Þjóðviljinn - 09.10.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.10.1979, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 9. október 1979 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 7 Eru flokksmaskinurnar komnar i viðbragðsstöðu og töldu sig bærilega i stakk búna til að fara i slaginn hvernig er viðspyrnan innan flokks fyrir nýjar og enginn óttaðist innanflokksátök um framboðs- kosningar? Þessa spurningu lögðum við i gær fyrir listana. Þeir voru lika spurðir um prófkjörin. framkvæmdastjóra flokkanna og i ljós kom að allir Alþýðuflokkur: Prófkjör auka stemmn inguna „Nei, — ég á ekki von á mikl- um breytingum á listum flokks- ins og engir þingmenn hafa lýst þvíyfir opinberlega ab þeir ætli aö hætta”, sagöi Garöar Sveinn Árnason, framkvæmdastjóri Alþýöuflokksins. „Framboöin eru ákveöin i kjördæmunum, en samkvæmt lögum flokksins er skylt aö viö- hafa opiö prófkjör um efstu sæti listanna, bæöi til alþingis og sveitarstjórna. I lögunum er reiknaö meö 4 mánaöa fyrir- vara fyrir reglulegar kosningar en kjörstjórn ákveöur fyrirvar- ann ef um aukakosningar er aö ræöa”. Garöar Sv. Arnason — Hafa einhver prófkjör þeg- ar fariö fram hjá ykkur eöa ver- iö ákveöin? „Nei, — viö ákváöum þetta nú ekki meö svo löngum fyrirvara. Þaö veröur varla fyrr en eftir morgundaginn aö menn fara af staö.” — Attuvon á miklum átökum viö val á frambjó.öendum flokksins? „1 sjálfu sér ekki. Ég held aö prófkjörin hafi sannaö gildi sitt i siöustu kosningum og rétt sé aö halda þeim áfram. Viö erum til- búnir til aö fara samtaka út i kosningar þegar þær ber aö. Prófkjörin er ekkert vandamál i þvi sambandi, þau auka bara stemmninguna.” — Er mikiö um fundahöld hjá ykkur þessa vikuna? „Ekki neitt ákveöiö nema þingflokks- og flokksstjórnar- fundurinn. Seinni part vikunnar ogum næstu helgi fer þetta svo af staö, reikna ég meö.” — AI ALLIR TIL 1 SLAGINN Alþýðubandalag: Undirbúning- ur prófkjörs langt kominn í sumum kjördœmum „Nei, - ég á ekki von á miklum breytingum á listum flokksins ef kosiö veröur i nóvember eöa desember,” sagöi Ólafur Jóns- son, framkvæmdastjóri Alþýöu- bandalagsins. „Aö visu hafa nokkrir þingmenn lýst þvi yfir aö þeir hafi hugsaö sér aö hætta aö ioknu þessu kjörtimabili eftir 3 ár, en þaö þarf þó ekki aö gilda ef kosiö er strax.” — Ilvaöa reglur og lög gilda um undirbúning framboöslista hjá Alþýöubandalaginu? ólafur Jónsson „Listar flokksins eru undir- búnir i hverju kjördæmi fyrir sig og fara ekki fyrir miöstjórn. Samkvæmt lögum flokksins er heimilt að viöhafa prófkjör en þó ekki skylt, — kjördæmin ráða þvi alveg sjálf. Prófkjörsreglur verður hins vegar að leggja fyr- ir miðstjórn til staðfestingar. I siöustu alþingiskosningum var t.d. viöhaft prófkjör i Reykja- neskjördæmi en ekki annars staöar. Ég býst viö aö það veröi meira um prófkjör nú, jafnvel þótt skammur timi sé til stefnu, enda eru nokkur kjördæmi langt komin meö undirbúning. Suöur- land og Vesturland hafa t.d. gengið frá sinum prófkjörsregl- um og félagsfundur i Reykjavik samþykkti á siöasta vetri að viðhafa prófkjör. Undirbúning- ur að þvi er hins vegar skammt á veg kominn. Þar sem ekki yröu prófkjör, yröu væntanlega skipaður uppstillinganefndir eins og verið hefur. — Býstu viö átökum innan flokksins viö val frambjóöenda? „Nei, ég býst ekki viö þvi. Þaö er óhætt að fullyröa aö i okkar flokki er full samstaöa um aö fara út i slaginn, hvort sem hann veröur i haust eða meö vorinu. Þær óánægjuraddir sem heyrst hafa undanfariö sýnast mér ætla að hverfa gjörsamlega eftir að þessi staða er komin upp.” — Er kosningaundirbúningur hafinn? „Miðstjórn kemur saman i kvöld og aðrir fundir hafa ekki veriö ákveönir ennþá. Hins vegar hljóta menn að fara aö hugsa sér til hreyfings heima i kjördæmunum.” — AI Framsóknarflokkur: Breytingar í efstu sœtum „Já, þaö veröa vafalaust ein- hverjar breytingar m.a.s. I efstu sætunum,” sagöi Þráinn Valdimarsson, framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins. „Nokkrir þingmenn hafa þegar tilkynnt aö þeir muni ekki fara fram aftur hvenær sem kosningar fara fram og ýmsir eru á förum til annarra starfa.” „Ég reikna ekki meö tog- streitu um val á frambjóöend- um flokksins. Auðvitaö hljóta alltaf að vera skiptar skoöanir um slikt, en ef kosningar veröa i Þráinn Valdimarsson nóvember eöa desember hafa flokksmenn ekki tima til þess aö standa i illdeilum, heldur munu þeir snúa sér sameiginlega gegn andstæöingnum. Þessi staða kom að visu mjög á óvart nú,en ég hef heyrt þaö á fólki um helg- ina að þaö er tilbúiö i slaginn.” — Hvaö meö prófkjör? „Samkvæmt lögum flokksins verður skoðanakönnun eöa prófkjör að fara fram og vera lokið 5 mánuöum fyrir kjördag ef ákveðinn hluti fulltrúa á kjör- dæmisþingi eða flokksfélaga i kjördæminu fer fram á slikt. Þessi frestur i lögunum úti- lokar prófkjör ef kosið veröur fyrir jólin. Framboöin veröa þvi væntanlega ákveöin af kjör- dæmisþingum eöa nefndum i umboðum þeirra.” — Eru mikil fundarhöld fyrir- huguö hjá ykkur á næstu dög- um? „1 dag er þingflokksfundur eftir rikisstjórnarfundinn og á föstudag verður sameiginlegur fundur þingflokks og fram- kvæmdastjórnar.” — A1 Siguröur Hafstein Sjálfstædisflokkur: Prófkjör etfitt, en fram- kvœmanlegt ,,Ég á ekki von á veruiega miklum breytingum á fram- boðslistum Sjálfstæöisflokks- ins,” sagöi Siguröur Hafstein framkvæmdastjóri flokksins. „Þaö er á valdi hvers kjör- dæmis fyrir sig hvort prófkjör er viðhaft viö val frambjóöenda eöa ekki, — þaö er heimilt samkvæmt lögum flokksins en ekki skylt. 1 siöustu kosningum var prófkjör i Reykjavik, Reykjanesi og á Vesturlandi, en einnig i hluta af tveimur öðrum kjördæmum. A landsfundi i vor var samþykkt aö sömu regiur skyldu gilda um prófkjör i öllum kjördæmum og miöstjórn flokksins gengur væntanlega frá slikum reglum á fundi sinum i dag, þriöjudag. Þar sem próf- kjör er ekki gera uppstillinga- nefndir tillögur um framboös- lista. — Helduröu aö þaö veröi mikiö um prófkjör hjá ykkur ef kosiö veröur i nóvember eða desember? „Þaö er útilokað aö segja til um þaö. Þaö er framkvæman- legt aö hafa prófkjör en vissir erfiöleikar vegna þess hve skammur timi er til stefnu og niöurstöðurnar þyrftu aö liggja fyrir mjög fljótt.” — Telurðu heppilegt fyrir Sjálfstæöisflokkinn aö hefja tveggja mánaöa kosninga- baráttu á prófkjörum? „Persónulega tel ég þaö ekki vera, sérstaklega miöaö viö hversu skammt er um liöið frá siöustu kosningum.” — Býstu viö innanflokksátök- um viö val frambjóöenda? „Ég hef enga ástæöu til aö ætla þaö. Sjálfstæöismenn eru einhuga um aö þaö beri aö efna til nýrra kosninga þegar á þessu ári og ég kem ekki auga á hvers vegna innanflokksátök ættu aö koma upp i þessari stööu.”- A1 MINNINGARORÐ Jens P. Hallgrímsson Fœddur 30.6. 1896 — Dáinn 30.9. 1979 Ævi Jens Hallgrimssonar tengdafööurmins varö löngoglit- rik. Hann liföi mestu umbrota og framtaratima Islensku þjóöar- innar, frá aldamótum til þessa dags. Hann kynntist fátækt og allsleysi alþýðunnar og siöan framförum á öllum sviöum. Hann fylgdist meö borginni okkar þró- ast frá þvi aö vera þorp meö hest- vagna og malargötur — þar til hún breyttist i fagra borg meö malbiki og mögnuöum vélagný. Sem sjómaöur kynntist Jens opnum bátum, barningi og vos- búö i baráttunni viö þungan s jó og váleg veöur. Um árabil sótti hann sjó á seglskipum og talaöi oft um þá tima sem skemmtilegt ti'mabil ævi sinnar. En skútuöldin leið og vélarnar tóku aö knýja skipin okkar út á hafiö. Þar var Jens lika meö og tók nú meö félögum sinum viö auknu magni fiskjar, eftir þvi sem tæknin þróaðist. Ég kynntist Jens fyrir rúmum 25 árum. Þá haföi hann hætt aö starfa sem togarasjómaöur, en átti sér trillu og stundaöi hrogn- kelsaveiöar viö Skerjafjöröinn. Skerjafjöröinn þekkti hann, eins og bóndinn þekkir túniö sitt, hvert sker og sund, sjávarbotninn — hegöun sjávar og þess lifs sem i honum býr. Sá lygni sjór sem hann nú sigldi — einn á báti — himinn og haf — öll sú fegurö og allur sá fjör- breytileiki, þar var heimur hans. Þar naut sin veiðimannseöli hans. Is og þys borgarinnar og lifegæöakapphlaupið haföi ekki áhrif á Jens. Hann var árrisull maöur. A vorin var hann kominn á stjá kl. 4-5 á morgnana. Og meðan aörir sváfu, renndi hann fleyi sinu á fot og sigldi út i feg- uröina og kyrröina. Og þegar hann lagöi aö landi, færöi hann oftast góöan feng i bUiö. Jens og kona hans Sigriöur ólafsdóttir höföu reisthUs sitt viö Sker jaf jörðinn og kölluöu þaö Vog. Þarólu þau upp börninsinf jögur, synina Ólaf, Ketil og Guöbjörn, og dóttur sina Guöfinnu. Guöfinna er yngst þeirra systkina og hefur alla tiö búið i næsta húsi viö Vog, meö manni stnum Hjalta ÁgUsts- syni og fimm börnum. Hún var stoö og styrkur foreldra sinna á eliiárum, ogmikiö aö þakka hjálp hennar, hve lengi þau gátu veriö saman heima i Vogi. Þessi siö- ustu ár hefur Sigriöur, vegna veikinda sinna veriö aö mestu bundin viö stólinn sinn. Jens var þá_ hættur að stunda sjóinn en hjúkraöi Sigriöi af einstakri um- hyggju og alúö. Þaö var alltaf ánægjulegt aö koma aö Vogi. Jens kunni frá mörgu aö segja og haföi á tak- teinum óþrjótandi sög- ur af mönnum og málefnum. Hann var svo glettinn og spaug- samur — og haföi lag á aö töfra skemmtilegheit inn i frásögn sina. Mér þóttu t.d. merkilegar frásagnir af kynnum hans af Fossvogslæk og Arnarneslæk. Þessum lækjum kom hann fyrst aö sem 10 ára drengur og veiddi þar silung. Alltaf upp frá þvi, voru þessir lækir „góökunningj- ar” hans. Á haustum kom hann þar meö netiö sitt og fékk of120-30 silunga 1 ferö. Upp úr 1950 þéttist byggö á þessum slóöum og sil- ungurinn hvarf úr lækjunum. En veiöimaöurinn leitaöi nýrra svæöa. A hverju sumri fór hann margar feröir aö Hliöarvatni, Þingvallavatni, Stiflisdalsvatni og inn á öræfi Islands, aö Veiöi- vötnum. Ég get imyndaö mér skörp og athugul augu hans, leit- andi aö veiöisvæðum, skynjandi umhverfiö — fegurð landsins og iðandi lifiö undir gáru vatnsins. Þaö eru aöeins nokkrar vikur siöan aö viö ólafur ókum meö Jens útúrbænum.Þessiferövarö okkur mjög eftirminnileg og ánægjuleg. Þetta var fagur og sólbjartur haustdagur og við ók- um sem leiö lá aö Stiflisdalsvatni. Jens var kominn á þekktar slóöir og rifjaöi upp skemmtilega daga viö vatniö. Viö komum aö Þóru- Framhald á 13. siöu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.