Þjóðviljinn - 05.01.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.01.1980, Blaðsíða 3
Laugardagur 5. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Eldsneytiskostnaður Flugleiða: 136 cent á Loft- leiðaþotur en 128 cent á FÍ-vélar í framhaldi af frétt Þjóðviljans í gær höfum við aflað okkur upplýsinga um verð á flugvélaelds- neyti (þotubensíni) á nokkrum flughöfnum heimsins þar sem Loft- leiðaþoturnar hafa viðkomu, þeirra á meðal á Kef lavíkurf lugvelli, þar Athugasemd frá Flugleiðum um sem gildir sitt hvort verðið fyrir flugvélar Flugfélags íslands og Loftleiða. Verðiö miðast við ameriskt gallon og er i centum, og er frá siðasta hluta nýliðins árs. I októbermánuði kostaði gall- onið 136,4 cent á Loftleiðaþoturn- ar i Keflavik, en i desember- mánuði kostaöi gallonið á Flug- félagsvélarnar 128,2 cent. A sama tima kostaöi gallonið I New York 65,7 cent, i Luxemburg95,3 cent, I London 101,6 cent, i Kaupmanna- höfn 101,0 cent, i Stokkhólmi 106,1 og i Chicago 81.0 cent, svo eitthvað sé nefnt. ., viðhald flugvéla: Flugleiðir um eldsneytisverð: Ódýrara erlendis 1 athugasemd frá Flugleiðum segir að viðhald flugvéla sé mun dýrara hér heima en erlendis og stangast sú fullyröing á viö orð Einars Guðmundssonar formanns Flugvirkjaféiagsins sem vitnar i skýrslu sameigin- legrar nefndar Flugvirkjafélags- ins og Flugleiða og teiur að þessu sé öfugt farið (sjá frétt i Þjóðvilj- anum f gær og i dag). Flugleiðir segja i tilkynningu sinni að samanburður kostnaðar á viöhaldi þriggja flugvéla- tegunda liggi fyrir frá árunum 1973—1978. Kostnaður viö viðhald Friendshipvéla, sem að fer fram heima að öllu leyti, hækkaöi um 124.1% á þessum árum en kostn- aður við viðhald DC-8 sem fer fram erlendis hækkaði um 24.1%. Viðhald Boeingvélanna fer að miklu leyti fram hérlendis og hækkaði kostnaður við það á sama tima um 173.3% Ekki kemur fram hvort miðað er við sama gengi. Þá er gerður samanburður á viðhaldskostnaði þessara flug- vélategunda á sæti per flugstund miðað við gengi 3. janúar. Er sá samanburðargrundvöllur talinn eðlilegur. Kostnaður við DC-8 er þá 712 kr, Boeing-727 1384 kr., og Friendship 2175 kr. Astæðurnar fyrir þvi hve viðhaldið á DC-8 er ódýrt segir i Flugleiðatilkynningunni að þaö fer fram sem hluti af stærri flug- flota og náist þvi meiri hag- kvæmnif erlendis starfi ófag- lærðir að hluta við viöhaldiö en hér eingöngu fulllæröir flugvirkj- ar og i þriðja lagi er verðbólgan mun minni erlendis. — GFr Iðnverka- fólk á kjara- ráðstefnunni Slæm prentvilla varð í frétt Þjóðviljans i gær um kjaramála- ráðstefnu Verkamanna- sambandsins sem hefst i dag er þar stóö, að fulltrúar Landssam- bands iönaðarmanna hefðu veriö boðnir á fundinn. Þar átti að standa fulltrúar Landssambands iönverkafólks, enda það i hópi láglaunafólks einsog félagar VMSÍ, Sóknar og starfsfólk veitingahúsa sem einnig sitja ráöstefnuna. — vh Forstjórinn bakkadur upp Vegna fréttar i Þjóðviljanum i gær hafa Flugleiðir sent frá sér tilkynningu þar fullyröing Sigurðar Helgasonar um að elds- neyti erlendis hafi hækkað tvöfalt meðan það hækkaði þrefalt hérlendis er rökstudd. Segir að i ummælum forstjórans hafi eingöngu verið átt við þróun eldsneytisverðs að þvi er varðar Atlantshafsflug félagsins og frá þvi I október 1978 hafi meðalhækkanir erlendis orð- ið um 90% og frekari hækkana sé að vænta. Eldsneytisverð hafi þvl hækkað um nær helming. Þá segir I tilkynningunni að þotueldsneyti I Keflavik i október 1978 hafi kostað liölega 50 c hvert gallon, og er þar væntanlega átt við eldsneyti fyrir Loftleiöavélar. Verð á farmi sem kæmi núna yrði hins vegar 150 c miðaö við Rotterdamskráningu og hafi þvi eldsneytisverð þrefaldast. Tekið er fram að enn séu til örlitlar birgðir sem séu 10% undir þessu verði. — GFr Nýbyggingar Háskólans á Landspítalalóð og við Suðurgötu: Bæta úr húsnæðis- vandræðum skólans Nemendur í fyrsti Fram til ársins 1982 eru fyrir- hugaðar nýbyggingar bæði á Landspitalalóö og Háskólalóð. Meiri hluti byggingafjár er af rekstri Happdrættis Iláskóla tslands eða um 1900 milj. kr. á rikjandi verðlagi. A móti kemur framlag úr rikissjóöi. A árinu 1979 var unnið að framkvæmdum á Landspitalalóð fyrir um 175 milj. kr. Húsnæði þetta og búnaður er ætlað ýmsum greinum lækna- deildar svo og tannlæknadeildar á Landspitalalóð, en á Háskólalóö er gert ráð fyrir tveimur húsum, öðru austan Suðurgötu I þágu viðskiptadeildar, félagsvisinda- deildarog heimspekideildar, hinu vestan Suðurgötu fyrir verkfræði- og raunvisindadeild, auk þess sem I húsunum verður kennslu- rými til afnota fyrir allar deildir. Happdrættisfé Háskóla- happdrættisins er ekki eingöngu varið til nýsmiði heldur einnig ráðstafað til tækjakaupa, viðhalds og endurnýjunar húsnæðis og búnaðar. A árinu 1979 nam tækjakaupafé 90 milj. kr. en viðhald, endurnýjun o.fl. var áætlað um 100 milj. kr., en ekkert framlag hefur verið úr rikissjóði til þessa né heldur nýbygginga siðan 1977. Starfsemi Háskólans er afar dreifð. Fyrir utan næsta nágrenni Háskólans og Landspitalans er leiguhúsnæði á um tiu stöðum. Þetta gerir reksturinn erfiðan á ýmsan hátt. Nýbyggingar munu bæta úr þessum vandræðum að mun, auk þess sem rýmra verður um ýmsa starfsemi sem býr við þröngan kost. Fjöldi innritaðra nemenda fór á þessu háskólaári yfir 3000 i fyrsta skipti, eöa i um 3100, og er það á fjórða hundraö fleira en árið áður. Þetta aukna aðstreymi gerir úrbætur á húsnæðismálum háskólans enn brýnni. i sinn flein en 3000 t fyrra fengust 90 miljónir króna til tækjakaupa fyrir H.t. NYTT SKIP frá Slippstöðinni á Akureyri Nú er að hlaupa af stokkunum nýtt skip hjá Slippstööinni á Akureyri. Er þaö smiöaö fyrir Hilmi h.f. á Fáskrúðsfirði. — Meiningin var að sjósetja skipið I morgun, sagði Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvar- innar, er við náðum tali af honum I gær, — en það var svo hvöss norðanátt hér aö viö hættum við það en vonumst hinsvegar til aö geta komið þvi á flot I fyrramáliö. Gunnar Ragnars sagði að þetta væri loðnuskip, gæti lestað 1200—1300 tonn og væri búið öllum nýtisku tækjum. Það verður afhent eigendunum innan skamms. — mhg Um 80 við flugvirkjanám Nú munu um 80 tslendingar vera við flugvirkjanám erlendis og að sögn Einars Guðmunds- sonar formanns Fél. flugvirkja mun nær útilokað fyrir þessa menn að fá atvinnu hér heima að loknu námi eins og málin standa nú. Hann benti á i þessu sambandi að ó siðasta ári hefðu vfir 30 fluff- virkjar misst atvinnuna hér á landi, þegar uppsagnir Flugleiða h.f. tóku að dynja yfir. Eins benti • hann á að ef Flugleiðir h.f. vildu spara hundruð miljóna kr. árlega með þvi að byggja flug- skýli á Keflavikurflugvelli og taka alla viðhalds og viðgerðar- þjónustu hingað heim myndi það skapa um 200 flugvirkjastörf. _ SAÓr Fré tta manmstarfið: Stefán Jón var ráðinn Stefán Jón Hafstein hefur verið ráðinn fréttamaður á útvarpinu og Hildur Bjarna- dóttir lausráðin. Útvarpsstjóri hefur ákvöröunarvald um ráðn- ingar i stöður, en sem kunnugt er hafði Útvarpsráð lagt til að Hildur yrði fastráðin en Stefán Jón lausráöinn. Margrét Indriðadóttir hafði hins- vegar mælt með þvi að i stöðurnar væri ráðið á þann veg sem nú hefur verið gert. A fundi útvarpsráðs i gær urðu nokkrar umræður um þessa ákvöröun Andrésar Björnssonar útvarpsstjóra. Erna Ragnarsdóttir átaldi hana en Árni Gunnarsson sem nú gegnir formanns- starfi i ráðinu taldi ekkert við hana að athuga, þar sem útvarpsstjóra ber ekki skylda til að fara að ráðum meirihluta útvarpsráðs við ráðningar starfsmanna. — eös. Á skjáinn: Sjónvarps- sería tekin á íslandi 16. janúar hefst I sjónvarpinu framhaldsmynd gerð eftir sögunni „Running Blind” eftir Desmond Bagley, sem gerist og er að miklu leyti tekin hér á landi. Einn islenskur leikari, Ragnhildur Steindórsdóttir, fer meö hlutverk i þessari mynd. Það er breska sjónvarpið sem framleiddi myndina. Ráðinn þingfrétta- ritari sjónvarps og í Kast- ljósið Ingvi Hrafn Jónsson blaöamaður sem i haust var ráðinn þingfréttaritari sjónvarpsins til áramóta, en litið hefur reynt á i þvi starfi til þessa vegna skamms þinghalds, hefur verið ráðinn áfram til vors. Útvarpsráð samþykkti ráöningu Ingva Hrafns i gær og jafnframt, að hann yrði fjórði umsjónarmaður Kast- ljóss i stað Sigrúnar Stefáns- dóttur eftir að fréttastjóri sjórivarps haföi skýrt frá að hann fengist ekki sem þing- fréttaritari að öðrum kosti vegna lágra kaupgreiðslna hjá rikisútvarpinu miðað við lausamennsku við blöö og aðra fjölmiöla. Ráðningin var samþykkt með 4 atkvæðum; þrir sátu hjá. — vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.