Þjóðviljinn - 01.07.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.07.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 1. júll 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Daninn Björn Nörgaard I hraunhfbýlum sinum Björn Nörgaard frá Danmörku, Viggo Andersen frá Noregi og tslendingarnir Magnús Tómasson, sem aöstoðaöi viö uppsetningu og Aöalsteinn Ingólfsson, framkvæmdar- stjóri sýningarinnar. Fjórir norrænir listamenn sýna á Kj arvalsstöðum Sýningin, sem haldin er á Kjarvalsstöðum, er hingað komin fyrir tilstilli Henie-Onstad-safnsins i Osló og Norræna Menningarmálasjóðsins, og hefur ferðast viða um Norðurlönd. Upphaflega voru þessir f jórir listamenn valdir á hinn þekkta Æsku-Biennial (á tveggja ára fresti) i Paris árið 1977, en þangað er jafnan boðið þeim listamönn- um, sem ekki hafa náð 35 ára aldri og þykja standa framarlega innan nýlista. Eru það gagn- rýnendur, sem ráða valinu en ekki opinberar nefndir i hverju landi. Dragspil Svians Anders Abergs, sem Magnús Tómasson puöar viö aö koma saman. Þegar blaöamaður Þjóövilj- ans leit inn á Kjarvalsstaöi i gærdag voru menn i óöa önn aö koma fyrir listaverkunum, en sýningin opnar I dag kl. 15.00. Aöalsteinn Ingólfsson fram- kvæmdastjóri listaráðs Kjar- valsstaöa var á þönum um sal- inn, útskýrandi fyrir blaöa- mönnum listaverk og æviágrip listamannanna. Magnús Tómasson var hins vegar á kafi að koma upp heljarmikilli harmónikku úr tré og trefja- plasti, sem sænski listamaður- inn Anders Xberg hefur hannað. Þessir fjórir ungu listamenn eru: Viggo Andersen frá Nor- egi, Björn Nörgaard frá Dan- mörku, ólafur Lárusson frá Is- landi og umræddur Anders Áberg frá Sviþjóö. Tveir af þessum norrænu listamönnum eru staddir á Is- landi i sambandi viö sýninguna og eru þaö þeir Viggo Andersen frá Noregi og Björn Nörgaard frá Danmörku. Sá siöarnefndi á mikið verk á sýningunni, sem þekur marga fermetra af gólf-' inu. Hefur listamaöurinn hellt hraungrjóti, möl og steinum á parkettgólfiö (að visu plast und- ir), og staðsett mublur og sófa- sett i grýtið. Einnig liggur opin vatnsþró i gegnum malarlands- lagiö og flýtur þar á yfirboröinu plastfiskur og gúmmikúla meö sovéska fánanum innan i. Nör- gaard kvaðst hafa ekiö mölinni og hraungrýtinu inn i salinn i hjólbörum, en Aðalsteinn hafi útvegað grjótiö. Sagöi þessi danski listamaöur að verkið heföi fjórfalda þætti: Efnisnotk- un, raunsæismynd, formhugsun og frásögn. Norömaðurinn Viggo Ander- sen, sem hér er einnig staddur, sagöi að salurinn á Kjarvals- stööum heföi farið mjög illa i sig. Tók hann þá þaö til ráös að byggja sal i salnum til aö losna Texti: IM Myndir: Leifur við hina andstyggilegu veggi Kjarvalsstaöa. Kassinn, sem Viggo hefur byggt, er um 40 fer- metrar að stærö, og er geröur úr hvltmáluöum spónplötum. „Þessi kassi er gagnrýni og mótmæli sett til höfuös arki- tekt Kjarvalsstaða”, sagöi Viggo. Kassinn er byggöur ská- hallt á salinn, þannig að parkettgólfiö fellur skáhallt inn i kassann. „Gólfiö er aftur á móti alveg stórkostlegt, þaö er hægt að gera allan andskotann á svona gólfi”, sagöi Viggó. Hann hefur t.d. notfært sér gólfið á þann hátt aö strengja hvita nælonlinu úr þaki niöur i gólf og upp aftur, lina, sem undirstrik- ar hinn skáhalla kassa. Cr loft- inu hangir lóð og álbútar, perum er komiö fyrir á hinum hvitu veggjum og tveir litir blandast úr tveimur glerkútum, i öörum er gulur litur en i hinum er blár. Rafmagnskerfiö blandar þessa tvo liti saman, en eins og menn vita verða umræddir litir að grænum lit viö blöndun. Viggo segist eiginlega hafa meiri áhuga á arkitektúr en myndlist. Hann hefur meðal annars sýnt þennan áhuga sinn i verki með þvi að leggja fram tillögu um endurskipulagningu Vigelandsgarösins i Osló, en þaö er frægur garður fyrir högg- myndir norska skúlptúristans Vigelands. Viggó vildi fjarlægja allar styttur hins fræga mynd- höggvara og skipta garðinum upp i litla hyrninga, sem inni- héldu hver sitt náttúruefni, eins og gras, kjarr, möl, vatn o.s.frv. Aö sjálfsögöu vakti tillagan mikla reiöi og hneyksli mebal Norðmanna, sem eru tiltölulega vanabundnir við umhverfi sitt. Til skýringar birtum viö teikn- ingu Viggós að breytingartillög- unni. Olafur Lárusson er Islending- um að góðu kunnur. Hann er fæddur 1951 i Reykjavik og hefur numiö viö Ateliers 63, Haarlem i Hollandi eftir hann útskrifaðist frá Myndlista- og handiðaskóla Islands 1974. Hann hefur sýnt mikiö i Galleri SOM og hefur einnig haldiö sýningar i Hollandi. Aö þessu sinni sýnir Olafur safn ljósmynda. Anders Xberg er fæddur 1945 i Stokkhólmi og hefur haldiö fjölda einkasýninga i Sviþjóö og einnig tekið þátt I mörgum sam- sýningum. Hann hefur sagt um lif sitt og umhverfi: „Lifleysinu er stillt upp á móti ástinni. Hina miklu samstöbu er að finna á götunum, á kaffihúsunum, heima hjá kunningjunum, sem eru reiðubúnir aö fórna sér, þegar mikið liggur viö. Hlut- lægnin má ekki taka völdin. Hlutverk listamannsins er lifs- form, sem stefnir þér rakleiöis til annarra manneskja. Leyfiö mér allavega aö halda þaö. Andskotinn hafi þab, af hverju varö maöur ekki hljómlistar- maöur I staöinn fyrir aö lifa þessu einstæðingslifi. Tveggja ára sonur minn Tom liggur i grasinu, sumir gefa út klám- blöö, hljólreiðarmaöurinn púlar upp brekku, gangan gegn Barsebáck er hafin, menn ræða málin og enginn er hræddur viö aö opna kjaftinn, húsmæöurnar frelsast úr einbýlisfangelsun- um. Svona hugsanir sækja á mig hérna i galleriinu. Littu viö og viö skulum fá okkur tiu dropa og rabba saman á einhverju kaffi- húsi. Þú borgar, ekki satt....”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.