Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 25. janúar 1980
Texti: eös - Myndir: gel
„Járnblendifélagið gerir
þær mælingar sem þad
telur nauösynlegar..."
Það bar vel í veiði okkar
Þjóðviliamanna er við
stöldruðum við dagsstund í
járnblendiverksmiðjunni
að Grundartanga fyrir
skömmu. Þann dag var
nefnilega fundur í trúnað-
armannaráði verksmiðj-
unnar og við fengum að
fylgjast með honum. Þetta
er sjö manna ráð, sem
heldur fundi mánaðarlega
að jafnaði.
Fræðslu- og
menningarsjóður
Margt bar á góma á þessum
fundi, sem Kjartan Guðmurids-
son formaöur ráðsins stjórnaöi
af röggsemi. Meðal annars kom
fram, að hugmyndir um fræöslu-
og menningarsjóð starfsmanna
hafa veriö lagðar fyrfr Jón Sig-
urðsson forstjóra.
Við komumst að raun um það,
að samkomulag um vaktafyrir-
komulag hjá flutningadeild fyrir-
tækisins hefur verið endurnýjað
og aö tekist hefur samkomulag
við dagmenn i ofndeild um nokk-
urskonar vaktafyrirkomulag.
Þeir vinna á laugardögum með
vaktaálagi og eiga fri annan
virkan dag i, staðinn.
Formaður trúnaðarmanna-
ráðsins minnti á að aðalkjara-
samningur yæriútrunninn 1. júni
nk. og sagði að timabært væri að
menn færu aö fara yfir samning-
ana og, trúnaðarmenn að skrá
hjá sér þær breytingar sem ósk-
að væri eftir á samningunum.
Þetta yröi að gera timanlega
hver komi með sinar hugmyndir
og þær verði síðan ræddar sam-
eiginlega.
Jafnframt tók formaðurinn
fr am, að ef einhver jar verulegar
breytingar yrðu á samningum á
almennum markaði, væru upp-
sagnarákvæði f samningum
starfsmanna    verksmiöjunnar.
w8 V
tir vélsmiðju járnblendifélagsins.
Mengunarrannsóknir
Hinn 12. nóvember i fyrra kom
maður frá Elkem-Spiger-
verket i Noregi til að annars
ryk- og mengunarmælingar i
verksmiðjunni. Hann dvaldist
þar viö þessar athuganir i tvær
vikur, en engin skýrsla hefur
komið um niöurstöður þeirra
enn. Þessi seinagangur var
nokkuð gagnrýndur á fundinum.
„Crbætur dragast stundum
lengur en þær þurfa aö gera og
við getum sætt okkur við," sagði
Kjartan Guðmundsson þegar
rætt var um þetta og ýmislegt
annað, þar sem úrbóta er þörf.
Baldur Magnússon trúnaðar-
maður fyrir skrifstofu, lager og
rannsóknastofu starfaði með
norska mengunarrannsóknar-
manninum og var hann spurður
um niöurstöður þeirra athug-
ana. Hann sagði að ekkert hefði
komið fráhonum enn. Baldurtaldi
framkvæmd mælinganna hafa
verið nokkuð óljósa. Ákveöinn
fjöldi mælinga heföi verið gerður
hjá hinum ýmsu starfshópum og
virtust niðurstöðurnar   fljótt  á
litið mjög margbreytilegar.
,,Okkar ábendingum
ekki sinnt"
Hljóðmælingar voru gerðar á
stöðum, sem voru fyrirfram á-
kveðnar af fyrirtækinu sjálfu.
„Okkar ábendingum var ekki
sinnt og ekki mælt þar sem var
einna brýnust þörf á mæling-
um," sagði Baldur. Hávaðamæl-
ingarnar voru algerlega á veg-
um fyrirtækisins sjálfs og kröfu
Heilbrigðiseftirlitsins um að það
gerðislikar mælingar var alger-
lega visað á bug.
„Viömunum þrýsta á að þess-
ar niðurstöður komi eins fljótt og
mögulegt er," sagði formaður-
inn. Þær verða til afnota fyrir
trúnaðarmenn og rætt var um á
fundinum að þær yröu etv. birtar
i „Grundartangatiðindum,"
blaði starfsmanna.
Þess má geta i þessu sam-
bandi, að Heilbrigöis eftirlitið
sendi bréf til Járnblendifélags-
ins þann 7. júni 1979, þar sem
þess var krafist að komið yrði
upp i verksmiðjunni nauðsynleg-
um afsogsbúnaði auk annarra
mengunarvarna. Þá skoruðu
trúnaðarmenn og öryggistrún-
aðarmenn i verksmiðjunni á for-
stjóra fyrirtækisins 25. október
sl. að gerðar yrðu ryk- og meng-
unarmælingar innan verksmiðj-
unnar.
Valdsmannshroki
í svarbréfi Jóns Sigurðssonar
forstjóra kemur m.a. fram eftir-
tektarverður hroki í garð Heil-
brigðiseftirlitsins og dramb
þess manns, sem finnst hann
geta farið sínu fram og tuktað Is-
lenskar eftirlitsstofnanir ikrafti
hins erlenda auðhrings, sem
stendur að baki rekstri járn-
blendiverksmiðjunnar. Þar seg-
ir: „Af járnblendifélagsins hálfu
hefur þess vegna verið undir-
strikað, að það gerir þær tnæl-
ingar sem það telur nauðsynleg-
ar til þess að ganga úr skugga
um að vinnuumhverfi' starfs-
manna sé heilnæmt, en ekki nein-
ar mælingar samkv. fyrirmæl-
um eða að tilhlutan Heilbrigðis-
eftirlits rikisins, fyrr en Heil-
brigðiseftirlitið hefur til þess
einhverjar heimildir til að
(svo! ) krefjast slfkra mæl-
inga."
Þá vitum við það. Fyrirtækið
gerir þær mælingar sem það tel-
ur nauðsynlegar og ekkert múð-
ur.
Verkstjórar kynni
sér samninga
A fundi trúnaðarmannaráðs-
ins var veriö aö ræða um samn-
inga og hve margir verkstjórar
væru fákunnandi I þeim,
skömmu áður en við neyddumst
til aö hverfa á brott. Menn voru
sammála um að það væri mjög
vanrækt, að verkstjórar kynntu
sér samninga verkalýðsfélaga
við járnblendifélagið, en alls
munu aðildarfélög að þessum
samningum vera 9 talsins. Til
dæmis mun sérsamningurinn
ekki vera kynntur á verkstjóra-
námskeiöum. Kom fram sú hug-
mynd, að trúnaðarmenn tækju
verkstjóra hreinlega I skóla I
samningunum og kenndu þeim
fræöin.
— eös.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16