Þjóðviljinn - 26.07.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.07.1977, Blaðsíða 10
ÍO SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ÞriOjudagur 26. juli 1977. a a O 0 Nýbakaöir islandsmeistarar Breiöabliks I kvennaknattspyrnu aö loknum leiknum í Garöi sl. sunnudag. Efst sitja forráöamcnn liösins, Svanfrföur Guöjónsdóttir, Haraldur Erlendsson þjálfari og Gissur Guö- mundsson „lukkutröll” meö meiru. Mynd: — gsp. Breiðablik Islands- meistari í kvennafl. Meistaramót islands I sundi fór fram I Laugardalslaug um helg- ina. Tvö íslandsmet kvenna litu þar dagsins ljós, en aö ööru leyti var mótiö afar dauft og bar þess etv. merki aö 8-landa keppnin fór fram fyrir hálfum mánuöi og var sundfólkiö okkar þá i toppæfingu, sem siöan hefur e.t.v. eitthvaö fjaraö út. A.m.k. náöu karlarnir ekki aö sýna neina sérstaka hluti á þessu móti, og hafa þeir þó ekki legiö á liöi sinu hingaö tii þegar i alvörumótin er komiö. A laugardeginum setti boö- sundssveit Ægis nýtt íslandsmet i 4x100 metra skriösundi kvenna. Timi Ægis var 4.36.6, en gamla metið átti sama sveit, en þaö var 4.38.7 minútur. A sunnudeginum kom Þórunn Alfreðsdóttir skemmtilega á óvart er hún setti nýtt Islandsmet i baksundi, en hingað til hefur það sund ekki verið svo mjög á henn- ar áhugasviði. En Þórunn synti stórglæsilega og sló sex ára gam- alt Islandsmet Salome Þórisdótt- ur. Gamla metið var 2.39.6 minút- ur, en Þórunn synti á rúmlega einni sekúndu betri tima, eða 2.38.3. — gsp / Meistaramót Islands 1 sundi: veröi sagt aö þeir séu algjörlega úr leik enn sem komiö er. Snemma i fyrri hálfleik áttu Skagamenn sitt besta færi. Auka- spyrna var dæmd rétt inn á vallarhelmingi FH og spyrnti Guðjón Þórðarson. Hann sendi boltann vel inn i vitateiginn og þar var Jón Gunnlaugsson vel staðsettur og skallaöi hann aö marki en rétt framhjá. Um miðj- an hálfleikinn áttu FH-ingar svo sitt besta færi. Viðar Halldórsson tók hornspyrnu og barst boltinn til Gunnars Bjarnasonar, sem skaut föstu skoti að marki, en hárfint yfir. I siðari hálfleik var einnig fátt um tækifæri, en eins og i þeim fyrri voru það FH-ingarnir, sem voru öllu meira ógnandi. Einu sinni áttu þeir að fá vitaspyrnu, en dómarinn sá ekkert athuga- vert gerast innan vitateigsins, en það var ekki i eina skiptið sem hann sá ekki brot, sem augsýni- lega voru þess verð að dæma á, og jafnvel að lyfta spjöldum. Þegar um þaö bil 15 min. voru til leiksloka, komst Kristinn Björnsson einn innfyrir vörn FH, en hann datt um boltann, sem er ekki vanalegt fyrir hann, og varnarmennirnir bægöu hættunni frá. Fátt var það i þessum leik sem gladdi áhorfendur, nema frammistaða Arna Sveinss. og Guðjóns Þórðarsonar hjá Skagamönnum sem var besti maður vallarins og siðan Ólafs Danivalssonar, FH, sem átti mjög góða spretti af og til og var ógnandi allan leikinn. Viðar Halldórsson og Janus Guðlaugs- son komu einnig vel frá leiknum. Dómari i leiknum var Hreiðar Jónsson og var framistaða hans fyrir neðan allar hellur. Hann sá nánast ekki neitt, og það fáa sem hann dæmdi var umdeilanlegt. G.Jóh. íslandsmótið 1. deild: FH- ÍA 0:0 Pétur ekki með / og lA-framlínan var máttvana a a a a o o D D A / Meö öruggum sigri, 6-0, gegn Viði i Garði sl. sunnudag tryggöu 'Stúlkurnar i Breiðabliki sér ís landsmeistaratignina i kvenna- knattspyrnu. Liöiö hefur nú lokiö öllum leikjum sfnum og fékk Breiöablik 16 stig úr 10 leikjum. Fjögur stig töpuðust, og fóru þau öll forgörðum i fyrstu þremur leikjunum. Eftir þá slæmu byrjun hcfur Breiöablik unniö hvern ein- asta leik og fögnuöu stúlkirnar innilega þessum árangri á sunnu- daginn. Leikurinn við Viði var leikur kattarins að músinni. Fyrri leik liöanna lauk með sigri Breiða- bliks 9-1 og var þvi búist við auð- veldri viðureign um helgina. Sú varð enda raunin. Kópavogs- stúlkurnar höföu öll völd i sinum höndum og ef þær hefðu ekki staðið ofboðlitiö ráðþrota þegar upp að marki andstæðingsins kom, hefðu mörkin getað orðið mun fleiri. En markat. 6-0 sýnir vissulega næga yfirburði og er liðið vel að Islandsmeistaratitlinum komið, ekki sist eftir aö hafa oft verið svo nærri honum. Þetta er i fyrsta sinn sem Breiðablik vinnur þenn- an titil utanhúss, en tvo sl. vetur hefur liðið sigrað af öryggi i landsmótinu innanhúss. Mörk Breiðabliks á sunnudag- inn skoruðu þær Asta B. Gunn- laugsdóttir 2, Rósa Valdimars- dóttir 2, Arndis Sigurgeirsdóttir 1 og Bryndis Einarsdóttir 1. Asta mun vera langmarkahæsta stúlk- an i Islandsmótinu i sumar, en hún hefur gert 19 mörk alls. Þjálfari Breiðabliksstúlknanna siðustu þrjú árin hefur verið Har- aldur Erlendsson. Með honum hafa unnið þau Svanfriður Guð- jónsdóttir og Gissur Guðmunds- son, sem ýmist er titlaður aðstoð- arþjálfari eða „lukkutröll”! — gsp Akurnesingar náöu aldrei neinni ógnun I leik sinum gegn FH i Kaplakrikanum um helgina. Skýringin er i sjálfu sér einföld: Pétur Pétursson lék ekki með, vegna meiðsla, og án hans var framlinan gjörsamlega bitlaus. Kristinn Björnsson var nú einn á miöjunni og hann mátti sins litils, enda vanur aö hafa mann meö sér.... og hann ekki af lakara tag- inu. Meö þessu markalausa jafn- tefli hafa Skagamenn fjarlægst enn frekar baráttuna um Islandsmeistaratitilinn, þótt ekki 60 lítra kókverðlaun á fámennu en vel heppnuðu stigamóti í Grafarholtinu Hörkuskemmtileg keppni varö i Kóka-kóla-mótinu i golfi sem fór fram i Grafarholti um helgina. Keppt var meö og án forgjafar og var þetta opið mót, sem samtals gaf 145 stig til landsliös. Þátttakendur voru 77, sem er fremur litiö, og dró heljarmikiö innanfélagsmót hjá Golfklúbbi Ness áreiöanlega mikiö úr þátttökunni. Er þaö óneitanlega til baga þegar innanfélagsmót eru látin rekast á opin stigamót I golfi. En keppnin i Grafarholtinu varð engu að siður stór- skemmtileg. Veðurguöir lögðu enda sittaf mörkunum, ekki sist á sunnudaginn, Sigurvegari án forgjafar varö Jóhann Kjærbo sem lék mjög vel siðari daginn, enda þótt hann byrjaði á þvi aö týna boltanum strax á fyrsta tpig og varð hann að taka þar viti. Tvö högg fóru þvi i súginn strax i byrjun, en „fall er farar- heill” segir máltækið og sannaði sig enn einu sinni. Auk heföbundinna verðlauna fyrir efstu sæti með og án for- gjafar voru aö þessu sinni veitt aukaverðlaun sem settu skemmtilega stemmningu i mótið. Tvenn verðlaun voru veitt hvorn keppnisdaginn og voru hver einstök verðlaun hvorki meira né minna en fimm kassar af „liters-kóki” eöa sex- tiu litrar samtals. Verölaunin voru veitt fyrir besta upphafshögg á 2. braut, sem mælt var eftir þvi hve ná- lægt holunni kúlan fór, en einnig voru veitt verðiaun fyrir lengsta upphafshögg á 18. braut. A laugardeginum féllu kókverð- launin i hlut þeirra Helga Hóim á 2. braut og Ragnars Olafs- sonar á þeirri 18. A sunnudegin- um vann Ómar Kristjánsson hins vegar á 2. braut og Sigurð- ur Hafsteinsson á 18. braut. Þótti mönnum raunar dáiitib fyndið að sjá Sigurð rogast meö fimm kókkassa út i bil að mót- inu loknu, þvi hann vinnur við að keyra út kók fyrir Vffilfell, og er nú farinn að keyra þaö heim til sin lika i fritimanum! En snúum okkur að þeirri keppni sem eðlilega var mest i sviðsljósinu, keppninni án for- gjafar og baráttunni um lands- liðsstigin eflirsóttu. Björgvin Þorsteinsson hafði forystu eftir fyrri daginn með 73 högg, en Jóhann Kjærbo hafði 74, Sveinn Sigbergsson 75 og Siguröur Ilaf- steinsson 76. Sannarlega spenn- andi keppni, en röð fjórmenn- inganna átti eftir að vixlast seinni daginn. Þeir kappar voru ræstir út saman i hópi klukkan rúmlega tvö og Jóhann Kjærbo byrjaði heldur en ekki illa eins og frá var skýrt. En hann tók sig á og tókst að lokum að koma Björg- vini aftur fyrir sig og vinna þar með mótið á samtals 154 högg- um. Annars vekur það athygli að fjórmenningarnir léku allir mjög illa á sunnudeginum mið- að við frammistöðuna deginum áður. Vera kann að steikjandi hiti og mikið sólskin á sunnu- deginum hafi haft þar áhrif, en eitthvaðolliþviaðBjörgvin var t.d. tiu höggum lakari á sunnu- degi en laugardegi, Jóhann 6 höggum lakari seinni daginn, Sigurður Hafsteinsson 8 högg- um lakari og Sveinn Sigbergs- son 9 höggum lakari. Það mun- ar heilum 35 höggum á fyrri og seinni degi hjá þessum fjórum efstu mönnum. Röð tiu efstu manna sem hlutu landsliðsstigin 145 varð þessi: . 1. Jóhann Kjærbo GS (74-80) 154 27.55 stig 2. Björgvin Þorsteinsson GA (73-83) 24.65 stig. 3. Sigurður Hafsteinsson GR (76-82) 158 21.75 stig. 4. Sveinn Sigbergsson GK (75 - 84) 159 18.85 stig 5. Atli Arason GN 15.95 stig 6. Ómar Kristjánsson GR 11.60 stig 7. Július Júliusson GK 11.60 8. Ólafur Skúlason GR 7.25 stig 9. Sigurður Albertsson GS 4.35 stig 10. Sigurjón Gislason 1.45 stig 1 keppninni með forgjöf varð hörkuskemmtileg og spennandi barátta um efstu sætin. Þeir Helgi Hólm og Guðmundur Haf- liðason urðu jafnir meö 139 högg þegar forgjöfin hafði verið dregin frá og urðu þeir að gjöra svo vel að leika 18 holu úrslita einvigi. Helgi hafði vinninginn og urðu efstu menn þessir: 1. Helgi Hólm GS 139 (78-81 minus 20) 2. Guðmundur Hafliðas. GR 139 (92-89 minus 42) 3. Finnbjörn Finnbjörnsson GR 140 (88-88 minus 36) Bestum árangri kvenna náöi Jóhanna Ingólfsdóttir GR með 174 högg brúttó, og á þá eftir að draga frá forgjöfina. —gsp Tvö Islandsmet hjá stúlkunum en dauft mót að öðru leyti

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.