Þjóðviljinn - 05.08.1977, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. ágúst 1977
Málgagn sósíalisma,
verkalýðshreyfingar
og þjóðfrelsis.
Útgefandi: tJtgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón með sunnudagsblaði:
Arni Bergmann.
Auglvsingastjóri: (Jlfar Þormóösson.
Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar:
Sföumúla 6, Simi 81333
Prentun: Blaöaprent hf.
Frelsi og
miöstýring
Hægriblöð álfunnar eru eins og margir
vita mjög óhress yfir þvi, að vaxandi
áhugi er meðal alþýðu á sósialiskum úr-
ræðum, á þeirri endurnýjun samfélagsins,
sem byggir á samþættingu sósialisma og
lýðræðis. Árum saman hafa þau afgreitt
alla umræðu um sósialisma með tilvisun
til þess, að i rikjum um austanverða álfu
væri stjórnskipun afleitogyfirvættis skort-
ur á lýðfrelsi. Þetta hefur samt sem áður
ekki dugað; eftirspurn eftir sósialisma
heldur áfram að vera áhrifamikil stað-
reynd, róttækir verklýðsflokkar álfunnar
sýna aukið sjálfstraust og sjálfstæði i leit
sinni að leiðum til djúptækra breytinga á
samfélaginu.
Þá verður það næst fyrir i hægriblöðum
að lýsa þvi yfir, að það sé sama hvaða
slagsiðu sósialismi hafi, hvort hann byggi
á erlendum eða þjóðlegum fyrirmyndum.
Sósialiskir stjórnarhættir séu hvort sem
er ekki lýðræðislegir. Sósialismi og lýð-
ræði fara ekki saman, það er kenningin.
Og það þýðir ekki fyrir sósialdemókrata
að mótmæla, þeir komast ekki upp með
neitt múður. Að visu er þvi ekki lýst yfir,
að þeir séu andlýðræðislegir, en að
minnsta kosti látið að þvi liggja að þeir
stefni i raun ekki á sósialisma. Þeir eru
semsagt innan kerfis.
Visir hefur islenskra dagblaða haldið
þessari kenningu mest á lofti. í leiðurum
hans hefur þvi verið fram haldið, að mið-
stýrt efnahagslif, áætlunarbúskapur, sem
séu einkenni sósialisma, geti ekki farið
saman við frelsi og lýðræði. Er i þvi sam-
bandi vitnað i grein eftir próf. Ólaf
Björnsson i Stefni þar sem segir: ,,1 fram-
kvæmd verður miðstýring efnahagsmál-
anna þannig, að það verða ekki neyslu-
þarfir fólksins eins og þær raunverulega
eru, sem ráða þvi hvað framleitt er, held-
ur mat stjórnvalda á þvi, hvaða þarfir
fólkið eigi að hafa. Á þeim grundvelli fer
svo fram niðurröðun þarfanna bæði hinna
einstaklingsbundnu og hinna félagslegu”.
í sliku samfélagi ræður valdboð að dómi
prófessorsins.
Þessi kenning er svosem engin nýlunda.
En þeir sem henni halda fram i nafni
ágætis ,,hins frjálsa markaðskerfis” eins
og þeir nefna kapítalismann,gera sig alla-
jafna seka um margar einfaldanir. 1 þvi
sambandi skiptir það einna mestu, að þeir
hlaupa yfir það hvernig svonefndar
,,raunverulegar þarfir fólksins” verða til.
Tal þeirra virðist byggja á þvi, að hver og
einn hafi raunverulegt og viðtækt frelsi til
að velja og hafna i kjörverslun lifsins.
Þeir kjósa oftast að hlaupa yfir hrikalegar
staðreyndir félagssálfræðinnar, sem sýna
með mjög ótviræðum hætti hvernig ,,þörf-
um” fólks er stjórnað með firnalega vold-
ugiim auglýsingum og innrætingariðnaði,
hvernig „þörfum” er breytt og nýjar bún-
ar til, allt eftir hagsmunum framleiðenda.
Þessir talsmenn velja sér og oftast þann
kost að „gleyma” þvi,að misskipting auðs,
fátækt, atvinnuleysi, eru i sjálfu sér mjög
róttæk takmörkun á frelsi manna i hinu
rómaða markaðsþjóðfélagi. Það þjóðfélag
mælir lifsgæði og þar með frelsi i mögu-
leikum hvers og eins til að komast yfir
vöru — i þvi samfélagi eru gróðamenn og
hátekjufólk margfalt „frjálsara” en lág-
launafólk, það liggur i hlutarins eðli.
Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki, að gagn-
rýni á ofurvald pólitiskra miðstjórná eigi
ekki rétt á sér. Gagnrýni vestrænna sósi-
alista á samfélög um austanverða álfu
sem lúta stjórn kommúnistaflokka, er
ekki hvað sist tengd slikri einokun valds.
Sú tilhögun getur náð verulegum efna-
hagslegum árangri þar sem þurft hefur að
byggja úr rústum eða frá grunni — en þeg-
ar fram i sækir og verkefni og þarfir ger-
ast flóknari og óútreiknanlegri koma al-
varlegir annmarkar sliks kerfis fljótt i
ljós. Það er þvi mjög eðlilegt, að einmitt i
hinni liflegu umræðu samtimans um sósi-
aliska endurnýjun, eru vakin upp af auknu
afli mál eins og dreifing valds og sú sjálfs-
stjórn verkamanna sem er annað og
meira en dautt form. Á þeim vettvangi
biður mikið starf — bæði erfitt og heill-
andi.
— áb.
Hver yrðu fyrstu við-
brögö þin, ef hingað til
lands flyttust skyndilega
10 þúsund svertingjar?
Herdis Þorgeirsdóttir, blaöa-
maöur: — Fáránleg spurning. Ég
myndisenda þá á lekum bát aftur
út á haf.
Morgunblaðiö bregst hart við.
Útlendingaeftirlitið er
mjög takmarkað hérlendis
„Ef útlendingarnir líta út eins og venjulegt fólk hleypum við þeim sjálfkrofo
inn í landið" segir starfsmaður útlendingaeftirlitsins i samtali við Vísi
dvelja hér lehgur er mjög Jítill
/^utlendingar sem hingaö
koma eru ekki skráðír
niöur og svo fremí að
þeir Ifti út eins og venju-
iegt fólk hleypum viö
þeím sjátfkrafa ínn í
landiö. Ef híns vegar út-
lit eða ktæðnaður gefur
ástæöu tíl að aetla aö
fólkið hafi ekki nægilegt
té meöferöis og geti orðiö
okkur aö byröi, athugum
við hve míkið af pen-
ingom það hefur í fórum
sinum".
petu saghi Karl .JðlismnRson
hjs UUendiíigaefUrtitinu <>r Visir
raíddi víft hatin, f /reinhaidi af
skrifuni blaftsin;; uru þýska «tör-
þjðfinn sem hór Uvaldi alflengi l
vtir og sumar en tiann var svo
handtekínn íyrir tUviljun om
heigina. Karl sagöi ennfremur
aft í þeim tilvikum aö útlrmd-
ingar sem hingah kamiu hefðu
aðeinb Inrmiha aftra ieiftina
va?ru þeim gart aft kaupa mifta
tii fiaka <i staðmtm úUt'ndingar
sem híngaö koma fá dvalarieyfi
tif hriggja mhnafta 1 senn nema
Norfturlandabúar sem fúta
rjmri reglum.
Ekkí tök á aö fylgjast
meö fólkinu
Útfendingum er ekki heimiU
aft stunda hér Jaonaha atvinnu
nema hafa fengih tii þess feyfi
áftur t'.n jx'ír knma tíi iandstns.
„Vih höfum ekki hvin tok a að
fyigjasi meí> þvi hvort út-
fendingar sem inn i iandiö fara
dveljast hér íengur en dvalar-
Jeyfi þeirra gildir. Vi&vilum ah
sa hópur sem liklegur er líi aft
og veitist okkur au&veit aft
hreinsa lii aö þessu téyti á
veturnn vegna fámennisins
hér". sagfti Kari Jðhannsson
ermfremtir. A& i.lnkum tók Karl
from aft hverjum þeim sem
fiýfei.i úUendtng het Á lartdi tmi
lengrí efta skemntri lima faarri
tögum samkvatmi a& tilkynn*
þa& Jogregfunni.
—JOH
Baksiðufyrirsögn Visis i fyrradag.
Fyrirmyndartúristinn.
Er hreinleikinn
i hættu?
Hinn sjálfstæði og hressilegi
Visir virðist hafa áhyggjur
þungar og stórar af yfirvofandi
innrás erlendra skuggabaldra i
vort ástkæra fósturland. Ekki er
langt siðan hann sendi spyril á
vit almennings og spurði sá
(væntanlega óttasleginni
röddu): „Hver yrðu fyrstu við-
brögð þin, ef hingaö til lands
flyttust skyndilega 10 þdsund
svertingjar?”
Spyrillinn hitti fyrsta fyrir
starfssystur sina af Morgun-
blaðinu sem svaraöi um hæl:
Senda þá á lekum báti aftur Ut á
haf. Trúlega hefur spyrli Visis
létt heil ósköp við að komast að
þvi að enn er til fólk með heil-
brigð viðbrögð.
„ Venjulegt fólk”
En á miðvikudaginn hefur ótt-
inn aftur náð tökum á Visi.
Astæðan var þýski gripdeildar-
maöurinn sem hér var handtek-
inn vegna þess að hann kom
ekki öllum miljónum sem hann
haföi nappað i buxnavasann.
Visir fór þvi á fund útlendinga-
eftirlitsins og ræddi ógnir þær
sem steðja að oss kynhreinum
islendingum. Og hann fór ekki
bónleiður til búðar:
„(Jtlendingar sem hingað
koma eru ekki skráðir niður og
svo fremi að þeir liti Ut eins og
venjulegt fólkhleypum viö þeim
sjálfkrafa inn i landið. Ef hins
vegar útliteða klæönaöur gefur
ástæöu til aö ætla aö fólkiö hafi
ekki nægiiegt fé meðferðis og
getioröið okkur aö byrði, athug-
um við hve mikiö af peningum
það hefur Ifórum sinum.” (Let-
urbr. Þjv.)
Þannig hljóðaði hið fróma
svar starfsmanns útlendinga-
eftirlitsins, Karls Jóhannsson-
ar. Siðar í baksiðufrétt þessari
viðurkenndi hann að erfitt gæti
reynst aö fylgjast með þvi'hvort
fólk dveldi hérlendis lengur en
dvalarleyfi þess heimilar en
bætti svo við borginmannlegur
aö eftirlitinu veittist „auðvelt að
hreinsa til að þessu leyti á vet-
urna...”
„ Útlitseftirlitiö”
En það er þetta meö venju-
lega útlitiö sem vefst svolitiö
fyrirokkur klippurum. Hvaö er
venjulegt útlit? Og hvaö er þá
óvenjulegt útlit? Af ummælum
Karls mætti ætla aö útlitiö væri
metiö af klæöaburði en frekari
visbendingar eru ekki gefnar.
Hver dæmir um hvort maður er
venjulegur eða óvenjulegur? Er
þaö BaldurMöller eöa Arni Sig-
urjtínsson? Eöa hefur verið
stofnuö sérstök deild innan út-
lendingaeftirlitsins sem gegnir
útlitseftirliti, m.ö.o. er búiö aö
setjaá stofn opinbert útlitseftir-
lit? Má kannski búast við þvl að
þegar þessu nýja embætti vex
fiskur um hrygg fari þaö aö
snúa sér aö fslendingum? Næsta
skref yröi þá að set ja lög um út-
lit og klæöaburö sem þóknan-
legur er yfirvöldum og stinga
þeim inn eöa visa úr landi sem
ekki fýlgja opinberri útlitstil-
skipun.
Hvað'Tneö
Lugmeier?
En þaö er fleira bitastætt i
svari Karls. f ann getur þess aö
útlendingaeftirlitiö klki oni
buddur erlendra feröamanna og
athugi hvort þær séu ekki sóma-
lega troönar (væntanlega er
þetta þó ekki gert viö þá sem
venjulegir eru útlits). Erlendu
öreigahyski á sko ekki aö veit-
ast sá munaður aö berja Is-
lenska grund fótum.
NU var tilefni viötalsins i Visi
handtaka þýska miljónaþjófsins
og er þvi ekki úr vegi aö ihuga
hvar hann myndi lenda í flokki
ef mælistika útlendingaeftirlits-
ins er sett á hann.
Ef marka má myndir þær
sem birst hafa i blöðum af Lud-
wig þessum Lugmeier er hann
mjög venjulegur útlits. Háriö er
ekki tilbaga sittog hann gengur
i jakka. Aö visu sést ekki hyort
hann er með bindi þvi peysan
nærupp i háls. Aö okkar viti ætti
Lugmeier aö standast skoðun
útlitseftirlitsins meö glans.
Hittskilyröiö er hafiö yfir all-
an grun. Maöurinn var handtek-
inn vegna þess að hann haföi of
mikla peninga milli handanna.
Ekki minnist Karl á að þaö
verði erlendum feröamönnum
fjöturumfótviöhingaökomuna.
Niöurstaöa þessarra bolla-
legginga okkarer þvi sú aö Lud-
wig Lugmeier uppfylli öll skil-
yröi útlendingaeftirlitsins.
Sannkallaöur fyrirmyndartúr-
isti.
— ÞH