Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						* SÍÐA — WÓDVILJINN  Þriöjudagur 22. mars 19/7
Garöar Sigurðjsson
mœltifyrir frurn varpi um:
Afnám sölu-
skatts af
kjöti, kjötvör-
um og raforku
A fundi neðri deildar Alþingis á
mi6vikudaginn var kom til
umræðu frumvarp Garðars
Sigurðssonar um afnám sölu-
skatts á kjöti, kjötvörum og raf-
orku.
Garðar mælti fyrir frumvarp-
inu, en siðan var þvf visað til
nefndar.
Garðar sagði m.a.:
Með þessari tillögugerð er leit-
ast við að lækka þó flitlu sé flata
skattheimtu ríkiss jóðs með þvi að
fella niður söluskatt á tveimur
nauðsynjavörum, sem allfr
landsmenn þurfa að nota, en það
er einmitt skattheimta af þessu
tagi, sem kemur verst við þá sem
hafa lægst launin.
t greinargerð segir:
„Verðbólgan og lágur kaup-
mattur almennra verkalauna eru
höfuðvandamál þjóðfélagsins um
þessar mundir og fátt eitt hefur
verið gert til þess, að ráðast að
þessum vanda. Með frumvarpi
bessu er aðeins sntiist gegn einum
þætti þessa samtvinnaða við-
fangsefnis. Gifurleg gjaldtekja
rikisins með óbeinum sköttum,
sem leggjast á vöru og þjónustu,
sem allir landsmenn nota, er
mikill verðbólguvaldur og bitnar
auk þess þyngst á þeim, sem
minnst hafa á milli handa. Kjöt
og kjötvörur eru ásamt fiski
brýnustu nauðsynjar almennings.
Með þvi að kjöt er greitt niður er
Garðar Sigurðsson
það algjör þversögn að leggja of-
an á söluverð þess 20% söluskatt.
Skattheimta af þessu tagi eykur
að sjálfsögðu verðbólgu eins og
áður er sagt en hefur auk þess
þau áhrif, að draga úr neyslu inn-
anlands, sem aftur þýðir, að enn
meiri útflutningabætur þarf að
greiða á kjöt, sem selt er úr landi.
Framhald á bls. 18.
þingsjá
Annað frumvarp
um skeröingar-
ákvædi og fæð-
ingarorlof
Ragnhildur Helgadóttir og átta
aðrir þingmenn hafa lagt fram á
Alþingi frumvarp um afnám
Stjórnin leggur til
Skattfrelsi
jarðstöðvar!
Rikisstjórnin hefur lagt
fram á Alþingi stjórnar-
frumvarp um að innflutning-
ur vegna byggingar fyrir-
hugaðrar jarðstöðvar hér á
landi skuli undanþeginn að-
flutningsgjöldum og sölu-
skatti, og einnig að jarðstöð-
in og eignaraðilar hennar
skuli undanþegnir tekju-
skatti, eignarskatti, aðstöðu-
gjaldi og fasteignaskalti.
Mikla norræna simafélag-
ið mun byggja jarðstöðina og
verður eigandi hennar fyrst
um sinn, en gert er ráö fyrir
að jarðstöðin verði að fuliu i
eigu islendinga ekki seinna
en árið 1991.
Ríkisstofnanir úr Reykjavík
Skipaútgerðin á Reyð-
arfiorð og lsaiiorð
Helgi Seljan og Karvel Pálma-
son hafa lagt fram á alþingi
þingsályktunartillögu um
deildaskiptingu Skipaútgerðar
rikisins.
Tillagan er á þessa leið:
„Alþingi ályktar að skora á
rikisstjórnina að hefja nú þegar
endurskipulagningu á starfsemi
og rekstri Skipaútgerðar ríkisins,
sem miði að þvi að henni verði
skipt i tvær deildir: Austurlands-
og Vestf jarðadeild með aðsetri á
Reyðarfirði og Isafirði.
Skal tekið mið af tillögum
stof nananefndar um þetta frá ár-
inu 1975 og þegar á næsta þingi
lagt fram frumvarp hér aö lut-
andi."
1 greinargerð segir m.a.:
- Flutningsmönnum þessarar til-
lögu hefur af eigin reynslu verið
það ljóst lengi, að bæta yrði þjón-
ustu Skipatitgerðar rikisins við
landsbyggðina og um leið gera
átak til að skipuleggja þannig
heildarstarfsemina hjá stofnun-
inni að henni yrði gert þetta
kleift.
Hér er um veigamikinn þátt að
ræða i almennri aðstöðujöfnun,
þar sem er vörudreifing til lands-
byggðarinnar og um leið ráðstaf-
anir til minni flutningskostnaðar
og lægra vöruverðs. En þar þarf
fleira til að koma og að þvi lýtur
þessi tillógugerð. Raunar hafa
báðir flm. reifað þessa hugmynd
áður á Alþingi, ýmist með tillög-
um um skipakaup eða beinum
hugmyndum um deildaskiptingu
Skipaútgerðar rikisins sem lið i
dreifingu opinberra stofnana og
stjórnsýslu.
Um það, hversu raunhæf þessi
deildaskipting yrði, fer mest
eftir framkvæmdinni og þvi, hver
vilji forráöamanna er til að vinna
að verkefninu og endurskipu-
leggja alla starfsemi og rekstur
út frá þessu sjónamiði. Það er
hins vegar ótviræð skoðun flm.,
að auk þeirrar þýðingar, sem
deildavskiptingin hlýtur að hafa
fyrir   vi-
komandi byggðarlög, þá sé.«
margvislegt hagræði að aukinni
hlutdeild heimaaðila f rekstrinum
til hagsbóta fyrir ibúa þessara
svæða.
Ef rétt er aö málum staðið efast
flutningsmenn ekki um þjóðhags-
lega jafnt sem byggöalega hag-
kvæmni af þessari skipan, svo
sem nánar veröur greint frá i
framsögu.
Höfuðrök sin sækja flm. hins
vegar i einróma álit stofnana-
nefndar frá árinu 1975 um deilda-
skiptingu Skipaútgerðar rfkisins,
en þar segir svo orðrétt:
3 tfllögur samþykktar
Einni vísað til stjórnar
Nú i vikunni voru nokkrar
þingsáiyktunartillögur sam-
þykktar á Alþingi.
1 fyrsta lagi tillaga frá Sigur-
laugu Bjarnadóttur og Jóni
Arnasyni, sem með áorðnum
breytingum varð á þessa leið:
„Alþingi ályktar að skora á
rlkisstjórnina að hún hlutist til
um, að gerð verði hið fyrsta
könnun á þvi hvernig koma
megi við fullnýtingu lifrar og
hrogna úr fiskafla lands-
manna."
Tillagan var samþykkt sam-
hljóða. 1 öðru lagi tillaga frá
Ingólfi Jónssyni og fleirum á
þessa leið:
„Alþingi ályktar að fela rfkis-
stjórninni að láta fara fram
rannsókn á þvi með hvaöa hætti
hagkvæmast sé að vinna verð-
mæti úr sláturúrgangi."
— Tillagan var samþykkt
samhljóða. t þriðja lagi var
samþykkt þingsályktunartil-
laga frá Sverri Hermannssyni
og Pétri Sigurðssyni um útgáfu
fiskikorta.Tillagan var á þessa
leið:
„Alþingi ályktar að skora á
rikisstjórnina að hlutast til um
að nú þegar verði hafinn undir-
búningur aö titgáfu sérstakra
fiskikorta með Loran — C stað-
arllnum I og öðrum þeim upp-
lýsingum, sem að gagni mega
koma við fiskveiðar.
Við undirbúning fjárlaga fyrir
næsta ár verði tekið tillit til þess
kostnaðar, sem útgáfa sllkra
korta hefur I för með sér."
Tillagan var samþykkt sam-
hljóða.
l>á var á fundi sameinaðs
þings s.l. þriðjudag samþykkt
að visa til rlkisstjórnarinnar til-
lögu Gylfa Þ. Gislasonar og
fleiri um að rlksstjórnin afli
nýjustu fáanlegra upplýsinga,
sem séu sambærilegar um
þjóðartekjur á mann á Islandi
og öðrum Norðurlöndum, — enn
fremur um gildandi kaupgjald
helstu starfsstétta og kaupmátt
launanna.
„Skipaútgerð rlkisins skiptist i
strandferðadeild, landhelgis-
gæsludeild og hafrannsókna- og
fiskirannsóknadeild; tvær slðar-
nefndu deildirnar annast skipa-
kost viðkomandi stofnana og
tengjast þvi fyrst og fremst starf-
semi þeirra. Nefndin f jallar þess
vegna hér fyrst og fremst um
strandferðadeild sem aðallega
fæst við vöruflutninga til og frá
landsbyggðinni, einkum Vest-
fjörðum og Austfjörðum. Starf-
semiSkipaútgerðar rlkisins hefur
dregist mjög saman á síðari ár-
um og þjónar stofnunin nú aðal-
lega þessum tveimur landshlut-
um. Þar eö þessi tegund starf-
seminnar er einkum hagsmuna-
mál tveggja landshluta leggur
nefndin til að strandferðadeild
verðiskiptí tvo hluta. Vestfjarða-
deild og Austfjarðadeild, sem fái
aðsetur á Isafjarðarsvæði og
Austfjarðasvæði. Deildirnari fái
hvor fyrir sig ákveðin skip til um-
ráða sem annist flutninga innan
þessara landshluta og við aðra
landshluta, einkum Reykjavlk og
Akureyri. Deildum veröi v.eitt
verulegt sjálfstæði við rekstur
skipanna. 1 Reykjavlk verði
áfram afgreiðsla og vöru-
geymsluhús. Nefndin telur eðli-
legt að sú starfsemi, sem einkum
á að þjóna ákveðnum landshlut-
um, hafi aðsetur iþeim. Nefndin
leggur jafnframt til aö aðrir þætt-
ir I starfsemi stofnunarinnar hafi
óbreyttan aðsetursstað. Gera má
ráð fyrir að við skiptingu strand-
ferðadeildar muni auk áhafna
skipanna 5-10 menn fylgja hvorri
deild, Vestfjarðadeild og Aust-
fjarðadeild. Nefndin telur að sllk-
ur flutningur muni færa stjórn
flutninganna nær hagsmunum
viðkomandi landshluta og þannig
hafa fjölþætt áhrif á viðgang
margvlslegrar starfsemi á þess-
um svæðum. Kostnaður við slikar
breytingar væri einkum fólginn I
útvegun skrifstofuhúsnæðis. A
móti kæmu minni þörf stofnunar-
innar í'yrir sllkt hiisnæöi á höfuð-
borgarsvæðinu."
skerðingarákvæðis hvað varðar
tekjur maka I sambandi við
greiðslu fæðingarorlofs Ur at-
vinnuleysistryggingarsjóði.
Aður hafði Svava Jakobsdóttir
lagt fram frumvarp um sama
efni, en frumvarp Svövu gengur
lengra,þvi að það nær ekki aðeins
til fæðingarorlofs, heldur einnig
til almennra atvinnuleysisbóta
svo sem skýrt var frá I Þjóðvilj-
anum s.l. miðvikudag.
Vonarland —
vistheimili
vangefinna á
Austurlandi
Fyrir skömmu rann Ut frestur
til að skila tillögum um nafn á
væntanlegt vistheimili fyrir van-
gefna á Austurlandi, sem Styrkt-
arfélag vangefinna á Austurlandi
mun reisa á Egilsstöðum. Tillög-
ur um allmörg nöfn bárust í þessa
samkeppni, og verðlaunum var
heitiö fyrir þá tillögu, sem fyrir
valinu yrði.
NU er bUið aö velja Ur tillögun-
um, og það nafn, sem fyrir valinu
varð, er VONARLAND. Höfundur
þeirrar tillögu reyndist vera
Sveinlaug Þórarinsdóttir, Nes-
kaupstað, og hefir hUn þvi unnið
til verðlaunanna.
Styrktarfélagið vill þakka öll-
um þeim, sem þátt tóku I þessari
samkeppni, fyrir ágætar tillögur
þeirra og góðan hug til félagsins
og starfsemi þess.
Farið er nU að hilla undir, að
vistheimilið Vonarland rlsi. Þar
veröur um aö ræða sex hUs fyrir
vistmenn, og veröur hvert þeirra
200 ferm. að stærð. Auk þess
verður tengigangur milli hUsanna
og hUs fyrir Hkamsrækt og sund-
laug. Veröur þetta byggt I þrem
áföngum.
1 fyrsta áfanga verða byggð tvö
hUs fyrir átta einstaklinga svo og
þjónustuaöstaða. Teikningar og
Utboðsgögn eru senn tilbUin og
verður þá verkið boðið Ut. Stefnt
er að þvf, að framkvæmdir geti
hafist í mal.
Arkitektarnir Helgi og Vil-
hjálmur Hjálmarssynir hafa
teiknað byggingarnar. Gert er
ráð fyrir þvl við teikningu bygg-
inga og allt skipulag bygginga-
svæðisins, að unnt sé að stækka
síðar og byggja við.
Engar tóbaks-
auglýsingar
Framkvæmdastjórn     Kaup-
mannasamtakanna hefur
samþykkt að beina þeim ein-
dregnu tilmælum til félagsmanna
sinna að auglýsa ekki framar
tóbaksvörur. Með þessum til-
mælum vill framkvæmdastjórnin
koma til móts viö skólana I
baráttu þeirra gegn reykingum
barna og unglinga.
1 frétt frá Kaupmanna-
samtökunum segir, að þeim hafi
borist bréf frá skólastjórum I
Reykjavlk, sem einnig var
undirritaö af fræðslustjöra,
borgarlækni og framkvæmda-
stjóra Krabbameinsfélagsins,
þar sem þess er eindregið farið á
leit að framkvæmdastjórnin
samþykki tilmæli I ofangreinda
Athugasemd
Þjóðviljinn biður velvirðingar á
þvi að niður féll að geta þess að
dagskrárgrein Steinunnar
Jóhannesdóttur, leikara, á
þriðjudaginn um Lé konung og
Bjart I SumarhUsum var fengin
tir leikskrá sýningarinnar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20