Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN  Föstudagur 25. janúar 1980
H/F'
simi 24400
Járniðnaðarmenn
Óskum eftir að ráða plötusmiði, rafsuðu-
menn og menn vana járniðnaði.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Asparfelli 12
Óskað er eftir konu til að sjá um heimili
fyrir ekkjumann, með 2 börn á skólaaldri.
Aðhlynning  barna  mikilvægasti þáttur
starfsins.
Upplýsingar gefnar i sima 74544 fyrir
hádegi.
Blaðbera
vantar
VESTURBORG:
Fálkagata —
Lynghagi (strax!)
Einarsnes —
Skildinga nes  (strax!)
Góö laun.
Hafið samband  viö af-
greiösluna.
UÚÐVIUINN
Síöumúla 6/  sími  81333.
MINNINGARORÐ:
Rauðsokkahátfðin
Frá morgni
til kvölds
verður  laugardaginn  26/
janúar
I Tónabæ kl. 10-18
I Fáksheimilinu kl. 21-03
A dagskrá verður  leikrit,
upplestur,  söngur,  sprell.
Miðasala vi6 innganginn.
Verð kr. 1500 fyrir daginn,
kr. 2000 fyrir ballift
Barnagæsla um daginn I
Tónabæ.
Rauðsokkahreyfingin
VigMs Vigfusson
F.23.3. 1917 D. 16.12. 1979
Föðurbróðir minn, Vigfus Vig-
fússon, er fallinn i valinn langt
fyrir aldur fram. Vigfus varð
bráðkvaddur sunnudaginn 16.
des. s.l. og fór útför hans fram 27.
s.m. i kyrrþeyað viðstöddum nan-
ustu ættingum, svo sem hann
hafði sjálfur óskað.
Vigfús var aðeins 62ja ára er
hann lest. Hann hafði kennt vax-
andi lasleika um nokkurra ára
skeiðog fór heilsu hans hnignandi
i seinni tið. 1 haust fékk hann úr-
skurð læknis um að hann gengi
með æðaþrengsli við hjarta og
þyrfti.þvl að gæta variiðar. Samt
kom hið skyndilega fráfall hans
mjög á óvart, þótt sjálfur muni
hann hafa fundið að hverju fór.
Mig langar til að minnast þessa
frænda mins og gdða vinar með
örfáum kveöjuorðum.
Vigfúsvarfæddur að Hrísnesi á
Barðaströnd 23. mars 1917. Var
hann elstur tiu systkina, barna
hjönanna Vigfúsar VigfUssonar
bónda i Hrisnesi og Guðbjargar
Guðmundsdtíttur. Vigfiís eldri hóf
búskap i Hrlsnesi 1913 og bjó þar
til dauðadags 1940, en Guðbjörg
bjó þar nokkrum árum lengur
með aðstoð barna sinna og þá
ekkisist Vigfúsar. Arið 1947 flutti
Guðbjörg amma min svo til
Reykjavikur og dvaldi þar eftir
það i skjóli barna sinna; bjó hún
lengst af með dóttur sinni Þuriði,
gjaldkera Sparisjóðsins Pundið.
Amma lést árið 1974 og var þá
nær 82 ára að aldri.
Vigfús átti sina barnæsku og
æskuár i Hrisnesi i hópi foreldra
og systkina. Hann vandist
snemma allri algengri vinnu við
bUskaparstörf og reyndist strax
velvirkur og dugmikill. Hann
stundaði einnig sjóinn þegar hann
hafði aldur til og var þá m.a. á
togurum frá Patreksfirði. Eftir
að faðir hans lést 1940 varð hann
aðal fyrirvinna búsins i Hrisnesi.
Síðar lá leiðin til Reykjavikur.
Gerðist hann þá starfsmaður i
Velsmiðjunni Hamri og sfliar i
Vélsmiðjunni Héðni. Fljótlega hóf
hann nám i Iðnskólanum I vél-
virkjun og lauk prófi i þeirri iðn-
grein. Starfaði hann i Héðni að
námi loknu I mörg ár en slðan um
tlma hjá íslenska álfélaginu og
Landssmiðjunni. Þegar halla tók
undan með heilsu gerðist Vigfús
starfemaður sundlaugar Breiða-
gerðisskóla og vann þar til hinstu
stundar. Kunni hann þvl starfi vel
og gegndi þvi af stakri alúö og
samviskusemi. Var hann þar sem
annars staðar mjög vel látinn af
slnu samstarfsfólki, enda prúöur
maður og sérstaklega þægilegur i
viðkynningu og umgengni.
Vigfús frændi minn var ham-!
ingjumaður i slnu einkallfi. Árið
1949 kvæntist hann Kristlnu
Sveinsdóttur, frá Torfalæk i Aust-
ur-HUnavatnssýslu, greindri og
ágætri konu sem nU harmar ó-
timabærtfráfallhans. Þau VigfUs
og Kristln skópu fjölskyldu sinni
snoturt og friðsælt heimili þar
sem reglusemi og góður andi rlkti
i öndvegi. Hjónaband þeirra Vig-
fúsar og Kristinar var farsælt og
þau bjuggu viö mikiö barnalán.
Þau eignuðust þr já syni sem allir
erunU uppkomnir og miklir efnis-
menn. Þeir eru: Guömundur,
doktor I stæröfræði og háskóla-
kennari I Miami í Flórída I
Bandarikjunum, kvæntur banda-
riskri konu, Robin Kluger; Frey-
steinn, húsasmiöur, kvæntur
Onnu Báru Pétursdóttur, fóstru,
og VigfUs Óðinn, sem enn er i
heimahusum og stundar nám I
Menntaskólanum  I  Reykjavlk.
Ekki var Vigfús frændi minn
mikill umsvifamaöur i félagsleg-
um efnum. Alla tlð helgaði hann
krafta sina nær óskipta heimili og
fjölskyldu. Hann hafði eigi að síö-
ur sinar ákveðnu skoöanir á
vandamálum samfélagsins og fór.
aldrei dult með þær. SamUð hans
var öll með þeim sem minna
máttu sin og halloka fóru I li'fs-
baráttunni. Hann var jafnan
traustur stuðningsmaður sósial-
iskra viðhorfa og fylgdi Sósial-
istaflokknum og siðar Alþýðu-
bandalaginu að málum.
Vigfús las talsvert f fristundum
sinum og aflaði sér þannig auk-
innar viðsýni og þekkingar. Hann
hafði ekki sist mikla ánægju af
ljóðum og hélt einkum upp á
Stephan G. og Einar Benedikts-
son. Hann hafði lagt svo fyrir að
ljóð eftir þá Stephan og Einar
skyldu sungin við útför hans og
fataðist ekki smekkvisi i þvi vali.
Viðsýni og fegurð æskustöðv-
anna við Breiðaf jörð áttu alla tíö
ósvikin Itök I Vigfúsi. Enda er
Barðaströndin falleg sveit og að-
laðandi, ekki sist á björtum og
fögrum sumardögum þegar
Breiðafjörðurinn blasir við aug-
um spegilsléttur með allan sinn
eyjafjölda ogKirkjufellið og Snæ-
fellsjökullinn i suðri. Frændi
minn fóroft i sumarleyfum sinum
i heimsdkn til æskustöðvanna,
fann að máli gamla vini og kunn-
ingja. og voru þá rifjaðar upp
gamlar minningar og liðin tið.
Tók hann sér þá gjarna langar
gönguferðir um þær slóðir sem
honum voru nátengdastar og
kærastar frá bernsku og æsku-
dögum. Þannig hélt hann tengsl-
unum órofnum við upphaf sitt og
sleit aldrei þær rætur sem þar
lágudjúpt i jarðvegi minninga og
sögu.
Þótt VigfUs væri að eðlisfari
fremur hledrægur gat hann jafn-
an glaðst með glöðum og naut sln
vel i hópi vina og ættingja. Hann
bjó yfir græskulausri og léttri
kímni en gætti þess ávallt aö stilla
ölllu sllku I hóf, minnugur þess
„aðaðgát skal höfð inærverusál-
ar". Hann var einlægur unnandi
islenskrar náttúru og hafði mikið
yndiaf aðbregða sér Ut fyrir þétt-
býlið þangað sem frelsi viðátt-
unnar naut sin. Hann hafði á-
nægju af veiðiskap og brá sér
flest eða öll sumur oftar en einu
sinni að vatni eða á með silungs-
stöng sina. Þá stundaði hann
nokkuð rjUpnaveiðar hér i ná-
grenni borgarinnar og var i' slik-
um hugleiðingum þegar kallið
mikla kom þann 16. des. sl.
Enda þótt sárastur söknuður sé
nU kveðinn að Kristinu og fjöl-
skyldu hennar er fráfall Vigfúsar
einnig harmsefni öllum systkin-
um hans og öðrum nánum ætt-
ingjum. En huggun er að með
honum er vænn og vammlaus
drengur genginn, sem skilaði
ævistarfi slnu með sóma.
Ég og fjölskylda min vottum
Kristinu, sonum hennar og
tengdadætrum innilegustu samUð
og biðjum þeim styrks og bless-
unar. — Blessuð sé minning Vig-
fúsar VigfUssonar.
Hraf nhildur Guðmundsdóttir.
SAMKEPPNI
um húsagerðir
á Eiðsgranda
Reykjavikurborg efnir til samkeppni um
ibúðarhúsagerðir á Eiðsgranda, skv.
samkeppnisreglum   Arkitektafélags
Islands og útboðslýsingu
Heimild til þátttöku hafa allir þeir, sem
rétt hafa til að leggja uppdrætti af húsum
fyrir Byggingarnefnd Reykjavikur,  að
undaskildum dómnefndarmönnum og
þeim sem sitja sem aðalmenn i Skipulags-
nefnd Reykjavikur.
Keppnisgögn fást afhent gegn kr. 10.000.-
gjaldi hjá trúnaðarmanni dómnefndar,
Ölafi  Jenssyni.  framkvæmdastjóra,
Byggingarþjónustunnar, Hallveigarstig 1,
Reykjavik.
Tillögum skal skila til trúnaðarmanns
dómnefndar eigi siðar en 1. april n.k. kl.
18.00.
Fh dómnefndar,
ÞórðurÞ. Þorbjarnarson, formaður.
£}
Ibúð óskast
Litil Ibúð óskast til leigu. Upplýsingar
gefur auglýsingadeild Þjóðviljans, simi
81333.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16