Þjóðviljinn - 13.02.1977, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 13.02.1977, Blaðsíða 23
Sunnudagur 13. febrúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐÁ 23 TEIKNARi Kompunni hefur borist mikið og gott myndefni frá 12 ára strák í Kópa- vogi. Hann heitir Kjartan Arnórsson og á heima á Hraunbraut 14. Kjartan er faeddur í Reykjavík árið 1965, en átti heima fyrstu árin í Mosfells- sveit. Þegar hann var á sjöunda ári flutti fjöl- skyldan til Skotlands og dvaldi þar rúmlega tvö ár. Þau bjuggu við St. Patrick Square í Edin- burgh, það er skammt f rá Princess Street og mið- borginni. Kjartan gekk þar í skóla og náði góðu valdi á ensku og hefur haldið henni við síðan hann kom heim. Nú er hann í Kársnesskólanum og líkar þar prýðilega. Kennarinn hans, Hanna Dóra Pétursdóttir, hefur gott lag á krökkunum, enda finnst Kjartani stundum gaman í skólan- um. Skemmtilegast finnst honum í teikningu og svo í frimínútunum. Það er eðlilegt, teikning er hans aðaláhugamál, og frímínúturnar eru mikilvægur þáttur í skólalíf inu. I' þeim hittast krakkarnir og leika sér saman. Tvisvar í viku fer Kjartan i tíma í Myndlist- arskólann við Freyjugötu og lærir leirmótun hjá Katrinu Briem. í tóm- stundum finnst honum mest gaman að lesa góð- ar bækur. Hann les helst spennandi reyfara, snjallar grinsögur og vísindaskáldsögur eftir höfunda eins og Ray Bardbjury og Asimov. Það kemur ekki að sök þótt lítið sé til af þýddum bókum af þessu tagi, því áuk enskunnar getur hann lesið sér til gagns á Norðurlandamálunum og dálítið þýsku. Hér er örlitið sýnishorn af teikningum Kjartans, en þær eru mjög fjöl- breytilegar, allt frá löng- um myndasögum niður í stakar teikningar og skissur. Margar eru afar fallegar í litum, en því miðurgetur Kompan ekki prentað í lit. I næstu blöð- um fáið þið væntanlega að sjá f leira eftir þennan snjalla teiknara. Kjartan Arnórsson hefur fyllt margar stflabækur af framhaldsmyndasögum og hér heldur hann á einni sögu, sem einmitt er aö fæöast um þessar mundir. A bak viö sést f nokkra bekkjarfélaga Kjartans, en myndin er tekin i Kársnesskóla sl. fimmtudag. —Mynd: —gsp Boltarnir Vélmenni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.