Þjóðviljinn - 11.03.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.03.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 11. mars 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Holocaust er bandarisk sjón- varpskvikmynd, sem tekur7 tima i sýningu og er skipt upp i ein- staka þætti. Myndin fjallar um Weiss-fjölskylduna, sem er af gyöingaættum og örlög hennar i striöinu. Kvikmyndin hefct á þvi aö elsti sonurinn sem er listamað- ur, giftist ungri þýskri stúlku. Þetta er árið 1935: nasistar búnir að taka völdin og ofbeldisverkin gegn gyðingum hafin. Systur listamannsins er nauögað af nas- istum, hún biður tjón á sálu sinni og er send á geðveikrahæli, þar sem hún er tekin af lifi. Hörm- ungarnar halda áfram. Elsti son- urinn i fjölskyldunni er tekinn fastur, þýsku hermennirnir mis- þyrma honum og siðar er hann drepinn i útrýmingarbúðum nas- ista. Foreldrarnir eru fyrst i staö sendir i gyðingahverfið i Varsjá, en siðan I útrýmingarbúöir, þar sem þau eru tekin af lifi. Yngsti sonurinn gengur i neðanjarðar- hreyfingu gyðinga og kynnist þar ungri, fallegri gyðingastúlku, sem hann gengur að eiga. Hún lætur lifiö i bardaga viö nasista skömmu eftir brúökaupið. Þján- ingarsaga Weiss-fjölskyldunnar endar i lok striðsins, en þá er yngsti sonurinn einn fjölskyld- unnar á lífi. Myndin er hlaðin of- beldissenum, flestum leiknum, en einnig eru gamlar heimilda- myndir klipptar inn I. Úr sjónvarpskvikmyndinni: Naktir gyöingar bföa eftir aö vélbyssur nasista brytji þá niöur Ómerkileg sápuópera eöa þörf áminning? Eru bandarisku sjónvarpsþættirnir Holocaust (Brennifórn/ Ragnarökjvel gerðirog fróðlegir þættir um hryllilegustu glæpi mannkyns — útrýmingu nasista á gyðingum í heimsstyrjöldinni síðari, — eða eru þeir ómerkileg bandarisk sápuópera? Undanfarnar vikur hafa miklar deilur átt sér stað í Evrópu um gæði ofangreindra sjónvarpsþátta, og menn hafa t.d. ekki veriö á einu máli um hvort sýna ætti Holo- caust í sjónvarpsstöðvum Norðurlanda eða ekki. Myndir úr veruleikanum: Nasistar Ifma andgyöinglegan áróöur á búö- arglugga gyöingakaupmanns. Sápuópera? Holocaust fjallar um grimmd- arverk nasista gegn Gyðingum, en heldur sig viö öriög einnar ákveðinnar fjölskyldu. A líkan hátt og sjónvarpsþættirnir Hætur höföar Hoiocaust beint til áhorf- andans með skirskotun til tilfinn- inga, umhyggju og væntumþykju til einstakra sögupersóna. Holo- caust er gerð fyrir bandariskan markað, og hún er klippt meö til- liti til auglýsinga, sem skotið er inn i þættina. Þótt auglýsingarnar detti niður á evrópskum sjón- varpsmaraði, ber samtenging myndarinnar engu að siður keim af þessari samsetningu. En deil- urnir um hvort sýna bæri Holo- caust á Noröurlöndum eða ekki stóöu ekki aðallega um þetta at- riöi, heldur um túlkun kvikmynd- arinnar á hörmungum gyðinga. Eða, eins og Rigmor Hansson Rodin, deildarstjóri norska sjón- varpsins, orðaði það: „Ég tel aö kvikmyndin einfaldi útrýmingu 6 milljóna gyöinga. 1 fyrsta lagi veltir hún sér upp úr hörmungun- um og klippt eru inn einstök of- beldisatriöi til að ná meiri tökum á áhorfendum, eins og tiökast i ameriskum sápuóperum. t öðru lagi er rangt farið meðsögulegar staöreyndir. Þaö er blandað sam- an raunverulegum persónum og sögupersónum, þannig aö sá, sem ekki þekkir til sögu seinni heims- styrjaldarinnar og útrýmingar- herferöar nasista, hefur engin tök á aö fá heillega yfirsýn yfir það sem gerðist i raun og veru. Þætt- irnir gefa heldur ekki almennt yfirlit: óhugnaöinum og angist- inni i útrýmingárbúöunum er lýst i smáatriðum, en hvergi fjallað um forsendur hörmunganna: hugmyndafræði nasismans”. Neitað i upphafi Bæði Danir og Norðmenn voru á einu máli um aö sýna ekki þætt- ina. Stjórnir útvarp/sjónvarps þessara tveggja landa voru I meginatriðum sammála ofan- greindum rökum, sem mæltu gegn sýningu kvikmyndarinnar. Siðar urðu þó sjónvarpsstöðvar beggja landa að láta i minni pok- ann fyrir kröfu almennings. Tvennt kom til. 1 fyrsta lagi var búið að f jalla svo mikið um Holo- caust i ræðu og riti, aö geysileg forvitni og eftirvænting hafði skapast eftir þessari forboðnu vöru. I öðru lagi sýndi V-Þýska- land myndina, og vakti hún ótrú- lega athygli sjónvarpsáhorfenda. Fyrstu kannanir leiddu i ljós, að um 15 miljónir manna höföu horft á þættina. Flestir Danir geta horft á þýsktsjónvarp og voru þvi búnir aö sjá þættina, þegar deil- urnar hófust um sýningar í danska sjónvarpinu. Sömu sögu er að s egja af No römönn um. Þeg - ar umræöurnar voru komnar á það stig, aðforvitni allra var vak- in, tóku kröfurnar um sýningu myndarinnar að streyma inn til norska sjónvarpsins. En útslagið kom, þegar sænska sjónvarpiö ákvaö aö sýna Hotocaust. Meiri- hluti norskra sjónvarpsneytenda getur nefnilega tekið inn sænskt sjónvarp á skerminn. Norska sjónvarpið setti þó tvo varnagna, þegar sýningar á Hotocaust voru ákveðnar: — klipptar yrðu út verstu ofbeldis- og pyntingaatrið- in, og umræður l beinni útsend- ingu færu fram i sjónvarpssal eft- ir sýningu þáttanna. Ekki voru þó allir á eitt sáttir um hvort vinsældir Holocaust stöfuöu af efni þáttanna eöa um- ræðum I kringum þá. Norski fjöl- miðlafræöingurinn Hans Fredrik Dahl setur fram ákveöna kenn- ingu um þrýstihópana á bak viö Holocaust. I grein, sem birtist i Dagbladet, segir hann: „Þaö liggja ákveðnar ástæöur aö baki þvi, að útvarpsráö Noröurlanda ákveöa aö sýna Holocaust þvert ofan i fyrri yfirlýsingar. Hoto- caust er nefnilega „fjölmiölafyr- irbæri”. Þaðerfyrirtækiö World- vision, sem búiö hefur til þetta fjaðrafok i kringum kvikmynd- ina. Worldvision dreifir myndum bandarisku sjónvarpsstöövarinn- ar NBC á Evrópumarkað, þar á meðal Hotocaust, Þessu fyrirtæki hefur með alþjóðlegri söluherferð tekist að selja Hotocaust til flestra Evrópuþjóða. (Holocaust eru dýrustu sjónvarpsþættir, sem NBC hefur selt á Evrópumark- að). Ein heista stoð þessarar söluherferðar er samvinnan við trúarsamfélög gyðinga i Evrópu, og stuðningshópa tsraels. Það er hægt að sanna þessa samvinnu meöheimildum og rekja hvernig dreifingafyrirtækið hefur beitt lykilpersónum i evrópskum gyð- ingasamtökum I þvi skyni að þrýsta á sjónvarpsstöövarnar að sýna Holocaust. Worldvision hef- ur hins vegar eitt takmark i' sjón- máli: Að selja sem flestum lönd- um þættina fyrir sem hæst verð. Hvernig stendur þá á þvi að ýms- ir skynsamir og þekktir menn, sem styðja ýmis samtök gyðinga mæla með þessum ómerkilegu þáttum, þótt þeir viti mætavel að hér er um dæmigerða ameriska söluherferð aö ræða? Svarið hlýt- ur bara að vera á einn veg: öll auglýsing fyrir málstað gyðinga er góð auglýsing.” Gagnrýni gyðinga Eflaust álita margir að slik um- mæli feli I sér andgyðingleg við- horf. Vera má aö svo sé, en hins vegar er ekki hægt að neita þeirri staðreynd alfarið að kvikmynda- iönaður Bandarikjanna og stór hluti sjónvarpsstöðvanna eru i eigu gyöinga, og vera má, að ein- hver pólitisk sjónarmið liggi þar á bakviö eins og við gerð kvik- myndanna „Exodus” og „Arásin á Entebbe-flugvöll” á sinum tima. Hins vegar hafa margir frægir gyöingar i Evrópu gagnrýnt Holocaust harðlega fyrir yfir- borðslega umfjöllun á útrýmingu gyðinga og þá tilhneigingu mynd- arinnar að umbreyta hörmungum i skemmtiefni fyrir sjónvarps- áhorfendur. Einn þeirraer rithöf- Framhald á bls. 22. Landsins mesta úrval af HEYRNARTÓLUM: Audio-tédhnica Alba Koss Pickering AKG Sennheiser Stanton Toshiba 30 gerðir alls Gerið samanburð og veljið heyrnartólið að yðar smekk. Allar tengisnúrur Seljum allar gerðir af hljóðtengisnúrum Aðstoðum við val á hljómf lutningstækjum. HLJÓMTÆKJAÞJÓNUSTAN LAUFASVEGI 1. Opið 10-1 og 2-6 Simi 29935 )

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.