Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. janúar 1980
Guðmundar- og
Geirfinns-málin
fyrir Hæstarétti
Giiðmuiulur Ingvi Sigurðsson,
verjandi Erlu Bolladóttur, geröi i
upphafi varnarræöu sinnar þær
kröfur', að Erla yrði syknuo af
ákæru I Geirfinnsmálinu en hlyti
vægustu refsingu fyrir öuuur
brot, sem hún e.r ákærð fyrir, og
það skilórðsbundið.  /
Guðmundur sagðisf'ekki ætla
að rifja upp öll atvik málsins,
enda hefðu aðrir verjendur gert
Erla
Dómsalur Hæstaréttar var troðfullur af fóiki siðasta dag réttarhaldanna og fjöldi manns beið eftir aö fá
að knmasl inn, eins og þessi mynd sýnir. (Ljósm. -eik-)
ins. Hann benti á, að rannsókn
málsins væri nánast einsdæmi.
Leitað hefði verið Ut fyrir land-
steinanaeftir manni til að stjórna
henni þegar allt var komið i
strand. Slikt hefði aðeins einu
sinni gerst áður hér á landi, árið
1936 vegna peningahvarfs i
Landsbankanum. Þá gafst það
illa og svo hefði einnig verið i
þessu máli.
Þessu næst rakti Guðmundur
dæmi af þvi harðræði, sem
ákærðu segjast hafa orðið fyrir
viðrannsókn málsins. Hann benti
á að rikissaksóknari hafi. talað
um „hreinar játningar" og „ein-
lægar". Þessar játningar voru
togaðar Ut, orð fyrir orð á löngum
tima, með þrotlausum yfirheyrsl-
um og þrýstingi. þegar svo þess-
um þrýstingi á ákærðu . lauk,
drógu þau þessar játningar til
baka, sagði Guðmundur. . Hann
sagði, að það væri mikill harð-
-neskjublær á rannsókninni.
Erla   lykilmannsekjan
Guðmundur minntist  þessu
var aðeins handbendi Sævars
það, hann hefði þar engu við að
bæta. Hann sagði þau mál, sem
hér væri fjallað um, afar sérstæð
fyrir dómstólum hér á landi og
mál þessum lik hefðu ekki fyrir
islenskadómstólakomiðsl. 100 ár
eða svo. Taldi Guðmundur eink-
um tvennt sem gerði málin svo
J sérstæð. Annarsvegar þætti
mönnum sönnunarmöguleikar
málanna forvitnilegir og svo hitt,
að engin sakamál hefðu fengið
annað eins rUm i fjölmiðlum og
þessi.
Rannsókn undir  þrýst-
ingi
' Guðmundur sagði það ljóst, að
vegna þess hve fjölmiölar hefðu
fjallað mikið um málin, tekið af-
stöðu og mdtað skoðanir almenn-
ings á þeim, hefðu rannsóknar-
menn málanna verið undir afar
miklum þrýstingi. Fjölmiðlar
þrýstu á ,þa og ræddu meira um
málin en dæmi eru til um. Hann
taldi vist, að Sigurður Ottar
Hreinsson hefði breytt framburði
sagði verjandi
hennar
Guðmundur Ingi
og
kraföist sýknu
sinum vegna þess hvað blöðin
sögðu mikið frá rannsókn mál-
anna.
Guðmundur ræddi þvi næst um,
að ákærðu hefðu verið lengi að
játa og margar játningar þeirra
hefðu verið fengnar fram undir
þrýstingi rannsóknara, sem siðan
hefðu raðað brotunum saman.
Fortið Erlu Bolladóttur
Þessu næst ræddi Guðmundur
um fortið skjólstæðings sins, Erlu
Bolladóttur. Sagði Guðmundur
hana vera flókinn persónuleika.
Erla væri aðeins 25 ára, en hún
hefði upplifað ótrúlega erfiðleika
á þessari stuttu ævi. Hann nefni
þar næst að foreldrar hennar
hefðu slitið samvistum þegar hún
var barnungogað samkomulagið
innanfjölskyldunnarhefði alla tíð
verið slæmt og stormasamt. Hún
hefði ung fhist á milli landa, kom-
ið aftur til Islands þegar hiln var
á 8. ári. Rótleysi var i fjölskyld-
unni og hún flutti oft á milli
hverfa i Reykjavik, þannig að
Erlavar rifin Ur skóla hvað eftir
annað, og á meðan hún bjó hjá
foreldrum sinum hafi hUn 10
sinnum skipt um heimili en 22
sinnum alls á hennar 25 ára ferli.
Hann rakti þessu næst vinnu-
feril Erlu og sagði að henni hefði
vegnað ágætlega allt þar til 1973,
að hún kynntist Sævari Siecielski
og fór að búa með honum. Hún
hefði algerlega verið á hans valdi,
hann hefði fullkomlega ráðið yfir
henni. 1 þvi sambandi minnti
Guðmundur á úrskurð geðlæknis,
sem rannsakaði Erlu. Þar segir
læknirinn, að hún sé áberandi
óvirk og undanlátssöm og haldin
sjálfspiningarhvöt. Hann benti
ennfremur á, að hún hefði haldið
Sævari uppi fjárhagslega og hefði
mátt þola margskonar ofbeldi af
hans hálfu. Þá sagði Guðmundur,
að Erla heföi nokkrum sinnum
reynt að slita sig frá Sævari, sem
hún taldi að hefði haldið framhjá
sér, en hann hefði alltaf fengið
hana til að taka sig aftur, með
hótunum ef ekki vildi betur til.
Hannsagði, að hafa bæriþetta i
huga þegar á þessi mál væri litið
sem hér væru fyrir dómi. Þessu
næst rakti Guðmundur hvernig
Erlu hefur gengið, siðan hUn
hlaut dóm í héraði 1977, og aö hun
segði að samfélagið neitaði að
taka hana i sátt.
Rannsóknin
Guðmundur Ingvi sagðist hafa
rifjað þetta allt upp, til þess að
hægara væri fyrir menn að
glöggva sig á þvi, sem fram kom
við hina gölluðu rannsókn máls-
Meta verdur skýrslur með varúð
Benedikt Blöndal, verjandi
Guðjóns Skarphéðinssonar, talaði
siðastur verjanda fyrir Hæsta-
rétti. Hann gerði þá kröfu, að
skjólstæðingur sinn yrði sýknaður
af ákæru um að hal'a ráðið Geir-
finni Einarssyni bana, en til vara
að hann hlyti vægustu refsingu.
Þessu næst lýsti hann lifshlaupi
Guðjóns sem er fæddur árið 1943,
kennari að mennt og hefur stund-
að nám i Háskóla um tima. Rakti
hann f fáum dráttum æviferil
Guðjóns.
Um slys að ræða
Þá vék Benedikt að Geirfinns-
málinu og þeim þætti sem Guöjón
er ákærður fyrir. Minnti hann á,
að Guðjón hefði aldrei kvikað frá
þvi I sinurn framburöi að hann
hefði ætlað að leiöa Geirfinn burt
til að firra vandræöum, þvi að
þeim Sævari og Kristjáni væri
laus höndin, eins og Guðjón komst
að oröí. Þetta misskildi Geír-
finnur, firrtist við og þá upphófust
slagsmál er Sævar og Kristján
réöust að Geirfinni. Hvað næst
gerðist man Guðjón ilia, enda
gerðist margt i einni svipan.
Guðjón minnist þess ekki að hafa
tekið þátt i slagsmálunum, hvað
þá að hafa beitt barefli eins og
hinir hafa boriö á hann. Guðjón
heföi aldrei játað á sig manndráp,
þarna hefði oröiö slys.
Þá rakti Benedikt hvernig
rikissaksóknari hefði teflt saman
framburöi ákærðu, sem væri
mjög ruglingslegur og á reiki.
Hann minnti einnig á að nU hefðu
allir aðrir en Guðjón dregið fram-
burð sinn til baka. Yrði þvi trúað,
þá hefði Guðjón að sjálfsögðu
ekki heldur komið til Keflavikur
þetta umrædda kvöld þegar Géir-
finnur hvarf.
Handtekinn   án
úrskurðar
Þessu næst  tók  Benedikt  að
miðað við hvernig þær erufengnar,
sagði Benedikt Blöndal
verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar
rekja rannsókn málsins og mein-
baugi hennar. Hann nefndi sem
eitt af dæmum um gaila hennar,
að skjólstæöingur sinn heföi verið
handtekinn 12. nóv. 1976, án þess
aö nokkur urskurður hefði verið
gefinn Ut, en þrátt fyrir það hefði
Guðjón samþykkt hana. Þessu
næst rifjaði Benedikt upp mjög
strangar yfirheyrslur yfir Guð-
jóni og það sem togað var uppúr
honum við þær. Hann ræddi
einnig um aðrar yfirheyrslur og
sagði:
— Ég tel likur á aö ekki hafi
allir þeir fundist sem fóru til
Keflavikur þetta kvöld.
Þessu næst gagnrýndi Benedikt
ýmislegt i rannsókninni. Hann
nefndi sem dæmi, að Guöjóni
hefði verið gefið valium og libr-
ium saman samfleytt frá 2. des.
1976 til 8. des. og þá hefði hann
verið tekinn I stranga yfirheyrslu.
Er mikið að marka framburð sem
er fenginn undir svona kringum-
stæðum?, spurði Benedikt. Hann
sagði, að inni skjöl málsins vant-
aði til að mynda fyrsta framburð
Erlu Bolladóttur. Hvernig stend-
ur á þvi?
Sýnileg
sönnunargögn   vantar
Benedikt sagði, að sýnileg
sönnunargögn væru ekki til I
þessu máli. Þess vegna væru það
játningar sem ákæran væri byggð
á. Hitt er svo annað mál, að ekki
hefur verið hirt um að afla allra
þeirra sónnunargagna sem hægt
var. Nefndi hann sem dæmi blóð-
leifar sem fundust I sendiferöa-
bflnum, sem fór til Keflavfkur
þetta kvöld. Þær hefði ekki verið
hægt að rannsaka Uti i V-Þýska-
landi vegna anna þegar þær voru
sendar þangað, en ekkert hefði
svo verið gert i að fá blóðsýnið
rannsakað þegar hægðist um i
rannsóknarstofunni. Aldrei var
leitað að Fólksvagninum, sem
farið var i til Keflavikur og likið
flutt I til baka. Þar heföi hugsan-
lega veriö hægt aö finna blóö-
bletti. Það voru þó ekki nema 18
bílar sem komu til greina.
Þar næst vék Benedikt aö sim-
talinu Ur Hafnarbúðinni. Hann
taldi sannað, að enginn ákærðu
hefði veriö þar að verki, en samt
var hringt. Hver hringdi, spurði
Benedikt. Það hafði komið
fram, að þegar Sævar sótti
Guðjón Skarphéðinsson á Ægis-
siðuna þetta kvöld hefði veriö
með honum maöur, sem Guðjón
ekki þekkti. Hver var það? Krist-
ján Viðar segist hafa verið þessi
maður, en Guöjón er ekki sam-
þykkur þvi. Það var aldrei talaö
við fólkið, sem Guðjón var hjá
þetta kvöld, sagöi Benedikt. Allt
veikir þetta rannsóknina mjög,
hve mikið vantar I hana, sagði
hann.
Játning Guðjóns
Hann ræddi þessu næst um
játningu Guðjóns og hvernig
héraðsdómur hefði talið hann
gera sinn hlut sem minnstan.
Guðjón.varð fyrir taugalosti
þegar hann uppgö'tvaðí að Geir-
finnur var látinn. Það er þvi alveg
eðlilegt að hann hafi ekki munað
alla atburði strax við yfir-
heyrslur, enda kom þetta smátt
og smátt hjá honum, sagði Bene-
dikt. Guöjón segir á einum stað i
skýrslu að hann teiji varhugavert
að trUa framburði Sævars og
Kristjáns og tel ég það rétt vera
hjá honum. Þá gagnrýndi Bene-
dikt það, að bréfið, sem Guðjón
skrifaði rannsóknarmönnum, þar
sem hann lýsir þeim atburöum
sem hann mundi, og hefði átt að
vera umræðugrundvöllur við
frekari tilraunir til að fá sam-
hengi I málið, að þetta bréf hefði
svo verið lagt fram sem sjálfstætt
skjal i rannsókninni.
Brestur sönnun?
Benedikt benti á eins og hinir
verjendurnir höfðu einnig gert, að
sönnun skorti á þvi að Geirfinnur
Einarsson væri látinn. Það hefur
ekkert lík fundist. Þvi væri nU svo
komið að byggja yrði á framburði
Guðjóns eins, hinir hefðu allir
dregið til baka sinn framburð.
Fyrst svo væri, þá væri það einnig
ljóst, samkvæmt framburði Guð-
jóns, að hann hefði ekki tekið þátt
i slagsmálunum i Dráttarbraut-
inni, þvert á móti, hann hefði gert
tilraun til að afstýra vandræðum.
Varðandi ásetning taldi Bene-
dikt ljóst að um hann væri ekki að
ræða, ekki einu sinni eftir aö
komið var i Dráttarbrautina.
Erfitt er þvl að meta hvort eöa
hvenær ásetningur myndaöist,
eða hvort hér var um hreint slys
aö ræða. Allt málið ber yfirbragð
slyss.
Benedikt nefndi atriði til refsi-
lækkunar fyrir Guöjón en þessu
næst sagði hann:
— Þjóðin er bUin að dæma
þetta fólk, meira aö segja dóms-
málaráðherra sagði er rannsókn
taldist lokið — martröö er létt af
þjóðinni — . Ég vil þvl vekja at-
hygli á sjálfstæöi dómsstóla, nú
þegar H"$tiréttur tekur að fjalla
um máliö. Að svo mæltu legg ég
málið I dóm með venjulegum
fyrirvara, sagði Benedikt
Blöndal.
—S.dór
næst á og ræddi um að Erla Bolla-
dóttir, hefði verið lykilmanneskj-
an i að opna þessi mál. Það hefði
verið framburður hennar sem
varð til þess, að lögreglan komst
á sporið I Guðmundar- og Geir-
finnsmálunum. Dómsvaldið,
ákæruvaldið og þjóðin öll stend-
ur f þakkarskuld við hana fyrir
það, jafnvel nú eftir að hUn hefur
dregið framburð sinn til baka.
Þá ræddi Guðmundur um hve
skýrslur Erlu hefðu verið rugl-
ingslegar, sem væri I samræmi
við persónuleika hennar, sem
hann hefði áður lýst. Hann tók
dæmi af sögu hennar um að hún
hefði sjálf skotið Geirfinn Einars-
son.Þá trUðu rannsóknarar henni
ekki, en þeir truöu henni þegar
þaðkom þeim og rannsókn þeirra
vel. Varðandi meinsærið sagði
Guðmundur, aðeftir að Erla losn-
aði Ur gæsluvarðhaldi i desember
1975, hefði hún viljað gera allt til
að þóknast rannsóknarmönnum á
timabilinu janUar/april 1976 af
ótta við að verða aftur sett I
gæsluvarðhald. Siðan raktí hann
ýmis dæmi Ur rannsókninni, máli
sinu til stuðnings.
Framburður afturkall-
aður
Þessu næst vék Guðmundur að
því, að Erla hefði nU afturkallað
framburð sinn. HUn segist hafa
þroskast, segir fyrri skýrslUr sin-
ar um máiið rangar, hUn hafi
getað samræmt framburð sinn
við rannsóknina vegna þess að
rannsóknarlögreglumennirnir
báru á milli ákærðu. HUn segist
ekki hafa orðið fyrir þrystingi til
að draga framburð sinn til baka.
En, sagði Guðmundur Ingvi,
það hefur komið fram við mál-
flutning fyrir Hæstarétti, að vitn-
ið Helga Gisladöttir hefur orðið
fyrir þrýstingi og .iafnvel hótun-
um af hendi Sævars Ciecielskis,
ef hUn ekki breytti framburði.
GetUr ekki verið að Erla haf i lika
orðið fyrif þrýstingi og hdtunum?
Þá sagði hann, að þessi afturköll-
unErlunúværiekki til þessfallin
að auka á áreiðanleik fyrri
skyrslna hennar. Og ennfremur
benti Guðmundur á, að Erla hefði
miklu fyrr reynt að draga fram-
burð sinn til baka en ekki fengið
það.
Þá vék Guömundur að vitnis-
burði bifreiðastjóranna tveggja,
sem sögðust hafa tekið Erlu uppí
bfla sina. Sagði hann framburð
þeirra þannig, að möguleiki væri
á ruglingi, auk þess sem þeir
hefðu veriö mataðir á upplýsing-
um.
Sævar höfuðpaurinn
Þessu næst vék Guðmundur að
þvi, hvað Sævar hefði haft mikið
vald yfir Erlu og hefði getað
stjórnað henni algerlega. Það
væriþvi ljóst.að hann værihöfuð-
paurinn I öllum þeim sakamál-
um, sem Erla væri bendluð við,
enda sannaði sakavottorð hennar,
að hUn heföi aldrei komist I kast
við lögin, fyrr en hUn kynntist
Sævari Marinó.
Er  Geirfinnur  látinn?
— Það hefur ekkert Hk fundist,
Framhald á bls. 13
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16