Þjóðviljinn - 24.01.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.01.1979, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Miðvikudagur 24. janúar —19. tbl. —44. árg. FIMM STÓR VERKSTÆÐI f HÚSGAGNA- IÐNAÐINUM MEÐ UM 200 MANNS 1 VINNU: Kjarvalsstaðir: Borgarrád stadfesti ráðningu Þóru Borgarstjórn hefur siðasta orðið Meirihluti borgarráhs sam- þykkti i gær með 4 atkvæðum að ráða Þóru Kristjánsdóttur i stöðu Listráðunauts Kjarvalsstaða. Sigurjón Pétursson greiddi at- kvæði gegn tillögu meirihluta stjórnar Kjarvalsstaða og visaði til greinargeröar Guðrúnar Helgadóttur i stjórninni. Þetta þýðir að málið fer til endanlegrar afgreiðslu i borgarstjórn, sem kemur saman á fimmtudag eftir viku. Aöalfundur Félags isl. mynd- listarmanna var haldinn i gær- kvöld . Þar var fjallaö um ráön- ingu listráöunauts og afstöðu meirihluta stjórnar Kjarvals- staða til tillagna listamanna. Fundinum var ekki lokið þegar blaðið fór i prentun i gærkvöld . -AI Hyggast flytja tíl Bretiands Já, það er rétt. Fimm stór hós- gagnasmiðaverkstæði með um 200 manns I vinnu eru nú I alvar- legum hugleiðingum um að flytja starfsemi sina til Bretlands á þessu ári og þ.á m. erum við, sagði Ingvar Þorsteinsson for- stjóri Ingvars og Gylfa i samtali viö Þjóðviljann I gær. Viö getum fengið þar fritt hús- næði i 2 ár, eins stórt og við vilj- um, og að þeim tima liönum ráö- um við hvort við kaupum það eöa leigjum. Auk þess eru vextir þar helmingi lægri en hér og mun betra að fá lánafyrirgreiöslu. Það er með ólikindum hversu miklu beturer búiö að iönaöarfyrirtækj- um þar. Islensk prjónastofa sem flutti starfsemi sina til Bretlands skilaði t.d. lOmilj. króna i beinum hagnaöi á siðasta ári, sagði Ingv- ar. Það er búið að okkur hér i sam- keppni á svipaöan hátt og Friörik Ólafsson yrði sendur til útlanda án drottningar og hróks og samt ætlast til að hann sigraði. Ég segi eins og er aö okkur er ekki verr viö neitt en að leggja niöur islenskan húsgagnaiönað en við sjáum bara fram á það að veröa að gefast upp og henda vélabúnaði upp á 50 milj. króna á öskuhaugana. Ég reikna með að Islendingar séu orönir leiðir á að heyra i okkur væliö, rétt eins og við séum einhverjir vesalingar. Við nennum ekki að standa I þvi lengur. I Sviþjóð borgar rikið sem svarar 1800 klukkustunda launum með hverjum starfsmanna i styrki til þessa iðnaðar, þar eru engir tollar af hráefnum, raf- magn 10 sinnum Iægra og svo mætti áfram upp telja. Um dag- inn fór ég og leysti út sandpappir og vélar upp á hálfa miljón kr. hjá Sambandinu. Af þessum vörum þurfti ég að borga 30% toll, 20% vörugjald og 20% söluskatt. Siðan má ég selja vöruna með 10% álagningu en þá er aftur greiddur söluskattur af henni. Sömuleiðis er söluskattur af rafmagni og þannig er allt meira og minna tvi- skattaö. Þetta kerfi hjá okkur er orðið svo margbrotið, flókið og þungt aö þaö ráða engin stjórnvöld við þaö, sagði Ingvar. Núverandi iðn- aöarráöherra er sá jákvæöasti sem viö höfum haft og sama er að segja um viðskiptaráðherrann. Þegar maður gengur á fund þeirra spyrja þeir þó spurninga sem maður verður verulega að vanda sig við að svara og er það meira en hægt er að segja um fyr- irrennara þeirra, en þaö er bara ekki i þeirra valdi aö breyta þessu að ráði. Ingvar sagði að afköst væru geysilega góð I islenskum hús- gagnaiönaði. Sitt fyrirtæki hefði t.d. látið timamæla afköst og væri óvirkur vinnutimi aðeins 7-8% hjá starfsmönnum meöan hann væri allt upp i 60% hjá sumum opin- berum fyrirtækjum. Þaö væri þvi tæpiega hægt að sakast um iitla hagræðingu. Þá sagði Ingvar aö þeir hjá sinu fyrirtæki færu utan I vor til aö kanna málin betur en flutningur fyrirtækisins gæti staðið og fallið meö þvi hvort leyfi fengist til að flytja vélarnar út. Hann sagðist reikna með — ef til flutnings kæmi — að fyrirtækiö héldi áfram aö framleiöa fyrst og fremst fyrir islenskan markað og yrði þá lik- framhald á bls. 18 I gær var unniö af fullum krafti I verkstæði Ingvars og Gylfa á Grensásvegi 3, en það veröur brátt flutt til Bretlands. Ljónsmynd: —eik. I Wf £ rii»' ■« vp-jm i mm < '0' - .^0. WAsJks Ragnar Amalds um störf ráðherranefndarinnar Mótun meginatriða í framtíðarstefnunni Efnahagstillögur Alþýðubandalagsins ásamt greinar- gerð og dæmi um árangur birtar 1 heild í blaðinu „Það dugir ekki aö einblfna á 1. febrúar og 1. mars, þegar menn hafa orðið sammála um að takast á við efnahagsvandann til lengri tima ” , sagði Ragnar Arnalds ráðherra i samtali við blaðið i r ■ i ■ i i ■ i ■ i i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i. Dagvistun þroskaheftra barna 22,5 miljónir til að ráða sér- i þjálfað starfsfólk 4 þroskaþjáifar eða sér- menntaðar fóstrur verða á þessu ári ráönar til Reykja- vikurborgar til þess að annast þroskaheft börn á dagheimilum borgarinnar. Þá verður einnig ráðinn sálfræöingur eða upp- eldisfræðingur til dagvistunar- stofnana borgarinnar og verður samtals veitt 22,5 miljónum króna i þessu skyni á fjár- hagsáætlun borgarinnar. „Sérþjálfað starfsfólk og þetta fjármagn er forsenda fyrir þvi að þroskaheftum börn- um verði veittur sami aðgangur að dagvistunarstofnunum borg- arinnar og öörum börnum,” sagöi Guörún Helgadóttir, for- maöur dagvistarnefndar borg- arinnar i samtali við Þjóövilj- ann I gær. „Þarfir þeirra fyrir vistun eru mjög miklar og við stefnum að þvi aö nokkur börn fari inn á hvert dagheimili. Forstöðukonur ýmissa dag- heimila hafa um árabil tekiö þroskaheft börn inn á heimilin til sin og það hefur verið börn- unum og foreldrum þeirra mjög mikil hjálp. Ef þroskaheft börn eiga aö fá vistun i meira mæli en verið hefur, verður aukið og sérþjalfað starfsfólk hins vegar að koma til.” Þá er einnig I bigerö að koma upp 6 dvalarplássum fyrir þroskaheft börn á upptökuheim- ilinu aö Dalbraut 12 en 1. mai n.k. veröur rekstur Dalbrautar- innar og Upptökuheimilisins að Dyngjuvegi 18 sameinaður. -AI S]á nánar á síðu 3 I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ J Sjá síðu 9, 10, 11 Qg 12 gær. „Visitöluútreikningurinn 1. febrúar og verðbæturnar á kaupiö 1. mars skipta engum sköpum um framtiðarþróun efnahagslifs eða verðbólgustig. Þar er um að ræða hvort nudda á lifskjörum launa- fólks niður um 1 til 2 prósentustig, eða halda samninga og virða samráð við verkalýöshreyfing- una. Hitt er miklu mikilvægara að góð samvinna takist við launa- fólk um langtimaaðgerðir i efna- hagsmálum sem gefa svigrúm til bættra lifskjara”, sagði Ragnar ennfremur. Aöspurður um möguleika á samkomulagi I ráðherranefnd rikisstjórnarinnar um efnahags- mál sagöi Ragnar að sér sýndist að nokkuö góðar horfur væru á að samstaöa næöist um fjárfest- ingarmál, meöferð rikisfjármála, stóraukna áætlanagerð og mark- vissari vinnubrögð á þessum sviðum. „Daglegir tveggja stunda fundir hafa veriö i ráö- herranefndinni siðustu daga, auk mikilla umsvifa annarra sem nefndarstörfunum fylgja. framhald á bls. 18

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.