Þjóðviljinn - 23.04.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.04.1977, Blaðsíða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN : Laugardagur 23. aprll 1977 Morgunn lifsins, eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval. K j arv alssýningin Kjarvalssýningin, sem nú verið saman myndum, sem ailar hangir uppi á Kjarvaisstöðum, er eru i einkaeign nema tvær þær einstök i sinni röð. Safnað hefur stærstu, sem eru I eigu borgar- Indverskir tónar í Norræna húsinu Annað kvöld heldur indverski flautuleikarinn, Aniruddha (Tublu) Banerjee, tónleika I Norræna húsinu og hefjast þeir kl. 8.30. Mun þetta vera I fyrsta sinn, sem indverskur flutu- leikari heldur tónleika hériendis. Er þetta þvi mikill fengur fyrir islenzka tónlistar- unnendur og aðra, sem áhuga kunna hafa á sliku, að kynnast hér ósvikinni, klasslskri, ind- verskri tónlist. Aniruddha Banerjee eða Tublu eins og hann er kallaður, fæddist árið 1943 og stundaöi allt sitt tónlistarnám svo og allt skyldunám I hinu viðkunna Sri Aurobindo Ashram I Pondi- cherry á Indlandi. Hann hóf flautunám tiu ára að aldri, en 1966 varð hann nemandi Sri De- vendra Murdeshwar eins þekkt- asta flautuleikara Indverja, en hann var sjálfur nemandi hins viðurkennda meistara ind- verskra flautuleikara, Pennalal Gosh. Tublu leikur eins og áður var sagt, klassiska, indverska tónlist og hefur á valdi sinu yfir eitt hundrað „ragas”. Einnig er hann vel heima I þjóölögum frá hinum ýmsu héruðum Indlands. Auk tónleikahalds kennir hann i Sri Aurobindo Ashram og koma þangað nemendur viðs vegar að úr heiminum. Hann vonast til að geta stofnað skóla innan skamms, sem verður helgaður tónlist og listdansi. Tublu kemur hér við á tón- leikaferð sinni um Evrópu og Bandarikin og er vonandi að is- lenskt tónlistaráhugafólk láti þetta tækifæri sér ekki úr hendi sleppa. Gunnar Öm á Loftinu Gunnar örn Gunnarsson hefur opnaö myndlistarsýningu á Loftinu. Þetta er áttunda sýning Gunnars. Hann sýnir nú teikningar sem hann hefur gert sl. sumar og haust. Sýningin á Loftinu verður opin I tvær vik- ur á venjulegum verslunartima og á laugardögum. Auglýsinga- síminn er Sýningarnefndin: Jóhannes Jóhannesson, listmálari, Alfreð Guðmundsson, forstöðumaður Kjarvalsstaða, Guðmundur Benedikts- son, myndhöggvari. innar. Fæstar hafa þær verið sýndar opinberlega á sýningu áð- ur. Myndirnar eru frá óllkum timabilum á ferli Kjarvals, sú elsta frá 1977, en sú yngsta frá ár- Leikfélag Reykjavlkur hefur hátíðarsýningu á Straumrofum i kvöld vegna 75 ára afmælis Hall- dórs Laxness. Þetta er 11. sýning á leiknum, sem frumsýndur var 16. mars. Uppselt er fyrir löngu á þessa sýningu. Leikstjóri að Straumrofum er Brynja Benediktsdóttir. Með aöalhlutverk fara Margrét Helga Jóhannsdóttir, Jón Sigurbjörns- inu 1968. Sýningin stendur fram til ágústloka og er opin laugardag og sunnudaga frá 14. til 22., en aðra daga nema mánudaga frá 16 til 22. son, Arnar Jónsson og Ragnheið- ur Steindórsdóttir. Leikurinn var áður fluttur 1934 i Iðnó og hefur ekki verið settur á svið aftur fyrr en nú. Þetta er fyrsta leikrit Hall- dórs Laxness og sérstætt meðal verka hans. Þar er fjallað um borgaralegt umhverfi. Veruleika mannlegrar sambúðar er snúið i goöfræðilegt munstur, eins og höfundur segir i leikskrá. Blásið 1 málm Áttundu og siðustu Há- skólatónleikar vetrarins verða haldnir í Félags- stofnun stúdenta við Hringbraut i dag laugar- daginn 23. april kl. 17. Þá flytur málmblásaratrió fjöl- breytta efnisskrá eftir nútima- tónskáld og eldri höfunda. Leikin verða verk eftir Purcell og Bartök, sónata eftir Poulenc, og tónsmiðar þriggja bandariskra tónskálda, Edwin Avril, Lowell Shaw og Robert Sanders. Trióið skipa Lárus Sveinsson, trompetleikari, Christina Tryk, horn og Ole Kristian Hansen, sem leikur á básúnu. Þau starfa öll sem hljóðfæraleikarar i Sinfóniu- hljómsveit Islands. Lárus lék ein- leik með hljómsveitinni I vetur i trompetkonsert Hummels. Christina og Ole hafa leikið með hljómsveitinni undanfarna vetur og er Christina bandarisk en Ole norðmaður Þó að lúörasveitarleikur sé afar vinsæll, eru kammerverk fyrir málmblásara miklu sjaldheyrð- ari, en hér gefst harla óvenjulegt tækifæri til þess að heyra sllka tónlist. Þýska sendiráðið: Afhendir borginni bókagjöf A miðvikudaginn afhenti sendi- herra Þýska sambandslýðveldis- ins Raymond Hergt Reykjavíkur- borg bókagjöf við athöfn I Höfða. Veitti borgarstjóri gjöfinni við- töku og rétti áfram til borgar- bókavarðar. Elfa Björk Gunnarsdóttir borg- arbókavörður kvaðst ekki vita til þess að neitt sérsakt tilefni væri til þessarar gjafar, starfsmenn sendiráðsins hefðu komið að máli við sig i desember sl. og spurt hana hvort safniö ætti nóg af þýskum bókum. Hún kvað svo ekki vera og spurðu þeir þá hvaö helst skorti. Safnfólk nefndi helst til skáldverk. Bókagjöfin er hins vegar mun fjölbreyttari. Hún telur 250 bindi en þar af er liölega helmingur skáldverk. Eru i þvi safni ýmsir þekktustu rithöfundar þýskrar tungu á þessari öld, svo sem Bertold Brecht, Heinrich Böll, Max Frisch, Friedrich Durren- matt, Hermann Hesse, Thomas Mann og Gunter Grass svo ein- hverjir séu nefndir. I hinum hlut- anum kennir margra grasa, þar eru ævisögur, endurminningar, listaverkabækur, landafræði, ferðabækur, sagnfræði o.fl. Bækur þessar eru ætlaðar til út- láns og verður þeim komið fyrir i aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavikur, Þingholtsstræti 29a. —ÞH Margrét Helga Jóhannsdóttir og Arnar Jónsson I hlutverkum sinum I Straumrofum. Hátíðarsýning á Straumrofi Fyrstu einkatón- leikar ungs píanóleikara Ungur pianóleikari, Selma Guðmundsdóttir, heldur fyrstu einkshljómleika sina I Reykja- vlk I dag, laugardag. Verða þeir 1 Austurbæjarblói og hefjast kl. 14.30. Selma hóf pianónám aðeins 7 ára gömul en 1963 hóf hún nám við Tónlistarskólann I Reykja- vik þar sem hún naut tilsagnar þeirra Asgeirs Beinteinssonar og Arna Kristjánssonar. Selma lauk einleikaraprófi frá skólan- um árið 1972 en síðan hefur hún stundað framhaldsnám hjá prófessor Hans Leygraf i Salz- burg og Hannover og hlaut hún til þess þýskan styrk árin 1974-6. Auk þessa hefur hún sótt nám- skeið i Prag og Nice. A tónleikunum i dag, sem haldnir eru á vegum Tónlistar- félagsins flytur Selma verk eftir Franz Schubert, Franz Liszt, Arnoid Schönberg, Alexander Scriabine og Robert Schumann. —ÞH Selma Guðmundsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.