Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN  Sunnudagur 6. janiíar 1980
FERÐASÖGUBROT FRÁ FRAKKLANDI
Innvortis fiðringur fylg-
ir því að halda á leið til
áður óséðra slóða og skipt-
ir engu máli hvort um er að
ræða Furufjörð á Horn-
ströndum eða útlenskar
furðustrandir. Klukkuna
vantar nákvæmlega 23
mínútur í 2 eftir hádegi
þegar lestin rennur hægt
og hljóðlega af stað frá
Austerlitzbrautarstöðinni í
París áleiðis suður á
bóginn. Þetta er 9. dag
septembermánaðar árið
1979. Við Inga ætlum að
skoða f rjósamar sveitir við
ána Loire.
Áleiðis til
Leirársveitar
Árlega renna ferðamenn frá
öllum heimshornum eins og fé i
safni til að lita Loiredalinn aug-
um og eru i þeim hópi ótaldir
Islendingar. Engu að siður er ég
að halda inn i ókunnan heim,
seiðandi og forvitnilegan.
Farangur minn er fullur af eftir-
væntingu.
Ferðinni er fyrst heitið i litla
miðaldaborg sem er i 180 km
fjarlægð frá Paris. Hún heitir
Blois og þar búa 45 þúsund sálir.
Lestin öslar áfram með ógnar-
hraða. Ferðin tekur ekki nema
rúman klukkutima.
Tré, akrar og sveitabýli þjóta
fram hjá vagninum og við sjáum
Orleans einnig i leiftursýn. Einu
sinni bregðurfyrir þökum i litlum
bæ sem heitir Beaugency. 1
bæklingi lesum við að þar sé.
virkisgarður frá 11. öld, kastali
frá 14. öld, Frúarkirkja qg Djöfja-
Hinn magnaði renesansstigi hallarinnar i Blois semFransI. lét gera I
upphafi 16. aldar.
Svefnherbergi Hinriks III. Þar lét hann myrða valdamesta andstæðing
sinn.
Höll spaðadrottningarinnar
turn. Við sjáum blika á Loire.
Hún gæti heitáð Leirá á islensku
og sveitin Leirársveit. Og kannski
gæti Blois heitað Bláin.
Það eru fáir i lestinni og við
erum út af fyrir okkur, sérstak-
lega eftir aö yggldur Frakki flýr
vagninn vegna sigarettureyks frá
Ingu og vindlareyks frá mér. Viö
fáum okkur volgan bjór sem vib
keyptum á Austerlitz.
Þetta er ekta franskt
Aður en varir rennur lestin i
hlað járnbrautarstóðvarinnar i
Blois og við flýtum okkur út með
tvær stórar feröatöskur sem eru
óþægilegar á svona ferðalagi.
Við blasir venjuleg smábæjar-
brautarstöð, hvitmálað hús,
klukka á vegg, nokkrir bekkir,
blaðasala og farmiðasala. Brátt
stöndum við úti á götu og horfum
forvitin i kringum okkar. Hér ætl-
um viö að dvelja næstu daga. Það
er molluhiti og ský veltast á
himni svo að litt sér til sólar.
Höfugt sambland gróður- og
koldioxiðslyktarfyllirvitin.Til að
forðast slagsiöu og sanna
riddaramennsku mina held ég á
báðum ferðatöskunum. Hótel
Anne de Bretagne á að vera
skammt undan en þrátt fyrir það
bogar svitinn af mér þennan
stutta spöl.
Hvernig skyldi annars hótelið
vera? Það er mikilvægt að hafa
gott hótel.-Fyrsta sýn gefur góð
fyrirheit. Þetta er fjögurra hæða
hús, örmjótt, með gaflburst
visandi fram á götuna. Neðsta
hæðin er opin út á stétt og þar er
hugnanlegt útikaffihús með hvit-
um stólum og borðum og sólhlifar
spenntar yfir. Vafningsjurtir
teygja sig upp hiisið en fyrir
gluggum eru rimlaðir hlerar.
Þetta er ekta franskt og gleður
sveitt hjarta mitt.
Ekkert lífsmark
Viö bönkum upp á og hringjum
bjöllu en enginn svarar. Það er
bókstaflega ekkert lifsmark með
Hótel Anne de Bretagne. Hvað
eigum við nú að gera með tvær
niðþungar ferðatöskur? Ráfa um
bæinn með þær eða hvað? Nei,
útilokað. Riddaramennska min
nær ekki lengra en að dyrum
þessa hótels.
Við stöndum ráðþrota uns ung
frönsk hjón koma aðvifandi. Nú
reynir á Ingu og frönsku-
kunnáttuna en ég geri mitt besta
með þvi aö brosa, kinka kolli og
yppa öxlum. Inga virðist tala eins
og innfædd og i ljós kemur að
þetta franska fólk er lika á ferða-
lagi og á i sömu vandræðum og
við. Það raðleggur okkur að skilja
töskurnar eftir i anddyrinu  og
koma aftur. Ætli séu engir þjófar
i þessum bæ? Við tökum
áhættuna.
Mögnuð sýn
Svo göngum við niöur i bæinn.
Og hvllikur bær. Skammt frá
Hotel Anne de Bretagne hallar
skyndilega undan fæti og við
stóndum á brún gamals virkis-
garðs. Fyrir neðan hann blasir
við stórkostlegt torg. Þar tróna
þyngslalegar og risavaxnar eik-
ur, svo fornlegar að Karla-
magnús gæti hafa gróðurstítt þær.
Til hægri gnæfir draugaleg höll
upp á klettastalli en til vinstri er
forn rómversk kirkja.
Beint fram undan hlykkjast
aðalgata borgarinnar með kaffi-
hiisum og iðandi mannlífi en upp i
hæðir beggja megin standa grá
hús þétt hvert upp af öðru. Hæst
til vinstri I dálitlum f jarska teygir
gotnesk dómkirkja heilags
Lúðvlks turnspiru sina til himins.
Þar handan við mun Leirá
hlykkjast neðst i dalnum.
Þetta er ævintýraleg sjón.
Hvort á maður heldur að þegja i
forundran eða hlægja fagnandi?
Hvorugt. Maður lætur sem ekkert
sé.
Torgið er kennt við Victor Hugo
og við göngum undir eikurnar i
hljóðri lotningu eins og við værum
i kirkju.Brennheit sólin brýst nú
fram úr skýjum en höllin mikla
sem gin yfir okkur er jafn
draugaleg sem fyrr. Ég finn strax
á mér að þar hafa mikil myrkra-
verk verið unnin.
„Regnhlífarnar
í Cherbourg
Hótel Anne de Bretagne var afskaplega notalegt. Inga I glugganum á herbergi okkar.
Við aðalgötuna eru fallegar
búðir. Við setjumst út á gangstétt
við litið veitingahús og fáum
okkur svalandi bjór frá Alsace og
heitar samlokur. Það er sunnu-
dagur I dag og á næsta borði við
okkur sitja kátir Frakkar sem
ávarpa stúlkur sem ganga fram
hjá. Þær sveifla pilsum og setja
upp þóttasvip. Það er létt sumar-
stemmning og allir i góðu skapi.
Við faum okkur annan bjór.
Enginn er kominn á hótelið er
við komum til baka. Nokkrir lyk.l-
ar eru i kassa bak við dyr og á
honum áletrun sem segir að fólk
sé beðið að gera svo vel að taka
sér lykil ætli það að gista. Þetta
er aldeilis frjálslegt hótel.
Við tökum lykil numer 3 og
göngum upp á 2. hæð. Setjum
hann i skrárargatið, opnum. Og
sjá! Við blasir herbergi sem gæti
verið klippt út úr kvikmyndinni
Regnhlifarnar i Cherbourg.
Smárósótt veggfóður, lampi i
sama stfl, falleg húsgögn úr
massifum viði, franskur gluggi
með útsýn yfir kaffiverönd,tré, og
blóm, setlaug, vaskur. Nú
heyrum við umgang niðri og
rennum á hljóðið. Komin er glað-
leg ung kona sem reynist vera
gestgjafinn. Við fáum umrætt
herbergi og allt er I besta lagi.
Höll spaða-
drottningarinnar
1  kvöld  þvælumst  við  um
öngstræti Blois,  fengum  okkur
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20