Þjóðviljinn - 07.09.1977, Page 7

Þjóðviljinn - 07.09.1977, Page 7
Miðvikudagur 7. september 1977 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 7 5...eina leidin fyrir íslendinga til aö losna við itarlegt nám í fimm eða sex tungumálum er alþjóðamál á borð við esperantó. Boðvar Guðmundsson menntaskóla- kennari Akureyri: HVAÐA TUNGUMAL HENTAR HEIMINUM? Tveir gagnmerkir og góðir menn hafa nýverið ritað greinar i Þjóðviljann um alþjóðamálið esperanto. Þvi miður er ég ekki fær um að blanda mér i þá umræðu, nema að mjög litlu leyti. Samt sem áður get ég aldrei látiö hjá liða að blanda mér i umræöu manna um þessa uppdiktuðu tungu, og ósjálfrátt hallast ég alltaf á sveif með esperantistum. Rökstuðningur þeirra er i sjálfu sér auðskilinn hverju heilvita mannsbarni, og hann ætti að eiga alveg sér- stakan aðgang að Islendingum, þvi fáar eða engar þjóðir verða að hafa jafnmargslungna tungumálakunnáttu á tak- teinum. Islendingar tala sjálfir tungumál sem um tvöhundruð og tuttugu þúsund manns skilja og kannski um fimmtán þúsund Bandarikjamenn og Kanada- búar til viðbótar auk nokkur hundruð sérvitringa sem hafa lært málið i háskólum sér til dundurs. Það gefur þvi auga leið að án verulegrar tungu- málakunnáttu eiga íslendingar litla von þess að vita hvað snýr upp og hvað snýr niður I þessum heimi. Viðskiptasamningar þeirra við önnur riki eru trúlega ekki gerðir á islensku, kennslu- bækur i fræðilegum sviðum framleiðslugreinanna eru ekki heldur á islensku og það ætti að vera óþarfi að spyrja hvar þessi þjóð væri stödd án utanrikis- verslunar, verkfræðinga, fiski- fræðinga, matvælafræðinga og tæknifræðinga. I reynd er það lika svo að islenskir skólanemar læra fleiri erlendar tungur en skólanemar flestra annarra Evrópulanda. Venjulegur grunnskólaung- lingur þarf til dæmis að glfma við tvö erlend tungumál, ensku og dönsku. Menntaskólanemi þarf að glfma við sömu tungu- mál auk að minnsta kosti tveggja annarra, þýsku og frönsku, — og einhvern mögu- leika á hann á að nema litillega rússnesku, spönsku, esperanto og ef til vill fleiri tungumál. Flestir skólanemar una þessum fjölda tungumála illa, telja óeðlilegum tima varið i málanám,og mörgum verða þau mál sem minna er lært i að hreinum blórabögglum. Reyndin er lfka sú að tungu- málakunnátta Islendinga er ekki mikii. Margir geta lesið dönsku sér til nauðþurftar en allt gengur verr að skilja talað mál. Mjög margir tslendingar geta nefnt einhverjar peninga- upphæðir á ensku þegar þeir reyna að féfletta erlenda ferða- menn, en þar með er lika sagan næstum öll. Þýskukunnátta Islendinga einskorðast við Heil Hitler eða Ich liebe dich, þeir sem skilja frönsku spænsku og itölsku aö nokkru ráði eru sára- fáir, rússnesku kunna tveir eða þrír svo einhverju nemi og mál þeirra þjóða sem næstar okkur búa, Færeyinga og Græn- lendinga, kann enginn. Margir Islendingar sem fara til Suður-Þýskalands eða suður að Miðjarðarhafi undrast hvað fólk þar i sveitum á erfitt með að telja á ensku. Sannleikurinn er nefnilega sá, að þar skilur svo til enginn þetta ágæta tungumál. Venjulegur Frakki, —• svo dæmi sé tekið, — er ósjálfbjarga ef hann villist eitt- hvað annað en til Belgiu eða Quibeck i Kanada. Af þjóörembuástæðum verður enska aldrei það heimsmál sem Islendingar halda að hún sé, Skandinavar kunna margir nokkur skil á henni, svo og Eng- lendingar og Bandarikjamenn, en þar með er lika næstum upp talið. Þó leggja margir Asiu- búar nokkra rækt við ensku, til dæmis Kinverjar sem gera það til að striða Rússum, og Ind- ver jar hafa hana aö rikismáli af þvi að Indland er fyrrverandi skattland Breta. Svipað er að segja um Japani sem læra ein- hvers konar ensku af þvi að Bandarikjamenn köstuðu á þá kjarnorkusprengju fyrir eina tið. Enska er þó ákaflega fjarri þvi að vera almenningseign i þessum löndum, — i raun og veru viðs fjarri. Arni Böövarsson leiðir að þvi gild rök málvisinda I grein sinni á dögunum, að esperanto sé ekki indóevrópskt tungumál, enda þótt orðstofnar séu i rlkum mæli af rómönsku bergi brotnir. Auðvitað hlýtur samt útkoman að veröa sú að sumar þjóöir eiga auðveldara meö að læra esperanto en aörar. Menn hafa til dæmis bent á að Asíubúar, sem tala ekki indóevrópsk tungumál, eigi erfiðara með að læra esperanto heldur en Spán- verjar. Þetta er sennilega alveg rétt, en það má lika benda á þá staöreynd að Asiubúum gengur mun betur að læra esperanto en til dæmis ensku. Þar eru það allsekki orðstofnarnir sem skipta meginmáli, heldur ein- staklega rökföst formbygging esperanto og einfalt málhljóða- kerfi. En vikjum þá aftur að tungu- málakunnáttu tslendinga og nauðsyn þess að mörg tungumál séu numin af islensku skóla- fólki. Ef esperanto væri orðið að þvi tjáningartæki sem góöir og hugsjónarikir esperantistar vona, þá þyrfti islenskt skóla- fólk ekki aö glima við nema tvö tungumál alla sina grunn- og miöskólasetu, sitt eigið tungu- mál og esperanto. Það gæti sparaö sér nám i dönsku, þýsku, frönsku, rússnesku og spænsku, — og náð mjög góðum tökum á esperanto á sama tima og fer I dönskunám hjá venjulegum nemanda. I staðinn kæmi svo til dæmis aukin raungreina- menntun sem myndi væntan- lega leiða af sér fisknari skip og feitari sauöi. Það liggur við að beinlinis væri hægt að reikna I krónum og aurum hagnaðinn af þvi fyrir Islendinga að esper- anto yröi raunverulegt alþjóða- mál. En nú er þvi miöur ekki um það að ræða að esperanto sé orðiö að sllku tæki. Esperanto skilur ekki nema litiö brotabrot mannkyns. tslenskt námsfólk mun enn um langa hriö þurfa að basla við fimm eða sex erlend tungumál, — og þar er vist ekki um neina miskunn að ræða. Engu að slður held ég aö þaö sé íslendingum, — og reyndar öllum smáþjóðum heims, svo mikilvægt aö skilja hvaö fram fer i kringum þá, að þar á verður að leggja allt kapp. Og þá er ekki annaö eftir en að komast að hinni óumflýjanlegu niðurstöðu undangenginnar umræðu, — að eina leiöin fyrir Islendinga til að losna við Itar- legt nám I fimm eða sex tungu- málum er að alþjóðamál á borð við esperanto verði að veru- leika. Og þó að það hljómi sem undarleg þversögn, þá virðast tslendingar ekki geta lagt þeim málstað lið með öðru móti en þvi að bæta enn einu skyldufagi ofan á tungumálanám skólanna, alþjóðamálinu esperanto. Sauðfjárslátrun hefst um 10, sept. Sauðfjárslátrun fer nú senn að hefjast. Samkvæmt upplýsingum,, sem viö fengum hjá þeim Jónmundi ólafssyni, kjötmats- formanni og Hákoni Sigurgrims- syni hjá Stéttarsambandi bænda, er gert ráð fyrir þvi, að slátrun byr ji um 10. sept. i Borgarnesi og á Selfossi og ef til vill eitthvað viðar. Göngur eru þá raunar ekki afstaðnar en hvorttveggja er, að bændur hafa viða nokkuð af fé i heimahögum yfir sumarið og svo sækja menn gjarnan fyrir göngur það fé.semkomiðerniðurað af- réttargirðingum. Jónmundur ólafsson sagði að nokkuð væri breytilegt hvenær slátrun byrjaði i einstökum sláturhúsum. En haustverð á sláturafurðum yrði birt 15. sept. og upp úr þvi mætti búast við að slátrun hæfist almennt. Harjn bjóst við að tala starfandi slátur- húsa yrði svipuð og i fyrra. Sér væri ekki kunnugt um nein, sem helst hefðu úr lestinni né bæst við. „Furöu- legur áhrifa- máttur” Yfirlitssýning á verkum L, Alcopley á Kjarvalsstöðum Dagana 10.-25. september gengst Listráö að Kjarvals- stöðum fyrir yfirlitssýningu á verkum bandariska lista- og visindamannsins L. Alcopley. Hann hefur um langan tima verið tengdur tslandi, allt frá þvi að hann gekk að eiga Ninu Tryggva- dóttur árið 1949 og til þessa dags, og hefur hann af miklum höfðingsskap haldið á lofti minn- ingu hennar og list. Var heimili þeirra, i Reykjavikog New York, mörgum tslendingum griða- staður. En Alcopley hefur stundað list- sköpun enn lengur, eöa frá 1940 og var i hópi þeirra listamanna sem lögðu grundvöllinn að nýrri ameriskri list á árunum 1940-50 og tók hann virkan þátt i umræðum og félagslifi mynd- listarmanna á þeim tima og var m.a. einn af stofnendum „klúbbsins” svonefnda á 8da Stræti i New York, en hans er nú allsstaðar getiö i bandariskri myndlistarsögu. Markmið þessara listamanna var að skapa list sem væri i senn amerisk, hvatleg og óbundin, en heföi þó læsilegt inntak. Hafa verk Alcopleys verið i þeim meginstraumi æ siðan, en kynni hans af austurlenskri list hafa L. Alcopley enn frekar auðgað og vikkað 'list hans. Um teikningar hans segir franski gagnrýnandinn og list- málarinn Michel Seuphor m.a.: „Ahrifamáttur þeirra er furðu- legur. Þær virðast eins fágaðar og að baki þeirra lægi gifurleg vinna. Þó eru þærgerðar beint og frihendis. Mesta skart þeirra er hlédrægnin og still, þeirra er af- sprengi þroskaðrar umhugs- unar”. Alcopley hefur haldið um 30 einkasýningar viða um lönd, m.a. i New York, Svisslandi, Japan, Paris, Þýskalandi, Englandi, Hollandi, Noregi og Israel og hefur tekið þátt I fjölda samsýn- inga,og hafa margir áhugamenn ritað um verk hans, m.a. Michel Seuphor, Richard Hulsenbeck og Herbert Read,auk málara eins og Willem de Kooning og Franz Kline. Breska sjónvarpið, BBC, hefureinniggert mynd um Alcop- ley og verk hans.Væntanlega verður hægt að sýna þá mynd að Kjarvalsstöðum meðan á sýningunni stendur. Einnig eru verk hans i mörgum helstu lista- söfnum Bandarikjanna og Evrópu, m.a. i Museum of Modern Art, New York, Art Institute of Chicago, Stedelijk Museum i Amsterdam, National Museum of Modem Art, Tokýó, Israel Museum, Jerusalem, Museé d’Art et Industrie, Saint- Etienne, Frakklandi og Lista- safni tslands. Sýníngin að Kjarvalsstöðum er stærsta yfirlitssýning semhaldin hefur verið á verkum Alcopleys og spannar timabiliö 1944-1977 og eru á henni rúmlega 300 verk, málverk, teikningar, vatnslita- myndir, steinprent og svo alls- konar bækur og sérútgáfur á verkum hans.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.