Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 26
2« SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Jólablað 1976. Albanasagan í örstuttu formi Hér verður gefið til þess að gera örstutt yfirlit um sögu Albaniu frá fyrstu tið fram til loka siðari heimsstyrjaldar; um þær gagngeru breytingar, sem siðan hafa orðið á þjóðlifi og þjóðarbúskap albana, er fjallað i öðrum þáttum. Gjergj Kastrioti Skanderbeg, þjóðhetja albana, sem stjórnaði frclsis- baráttu þeirra gegn tyrkjum. Höggmynd, sem táknar sigur albana á Þýsku nasistunum. Albanía liggur á Balkanskaga sunnan- og vestanverðum, hefur landmæri að Júgóslaviu i norðri og austri, að Grikklandi I suðaustri. 1 vestri er Adrlahaf og Otranto-sund, og eru þar aðeins rúmir 70 kilómetrar yfir til fylkis- ins Apúliu á ttallu, þar sem skemmst er. Að flatarmáli er Albania tæpir 29.000 ferkilómetr- ar, eða litlu viðari einum lands- fjórðungi á tslandi. Miðjarðar- hafsloftslag er við ströndina, meginiandsloftslag þegar kemur inn I landið. Kaldasti mánuðurinn er janúar (meðalhiti 4—7 gráður á C.) sá heitasti ágúst (meðalhiti 24—25). (Jrkoma er 1000—2000 mm árlega, langmest I fjöllunum norðan og sunnan til. Afkomendur illýra Aö uppruna til veröa albanir aö teljast, ásamt meö grikkjum, elstir núverandi þjðöa Balkan- skagans. Þeir eru aö öllum likind- um beinir afkomendur illýra hinna fornu, sem á slöasta árþús- undinu fyrir Krist eöa fyrr byggöu nokkurnveginn þaö svæöi, sem nú er Júgóslavia og Albania, auk þess sem illýrskir þjóöflokk- ar létu sjá sig á ítaliu. Tungu- málalega séö teljast illýrar sér- stakur stofn innan indóevrópska flokksins, hliðstætt gerniönum og slövum, en nú er albanskan hin eina eftirlifandi af tungum illýra og þvi ekki náskyld neinni ann- arri lifandi tungu. Mjög hefur þó dregið úr sérstööu hennar fyrir það að I aldanna rás hefur hún sogið i sig firn af tökuoröum úr tungumálum allrahanda drottna og nágranna: latinu, grisku, slavnesku, tyrknesku, þannig aö tökuoröin munu nú vera mikill meirihluti oröaforöans. tbúar Albaniu eru nú tæplega hálf þriðja miljón, auk þess sem fólk af albönsku þjóöerni býr svo miljónum skiptir utan landamær- anna, einkum i Júgóslaviu. Pýrros og Diókletian Illýrar komu allmjög viö forn- sögu grikkja og rómverja. Grikk- ir stofnuöu nýlenduborgir á ströndinni þar sem annarsstaðar, þar sem þeir komust aö, og varö sú helsta þeirra Epidamnos, sem rómverjar kölluöu Dyrrhachium: af þvi heiti er dregib núverandi heiti albana á borginni. DurrSs, og þaö nafn sem italir gáfu henni, Durazzo, en undir þvi mun sá staður þekktastur á Vesturlönd- um. A mörkum byggöa illýra og grikkja var konungsrikið Epiros, hvers ibúar munu trúlega hafa verið illýrskir aö kyni, þótt yfir- stéttin hafi snemma snobbaö fyrir grikkjum og tekiö upp mál þeirra og siöi. Þaöan var ættuð Ólympias, móöir Alexanders mikla, sem segja má aö þvi hafi verið albanskur i aöra ætt. Þar var konungur Pýrros sá, er fór meö her gegn rómverjum og viö eru siöan kenndir þeir hernaöar- sigrar sem sist þykja svara kostnaöi. Siöan hefur margt stór- mennið af illýrskum eöa albönsk- um stofni komist á spjöld sögunn- ar. Dlókletian keisari, sem geröi þær skipulagsbreytingar á Rómarveldi að lengt kváðu hafa lif þess stórveldis svo öldum skipti, var illýrskur leysingjason- ur, og forustukjarni Rómaveldis, einkum i hernum, var um þær mundir aö miklu leyti illýrskur. Siðar á timum hófust margir al- banir til metoröa i þjónustu tyrkjasoldáns, þeirra frægastur Múhameð Ali, kedif af Egypta- landi, forfaðir siöustu konungs- ættar þar I landi og þar meö Farkús kóngs hins akfeita, (Þegar hann var rekinn frá rikj; um, kvaö mannfjöldinn hafa hrópaö: Aftur til Albaniu!) Slavar og tyrkir Rómv. brutu lönd illýra und- ir sig meö ærinni fyrirhöfn og á mörghundruð árum, en þegar riki þeirra leystist upp steyptist yfir Balkanskagann hvert stormflóöiö eftir annaö af þjóöum noröan og austan úr löndum: gotum, avör- um, slövum. Fyrir þeim ógnar á- gangi eyddustfyrri ibúar skagans aö miklu leyti eöa hurfu saman viö innrásarþjóöirnar, en af þeim drógu slavar lengsta stráió eftir Dag Þorleifsson um það er lauk. A sjöttu og sjöundu öld varð mestur hluti Illýriu hinnar fornu (hin núver- andi Júgóslavia) slavenskur aö máli og menningu. Illýrarnir héldu aöeins velli i fjalllendinu og viö ströndina syöst. A siöari hluta miöalda var Albania ýmist gefin undir býsanska keisaradæmiö eöa ýmsa aöra höföingja og riki, latnesks og slavneáks uppruna. ttalska verslunarborgin Feneyj- ar, eitt mesta kaupsýsluveldi Vesturlanda I þá tiö, leitaði snemma eftir áhrifum á strönd- inni, þar eð DurrSs var mikilvæg verslunarborg á leiöinni til Konstantinópel (þá leiö fóru margir krossfaranna austur) og auk þess „hernaöarlega mikil- væg” vegna legu sinnar viö inn- siglingu Adrfahafsins. Albanir (eða arberar, eins og þeir voru oftast kallaöir af sjálfum sér og öörum um þær mundir) fengu einnig aö kenna á Stefáni Dúsjan, stórkonungi serba, er hann geröi sina skammvinnu tilraun til aö stofna suburslavneskt stór- veldi. En serbum seig skjótt laröur og þá voru komnir yfir til Evrópu frá Litlu-Asiu tyrkir, siöasta og versta plágan. Þeir gersigruöu suðurslava i orrust- unni á Kosova-sléttu og færöu siöan yfirráð sin meðal annars yf- ir Albaniu. Skanderbeg Alllöngu áöur, eöa á tólftu öld, höföu albanskir höföingjar haft uppi tilburöi um aö ná sjálfstæöi undan keisaranum i Konstantin- ópel, og sú viðleitni jókst heldur en hitt við komu tyrkja. Þá tók forustuna meðal albana jarlsson- ur nokkur að nafni Gjergj (Georg) Kastrioti. Hann haföi aö fornum siö i æsku verið I gislingu hjá tyrkjasoldáni og lært hjá hon- um hernaöarvisindi, sem tyrkir kunnu þá flestum betur. Var hann og i hernaði meö tyrkjum og þáöi miklar sæmdir af soldáni. Köll- uðu tyrkir hann á sina tungu Iskander Beg, eöa Alexander fursta.enalbanir styttu þaösiöan I Skanderbeg eöa Skanderbeu. Undir þvi heiti er hann siöan þekktastur. 1443 var Skanderbeg meö 1 leiöangri soldáns gegn ungverj- um, og biöu soldánsmenn þá hremmilegan ósigur fyrir Hunyadi jarli á Sjöborgalandi (Transsylvaniu). t upplausninni á flóttanum notaö Skanderbeg tækifæriö, strauk úr her soldáns, hélt heim til Albaniu og stjórnaöi þar uppreisn þjóöar sinnar gegn tyrkjum. Honum tókst aö fá flesta helstu innlendra höföingja til aö gera bandalag undir sinni forustu, og telja albanir þaö fyrstu raunverulegu tilraunina til stofnunar albansks rikis og sam- einingar þjóðarinnar. Jafnframt geröu albanir undir forustu Skanderbegs uppreisn gegn tyrkjum og ráku þá úr landi. örninn svarti og tvihöfðaði Soldán brást við hart og sendi á næstu árum hvern herinn af öör- um á hendur albönum, en þeir brytjuðu þá jafnharðan niöur undir forystu Skanderbegs. Soldánsdæmi ósmana var þá heimsins mesta herveldi og eftir þvi fór stærð herjanna: einn taldi samkvæmt bréfum tyrkjasoldáns 100.000 manns, annar 150.000. En Skanderbeg bar efra skjöld af þeim öllum, og naut þar bæöi hernaðarvisinda tyrkjasoldáns, fósturfööur sins, og hins hnökrótta albanska landslags, sem bauö upp á góð tækifæri til launsátra og skyndiárása. Meöan Skanderbeg liföi héldu albanir vélli gegn tyrkjum. En hann lést 1468, og var þess þá skammt aö biða aö ósmanar legöu landiö undir sig. Olli sérhyggja innlendra lénshöföingja, sem jafnan voru reiöubúnir aö ganga á mála hjá tyrkjum eöa feneying- um, miklu um þaö. Allar götur siöan hefur enginn maöur veriö meira metinn af albönum en Skanderbeg. Her- merki hans, svartur, tvihöföaöur örn, er i skjaldarmerki og fána hinnar sósialisku Albaniu nútlm- ans, og I þvi landi er hiö mikils- virta fimmstirni þeirrar greinar marxismans sem albanir aöhyll- ast (Marx, Engels, Lenin, Stalin, Maó) jafnvel ekki hærra sett en hann. Fjórar aldir undir tyrkjanum. Albania var siöan undir tyrkjasoldáni til ársins 1912, eöa i rúmar fjórar aldir. A sextándu öld gerðu albanir hverja uppreisnina á fætur annarri. A þeim timum og eftir daga Skanderbegs flýði fjöldi albana yfir til Italiu, þar sem afkomendur þeirra enn þann dag I dag hafa þjóöernislega sérstööu og kallast arberar. A seytjándu öld þröngvuöu tyrkir meirihluta albana til að taka Múhameöstrú, efalaust fyrst og fremst i þeim tilgangi aö lama þannig mót- stööuvilja þjóöarinnar. Um alda- mótin 1700 munu um 70% albana hafa játaö kreddu Múhameös, og sat viö þaö allt framundir þennan dag. Astæðurnar til þess aö al- banir, einir Balkanþjóða (aö frádregnum bosniumönnum)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.