Þjóðviljinn - 21.11.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.11.1978, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 21. nóvember 1978 /o ' A Umsjón: Ingólfur Hannesson Eitt og annaö Akurnesingar slógu Islandsmetin i maraþon- knattspyrnu innanhúss ml um helgina, eins og þeír höfðu einsett sér. Þeir léku samtals i 26klukkustundir og 45 minútur og bættu gamla met Keflvikinga um 43 minútur. Þessi leikur var gerður til fjáröflunar fyrir þá Skagamenn og reikna þeir meö þvi aö hafa haf t upp úr krafsinu á aöra miíjón. Dágóð helgarvinna þaö. Vestur-Þjóöverjar segjast liklega ekki veröa meö i Heimsbikarkeppninni i sundi, sem fram á aö fara I Tókió i september á næsta ári. Sömu sögu er einnig aö segja um Kanada og e.t.v. einnig Austur-Þjóðverja. Sveitaglimu íslands, sem fram átti aö fara aö Laugum i Suður-Þingeyjasýslu, var frestað til næstu helgar, sök- um ófæröar. Islendingar kepptu lands- leik viö Finna i badminton á föstudaginn. Finnar sigruöu meö 6 vinningum gegn ein- um Islendinganna. A laugardag og sunnudag öttu okkar menn kappi viö aöra frændur i Skandinaviu i Noröuriandamóti. Þar fóru öllu verr, þvi landinn tapaöi öUum sinum leikjum. Don Revie, fyrrum þjálfari enska landsliösins i knatt- spyrnu, kemur á næstunni fyrir svokallaöan F.A.-rétt, sakaður um að hafa vanvirt iþróttinaer hann sagði af sér sta/fi einvalds og þjálfara landsliösins á sínum tima. Revie er ákæröur fyrir ólög- lega uppsögn samnings og vanvíröuna, eins og áöur sagöi, en slikt lita Englend- ingar mjög alvarlegum aug- um. Kinverjar hafa boöið iþróttafólki frá Formósu aö taka þátt f Asiuieikunum i næsta mánuði undir nafni Kina. Ekki er enn vitað hver viöbrögö Formósumanna veröa, en liklegt verður aö telja, aö þeir hafni þessu boöi meö öllu. Staöan f úrvalsdeildinni i körfuknattleik, eftir leiki helgarinnar, er nú þessi: ÍR-UMFN Þór-Valur KR Valur ÍR UMFN 1S Þór 95:89 70:83 5 4 1 455:387 8 642 545:547 8 542 554:514 8 633 570:576 6 5 1 4 419:436 2 6 1 5 468:545 2 Um helgina var haldið á Akureyri minningarmót um Grétar Kjartansson i kraft- lyftingum. Eitt Islandsmet var sett i samanlögðu á mót- inu. Óskar Sigurpálsson lyfti 830 kg. 1 einstökum greinum voru einnig sett met. óskar lyfti 325 kg. I réttstööulyftu og Kári Ellasson 115 kg. i I bekkpressu. L Þorsteinn Bjarnason, UMFN hefur hér sloppiö framhjá Kristni Jörundssyni, Í.R. og stuttu siöar var knötturinn i körfu þeirra Í.R.- inga. Erlendur Eysteinsson, dómari fylgist spenntur meö. Toppliðin í blaki mætt- ust í Eyjum ÍS sigraöi Þrótt 3:2 eftir hörkuleik Einn leikur var háöur f 1. deildinni i blaki um helgina. Þar áttust viö liö stúdenta og Þrótt- ar og fór leikurinn fram i i- þróttahúsinu i Vestmannaeyj- um. Leikur þessi var færöur út i Eyjar til þess aö efla þann blak- áhuga, sem þar rlkir nú, mest fyrir tilstilli Björgvins Eyjólfs- sonar, iþróttakennara. Þróttarar sigruöu örugglega I fyrstu hrinunni, 15 — 10. I.S. sigraöi I þeirri næstu 15 — 11. Þróttarar komust enn yfir meö I sigri I þriöju hrinunni 15 — 7. Stúdentar sigruöu siöan i tveim- ur siöustu hrinunum 15 — 11 og 15 — 12. Bestu menn liöanna voru þeir Indriöi Arnórsson og Halldór Jónsson hjá I.S. og Guðmundur Pálsson hjá Þrótti. A eftir þessum leik lék Breiöablik gegn heimamönnum og sigruöu Kópavogsbúarnir 3 — 2. Þessi leikur var fyrsti leik- ur IBV i blaki, en þeir leika i annari deild. Næsti leikur i 1. deildinni veröur i kvöld á Laugarvatni milli Mimis og UMFL. Mesti baráttuleikur í úrvalsdeildinni til þessa Leikur i.R. og UMFN í iþróttahúsi Hagaskóla á laugardaginn var dæmi- gerður fyrir þá miklu og spennandi keppnú sem er í úrvalsdeildinni i körfu- knattleik. Sannaði þá sókn, sem körfuknattleikurinn er í hér á landi. Troðfullt hús áhorfenda og rafmagnað andrúmsloft vegna leikbanns Stewart hjá I.R., en hann var dæmdur í þriggja vikna leikbann eftir aðför að Stef á ni Bjarkasyni, UMFN í æfingaleik. Ste- wartlausir I.R.-ingar komu öllum á óvart og sigruðu, eftir einn magnaðasta leik, sem undirritaður hef ur séð í ár; 95 — 88. Njarðvikingar komu mjög á- kveönir til leiksins og I byrjun náöu þeir yfirburöastööu, 16 — 6 eftir sex min. og siöan 24 — 10 eftir ellefu min. A þessum tima virtist stefna i stórsigur Njarö- vikinganna. Þeir voru sterkir, bæöi I vörn og sókn og Ted Bee, Gunnar og Geir þeirra bestu menn. En l.R.-ingarnir neituðu aö gefast upp og smá söxuöu á forskot UMFN. A töflunni mátti sjá þessar tölur: 20— 33, 27 — 37 og 32 — 39.1 hálfleik var staöan 45 — 50.1 lok fyrri hálfleiksins þurfti Gunnar Þorvaröarson aö yfirgefa völlinn meö 5 villur og er ekki aö efa, aö það var slæmt fyrir UMFN. 1 seinni hálfleik hélt sami barn- ingurinn áfram, 51 — 56, 57 — 62 og 63 — 64. Nú var sem þakið ætl- aöi af húsinu sökum spennings i áhorft-idum og keppendum. l.R. komst yfir 67 — 66, en Njarövik- ingar náöu forystunni á ný. I.R. jafnar 71 — 71 og siöari hálfleik- urinn rúmlega hálfnaöur. Þegar hér var komiö sögu voru margir Njarövikingar komnir í villuvandræöi og stuttu siöar þurftu þeir Guösteinn og Þor- steinn Bjarnason aö yfirgefa völl- in meö 5 villur. Hvaö um þaö, þá þegar IR sigraöi UMFN 95:88 var siöasti hluti leiksins eign I.R., þeir sýndu frábæran leik og er mér til efs aö nokkurt Islenskt lið heföi haft roð i þá I þessum ham.Staöanbreyttistúr 71—711 79— 71 og siðan i 91 — 85. Endan- leg úrslituröu, eins og áöur sagöi, 95 — 88 fyrir l.R. Liö UMFN viröist ekki enn hafa náö þeim stööugleika, sem þarf til aö sigra I Islandsmóti. Allt of miklar sveiflur eru i leik liösins og þaö þolir illa keppni gegn baráttuglööum mótherjum, eins og var I þessum leik. Þó aö þessi leikur hafi tapast er ekki hægt að segja aö Njarövikingarnir hafi veriö lélegir. Af tveimur góöum liöum voru I.R.-ingarnir einfald- lega betri. Undirrituöum fannst sumar innáskiptingar hjá UMFN gagn- rýnisveröar, svo og þaö hvernig vörnin var spiluö, einkum i siöari hálfleik þegar I.R. var aö ná for- skoti sinu. Þá heföi e.t.v. mátt koma betur út á móti þeim bræör- um Jóni og Kristni, þvi þeir fengu nægan tima til þess aö athafna sig og hittu nær undantekningalaust úr langskotum sinum. Bestan leik hjá UMFN áttu Ted Bee, Guö- steinn og Gunnar, meöan hans naut viö. Þá er ógetiö Geirs Þor- steinssonar, sem baröist eins. og ljón allan leikinn og skoraöi grimmt. En ekki náöu félagar hans aö sýna sömu baráttuna og þvi fór sem fór. t.R.-ingarnir voru seinir i gang I þessum leik og þaö kostaöi mikiö átak aö vinna upp þann mun sem varö á liöunum I byrjun. Þaö haföist meö ómældum krafti og þrautseigju. Sigurbergur átti lik- lega sinn besta leik meö l.R. Svo var einnig meö Erlend. Kolbeinn var seinn af staö, en átti siöan góöa spretti. Aö öörum ólöstuöum voru þaö bræöurnir Jón og Krist- inn Jörundssynir, sem frábærast- an leik áttu. Langskot þeirra réðu Njarövikingar ekki viö. Aö lokum má minnast á þátt Paul Stewart. Þar sem hann gat ekki hjálpað sinum mönnum inná vellinum, stjórnaöi hann liöinu utan vallar af skynsemi og festu. þessi stjórnun hefur eflaust vegiö þungt á vogarskálunum þegar upp var staöiö. Stigin fyrir UMFN skoruöu: Ted Bee 28, Geir 16, Þorsteinn 13, Guösteinn 10, Jónas 8, Gunnar 8, Jón 4 og Stefán 1. Fyrir l.R. skoruöu: Jón 26, Kristinn 25, Kolbein 18, Erlendur 10 Sigurbergur 8, Stefán 7 og Kristján 1. Mjög góðir dómarar voru þeir Jón Otti Ólafsson og Erlendur Eysteinsson. Þennan leik var mjög erfitt aö dæma og skiluöu þeir félagar hlutverki meö prýði. IngH VALUR SIGRAÐI ÞÓR ÖRUGGLEGA eftir nokkurn baming framanaf Reykjavikurmeistarar Vals í körfuknattleik gerðu góða ferð norður á Akureyri um helgina. Þeir sigruðu Þór með þrettán stiga mun, 83 — 70/ eftir nokkurn barning framan af. I upphafi var leikurinn mjög jafn og spennandi, Þórsarar gáfu sunnanmönnum litiö eftir. Reyndar náöu þeir forustunni i byrjun, 6 — 1. Valsarar jöfnuöu og leikurinn hélst I jafnvægi þaö sem eftir liföi hálfleiksins. I I hálfleik var staðan 41 — 38 Val 1 1 vil- ________________________ I seinni hálfleik leit út fyrir sama barninginn, þvi Þórsarar höföu náö forystunni, 46 — 45. En nú fóru Valsmenn fyrst i gang og skoruðu hvert stigiö á fætur ööru. Þeir breyttu stöö- unni I 57 — 46 sér I vil og nánast formsatriöi aö ljúka leiknum. Lokatölur uröu siöan 83 — 70 fyrir Val. Þórsarar hafa oft á þessu keppnistimabili náö aö standa i mótherjum sinum fram i seinni hálfleik, en siöan ekki söguna meir. Ef þeir næöu aö halda taktinum allan leikinn er ekki annað sjáanlegt en þeir bættu riflega I stigasafn sitt. Bestir þeirra norðanmanna i þessum leik voru Mark Chrisitiansen, Eirikur Sigurðsson og Birgir Rafnsson. Valsmenn hafa oft leikiö betur en i þessum leik og veröa aö bæta verulega viö sig þegar þeir mæta stefkari mótherjum. Skástan leik i liöi Vals áttu Tim Dwyer og i siöari hálfleik Þórir Magnússon, Stig Þórs skoruðu: Mark 22, Erikur 18, Birgir 9, Karl 8, Jón 6, Þröstur 6 og Agúst 1. Fyrir Val skoruöu: Tim Dwy- er 30, Þórir 18, Kristjan 13, Rik- haröur 10, Hafsteinn 4, Lárus 2, Sigurður 2, óskar 2 og Helgi 2.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.