Þjóðviljinn - 20.03.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.03.1977, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. mars 1977 Spjallað við Jakobmu Sigurðardc Jakobina Sigurðardóttir rithöfundur i Garði i Mý- vatnssveit er nýlega komin úr boðsferð frá Sviþjóð. Skáldsagan Lifandi vatnið kom út á sænsku i haust og von er á Snörunni þar á næsta ári. Það var for- lagið sem bauð skáldinu utaaen Norræna félagið og Sænsk-islenska félagið veittu nokkra fyrirgreiðslu. Jakobina hafði ekki langa viðdvöl i Reykjavik i bakaleiðinni norður i land,en Þjóðviljinn náði þó tali af henni á heimili dóttur hennar i Kópavogi eina morgunstund áður en hún fór og rabbaði við hana um utanferðina og heima og geima. Vandinn að þýða bækur — Hver þýddi Lifandi vatniö á sænsku, Jakoblna? — Hún heitir Inger Poulson og hefur verið hér á landi gift islenskum manni og talar reip- rennandi islensku. — Helduröu aö henni hafi tekist vel þessi þýöing? — Ég held þaö og ég talaöi viö marga sænska rithöfunda sem ég þekki ma. vinkonu mína sem skrifar fremur þunga sænsku. Hún var mjög hrifin af textanum, og sagöi aö hann væri sérlega góður en auövitaö er aldrei hægt að ná alveg yfir á annaö mái öllum blæbrigöum. Þaö þekkjum viö h'ka frá bókum sem viö höfum lesiö eftir erlenda höfunda. Ég minnist höfundar eins og Leiv Panduro. Hann beitti dönskunni mjög sérkennilega, notaði orðaleiki og ýmis konar blæ- brigði. Ég hef lesiö eftirhann bók á islensku, sem ég hef lika lesiö á dönsku, og mér finnst þetta ekki nást til fulls. Orö og oröatiltæki geta haft svo margs konar merkingar, lika f okkar máli. Enn talar fólk úr minni heimabyggð um lifandi vatn Nafnið á þessari bók td. Lifandi vatniö, er upprunniö I minni heimabyggö sem var. Ef fólk var veikt þá var yfirleitt ekki tekiö vatn, sem var inni I fötum, heldur varfariöiitf lækinn og sóttlifandi vatn, streymandi vatn, vatn beint frá jöröinni. Það var kallaö lif- andi vatn á Vestfjöröum. Faröu aö ná í lifandi vatn, var sagt. — Þaö hefur fylgt þvi trú á lækningamátt þess? — I þessu tilfelli getur þaö náttúrulega merkt eitt og ann- aö td. fyrir þá sem eiga viö mengunarmál aö striöa. Sums staöar þarf aö sjóða vatniö svo aö þaö er ekki lengur lifandi og svo er lfka hitt aö allt líf kviknar i vatni. Þaö er eins meö nafniö á bók minni og ferskeytlurnar sem urðu landfrægar að þaö þurfa aö fylgja þeim skýringar. Ég hiröi ekkert um þaö en ég get kannski sagt þetta viö blaöamann eöa ein- hverja sem vilja fá skýringu. — En þú veist ekki hvort þetta kemur til skila eins og þú hugsar þaö td. á sænsku? — Margir af þeim sem stóöu nærri þýöingunni lögöu f nafniö þessa ákveönu.'- merkingu i sam- bandi viö lifsvatniö en þeir vissu ekki aö þetta haföi verið til sem lifandi mál né hvaö þvi var tengdt fram á mfna daga. Og enn talar fólk úr minni heimabyggð um lif- andi vatn þó aö þaö fái vatn úr krana. Smásagnasöfn i Sviþjóð og Noregi — Stendur til aö Lifandi vatniö komi út á fleiri Noröurlanda- málum? — Ekki veit ég nú til þess ennþá. Aftur á móti kom i haust út á sænsku smásagnasafn eftir nokkra Islenska nútimahöfunda sem Heimir Pálsson og S. Berg- kvist stóöu aö. Þar á meöal var saga eftir mig. Og svo kom út hjá PAX iNoregi smásagnasafn eftir 4 höfunda. Helga Kress þýddi sögurnar i félagi viö norskan mann og skrifaöi formála meö kynninguá höfundunum. Þeireru Svava Jakobsdóttir, Guöbergur Bergsson, Thor Vilhjálmsson og ég. Hún talaöi um þaö viö mig aö sér fyndist eiginlega betra aö velja fáa höfunda i svona safn, sem kemur út til kynningar, heldurenaö taka mjög marga þvi aö þá er svo erfitt aö velja úr hverja á aö taka. Ég held aö þetta sé rétt hjá henni. Ferðin var hugsuð til kynningar á bókinni — Þaö hefur veriö skipulögö fyrir þig dagskrá I þessari Sviþjóöarferö? — Já, þessi ferö var náttúru- lega hugsuö til kynningar á bók- inni. Þar segir fólk mér aö erfitt sé aö koma þýddum bókum og sérstaklega óþekktra höfunda á markaö þannig aö þær seljist. Lifandi vatniö er álitin þung lesning og þá gengur þetta auövitaö enn erfiöar. Forlagiö ásamt Sænsk-islenska félaginu gengust fyrir kynningarkvöldi i Stokkhólmi og þar var Sveinn Skorri Höskuidsson prófessor fenginn til aö flytja fyrirlestur um nútfmabókmenntir islenskar, sem hann geröi meö ágætum, og setja mig á einhvern ákveðinn staö I þeim sem höfund. Ég tel vist að hann hafi gert þaö alveg rétt. Áhugi sænskra rit- höfunda á íslandi — Þú hefur komist þarna i kynni viö sænska rithöfunda? — Ég þekkti fyrir sænska rit- höfunda. Þaö er oröinn langur timi siöan ég kynntist sænskum konum, sem var visaö heim til min til þess að skoöa þennan skrýtna fugl upp i sveit og okkur féll svo vel aö kynnast aö viö héldum sambandi eftir þaö. Viö höfum skrifastá og heimsótt hver aðra. Konan, sem ég hef aöallega haldiö sambandi viö heitir Margarete Ekström og maöur hennar er einnig rithöfundur og heitir Per Westberg, mikill Afrikumálasérfræöingur. Hann er nú aöalbókmenntaritstjóri viö Dagens Nyheter. Þá get ég nefnt Karen Westman-Berg, sem er mikil rauösokka og hefur bæöi skrifaö og haft námskeiö og fyrirlestra viöa og ma. komiö þri- vegis, aö ég held, til Islands. Allt þetta fólk er miklir tslandsvinir og hefur áhuga á Islandi og islenskum bókmenntum, en ekkert þeirra les islensku. Kynþáttafordómar is- lendinga tsumar kom til min rithöfund- urinn Inger Brattström sem ég hef mikinn áhuga á aö fá þýtt eftir á islensku. Hún er aöallega barnabókarithöfundur og fjallar um vandamál sem eru ekki siöur hjá okkur en svium. I bók, sem hún sendi mér, kemur hún ma. inn á kynþáttafordóma sem ég hélt aö væri ekki mikiö um hér en þaö undarlega er aö þeir eru miklu meiri meöal almennings heldur en ég lét mér detta I hug. Það kom fram hér foröum, sem var gert mikið grln aö, i sam- bandi við setuliöiö — eöa hvaö menn vilja kalla þaö — aöhéreru ekki hafðirnegrar af ótta viö kyn- blöndun islendinga viö þá. Ég hélt aö þetta væri bara borgarastéttin og yfirstéttin, sem héldi þarna aö hún væri aö gera sig góöa fyrir al- menningi, en svo er ekki. Þegar islendingar koma til annarra landa td. Amriku þar sem þeir veröa varir viö aö fólk er afgreitt eftir litarhætti geta þeir veriö stoltir og sest I strætisvagn, þar sem fólk er aöskiliö, hjá negra eöa i veitingahúsi eöa hvar sem er til aö sýna hvaö viö erum frjálslyndir. En ef fæöist hér svart barn hjá islenskri stúlku þá verður nú annaö uppi á ten- ingnum hjá skyldfólkinu. Þetta hef ég rekið mig á. Þegar börn eru litil þá leika svört og hvit börn sér saman, ef þau hafa vanist hvort ööru og sjá ekkert athuga- vert viö þaö, en þegar svarta barniö fer aö stækka fer þaö aö finna fyrir þvi aö þaö er ekki eins og annaö fólk. Auk þess tekur Brattström á sambúöarvandamálum foreldra og barna og þó aö hún taki á þeim af fullri einurö þá er hún góð- gjörn. Henni þykir vænt um fólk. Upplestrarkvöld i Jónshúsi — Fórstu viöar en til Sviþjóöar? — Ég var I viku I Kaupmanna- höfn bæöi til aö hitta kunninga og svo haföi Islendingafélagiö upplestrarkvöld i Jónshúsi. Guðlaugur Arason frá Dalvik las upp úr óprentaöri skáldsögu eftir sig. Svo las égsjálf og lesiö var úr bókum eftir mig. Þaö var alveg Jakobina Sigurðardóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.