Þjóðviljinn - 07.11.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.11.1978, Blaðsíða 5
Þriftjudagur 7. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 KVEÐJUORÐ Sigurður Árnason frá Stóra-Hrauni Meft rökum má efalaust full- yrfta aft af öllum sjálfsögftum hlutum sé dauftinn i fremstu röft. Tilvist hans er hafin yfir ágrein- ing. Koma hans eftlilegastur hlut- ur alls sem er, og mikil hamingja aft geta tekift undir orft Hallgrims. Kom þú sæll þegar þú vilt: Eitt slikt hamingjubarn hvarf okkur sjónum nú fyrir fáum dögum, yfir landamærin miklu sem vift öll' þokumst f átt til. Þaft var Sigurft- ur Árnason frá Stóra—Hrauni. Daginn sem hann kvaddi varft stór hópur fólks fátækari en áftur, og fann um leift aft einmitt þá varft of seint aft greifta stóra þakkar- skuld sem fyrir löngu var I gjald- daga. Sigurftur Arnason fæddist inn i nóttlausa voraldar veröld júnl- dagsins áriö 1904. Hann var sonur séra Arna Þórarinssonar, þess stórmerka og landsfræga gáfu- manns, og Elisabetar Sigurftar- dóttur, fallegrar konu hans, sem lengi verftur minnst sakir sér- kennilegrar og frjórrar kimni- gáfu, og sem komst góftu heilli til skila i börnum hennar og séra Arna, öllum. Þessi húmor var rikur I þeim Skógarnesssystkin- um. Nærtækt dæmi þar um er mér Magnús Sigurftsson frá Miklaholti, ferskur I hugsun meft stálminni, ungur maftur, 95 ára. Sigurftur Árnason sleit sinum barns- og unglingsskóm aö Stóra- Hrauni, og rætur hans stóftu alla tift djúpt i hrjóstrugu landslagi Kolbeinsstaftahrepps. Þær rætur slitnuöu aldrei, og milli hans og æskustöftvanna rikti ætift falslaus vinátta, þeirrar tegundar sem aö- eins þróast þar sem báftir aftilar hafa mikift aft þakka og hvorugur bregst hinum. Samfundir hans vift þessar slóftir og fólk þess voru fleiri og tiftari en ég veit dæmi um vift svipaftar aftstæftur. Umhyggja hans fyrir byggftarlaginu og Ibú- um þess á sér tæpast hliöstæftu,og hún fór ekki I manngreinarálit. Nú hefur Sigurftur Arnason dregift tjaldhæla sina úr jörftu. Og sem ég sit hér á dimmu haust- kvöldi og læt hugann reika I fylgd hans til baka áratugi, er mér aft likindum i fyrsta skipti ljóst hversu stórt skarft var nú höggvift i þann fjölmenna hóp sem ég á margt aft þakka. Þessi þakkar- skuld er snúin úr mörgum þátt- um. Mér er efst i huga vakandi og óeigingjörn umhyggja hans fyrir okkur hjónunum ásamt einskær- um elskulegheitum vift börn okk- ar. Ég nefni frábæra og órjúfan- lega vináttu hans viö fööur minn á einstæftingslegum æfiferli hans. Ég man fjölmargar gleöistundir sem ekki gleymast og áttu rót slna i kimnigáfu hans, þeirri er ég hef þegar nefnt, og entist honum til hinstu stundar. Fyrir fáeinum dögum tæpti hann lauslega á þvi vift mig aft e.t.v. mundi hann bráftlega kveftja fyrir fullt og allt. Ég maldafti örlitift I móinn. Þá brosti hann og sagfti: nei annars, eg hætti bara viö þaft. Ég er svo hræddur um aft Landsvirkjunin verfti þá lögft niftur. Nú er hann samt farinn, og Landsvirkjunin veröur sjálfsagt ekki lögft niftur, þ.e.a.s. ekki sú landsvirkjun sem hann haffti i huga. En önnur landsvirkjun gæti veriö I hættu. Þaft er sú lands- virkjun sem Siguröur og Sigrún, hans ljúfi förunautur, stofnuöu til hvarvetna þar sem þau komu vift sögu. Landsvirkjun vináttu og hjálpsemi. Landsvirkjun glefti og elskulegheita. Vift Hulda erum þakklát fyrir aft hafa fengift hlut- deild I þeirri landsvirkjun. Brostift hefur hljómfagur strengur i viftkunnri hörpu þeirra Stóra-Hraunssystkina. Hörpu ljúfmennsku og þeirrar sérstæftu glaftværftar sem gerir hversdag- inn aft hátift. En ómur þessa strengs mun hljóma mér áfram. Kristján Benjaminsson m, mmf P| ** W,-v 5 t* w \ Ný bókabúðí Efra Breiðholtí A föstudaginn var opnuö fyrsta bókabúftin i Efra Breiftholti. Þaft er bókabuftin EMBLA, Drafnar- felli 10. Eigendur hennar eru hjónin Ingibjörg Karlsdóttir og Jón Kristjánsson, og sjást þau hér á myndinni. t versluninni eru fáanlegar allar islenskar bækur, erlend blöft og vasabækur, skólabækur og ritföng. Vængir draumsins Ljóð eftir Ingólf frá Prestbakka Almenna bókafélagift hefur sent frá sér ljóftabókina Vængir draumsins eftir Ingólf Jónsson frá Prestbakka. Þetta eru 30 ljóö sem höfundur hefur valift úr ljóft- um sinum prentuftum og óprent- uftum. Hafa tiu af ljóftunum birst áftur i bókum. Eru sum þeirra al- kunn, svo sem Bjart er yfir Beltehem o.fl. Onnur eru frá sift- ustu árum og hafa hvergi birst áður. Bókin er 50bls. aft stærö og unn- in i Prentstofu Guöjðns Ó.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.