Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						12 SIÐÁ — ÞJÓÐVILJINN   Þriöjudagur 22. mars 1977
Gagnstætt þvi, sem
haldið hefur verið fram
á Vesturlöndum og
margir hafa talið senni-
legt, sendi Kúba ekki
her til Angólu vegna
þess að Sovétrikin legðu
að kúbumönnum að gera
það, heldur tók
kúbanska stjórnin á-
kvörðun um þetta i
framhaldi af hjálpar-
beiðnum frá MPLA.
Kúbanska stjórnin lét þá
sovésku ekki vita af
þessari ákvörðun sinni
fyrr en eftir að hún hafði
verið tekin. Þetta er eitt
margra merkilegra
fróðleiksatriða, sem
koma fram í greina-
flokki eftir Gabriel
Garcia Marquez, sem er
kólombiumaður og einn
kunnustu rithöfunda og
blaðamanna Rómönsku-
Ameriku.
Ekki fer það leynt að Garcia
Marquez hefur samúð meö
kúbönum og má þvi vera aö skrif
hans séu ekki með óllu óhlutdræg,
en hinsvegar er hann nákunnugur
Kúbu og hefur þar aö auki sem
rómanskur amerikumaður auð-
sjáanlega næmari skilning á
mönnum og málefnum spænsk-
og portugölskumælandi þjóða
báðum megin Atlantshafs en al-
gengt er um norður-evrópska og
norðurameriska starfsbræður
hans. Auk þess hefur ekki verið
mikið um það i vestrænni pressu
til þessa að saga striðsþátttöku
kúbana i Angólu hafi verið sögð
frá þeirra hlið. Má þvi gera ráð
fyrir þvi að i heild sé mikill feng-
ur að skrifum Garcia Marquez,
sem hefur haft aðgang að fyllstu
upplýsingum frá kubönum um
þétta mál og sögu sambands
Kúbu við afriskar frelsishreyf-
ingar allmörg ár aftur   timann.
MPLA hætt komin
Frá sjónarmiði margra kom
herför kúbana til Angólu eins og
þruma úr heiðskiru lofti, enda
mátti það kallast allmikil dirfska
af lltilli þjóð að flækja sig þannig i
strið handan við Atlantshaf,
I 10.000 kilómetra fjarlægð frá
heimalandinu. Og áhættan lá i
fleiru en fjarlægðinni. MPLA-
hreyfingin virtist komin á
fremstu nöf ósigurs, enda and-
stæðingar hennar, hreyfingarnar
FNLA og UNITA, studdar dyggi-
lega á margvislegan hátt af
Bandarikjunum, Frakklandi,
Zaire, Suður-Afriku og fleiri rikj-
um. Kúbanir gátu að visu reitt sig
á að þeir fengju gnægð góðra
vopna frá Sovétrikjunum, en auk
þess sem þeir vissu að þeir höfðu
á móti sér velvopnað og velþjálf-
aö innrásarlið frá Suður-Afriku .
og Zaire, þá vofði yfir sú hætta að
Bandarikin, sem eru taugaveikl-
aðri gagnvart Kúbu en mörgum
stærri og öflugri andstæðingi,
myndu bregðast við með því
að senda sjálf her til Angtflu — ef
þau þa beinlinis réðust ekki á
Kúbu sjálfa.
Castro og félagar hans komust
þó um siöir að þeirri niðurstöðu,
að Bandarikin væru of illa haldin
af timburmönnum eftir Vietnam-
striðið og Watergate-hneykslin,
til þess að þau treystu sér i svo
áhættusamar aðgerðir á erlend-
um vettvangi, að þær gætu auð-
veldlega orðið að nýju Vietnam-
striði fyrir þau. Þar við bættist að
utanrikisleyniþjónusta Banda-
rikjanna, CIA, var illa haldin
vegna uppljóstrana um hlutdeild
hennar i margskonar myrkra-
verkum. Siðast en ekki sist var
hæpið að Bandarikin þyrðu að
ganga opinberlega út I Angólu-
strlöið við hlið kynþáttakúgunar-
stjórnar Suður-Afrlku. Með þvi
hefðu Bandarikin spanað gegn
sér flest Afrikuríkin og raunar
svarta bandarikjamenn einnig,
og óllklegt  var  að  bandariskir
Allt frá þvl að Che Guevara var I Kongó 1965 höfðu kúbanir haidio nánu sambandi við sjálfstæöishreyf-
ingarnar I portúgölsku nýlendunum.
AÐGERÐ
CARLOTA
Saga stríðsþátttöku kúbana í Angólu,
sögð samkvæmt kúbönskum og róm-
ansk-amerískum heimildum
ráðamenn vi).du eiga slikt á hættu
með tilliti til i hönd farandi for-
setakosninga.
Guevara i Afriku
Þótt ýmsum kæmi á óvart að
kúbanir skyldu fara og berjast i
Angólu, var þetta frá kubönsku
sjónarmiöi aöeins eölilegt fram-
hald fyrri atburða. Samband
Kúbu og afriskra frelsishreyfinga
er nefnilega siður en svo nýtt af
nálinni, heldur hefur það veriö
óslitið allt frá 1965, er byltingar-
hetjan Che Guevara sagði af sér
öllum embættum I Kubustjorn til
þess að geta haldið áfram að
helga sig köllun sinni — barátt-
unni fyrir frelsi og jafnrétti til
handa alþýðu kúgaðra þjóða. Að
sögn Garcia Marquez lagði Gue-
vara fyrst leið sina til Kongó og
lagði lið uppreisnarmönnum gegn
stjórn Moises Tschombe, sem var *
þægur leppur vestrænna auð-
hringa. Nokkrirmanna Ches fóru
siðar til Kongó-Brazzaville (nú
alþýðulýðveldið Kongó), þar sem
þeir þjálfuðu sveitir bæði úr
PAIGC, frelsishreyfingu Glneu-
Bissá, og MPLA i Angólu. Sú
þjálfun varð hreyfingum þessum
dýrmæt i baráttunni gegn portú-
gölum. Snötum Bandarikjanna
tókst að visu að fella Guevara i
Bóliviu, en áður hafði hann I Af-
riku sáð sæði, sem átti eftir að
hafa i för með sér miklar hrak-
farir fyrir Bandarikin og vest-
rænt auðvald i heild, og enn er
siður en svo séð fyrir endann á
þeirri atburðarás.
Stöðugt samband
Garcia Marquez segir svo frá,
að Guevara hafi stöðugt haldið
sambandi sinu við Kúbu, eftir að
hann fór þaðan, og að eftir dvöl
hans I Afriku hafi Kúba haldið
áfram að veita frelsishreyfingum
þar ýmsa aðstoð. Mest var sam-
bandið við frelsishreyfingarnar i
portugölsku nýlendunum, sem
eðlilegt má kalla, þar eð spænska
og portúgalska eru svo náskyld
mál að menn af annarri þessari
tungu skilja hina, þótt þeir hafi
ekki lært hana I skóla. Kúba sendi
frelsishreyfingunum hernaðar-
ráðgjafa og lækna og tók við ung-
um mönnum frá þeim til náms.
Pedro Rodriguez Peralta, nú
meðlimur miðnefndar Kommún-
istaflokks Kúbu, var á sinum
tima handtekinn af portúgölum i
Gineu-Bissá og sat I mörg ár i
fangelsum portúgalska hersins
þar i landi.
Beiðni Netos
Sumarið 1975,þegar portúgalar
voru á förum frá Angólu, varð
ljóst að tvær angólsku sjálf-
stæðishreyfinganna, FNLA og
UNITA, myndu taka höndum
saman gegn þriðju og öflugustu
hreyfingunni, MPLA, er allt frá
1965 hafði verið i vinsamlegu
sambandi við Kúbu. MPLA-menn
vissu fullvel að andstæðingar
þeirra fengu aðstoð erlendis frá
og leituðu þvi sjálfir þar aðstoðar,
sem hennar var helst að vænta,
það er að segja hjá Sovétrikjun-
um og rikjum þeim hlynntum.
Þeir fengu mikið magn nýtisku
vopna frá sovétmönnum, en vant-
aði nærri alveg hermenn, sem
kunnu á þessi vopn. Agostinho
Neto, leiðtogi MPLA og nú
Angóluforseti, leitaði þvi
aðstoðar hjá kúbönum og bað þá
fyrst og fremst um hernaöarráð-
gjafa og tæknimenn, er kennt
gætu hermönnum MPLA á
sovésku vigtólin.
Castro og félagar hans brugð-
ust skjótt og drengilega við þess-
ari beiðni og sendu umbeðna sér-
fræðinga austur yfir haf með svo
mikilli leynd að CIA sem þó var
öll augu og eyru þegar Angóla var
annarsvegar, frétti ekkert af
kúbönum þar fyrr en mánuði
siðar,eðainóvember. Bölsótaðist
Henry Kissinger út af þvi við
Perez Venesúeluforseta og sagði
aðá þessu mætti marka, hve ónýt
bandarlska njósnaraþjónustan
væri.
Leiftursókn
suðurafrikumanna
En kúbanir komust fljótt að
raun um, að þetta takmörkuð
hjálp dugöi MPLA skammt.
FNLA kreppti að Luanda, höfuð-
borg Angólu, aðnorðan. Hreyfing
þessi hafði að sögn Garcias
Marquez heilar deildir úr fasta-
her Zaire I liði með sér, hún var
dyggilega f jármögnuö og vopnuð
af CIA, sem auk annars leigði
handa henni málaliða, portú-
galska einkum f raman af en siðan
breska og bandariska. Mið- og
austurhluti landsins var að miklu
leyti á valdi UNITA, en foringi
Angóla séð úr vestri. Merkt eru inn á kortið helstu auöævi landsfns, sem gera það svo eftirsóknarvert i augum margra, og hvernig það skiptist
milli sjálfstæðishreyfinganna þriggja áður en kúbanir komu MPLA til lifts. örvarnar sýna sókn MPL og kúbana.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20