Þjóðviljinn - 11.03.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.03.1977, Blaðsíða 1
DlODVIUINN Föstudagur 11. mars 1977 —42. árg. —58. tbl. Stóriöjuáformin eru staöreynd t frétt á baksiðu f dag er svarað staðhæfingum Morgun- blaðsins um að rikisstjérnin hafi engin stóriðjuáform á döfinni. Þar er rakið lið fyrir lið hvaða áform iðnaðarráðherra og rikis- stjórnin hafa i þessum málum. Það er langur listi sem stingur mjög i stúf við tilraunir Morgunblaðsins að breiða þagnarhulu yfir áformin. Sjá baksíöu 800 miljóna króna Miðað við markaðs- forsendur og hráefnis- verð ársins 1976 hefði orðið um 800 milj. is- lenskra króna halli á málmblendiverksmiðj- unni i Hvalfirði á þvi ári. Þetta kemur fram i útreikningum sem Þjóð- hagsstofnun hefur gert að beiðni Sigurðar Magnússonar fulltrúa Alþýðubandalagsins i iðnaðarnefnd neðri- deildar. Rekstraráætlun þessi er birt hér til hliðar og á hún að skýra sig sjálf: meginniðurstaðan er sú að halli málmblendiverksmiðjunnar á Grundartanga FYRIR SKATTA hefði oröið 22 milj. norskra króna, en norska krónan stóðí gær i 36,36 isl. kr. Við þessa áætlun Þjóöhagsstofn- unar er hins vegar þvl aö bæta að allar horfur á stálmarkaöi Vestur-Evrópu og Bandarikjanna núbenda til þess að hann sé i rúst. Þaö var af þeirri ástæðu sem auðhringurinn Union Carbide hvarTjfrá samningum úm málm- blendiverksmiðjuna og kaus að kaupa sig út úr samningunum fyrir nærri einn miljarö isl. ikróna. Þegar UC tók ákvörðun um þetta lét fyrirtækiö gera Itar- lega markaöskönnun og á henni byggðist niðurstaðan. Siguröur Magnússon hef- úr óskaö eftir þv'I I iðnaöarnefnd halli alþingis að fá aö sjá þ^ssa mark- aðsathugun og þessar forsendur Union Carbide en þeim kröfum hefur veriö hafnað. Þjóðviljinn krefst þess að þegar i stað veröi þessar forsendur Union Carbide birtar þannig að ljóst verði hve alvarlegt mál er á feröinni. Tölur Þjóðhags- stofnunar, sem hér hafa verið birtar, hljóta að ljá þeirri kröfu enn meira þunga en áður. r Starfsmenn ISAL: og oröiö aö knýja fram allar lag- fœringar i öryggismálum álversins — Það hefur mátt skilja það á máli sumra i þeim umræðum er orðið hafa um álverið og mengun þar, að verkalýðsfélögin og trún- aðarmenn þeirra hafi staðið sig slælega i baráttunni. Þetta er ekki rétt. Þvert á móti hafa verkalýðsfélögin og trúnaðar- menn veriö gerendur I þvi sem þó hefur verið gert til að fá hlutina lagfærða. Þannig komust forystu- og trúnaðarmenn þeirra verkalýðs- félaga sem aðild eiga að samn- ingum við íslenska álfélagið að orði á blaðamannafundi sem þeir efndu til i gær. A fundinum kom fram að árið 1971 þegar mikil umræða átti sér stað um aö setja upp hreinsitæki á álverið óskuðu trúnaðarmenn i Straumsvik eftir þvi við heil- brigðis- og tryggingaráðuneytið að rannsókn færi fram á and- rúmslofti i kerskála álversins. Var sú rannsókn framkvæmd en ekki komu fram óeðlilega mikil á- hrif mengunar á starfsmenn sem etv. má skýra með þvi að flestir höfðu starfaö stuttan tima í álver- inu. Arið eftir, 1972, var hins vegar fariö að bera á veikindatilfellum þar sem grunur lék á að um at- vinnusjúkdóma væri að ræða. Reyndu starfsmenn fyrst að fá Isal til að standa með sér að kröfugerð um rannsókn á þessum veikindatilfellum og orsökum þeirra. Það gekk illa og sendu þá verkalýðsfélögin heilbrigðisráðu- neytinu bréf þar sem þau fóru fram á rannsókn á 1. hvort að- stæður i Straumsvik séu þannig, að hætta sé á atvinnusjúkdómum hjá starfsmönnum, 2. hvaða sjúk- dóma geti hugsanlega orðið vart við, og 3. hvort tilgreind veikinda- tilfelli verði rakin til vinnuað- stæðna i Straumsvik. Trúnaðarmenn og forystumenn verkalýðsfélaga f álverinu á fundinum með blaðamönnum f gær. Fyrir enda borðsins er Hermann Guðmundsson, formaður Hlifar. Þessi rannsókn var gerð sama ár og framkvæmdi Baldur John- sen hana en hann var þá forstööu- maður Heilbrigðiseftiriits rikis- ins. Helstu niðurstöður hans voru að rekja megi flest sjúkdómstil- fellin til starfsins I áiiðjuverinu þó þar blandist fleira inn i, og að veikindatilfellin i Straumsvik falla undir atvinnusjúkdóma. Það voru einmitt niðurstöður þessarar skýrslu sem heilbrigðis- ráðherra byggði skýrslu þá'sem hann flutti á þingi nýlega að mestu á og sem vöktu hvað mesta athygli. Og hún var gerð fyrir at- beina verkalýðsfélaganna. Nýtt aflamet í loðnuveiðum Aflametiö frá 1974 á loðnuver- tíð var slegið f nótt. Arið 1974 veiddust 462 þúsund lestir af loðnu á ailri vertiðinni og aflinn er nú kominn uppfyrir þessa tölu. Arið 1973 veiddust 440 þúsund lestir, árið 1974 462 þúsund lest- ir, 1975 457 þúsund lestir, árið 1976 338 þúsund lestir og allt bendir til að nú fari aflinn upp fýrir hálfa miljón lesta f fyrsta skipti f sögunni, þar sem enn lif- ir um það bii mánuður af loðnu- vertfð. 1 gær voru skip að loönuveiö- um, bæði f Faxaflóa og út af Vestmannaeyjum en þar rákust skip á loðnutorfur I fyrri nótt. 1 gær tilkynntu 35 skip um afla samtals 10.270 lestir. Menn biöa nú spenntir eftir þvl, hvort loðna kemur vestan að. Sú loöna sem verið er að veiða f Faxaflóa er alveg komin að hrygningu og getur lagst á botninn hvenær sem er.Loðnan sem veiddist út af Vestmanna- eyjum er hins vegar ekki komin alveg jafn nærri hrygningu en eigi að siður svo nærri að aðeins dagaspursmál er hvenær hún fer á botninn. Sjómenn spá þvf að loöna muni veiðast eitthvað út þennan mánuð, en loðnuvertiðir sl. ár hafa staðið fram f mars-lok og i einstaka tilfellum fram I byrjun aprll. En skýrslan var aldrei send til félaganna heldur urðu þau aö nálgast hana eftir krókakeiðum. En siðan 1972 hefur engin frekari rannsókn verið gerð á hollustu- háttum I Straumsvik. Arið 1974 fóru trúnaðarmenn fram á frek- ari rannsóknir og fengu þau svör að sendir hefðu verið til útlanda menn til að sérhæfa sig i þess- háttar rannsóknum. Siöan hefur ekkert gerst. Utan það að nú ný- verið hefur tveim læknum verið falið að gera tillögur um það hvernig að frekari rannsóknum skuli staöið og hvað þurfi rann- sókna við. A fundinum kom fram hörð gagnrýni á sinnuleysi forráða- manna ísal. Til dæmis sögöu trúnaðarmenn frá þvi að i álver- um i Noregi hefðu þeir séð mörg dæmi um öryggisráöstafanir sem Isal vilji ekki viðurkenna að séu nauðsynlegar. Einnig sögöu þeir að mikið væri hægt að lagfæra með litlum tilkostnaði ef vilji væri fyrir hendi en á það virtist skorta. Sem dæmi nefndu þeir að i kjallara undir kerskálum hefði um árabil fengið að safnast saman ryk og óhreinindi sem rjúka upp um allt hús ef eitthvaö hreyfir vind að ráði. Einnig kom fram gagnrýni á slælega frammistöðu öryggis- og heilbrigðiseftirlitsins sem oft hefðu hreinlega reynst dragbttar á framkvæmdir sem horfðu til bóta. 1 þvi máli þyrfti þó að taka tillit til þess hve þessar stofnanir hafa litil völd til aðgerða, langt- um minni en i flestum nágranna- landa okkar. A fundinum var blaðamönnum afhent greinargerð verkalýðsfé- laganna og trúnaðarmanna þeirra um heilsufar og hollustu- hætti i álverinu og birtist hún I heild i blaðinu á morgun. _þH Kosningar í H.I, Góður sigur vlnstri manna 1 gær var kosiö tii Stúd- entaráös Háskóla Islands og jafnframt voru kosnir fuii- trúar stúdenta I Háskóla- ráö.úrsiit stúdentaráöskosn- inganna urðu þau, að B-listi vinstri manna hlaut 852 at- kvæði og átta menn kjörna i Stúdentaráö. A-listi Vöku, hægri manna, hlaut 633 atkv. og 5 menn kjörna. Vinstri menn fengu 57,4% atkvæða en Vaka 42,6%. Til Háskólaráðs var nú i fyrsta skipti kosið á sérstök- um kjörseöli. Kosnir voru tveir nýir fulltrúar I ráðiö. Listi vinstri manna hlaut 871 atkv. og einn mann og listi Vöku 640 atkv. og einn mann kjörinn. Þetta eru hæstu hlutföll sem vinstri menn hafa hlotið siðan listakosning var fyrst tekin upp I þessum kosning- um árið 1973. Vinstri stúd- entar bættu við sig einum manni i Stúdentaráð, en Vaka tapaði einum. Alls eru i ráðinu 30 menn, og hafa vinstri menn nú 18 fulltrúa á móti 12 hægri mönnum. Alls kusu 1564, eða tæp 60 af hundraöi þeirra sem á kjörskrá voru. Auðir seðlar og ógildir voru 77. Talningu lauk um kl. 10 I gærkvöld. V erkalýðsfé- lögin hafa haft frumkvæðið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.