Þjóðviljinn - 26.04.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.04.1979, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 26. april 1979 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 7 Launajöfnun er vissulega ein af leidum til kjarajöfnunar, en hún hefur þó mjög takmarkað gildi i okkar þjóðfélagi, ekki sist vegna þess að grunn- launajöfnun leiðir ekki sjálfkrafa til launajöfnunar Hólmgeir Björnsson Barnabætur, kjarajöfnun og fleira í velferdarríki Títt er I umræöum, að lslands sé getið sem velferðarrlkis. Gisli Gunnarsson lýsti I dag- skrárgrein i Þjóðviljanum 9. mars s.l. ýmsum einkennum velferðarrikis og hvað greinir Island frá þeim. Af umræðu hans varð ljóst, að á tslandi er naumast til nokkurt þjóðfélags- afl, stjórnmálaflokkur eða hagsmunasamtök, sem mark- visst stefhir að velferðarriki. Með niðurskuröi i ýmsum opin- berum rekstri er þróuninni jafn- vel snúið við. Síðan Gisli ritaði grein sina hefur t.d. rikisstjórn- in tekiö ákvöerðun um niður- skurð Utvarps- og sjónvarpsr reksturs með synjun á eölilegri hækkun afnotagjalda. Einna átakanlegasta dæmið um fárántegar sparnaðaráætl- anir er hugmyndin um fjölgun nemenda I bekkjardeildum grunnskóla. Ein aðalmeinsemd islenskra skóla hefur einmitt verið alltof stórar bekkjardeild- ir. Aöhald hefur verið mikið i opinberum rekstri um langt skeið, en þvimiður hefur það oft miðað að þvi að halda aftur af eðlilegri þróun fremur en aö stuðla aðraunverulegum sparn- aði i' rekstri. Stefnubreytingar er vissulega þörf. Þeir, sem mest berjast fyrir samdrætti i opinberum rdsstri,ættu að bera saman annars vegar aðbúnað- inn að bókasafni Kennarahá- skóla Islands, svo vikið sé aö nýlegu dæmi, og hins vegar að- búnaðinn aö bönkum og bensin- sölum. Vísitala og verðbólga Undarlegt misræmi einkennir oft umræður og deilur um kaup- gjaldsvisitölu. Þegar barist er fyrir visitölubindingu launa, er röksemdin sú, aö ekki sé um raunverulega kauphækkun að ræða, heldur tryggingu kaup- máttar launa. Þegar sömu menn hefja siöan baráttu fyrir þaki á visitölugreiðslur, er allt i einu farið að tala um visitölu- bæturnar sem kauphækkun. Rökin fyrir visitöluþaki voru ó- venju skýrt sett fram I Nýjum þjóðmálum 8. mars s.l. „Rökin fyrir visitöluþaki eru þau, að visitölubætur séu hugsaðar til að bæta launþegum upp hækkanir á helstu lifsnauð- synjum, tryggja þeim sem lágar tekjur hafa að þeir fái veitt sér það sem þarf til sóma- samlegs lifsframfæris. Sam- kvæmt þessu sjónarmiði er það beinlinis ranglátt, að þeir sem hærra eru i launastiganum fái meiri eða margfaldar bætur á laun sin fyrir það að mjólkur- litrinn eða kjötkilóiö hækkar i veiði.” Nú hafa allir Islendingar, sem komnir eru til vits og ára, kynnst veröbólgunni og vita, aö verðlagsþróunin er i megin- atriðum samstiga I öllum helstu kostnaðarliðum. Vi'sitala er þvi góður mælikvarði á alla verð- lagsþróun, ef margir kostnaðar- liðir eru hafðir i grunni hennar og hún er látin ófölsuð. Hún mælir þvl 1 raun éinriig hækkun kostaaöarliða, sem eru utan hennar. A löngum tima verða að visu varanlegar breytingar á verðhlutföllum og neysluvenj- um, en tekiö er tillit til þeirra við endurskoðun á vísitölu- grundvelli. Hlutverk visitölu- bóta er þvi alls ekki að „bæta launþegum upp hækkanir á helstu lifsnauðsynjum”, heldur aö vernda kaupmáttinn I heild. Auk þess eru laun greidd fyrir vinnu, sbr. slagoröið um 'sömu laun fyrir sömu vinnu, en ekki sem framfærslueyrir. Þau taka alls ekki miö af hinum mismun- andi þörfum launþeganna. Snöggar verð- breytingar og niður- greiðslur Til eru veigamiklar undan- tekningar frá þeirri megin- reglu, að verölagsbreytingar fylgist að, en oftast er þó um timabundin frávik að ræða, sem jafnast á fáum árum. Viö þess- um frávikum getur þurft aö bregðast sérstaklega, þvi að þau koma misjafnt niður. Hækkun oiiunnar nú er ágætt dæmi um sérstaka veröhækkun, sem kemur ójafnt niður. Þaö virðist almennt viðurkennt, að ekki sé unnt að bregðast viö þeim búsifjum, sem hækkun kyndingarkostnaðar veldur t.d. ísfirðingum með þvi aö greiða visitölubætur á laun I Reykja- vik. Annað hliðstætt dæmi er breytingar á niöurgreiðslum vöruverðs. Einu gÖdir fyrir neytandann, hvort um er að ræða undanþágur frá álagningu gjalda svo sem söluskatts eða beinar niðurgreiöslur á vöru- verði. Algengasta viöhorfið til niðurgreiðslna er, að þær séu aðferð til að komast hjá krónu- töluhækkun kaups með þvi að falsa visitöluna. Einnig örva þær sölu innanlands á matvæl- um, sem annars yrði aö flytja út fyrir lágt verð. Mikilvægustu á- hrif niðurgreiðslna eru þó ekki þau, sem hér voru talin, heldur þau, að þær létta undir með þeim þegnum þjóðfélagsins, sem minnst fjárráö hafa um- fram það, sem fer til brýnustu þarfa. Þær jafna lifskjör. Lækkun á niðurgreiðsíum, t.d. sú hlutfallslega hækkun, sem verður þegar þær haldast ó- breyttar að krónutölu á verð- bólgutimum, eru veigamikið dæmi um frávik frá þeirri meginreglu, að verðlagshækk- anir fylgist aö. Enginn skilning- ur virðist vera á, að þörf sé á að bæta þeim þegnum þessa kjara- skerðingu sérstaklega, sem hún bitnar helst á. Viðgetum hugsað okkur tvo menn, Guðmund A. ogGuðmundB., sem báðir hafa 300.000 kr. I mánaðarlaun. Guðmundur B. er einhleypur. Nú eru niðurgreiöslur á mat- vælum skertar svo, að mánaðarútgjöld Guðmundar A. aukastum 10.000kr.,nemahon- um takist að finna ódýrari neysluvöru. Eðlilegt er aö gera krö<u um, aö tekjur hans hækki um 10.000 kr., svo aö f jölskyldan lendi ekki i erfiðleikum, þvl að augljóslega er um lágtekju- mann að ræða. En er eðlilegt að gera þetta með visitölubótum, svo aö tekjur Guðmundar B. hækki einnig um 10.000 kr.? Er visitöluþak e.t.v. lausnin? Sé sú lausn valin, getur sem best komið 1 ljós, að Guömundur A. sé „hálaunaður” og fái lægri visitölubætur en „láglaunamað- urinn” Guðmundur B. Ahrif láglaunabóta, sem nú er beitt, eru hliðstæö. Þetta er óneitan- lega undarleg niðurstaða, sem fæst vegna þess, að menn gera ekki greinarmun á kaupmætti launa annars vegar og fram- færslukostnaði hins vegar. Það er jafnfráleitt, að ein- hleypir menn fái visitölubætur vegna aukins framfærslukosta- aðar fjölskyldna og að Reyk- vikingar fái hækkað kaup, þeg- ar dýrara verður að hita hús á ísafiröi. Barnabætur Lausnin á þversögninni, sem iýst var hér áundan, er augljós. Greiða ber auknar barnabætur, þegar niðurgreiðslur eru skert- ar, eins og ráðgert er á þessu ári. Slik tilfærsla á stuðningi við barnaf jölskyldur, frá niður- greiðslum til barnabóta, losar einnig um dýrmætar skattatekj- ur til annarra nota. Furöu gegnir, að þessi lausn skuli ekki vera til umræðu. Það er augijós visbending um, aö velf erö barna og f jölskyldna sé verkalýðsfor- ystu og stjórnmálamönnum ekkert áhugamál. Það vantar velferðarviðmiöunina I umræð- urnar, og barnafjölskyldur eru ekki þrýstihópur. Barnabætur þær, sem dregn- ar eru frá skatti, eru mjög ó- verulegar. Á þessu ári eru þær liklega 12 — 13.000 kr. á mánuði og lægra með fyrsta barni, sem veldur þó mestri röskun á hag fjölskyldna. Nú um skeið hafa lifeyrisþegar, sem fá ófullnægj- andi greiöslur úr lifeyrissjóð- um, notið tekjutryggingar. Þessi mikilvægi áfángi er eign- aöur siðustu vinstri stjórn. Væntanlega verður brátt komiö á lifeyrissjóði fyrir alla lands- menn, svo að þessi tekju- trygging verði óþörf. Mig uggir hins vegar, að allmargar barna- fjölskyldur búi við mun þrengri kost en þeir lifeyrisþegar, sem þó veröa að láta tekjutrygging- una nægja. Þaö væri verðugt verkefni fyrir þá vinstri stjórn, sem nú situr, að tryggja, að engin barnafjölskylda þurfi að búa til lengdar við mun þrengri efnahag en lakast gerist um lifeyrisþega. Eðlilegast og einfaldast er að stórhækka barnabætur vegna alira barna, þótt einnig megi hugsa sér aðrar leiðir sem svo húsmæðralaun. Þaö getur virst óþarft aö veita efnaf jölskyldum stuöning vegna barna. Hætt er við, að öll viðmiðun við efnahag leiddi til meira misréttis en svo, að það réttlætti sparnaöinn. Helst kæmi til greina að breyta barnabótum i skattskyldar tekj- ur eða að taka upp mismunandi skattstiga eftir fjölskyldustærð, þannig að skattbyrði barnafjöl- skyldna léttist við miðlungs- tekjur, en þyngdist á ný við há- tekjur, svo aö ivilnun vegna barna þurrkaöist alveg út. Bamabætur I formi niður- greiðslna, einsognútiökast, eru ekki takmarkaðar af efnahag. Það þarf jafnvel vissar lág- markstekjur til að geta notið þeirra. I tryggingakerfinu er viöa aö finna viðurkenningu á fram- færslukostnaöi barna. Fyrir nokkrum árum var stéttarfélagi minu boöið upp á hóplif- tryggingu. Af þvi tilefhi kynnti ég mér, hvaða réttinda við nyt- um nú þegar I lifeyrissjóði og al- mannatryggingum. Sú könnun leiddi til þeirrar óvæntu niður- stöðu, að það besta sem ég gæti gert til að tryggja fjárhag fjöl- skyldunnar vær i að hrökkva upp af hið bráðasta. Það mátti þó ekki dragast lengi, þvi að eista barnið af þremur nálgaðist aldursviömiðun trygginganna. Misræmiö i uppbyggingu vel- ferðarinnar álandi voruer slikt, að það þarf áfall, helst dauðs- fall, tál aö munað sé eftir þörfum barna. Ég kynnti mér einnig örorkulifyeir. Barnalifyerir reyndist hinn sami, en að öðru leyti er örorkulffeyririnn mun ó- hagstæðari, þannig aö það yrði verulegt fjárhagslegt áfall fyrir fjölskylduna, ef ég yrði öryrki og gæti ekki aflat tekna. Velferð hinnar uppvaxandi æsku er mikilvægasta viðfangs- efni þjóöfélagsins á hverjum tima og hana ber aö hafa að leiðarljósi við lausn á hverjum félagslegum og efnahagslegum vanda. Kjarajöfnun Hér á undan hefur veriö vikið að leiðum til kjarajöfnunar, sem er höfuðmarkmið vel- feröarþjóöfélaga. Launajöfnun er vissulega ein þessara leiða, en hún hefur þó mjög takmark- að gildi I okkar þjóöfélagi, ekki sist vegna þess, að grunnlauna- jöfnun leiðir ekki sjálfkrafa til launajöfnunar. óþolandi er, að nokkrir vindbelgir i verkalýðs- forustunni skuli með árangri hafa getaö notað þá baráttuað- ferð aö berjast fyrir lækkuðum launum launþega I öörum hags- munasamtökum til aö slá sig til riddara i augum eigin félags- manna. Einkum hefur þetta bitnað á háskólamönnum i rikisþjónustu, en „hálauna- mönnum” innan ASI hefur verið vandlega hlfft. Nú er það svo að 4 — 9 ára háskólanám veitir tæplega laun til jafns við iðn- skólanám, sem er jafnlangt menntaskólanámi. Skýrt skal tekið fram, aðhér er átt við kjör launþega en ekki atvinnurek- enda. Af launum sinum þurfa svo hinir háskólamenntuðu að standa straum af afborgunum af námslánum, sem nú orðið eru verðtryggö. Af þessari ástæðu ogýmsum fleiri virðist sist þörf á að ráðast að kjörum þessara launþega. Vlsitöluþakið, sem nýlega var afnumið, hafði þann eina sýnilega tilgang að þjóna duttlungum nokkurra misvit- urra og Ihaldssamra verkalýðs- leiötoga. Þessi grein er rituð sem dag- skrárg'-ein I Þjóðviljann i þeirri trú, aö þar sé þrátt fyrir allt ^helsti vettvangur þeirra, sem telja velferðarrikið og kjara- jöfnun æskilegt stefnumið. Prestbakkakirkja á Síöu 120 ára Prestbakkakrikja á Siðu á 120 ára afmæli um þessar mundir. Af þvi tilefni hringdum viö i sr. Sig- urjón Einarsson á Kirkjubæjar- klaustri og spurðum hann nokkuö um sögu kirkjunnar og eitt og annað viðkomandi afmæli þessa aldna guðshúss. Prestbakkakirkja var vigð 21. april 1859, af sr. Páli Pálssyni, prófasti i Hörgsdal. Þetta er fyrsta kirkjan, sem stendur á Prestbakka en áður hafði, allt frá fyrstu tið, veriö kirkja á Kirkju- bæjarklaustri. Urðu veruleg átök um það hvort færa skyldi kirkj- una, eins og sjá má af könnunum, sem gerðar voru um þaö meðal bænda á sinni tið. En megin á- stæðan fyrir þvl að kirkjan var færð var sú að sandur herjaði svo á Klaustur, að ekki var annað fyrirsjáanlegt en að þar færi allt I eyði, enda hafði bærinn, nokkrum áratugum áður, verið fluttur vestar, þar sem hann stendur enn. Kirkjan var mjög stórt hús á sinni tið og er enn. Rúmar 240 manns I sæti. Hún er byggð um það leyti, sem torfkirkjurnar voru aö vikja fyrir timburkirkj- um. Timbriö i kirkjuna kom alít tilsagað frá Kaupmannahöfn utan máttarviðir, er voru úr reka- trjám, sem sagaöir voru á staðn- um. Byggingameistarinn var upprunalega danskur, Nilsen að nafni, en hann kom aðeins sem snöggvast en fór svo aftur og stóö alls ekki fyrir verkinu, heldur var kirkjan byggð af öðrum manni. Unnu margir Skaftfellingar að byggingunni en einkum kvað þar að Siguröi Sigurðssyni, sem þá var bóndi á Breiðabólstaö. Afmælisisins var svo minnst með hátiðargúðsþjónustu I kirkj- unni sl. sunnudag, 22. april. Þar prédikaði biskupinn sr. Sigur- björn Einarsson en viðstaddir voru prestar prófastsdæmisins þeir sr. Ingimar Ingimarsson i Vik, sr. Valgeir Helgason prófast- ur, sr. Fjalar Sigurjónsson á Kálfafellsstaö og sr. Sigurjón Einarsson. Fyrir prédikun þjón- aði Þorvaldur Karl Helgason æskulýðsfulltrúi fyrir altari en hann er yngsti þjónandi prestur, sem kominn er út af sr. Páli I Hörgsdal, en eftir prédikun þjón- aði fyrir altarinu sr. Sigurður Pálsson, vigslubiskup á Selfossi en hann er elsti þjónandi prestur, sem kominn er út af sr. Páli. Kirkjan var yfir full og veður allgott, mun betra en vigsludag- inn fyrir 120 árum, en um það eru ágætar heimildir þvi Sigurður nokkur Inigmundarson, sem bjó I Þykkvabæ i Landborti, hélt veörabók um 40 ára skeiö og skráði veður á hverjum degi. Og , Framhald á blaösiðu 18 Prestbakkakirkja. Mynd:eik

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.