fikniefnaneysla,
afbrot og glæpir stóraukist.
Þrátt fyrir það, að flett hefur
verið ofan af þeim blekkingum,
sem notaðar hafa verið til að
réttlæta veru bandarlska hersins
á tslandi og a ðild okkar að NATO,
þannig að öllum sé ljóst haldleysi
hvors tveggja frá fyrstu tið fyrir
varnir landsins og sjálfstæði, þá
leitast stjórnvöld slfellt við að
treysta böndin við NATO og festa
hernámsliöið i sessi til fram-
buðar.
Augljóst er, að reynt verður að
halda áfram á þeirri óheillabraut
að braska við útlendinga með hin
ofveiddu fiskimið okkar, og auka
jafnframt áróðurinn fyrir áfram-
haldandi stórvirkjunum til þess
að framleiða ódýra raforku
handa útlendingum til stóriðju-
rekstrar á Islandi, sem aðeins
þjónar undir hergagnaiðnað og
offramleiðslu heimskapítal-
ismans og tengir okkur Efna-
hagsbandalaginu slfellt nánari
böndum.
Kveðja
Sigríður Samúelsdóttir
Vonarlandi við Isafjarðardjúp
Sigriður Samúelsdóttir and-
aðist á Landakotsspitala hinn 5.
nóvember s.l. eftir aðeins sólar-
hrings legu þar. Hún var að visu
búin að vera heilsulitil allmórg
siðustu árin, en hafði þó að mestu
fótavist til siðasta dags. Það má
segja að likamleg orka væri með
öllu þorrin, en hún var svo Iánsöm
að fá að halda sjón, heyrn og and-
legu þreki þar til yfir lauk.
Og þvi ber að fagna að hún fékk
hvildina an mikilla þjáninga,
nánast sofnaði útaf.
Hinu er ekki að leyna, að það er
ávallt mikill eftirsjá i nákömnu
og góðu fólki.
Sigriður var fædd 12. nóvember
árið 1893 i Skjaldbjarnarvik i
Strandasýslu. Foreldrar hennar
voru hjónin, sem þar bjuggu, Jó-
hanna Bjarnadóttír og Samúel
Hallgrimsson. Börn þeirra hjóna
voru alls fimtán, en ekki munu
þau öll hafa náð fullorðins aldri.
Þau eru nú öll látin.
Þegar Sigriður er 3ja ára gömul
er hún flutt til Gisla móðurbróður
sins, sem átti heima á Arngerðar-
eyri við Djúp. Hann hugðist taka
hana að sér, en þegar til kom voru
ekki tök á þvi, vegna heimilis-
ástæðna, þar sem kona Gisla
missti heilsuna. Hann kom henni
þá i fóstur til hjónanna Margrétar
Stefánsdóttur og Kristjáns Kristj-
ánssonar, er þá höfðu nýlega
hafið búskap á Fremri-Bakka i
Langadal. Þrem árum siðar flutt-
ust þau hjónin að Nauteyri og þar
ólst Sigriður upp allt til full-
orðinsára.
Sigriður átti tvö uppeldissyst-
kini, þau Dagbjörtu Kristjáns-
dóttur og Stein Leós, og með þeim
'rikti góð vinátta alla tið, enda
voru þau úrvalsfólk, sem hún mat
mjög mikils. Steinn er látinn fyrir
fáum árum, en Dagbjört býr i
Reykjavik. Sigriður var ákaflega
þakklát sinum ágætu fósturfor-
eldrum, og að hafa fengið að alast
upp á þessu myndarheimili.
Ung að árum, eða nánar sagt 18
ára giftist Sigriður Ólafi Péturs-
syni frá Hafnardal, dugmiklum
ágætis manni. Þau hófu þegar
búskap á Snæfjöllum á Snæfjalla-
strönd, og þar búnaðist þeim vel.
Þar bjuggu þau i níu ár, en urðu
þá að fara þaðan. Og aftur er
snúið til Nauteyrar þar sem þau
ráku búskap i sambýli við fóstur-
foreldra hennar i þrjú ár. Frá
Nauteyri flytjast þau svo að
Hraunda! I sama hreppi árið 1924,
og allt gengur vel i nokkur ár. En
sorgin er stundum á næsta leiti,
og 9. júlí 1929 deyr Ólafur. Hann
hafði að visu verið heilsuveill
öðru hvoru I nokkur ár. Mér er
tjáð að samlif þeirra hjóna hafi
verið farsælt og þau samhent i
flestu og tillitssöm hvort við
annað.
Þau Sigriður og ólafur eignuð-
ust fimm efnileg börn, þau eru
talin eftir aldri: Þórarinn, Ingi-
bjórg, Kristjana, Jóhanna og
Hallfriður.
Eftir að Sigriður missir eigin-
mann sinn, býr hún enn i nokkur
ár i Hraundal, með góðri hjálp
barna sinna. Ég hygg að það hafi
hjálpað Sigriði mikið á erfiðustu
stundum i lifi hennar hve einlæg
trúkona hún var. Hún var einnig
vel greind, ávallt glöð i viðmóti og
gædd miklu lifsfjöri. Eins var
henni auðvelt að tjá sig við hvern
sem var, og átti gott með að halda
uppi samræðum, enda hafði hún
frá mörgu að segja og lifði timana
tvenna. Oftlega heyrði ég hana
taka málstað þeirra, sem stóðu
höllum fæti i lifsbaráttunni, og
gat hún þá verið ákveðin á
svipinn.
Arið 1936 ræðst Sigriður sem
ráðskona til Jens Kristjánssonar,
er þá hafði stofnað nýbýlið
Vonarland, en það er byggt úr
landi Melgraseyrar.
Segja má að Vonarland hafi
verið hennar heimili upp frá þvi.
En eftir að Jens andaðist 1967
hefur Sigriður að langmestu leyti
dvalið á veturna hjá dótturdóttur
sinni Sigrúnu Guðmundsdóttur og
manni hennar Böðvari Magnús-
syni. Hjá þeim leið henni eins vel
og best varð á kosið. En á hverju
sumri fór hún vestur að Vonar-
landi, og þar naut hún þeirrar
náttúrufegurðar og kyrrðar, sem
umhverfið er svo rikt af.
Þau Sigriður og Jens tóku fimm
börn i fóstur um lengri eða
skemmri tima. Raunar má segja
að þau hafi verið fleiri, þvi að
heimilið á "Vonarlandi var
mörgum börnum sólar- og sælu-
staður I fjölda mörg sumur.
Sigriður var ekki aðeins góð og
elskuleg amma börnum okkar,
heldur og öllum sinum barna-
börnum, sem nutu þess að fá að
vera hjá henni.
Og sama var að segja um Jens,
hann var sérlega barngóður, og
minningar  frá  hans  tima  ylja
manni ævinlega, þegar hugsað er
til Vonarlands.
Sigriður var, að eigin sögn, svo
lánsöm að eiga sér góða og hjálp-
sama nágranna, og hún var þeim
mjög þakklát er hún leit yfir liðna
tið.
Nú þegar tengdamóðir min er
látin, er margs að minnast og
margt að þakka. Mér verður
löngum minnisstætt hve vel
hún tók mér og hlýlega, er ég sá
hana i fyrsta sinni. Og sá hlý-
hugur hennar til min og minnar
f.íölskyldu fór heldur vaxandi allt
til lokadags.
Faðir lifs og ljóss
leiði hana og blessi.
Gisli Guðmundsson
Ríkisstarfsmenn
BHM
Almennur  fundur  verður haldinn  i
Súlnasal Hótel Sögu kl. 13.30 mánudaginn
15. nóv.
Fundarefni:
1. Krafa BHM um grunnkaupshækkun
2. Staða í samningsréttarmálinu
3. Lifeyrissjóðsmál
4. Almennar umræður.
Félagsmenn fjölmennið.
Félagsmenn FÍN athugið:
Félagið hefur opna  skrifstofu i herbergi
513 á Hótel Sögu kl. 9:00 til klukkan 18:00.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20