Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Þriðjudagur 3. janúar 1978 — 43. árg. — 1. tbl.
Landsbankahneykslið og Sjálfstæðisflokkurínn
Vinnur Spasskí?
1 gær tefldu þeir Spasski og
Kortsnoj 14. skákina i einviginu
sem nú stendur yfir i Belgrad.
Eins og kunnugt er fær sigur-
vegarinn i þessu einvigi réttinn
til aö skora á heimsmeistarann
Anatoly Karpov. Skákin i gær
fór i biö ;iö loknum u.þ.b. 40
leikjum og er  Spasski  talinn
hafa unniö tai'l. Fari svo sem á
horfir yröi þetta fjórði sigur
Spasskis i röö i einviginu. Stað-
an er sú að Kortsnoj hefur hlotið
7.5 v. en Spasski 5,5 v. Skákin
veröur tefld áfram i dag og mun
hún birtast i heild sinni hér i
blaðinu á morgun.
FORMAÐUR VARÐAR
TENGIST
MÁLINU
Viðurkennir að hafa notið sér~
stakrar „persónulegrar lánafyrir-
greiðslu" hjá deildarstjóranum,
sem situr í gœsluvarðhaldi
,/Það hvarf laði aldrei að
mér, að persónuleg lána-
fyrirgreiðsla forstöðu-
manns ábyrgðardeildar-
innar, þegar um hana var
að ræða, væri á nokkurn
hátt tengd fjármunum
bankans eða viðskipta-
fyrirtækja hans."
Þannig kemst Björgólf-
ur Guðmundsson, áður for-
stjóri Dósagerðarinnar en
nú forstjóri Hafskip h.f. að
orði á forsiðu Vísis í gær.
Björgólfur Guðmunds-
son er formaður Varðar-
félagsins, stærsta stjórn-
málafélags Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík, og
hann er einnig formaður
þeirrar kjörnefndar Sjálf-
stæðisflokksins,  sem  nú
NÓTIN UM BORD
Vetrarloðnuvertiðin er hafin. 1 gær héldu mörg stærri skipanna á miðin
og önnur fara i dag og næstu daga. Myndin hér aö ofan var tekin niður á
Grandagarði i gær, þegar skipverjar á Svani RE voru að taka nótina
útúr Netagerð Guðmundar á Grandagarði. en beint fyrir framan lá
Svanur RE bundinn og nótin fór beint um borð og skipið hélt á veiðar. A
blaðsiðu 16 er viðtal við nokkra sjómenn, sem héidu til loðnuveiða I
gær. (Ljósm. S.dór)
t góðara vina hópi. Formaður Varftarfélagsins lengst til vinstri á myndinni. Formaður Sjálfstæðis-
flokksins og forsætisráðherra landsins fyrir miðju. Myndin var tekin fyrir hálfu ári og birtist i Morgun-
blaðinu.
Segir hann af sér störfum
sem formaður Varöar og formaður
kjörnefndar Sjálfstædisflokksins?
glímir við að setja saman
framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins i næstu alþingis-
kosningum.
Formaður Varðarfélagsins
segist hafa notið sérstakrar
„persónulegrar lánafyrir-
greiðslu" hjá Hauki Heiðari,
fyrrverandi deildarstjóra
ábyrgðardeildar Landsbankans,
sem nú situr i gæsluvarðhaldi
fyrir meint stórkostleg fjársvik.
En formaður Varðarfélagsins
segir, að hann hafi álitið þessa
, ,persónulegu lánafyrirgreiðslu"
deildarstjórans alveg
óviðkomandi  Landsbankanum!!
„Hverju barni
hlýiur að vera ijóst"
Við leituöum álits Helga Bergs,
bankastjóra Landsbankans,á þvi,
hvort það gæti talist eðlilegt að
deildarstjóri ábyrgðardeildar
Landsbankans ræki jafnframt
sérstaka „persónulega lánastarf-
semi". Helgi kvaðst ekki vilja
ræða  einst.uk  atriði  i  blaða-
fregnum, en taldi, að það segði
sig þó sjálft, að alveg væri útilok-
að, að starfsmaður bankans hafi
heimild til að stunda sérstaka
persónulega útlánastarfsemi i
samkeppni við bankann. —
„Hverju barni hlýtur að vera ljóst
að það fær ekki staðist", sagði
Helgi Bergs, bankastjóri.
— Þetta virðist formanni
Varðarfélagsins hins vegar ekki
hafa verið ljóst.
Haukur Heiðar fyrrum deildar-
stjóri ábyrgðardeildar Lands-
bankans er grunaður um að hafa
svikið a.m.k. marga tugi miljóna
króna útúr bankanum og við-
skiptafyrirtækjum hans, og að
hafa notað þessa f jármuni til sér-
stakrar „persónulegrar lána-
fyrirgreiðslu" til aðila, sem hann
hafði velþóknun á. Formaður
Varðarfélagsins lýsir þvi yfir i.
blöðum, að hann hafi verið i þeim
hópi.
Hver er skýringin á
þessum tengslum?
Hér verður að krefjast
fullgildrar skýringar. Hver voru
hin fjármálalegu tengsl deildar-
stjórans i bankanum og formanns
Varðarfélagsins?
Og hver er skýringin á þeim
sérstöku tengslum? Hér er um
stórpólitiskt hneyksli að ræöa,
sem ekki aðeins varðar stjórn-
málastarfsemina i landinu,
heldur verður að vænta þess að
dómsmálakerfið geri allt sem i
þessi valdi stendur til að leiða hið
sanna i ljós.
Hvað gerir Sjálf-
stæðisflokkurinn?
Og hvað gerir Sjálfstæöisflokk-
urinn? Ætlar hann að krefjast
þess að Björgúlfur Guðmundsson
láti af tignarstöðum innan flokks-
ins, þegar viðurkenning liggur
fyrir um þessi sérkennilegu fjár-
málatengsl hans við hinn hand-
tekna deildarstjóra Landsbank-
ans?
Eða ætlar Sjálfstæðisflokkurinn
að láta manninn halda áfram að
dunda við að raða þeim Albert,
Gunnari, Geirog fylgdarliði upp á
framboðslista flokksins i
komandi alþingiskosningum?
Þykir mönnum það máske
sigurstranglegt?
S j álfst æðisflokkurinn
heldur áfram, þótt. .
95
„Sjálfstæðisflokkurinn heldur
áfram, þótt ég lendi í persónu-
legum erfiðleikum", sagði
Björgúlfur Guðmundsson, for-
stjóri i viðtali við Þjóðviliann i
gær.
„Ég er að vinna i þessu, og
þarf að gera margt á stuttum
tima. Er að taka við nýju fyrir-
tæki og hef verið i ferðalög-
um"... „Ég er að vinna i þessu",
sagði  Björgúlfur  þegar  við
spurðum hann að þvi hvort
hann mundi segja af sér for-
mennsku i kjörnefnd, sem vinn-
ur að röðun manna á lista Sjálf-
stæðisflokksins i komandi al-
þingiskosningum.
Þjóðviljinn spurði Björgúlf,
hvort honum hafi ekki verið
ljóst, að það væri skrýtinn við-
skiptamáti, ef ekki hreinlega
ólöglegur, að fá lán hjá eins
konar „banka i bankanum", svo
sem flokka verður þá „persónu-
legu lánafyrirgreiðslu" sem
Björgúlfur segist hafa notiö hjá
Hauki Heiðari.
„Það er oft hægt að vera vitur
eftir á", sagði Björgúlfur, en
kvaðst annars ekki hafa meir
um málið að segja en það sem
fram kemur i siðdegisblöðunum
i gær, — en meginefni þess er
rakið hér annars staðar & sið-
unni.                _ ekn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16