Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Þriðjudagur 22. mars 1977 Þ.JÚD\ II..JINN — SlDA :>
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON


Alveriö  i Straumi og blámóðan kringum þaö.
Samningurinn við Alusuisse
um álverið i Straumsvik mark-
aði þáttaskil i atvinnuþróun
landsins. 1 fyrsta sinn i sögu
lýðveldisins var erlendu auð-
félagi veitt forræði yfir atvinnu-
rekstri & islenskri grund.
Straumsvikurverksmiöjan yrði
algerlega i eigu útlendinga,
yfirstjórn hennar hefði aðsetur i
Zurich og islenskir dómstólar
hefðu ekki lögsögu yfir aðgerð-
um fyrirtækisins. Hinn erlendi
auðhringur var i ýmsu settur
jafnrétthár islenskum stjórn-
völdum. Innreið Alusuisse hafði
einnig i för með sér upphaf
framleiðsluhátta og stjórnunar
sem voru islenskum launa-
mönnum að mörgu leyti fram-
andi. Verksmiðjureksturinn
stofnaði likamlegri og andlegri
heilsu starfsmannanna i hættu.
Talsmenn rikisstjórnarinnar
sem leiddi Alusuisse inn i hag-
kerfi Islands voru sér vissulega
meðvitandi um að þeir voru að
brjóta blað i sögu landsins.
Hrifningin yfir þessum tima-
mótum og ánægjan með eigin
gerðir komu hvað eftir annað i
ljós. Þegar rikisstjórnin hafði
gert samninginn við Alusuisse i
mars 1966 birti Morgunblaöið
lciðara sem bar hið fagnandi
heiti: „Mikil tiðindi og góð"
(Morgunblaðið 29. mars 1966).
Hrifningaruppljómunin kom
skýrt fram i eftirfarandi kafla
leiðarans:
„Áreiðanlega verður þaö, er
fram liða stundir, talinn einhver
merkasti atburður i atvinnu-
sögu landsins að þessir
samningar skyldu takast, og
mun sú stjórn þykja merk sem
þágerði, þótt ekkert annaðhefði
hun afrekað."
Stuðningsmenn álsamnings-
ins töldu sig greinilega stadda
á sögulegum timamótum.
„Merkasti atburður I atvinnu-
sögu landsins" var einkunnin
sem aöalmálgagnið lét i té; við-
reisnarstjórnin hefði gulltryggt
sig I kennslubókum framtiðar-
innar. Jafnvel þótt hún hefði
„ekkert annað afrekað" myndi
álsamningurinn einn duga henni
til ævarandi frægöar.
En rás timans og hjól reynsl-
unnar leika stundum lukkuridd-
ara samtiðarinnar æriö grátt.
Allar þær meginröksemdir sem
forsvarsmenn álsamningsins
beittuá sinumtima hafa snúist I
höndum þeirra. Undanfarið hef-
ur athyglin beinst að raforku-
sölunni og mengunarhættunni
en það eru fleiri röksemdir frá
upphafi álstefnunnar sem
reynst hafa ærið fáránlegar. Að
ellefu árum liðnum er nánast
ömurlegt aö sjá hve einfaldir
forráðamenn rikisstjórnar-
innar voru i trú sinni á kosti ;íl-
samningsins. Veruleikinn hefur
leikið málflutning álpostulanna
svo grátt aö það kæmi vissulega
til greina að hlifa þeim við upp-
rifjun á fyrri málflutningi.
Mikilvægi málsins vegur þó
þyngra en slik mannúbar-
sjónarmiö. Tilraunir sömu þjóð-
félagsafla á okkar timum til að
auka hlutdeild erlendra auð-
hringa 1 islensku atvinnulifi
gera það nauösynlegt að upp sé
rifjab hverjar voru meginrök-
semdirnar sem beitt var fyrir
álsamningnum á sinum tima.
Talsmenn álstefnunnar veröa
að standa frammi fyrir hinum
miskunarlausa dómi veruleik-
ans.
„Að missa af
strætisvagninum"
Rauði    þráðurinn    I    mál-
Veruleikinn
lék þær grátt
flutningi álpostulanna var sú
spásögn að innan fárra ára yrðu
framfarir i hagnýtingu kjarn-
orku til raforkuframleiðslu
orðnar svo gifurlegar að vatns-
aflsvirkjanir yrðu vart sam-
keppnisfærar við hin nýju
kjarnorkuver. Það væri þvi
hver siðastur fyrir Islendinga
að hagnýta auðinn i ám og foss-
um. Iðnaðarráðherra, Jóhann
Hafstein, leiddi skáldjöfurinn
Einar Benediktsson fram sem
vitni og taldi eftirfarandi ljóð-
Hnur skáldsins boða það sem
um Alusuisse, var slikt aö þeir
trúðu þessari lygi eins og nýju
neti. Jí/hann Hafstein tilkynnti i
Morgunblaðinu 24. febrúar 1966:
„En við mig er sagt áróðurs-
laust og i einlægni af fyrir-
svarsmönnum hins svissneska
fyrirtækis, sem rætt er um, að
reisihér álbærðslu, að sennilega
yrði þetta þá siðasta álbræðsla
þessa fyrirtækis, sem nota
myndi raforku frá vatnsafis-
virkjun."
Það er ekki að furða að
samningurinn við Alusuisse hafi
Álverksmiðjan ætti að vera
„undirstaða nýrra atvinnuhátta
og atvinnugreina á Islandi."
Islenskum iðnrekendum var
fluttursá fagnaðarboðskapur að
„margháttaður minni iðnaður"
sem ynni úr áli myndi þróast i
landinu og „þar með yrðu
Islendingar orðnir iðnaðar-
þjóð". Þessi fagnaðarboðskap-
ur birtist einu sinni sem oftar i
ieiðara Morgunblaðsins 21. april
1966:
„Þannig fáum við inn i landið
mikla tæknikunnáttu, og við fá-
Örlitil upprifjun á nokkrum röksemdum álpostula
bibi islendinga ef þeir semdu
ekki við Alusuisse (Morgun-
blaðið 24. febrúar 1966):
„...Fljótsins auði
henda i hafið
héruö breið og frið.
Arðlaust fossar aflið þeyta
inn i klettaþröng". —
Hin skáldlega innsýn i fram-
tiðina, vantrúin á auð islenskra
fallvatna og óttinn við kjarn-
orkuna mynduðu hina alkunnu
„strætisvagnaröksemd" sem
mjög var haldiö á lofti af tals-
mönnum rikisstjórnarinnar. Nú
eða aldrei — það var kjörorð
dagsins. Ef orku fallvatnanna
yrði ekki komið i verð með
samningum við Alusuisse þá
sætu islendingar eftir allslausir.
Þjóðin mætti ekki „missa af
strætisvagninum" i þessu máli.
Jóhann Hafstein, iðnaðarráð-
herra, orðaði þessa afstöðu svo i
ræðu á fundi fulltrúaráðs Sjálf-
stæðisflokksins i desember
1965 (Morgunblaðið 8. desember
1965):
„I framtiðinni má buast við,
að orka frá kjarnorkuofnum
veröi samkeppnisfær við vatns-
orkuna. Svisslendingar hafa
þegar tekið upp samningavið-
ræður við þýzk fyrirtæki um það
mal, og höfum við því lagt rika
áherzlu á að missa ekki af
strætis vagninum."
„Áródurslaust og i
einlægni"
Skáldskapur Einars Bene-
diktssonar og almennar fullyrð-
ingar um þróunarmátt kjarn-
orkunnar voru ekki einu rök-
semdirnar sem ráðherrarnir
beittu máli sinu til stuðnings.
Viðsemjendurnir, forstjórar
Alusuisse, voru leiddir i vitna-
slúkuna og þjóðinni fluttur boð-
skapur þeirra um að álverið i
Straumsvlk yrði „StÐASTA
álbræðsla þess fyrirtækis sem
nota myndi raforku frá vatns-
aflsvirkjun". Hið barnslega
traust viðreisnarráðherranna á
viösemjendum sinum, forstjór-
verið islendingum jafn óhag-
stæður og raun ber vitni, þegar
aðalráðherra islensku rikis-
stjórnarinnar i þessu máli um-
gengst álforstjórana með þvi
barnslega trúnaðartrausti sem
framangreind ummæli bera
vott um. Rikisstjórnin grund-
vallaðí samninginn um álverk-
smiöjuna að verulegu leyti á
þeirri yfirlýsingu forstjóra
Alusuisse að kjarnorkan myndi
innan fárra ára gera orkuauð
Islands i ám og fossum alger-
lega verðlausan. Þvi væri um að
gera „að missa ekki af strætis-
vagninum". Hinir vitru for-
stjórar hefðu sagt „i einlægni"
að þetta yrði nú „siðasta"
álbræðslan sem tengd yrði
vatnsaflsvirkjun.
Þessi skoðun rikistjórnar-
innar var itrekuð i áramóta-
grein forsætisráðherrans, for-
manns Sjálfstæðisflokksins, 31.
desember 1965. Hann taldi upp
meginröksemdirnar fyrir
samningnum við Alusuisse og
sagði m.a.:
„Fastlega er búíst við þvi, að
innan fárra ára verði kjarnorka
samkeppnisfær við raforku frá
vatnsaflsvirkjunum, a.m.k. þar
sem engar stórvirkjanir hafa
áður verið, þó að samkeppnis-
hæfni eldri vatnsaflsstöðva
haldist. Þess vegna kunna nú að
vera siðustu forvöð f yrir okkur
til að afla fjár og fá samvinnu
við aðra um stórvirkjanir fall-
vatna,sem getiorðið undirstaöa
nýrra atvinnuhátta og atvinnu-
greina á íslandi."
Hve grátt veruleikinn iieiur
leikið þessar röksemdir for-
sætisráðherra og iðnaðarráð-
herra viöreisnarstjórnarinnar
ætti að verða talsmönnum stór-
iðjustefnunnar á okkar timum
tilefni til aö staldra við og Ihuga
aö nýju grundvöli hinnar rlkj-
andi stefnu.
Sjá, vér boðum
iðnrekendum
mikinn fögnuð
Tilvitnunin i áramótagrein
forsætisráöherrans felur einnig
i sér ábendingu um aðra megin-
röksemd sem talsmenn álstefn-
unnar   beittu   i   umræðunum.
um ál á heimsmarkaðsverði eða
undir þvi verði sem nemur
flutningskostnaði héðan til
Evrópu. Svissneska fyrirtækið
hefur tjáð sig reiðubúið til að
aðstoða tslendinga við að setja
upp verksmiðju, sem ynni úr
áli.og er þegar tekið að athuga
það mál, en hugmyndin er að
þar yrði um að ræða opið hluta-
félag, sem öllum landslýð yrði
gefinn kostur á aðild að.
Framleiðsla þessa fyrirtækis
yrði svo aftur undirstaða marg-
háttaðs minni iðnaðar úr þess-
um mikilvæga málmi, sem stöð-
ugt ryður sér meir og meir til
rúms um heim allan. Þar með
eru tslendingar orðin iðnaðar-
þjóð, og i kjölfarið mun margt
áreiðanlega fylgja."
Svissnesku álforstjórarnir
höfðu greinilega gefiö fleiri fals-
yfirlýsingar en að álverksmiðj-
an yrði su siðasta sem hagnýta
myndiorku frá vatnsaflsvirkjun
og viðreisnarliðið trúði þessum
yfirlýsingum. Morgunblaðiö seg-
ir að Alusuisse hafi „tjáð sig
reiöubúið til að aðstoða
tslendinga við að setja upp
verksmiðju sem ynni ur áli".
Það væri meira aö segja „þegar
tekið til við að athuga það mál"
og tjáði Morgunblaðið lands-
mönnum að hugmyndin væri að
hér yrði ,,um að ræða opið
hlutafélag sem öllum landslýð
yrði gefinn kostur á aðild að".
Fyrirtækið yrði eins konar
Eimskipafélag nútimans, nýtt
óskabarn þjóðarinnar, öllum
opiö, byggt á góðvilja Alusuisse
og hinum hagstæðu samningum
um álverið i Straumsvik.
Þaö er skemmst frá að segja
að þessi fyrirheit og yfirlýs-
ingar islensku rikisstjórnar-
innar og forstjóra Alusuisse um
að islensk iðnfyrirtæki yrðu
stofnsett I frámhaldi af rekstri
álversins og um þróun marg-
háttaðs minni iðnaðar sem gera
myndi islendinga að iðnaðar-
þjóð hafa reynst jafnfánýtar,
samskonar lygar og bull, og
framangreindar „strætisvagna-
röksemdir" um samkeppnis-
hættuna af kjarnorkunni.
Hvað snertir fyrirheitin um
islenska iðnþróun, hefur Alusu-
isse haft islensk stjórnvöld að
ginningarfiflum. Það hefur eng-
inn iðnaður þróast á grundvelli
framleiðslu álversins. Alssuisse
hefur neitað öllum viðræðum
við islenskar iðnþróunarstofn-
anir um hugsanlega fram-
kvæmd á þessum fyrirheitum.
Alusuisse var búið að fá sinn
raforkusamning, reisa álverið
og taka stórfelldan gróöa meö
rekstrinum á Islandi. Fyrst
islensku ráðherrarnir trúðu þvi
að Alusuisse myndi stuðla að
þróun islenskra iðnfyrirtækja
þá væri sú einfeldni höfuðverk-
ur islenskra ráöherra sem látið
hefur plata sig — ekki Alusu-
isse.
Sama grunnhyggnin og ein-
kenndi „strætisvagnaröksemd-
ir" Jóhanns Hafstein um
væntanleg áhrif kjarorkunnar
birtist einnig i boðskap hans til
islenskra iönrekenda um „mik-
ilvæg ný tækifæri" sem biðu
þeirra i tengslum við hagnýt-
ingu hráefna sem álverið myndi
láta i té. Iðnaðarráðherrann
sagði i varnarræðu sinni fyrir
álsamninginn á Alþingi i april
árið 1966:
„Það liggur mjög nærri að
álykta, að bygging og rekstur
álbræðslu mundi geta haftveru-
leg áhrif til góðs á eflingu
iðnvæðingar almennt I landinu.
Skapast munu tækifæri til þess.
að upp komi i landinú vinnsla úr
áli, einkum tii innanlands-
notkunar. Eitt af þvi sem háir
islenzkum iðnaði, er hár hrá-
efniskostnaður, þar sem flest
hráefni eru hér innflutt og mun
dýrari en i þeim iðnaðarlönd-
um, sem við er keppt. Mér er
kunnugt um, að islenzkir
iðnrekendur tengja töluveröar
vonir við byggingu álbræðslu
frá þvi sjónarmiði, að hún geti
skapað mikilvæg ný tækifæri,
sem i þvi fælist að ái gæti orðið
hér jafnódýrt eða ódýrara en I
nágrannalöndunum."
Og svo kom álið og
bað ýsuna ásjár
Fagnaðarerindi álpostulanna
fól einnig i sér boðskap um nýtt
stöðugleikatimabil i gjaldeyris-
öflun landsmanna. Rekstur
álversins myndi skapa öruggar
og árvissar gjaldeyristekjur
sem vega myndu upp á móti
hinum miklu sveiflum i sjávar-
afla og markaðsveröi fiskaf-
urða. Leiðari Morgunblaðsins
20. janúar 1966 bar heitið „Auk-
um fjölbreytni atvinnulifsins"
þar stóð m.a.:
„Eða viljum við nota tækifær-
ið nú, þegar allt leikur i lyndi til
þess að treysta undirstöðu þess,
sem við höfum skapað, og draga
þannig úr þeim afleiðingum,
sem hugsanlegar neikvæðar
sveiflurlfiskveiðum á næstuár-
um mundu hafa fyrir okkur?"
Veruleikinn hefur einnig leik-
iðþessa röksemd grátt. Reynsl-
an hefur sýnt að verðsveiflur á
áli eru jafnvel enn meiri en á
sjávarafurðum. Alusuisse hefur
haft lag á að sýna bókhaldslegt
tap á rekstrisinum hér en hirða
arðinn gegnum deildir fyrirtæk-
isins i öðrum löndum. Gjald-
eyristekjurnar hafa þvi orðið
mun minni en jafnvel andstæð-
ingar álversins héldu fram.
Alverið hefur hins vegar verið
þurftarfrekt á orku og aðra hér-
lenda fyrirgreiðslu. Verksmiðj-
an fær nú um helming allrar
raforku sem framleidd er i
landinu en greiðir fyrir hana
innan við 10% af heildarsölu-
verðmæti.
Þeir timar hafa jafnvel komið
að gjaldeyristekjur af sjávarút-
veginum hafa veriö notaðar i
meðgjöf með álverinu. Arið
1975 skilaði álverið um 2
iniljörðum minna i gjaldeyris-
tekjur en nam innflutningi til
starfsemi þess hér. Verðmæta-
sköpun i sjávarútveginum var
notuö tilaðjafna metin.Það var
vissulega grátt gaman þegar sú
framleiðsla sem átti aö bjarga
þjóðinni frá sveiflum i sjávarút-
vegi varð að biðja fiskframleið-
endur ásjár. Það var ömurlegt
ár fyrir boðendur stóriðjustefn-
unnar þegar ýsan varð alinu til
bjargar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20