Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. september 1979
um helgina
Tvær sýningar á
Kjarvalsstöðum
1 dag hefst annasöm og viö-
burðarik vika að Kjarvalsstöð-
um. Þá veroa opnaöar þar tvær
sýningar: Norræn list I Feneyjum
'78 og Leikmyndin. 1 kvöid verður
svo sýning á Flugleik, og eru ráo-
gerðar 5 sýningar á þvi verki
næstu kvöld.
Norræn lis t' i Feneyjum* '78 er
sýning á framlagi Norðurland-
anna til Biennalsins i Feneyjum i
fyrra. La Biennale di Venezia er
stór, alþjóðleg myndlistarsýning,
haldin annaö hvert ár. Islending-
ar hafa nokkrum sinnum áður
tekið þátt i henni (Þorvaldur
Skiilason, Svavar Gubnason og
Siguröur Guðmundsson), en i
fyrra tóku öll Norðurlöndin sig
saman og mynduou eina deild.
Slflc samvinna Noröurlandanna
hafði þá ekki veriö reynd áöur.
Til syningarinnar völdust:
Sigurour Guðmundsson frá ts-
landi, Olavi Lanu frá Finnlandi,
Lars Englundf rá Sviþjóð, Frantz
Widerbergfrá Noregi og Danirnir
Stig Brögger, Hein Heinesen og
.Mogens Möller.
Eftir ao sýningunni lauk i Fen-
eyjum i fyrrahaust var ákveðiö
ao setja norrænu deildina upp
allsstaðar á Noröurlöndum til
þess aö gefa heimamönnum kost
á ao sjá hvernig staöið er ao
kynningu á list þeirra á alþjóöa-
vettvangi. Sýningin var fyrst sett
upp i Noregi, þá Danmörku, Svi-
þjóö og Finnlandi. lsland er síö-
asti áfangastaöurinn. Norræni
menningarsjóöurinn kostar
sýninguna hingao til lands.
Sigurður Guðmundsson og Olavi
Lanu setjaupp sýninguna á Kjar-
varbstöðum, og hefur henni verið
komið fyrir á göngum og i kaffi-
stofu.
I vestursalnum verður opnuð
syning á verkum 13 islenskra
leikmyndateiknara, og nefnist su
sýning Leikmyndin. Þar kennir
ýmissa grasa: leiktjöld, bUning-
ar, leikmunir, teikningar og
módel. Listamennirnir þrettán,
sem þar sýna eru: Baltasar,
Birgir Engilberts, Guðrún Svava
Svavarsdóttir, Gunnar Bjarna-
son, Gylfi Gislason, Lárus
Ingólfsson, Magnús Pálsson
Magnús Tómasson, Messiana
Tómasdóttir, Sigurjón Jóhanns-
son, Steinþór Sigurðsson, Val-
gerður Bergsdóttir og Þórunn
Sigriður Þorgrimsdóttir.
1 vestursalnum verða einnig
sýningar á Flugleik, einsog fram
kemur  annarsstaðar á  siðunni.
— ih
Erlingur Gislason brá á leik meðan verið var að setja upp sýninguna
Leikmyndin f vestursal Kjarvalsstaða f fyrradag.      Ljósm.__eik.
Guðmundur Björgvinsson við
eina af myndum sinum.
Leika
spænska
gítar
tónlist
Gltarleikararnir Simon H.
tvarsson og Siegfried Kobilza frá
Austurriki, eru að hefja tónleika-
ferð um landið, og spila þeir ein-
göngu spánska gftarmúsik. Ann-
arsvegar spánska klassiskamús-
ik og hinsvegar flamingomúsik.
Aheyrendum gefst þar með ein-
stakt tækifæri að kynnast
nánar þessari vinsælu þjóðar-
músik Spánverja, en hún er nánar
kynnt sérstaklega á prógramm-
inu.
Tónleikaferöin hefst 29. sept. og
stendur yfir til 12. okt. og er leit-
ast viö að fara sem vfðast. Þeir
félagar byrja aö spila I félags-
heimilinu I Vestmannaeyjum. 29.
sept. en daginn eftir verða þeir
með kynningu á hljóðfæri sinu I
tveimur skóium. Mánudaginn 1.
okt. spila þeir i Menntaskólanum
á Akureyri eftir setningu skólans.
A þriðjudeginum 2. okt. veröur
haldið til Húsavikur og spilað
verður i tveim skólum þar, og tön
leikar siðan um kvöldio. Miðviku-
daginn 3. okt. spila Simon og
Siegfried f Norræna húsinu i
Reykjavfk kl. 9. Siðan verður
haldið til Austf jaröa og á tfmabil-
inu 4. okt.—7.okt. veröa tónleikar á
Egilsstöðum,     Neskaupstað,
Seyðisfirði og Eskifiröi.
AætlaÓ er að spila sfðan I
Njarðvfk og þann 10. okt I Borgar-
firði;að lokum I Háskóla Islands
þann 11. okt.
Guðmundur
Björgvins-
son sýnir
í Vest-
mannaeyjum
1 dag opnar Guðmundur Björg-
vinsson myndlistarsýningu i Ako-
ges-húsinu l Vestmannaeyjum.
Þar sýnir hann rúmlega þrjatiu
pastel-teikningar gerðar á siðustu
tveimur árum og eru þær allar til
sölu. Viðfangsefni Guðmundar er
maðurinn, ýmist nakinn eða
sveipaður klæðum ýmiskonar, en
stöku sinnum sést landslagi
bregða fyrir. Guðmundur hefur
áður haldið tvær einkasýningar i
Reykjavik, siðast I Norræna hus-
inu 1978, en einnig brugðið sér
með sýningar út á landsbyggðina
og tekið þátt I nokkrum samsýn-
ingum.
Flugleikur sýndur að
Kjarvalsstöðum
1 kvöld kl. 20.30 hefur Þjóðleik-
husið að ný ju sýningar á Flugleik,
sem sýndur var á Alþjóðlegu
vörusýningunni i Reykjavfk I á-
gúst s.l. Sýningarnar verða að
Kjarvalsstöðum á hverju kvöldi
þessa viku.
Flugleikur gerist um borð i
breiðþotunni Flóka Vilgerðarsyni
á flugleiöinni Keflavlk — New
York — Keflavik og eru persón-
urnaráhöfnog farþegar. Sýning-
in er óvenjuleg aö þvi leyti að hin-
um margvislegustu frásagnaraö-
ferðum er beitt, þar eð mjög viða
er komið við i atburðarásinni.
Þannig blandast saman lát-
bragðsleikur, söngur og dans svo
úr veröur mjög litrík og fjörug
leiksýning.
Verkiö er samið i hópvinnu og
höfundar textans eru þau Brynja
Benediktsdóttir, sem jafnframt
er leikstjóri, Erlingur Gislason,
sem einnig leikur Gisla fkigstjóra
og Þórunn Sigurðardóttir, sem
leikur Þoru yfirflugfreyju. Aðrar
flugfreyjur leika þær Saga Jóns-
dóttir, Lilja Þórisdóttir og Guö-
rún Þórðardóttir. Sigurjón Jó-
hannsson er höfundur leikmynd-
arinnar og Karl J. Sighvatsson
samdi tónlistina.
Flugleikur var fyrst sýndur sl.
sumar á leiklistarhátfð I Cardiff i
Wales og á þrjátíu ára afmæli Is-
lendingafélagsins I London 17.
júníog varmjög veltekiða báð-
um stöðum.
Aðstandendur FlugleBcs. Sii breyting hefur orðið á áhöfninni siðan f
flugtaki, að Guðlaug Marta Bjarnadóttir (önnur f.h. I aftari röð) sagði
upp starfi sinu sem 2. flugfreyja, en Saga Jónsddttir tók við af henni.
!„Eg er alltaf aö
| búatil myndir"
L
Rœtt við Sigurö Guðmundsson listmálara
Sigurður Guðmundsson
myndlistarmaður er staddur
hérá landi þessa dagana, en
hann hefur verið biisettur I
Hollandi siðan 1970. Blaðamað-
ur Þjóðviljans hitti hann að máii
þar sem hann var að hengja upp
myndir slnar I kaffistofu Kjar-
valsstaða nú i vikunni.
Sigurður var fenginn til að
koma hingað ásamt finnska
iistamanninum Olavi Lanu og
setja upp sýninguna Norræn list
I Feneyjum '78, en hún veröur
opnuð I dag, einsog fram kemur
annarsstaðar i blaðinu. Ég
spurði Sigurð fyrst hvað hann
væri helst að fást við um þessar
mundir.
—  Ég er alltaf að búa til
myndir, — sagði hann. — ftg
sýni heilmikið, alltof mikið
reyndar. Er t.d. meö eina einka-
sýningu f gangi núna, I Hollandi.
Svo kenni ég við Listaakadem-
iuna I Enchede. Þar eru þrlr
Islendingar við nám, en samtals
eru eitthvað um tuttugu íslensk-
ir myndlistarmenn við nám f
Hollandi.
— Hvernig stendur á þessum
Hoiiands-áhuga?
Sigurður Guðmundsson:
myndirnar mlnar eru skyldar
gjörningum. Ljosm. — eik.
— Það er svo mikil tradisjón
fyrir myndlist I Hollandi, þetta
er þeirra menningarframlag,
alveg einsog meö bókmenntirn-
ar hjá okkur. Svo er mikill mun-
ur á standard i Hollandi og t.d. I
Danmörku — þetta er allt annr
að, miklu stærra og opnara. En
það er dýrt að lifa i Hollandi
núorðið, og krakkarnir fá enga
styrki þar, þau lifa á námslán-
um frá Islandi.
—  En er ekki vel búið að
myndlistarmönnum t Hollandi?
— Jú. Þar er nefnilega gert
ráö fyrir þvi að þjóðfélagið hafi
þörf fyrir myndlistarmenn,
ekkert siður en t.d. pipu-
lagningarmenn. Það er gert ráð
fyrir þeim i fjárlögum.
— Margar mynda þinna eru
ljósmyndir. Ertu mikið I ijós-
myndun?
— Ég er I ljósmyndun á sama
hátt og ljóöskáld er i bókagerð.
Ég veit ósköp Htið um ljós-
myndun. Myndirnar minar eru
miklu skyldari gjörningum
(performance) en ljósmyndum.
f;g byggi upp myndrænt ástand,
sem er svo ljósmyndað.
Sigurður hefur tvisvar átt
myndir á Biennalnum i Feneyj-
um. I fyrra mynduöu Norður-
löndin sérstaka deild á sýning-
unni, og verður því fyrirkomu-
lagi væntanlega haldið ðfram.
— Það er mikill áhugi fyrir
þvl á Norðurlöndum að halda á-
fram að bjdða íslendingum
þátttöku, — sagði Sigurður, —
og þeir hafa boðið Magnúsi
Pálssyni að vera með næst, I
júníbyrjun 1980.          —íh
íslensk grafík:
Síðasta
sýningar-
helgi
Nú fer hver að verða stð-
astur til að sjá þá marglof-
uðu sýningu Islensk fraftk,
afmælissýningu fslenskra
graftklistamanna t Norræna
húsínu.
Syningin er opin I dag og á
morgun kl. 14 —• 22.1 sunnu-
dagsblaði Þjóöviljans á
morgun verður sagt frá
syningunni I máíi og mynd-
um.                 —11,
Eldri
Eyfirðingum
boðið tfl
kaffi-
drykkju
Það er orðin árleg hefð á
hverju hausti, að Eyfirð-
ingafélagið i Reykjavlk efnir
til kaffidags að Hótel Sögu
þar sem öllum Eyfirðingum
67' ára og eldri er boðiö til
kaffiveislu, auk þess sem
sitthvað annað er á dagskrö.
Að þessu sinni er kaffidagur
Eyfiröingafélagsins nk.
sunnudag, 30. september, að
vanda að Hótel Sögu qg verð-
ur húsiö opnað kl. 2 (Súlna-
salur).
Mörg undanfarin ár hefur
mikið fjölmenni komið á
Sögu þennan dag og er það
von félagsins, segir I tilkynn-
ingu þess að sem allra flestir
fjölmenni, bæði hinir sér-
stöku boðsgestir sem og allra
flestir norðanmenn, bæði til
að styrkja gott málefni og
hitta vini og kunningja. Eins
og á fyrri kaffidögum verður
basar með miklu úrvali
muna og mun allur ágóöi
renna til menningar- og góð-
gerðarmálefna I Eyjafirði.
Málfreyjur
kynna sig í
Hafnarfirði
Samtök málfreyja á
íslandi eru að hef ja vetrar-
starf sitt. tslenskar mál-
freyjur eru aðilar að
Alþjóðasamtökúm mál-
freyja, sem á ensku heita
Toastmistress Clubs. Þessi
samtök segjast hafa að
markmiði að efla með ein-
staklingnum sjálfsþroska og
hæfni til að tjá sig. Samtökin
eru fjörutiu ára gömul og
hafa innan sinna vébanda
konur um viða veröld, þaraf
2 deildir á Islandi, I Keflavik
og Reykjavfk.
Nú stendur til aö halda
kynningarfund I Hafnarfirði
og verður hann I veitinga-
húsinu Gafl-Inn við Reykja-
vlkurveg n.k. laugardag
þann 29. sept. og hefst kl.
14.00. Eru konur úr Hafnar-
firoi og nágrenni boðnar vel-
komnar og aðgangur ókeyp-
is.
Ljón selja
perur
Nu um helgina gengst Lions-
klúbbur Hafnarfjaröar fyrir ár-
legri perusölu I Hafnarfirði. A-
goði af sölunni rennur allur til
líknarmála.
A undanförnum árum hefur Li-
onsklúbbur Hafnarfjarðar m.a.
haft það verkefni á dagskrá sinni
að koma & og aðstoða heimili
þroskaheftra I Hafnarfirði, auk
styrkja til ýmissa lfknarmála.
Klúbbfélögum hefur jafnan verið
vel tekið af Hafnfirðingum og
gera þeir sér vonir um góðar
undirtektir nú.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16