Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Föstudagur 25. janúar 1980 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 11
íþróttir;@ í
Jón Héötnsson 1S og Jónas Jóhannesson UMFN eru ekki vanir aö
gefa eftir i baráttunni um fráköstin. Hér má vart á milli sjá hvor
hefur betur. Albert og Atli fylgjast spenntir meö framvindu mála.
Smock
úr
leik
Hinn bandariski leikmaður
liös ÍS i körfuknattleik, Trent
Smock^verður frá keppni um
nokkurn tima vegna meiðsla
sem hann hlaut i leik 1S og KR
um siöustu helgi.
Smock snerist illa á ökla og
þurfti aö fara útaf. Hann kom
slöan inná aftur, en heföi betur
látið það ógert þvi meiðslin
versnuðu einungis. öliklegt er
að hann verði með IS gegn Val
n.k. fimmtudag.
-IngH
^staóan,
Að afloknum sigri UMFN gegn
tS i gærkvöldi er staðan I úr-
valsdeildinni I körfuknattleik
þessi:
KR........11 8  3  936: 837 16
Valur......11 8  3  945: 899 16
UMFN ....12 8  4  991: 961 16
tR.........11 6  5 1048: 975 12
1S.........12 2 10 1014:1089  4
Fram .... 11 2  9 \ 967:1039  4
Næstu leikir I úrvalsdeildinni
verða um helgina. A morgun,
laugardag,leika KR og Fram I
Hagaskólanum kl. 14. A sunnu-
dag leika 1R og Valur i
Hagaskólanum kl. 13.30.
íþróttir
NjarðvíSdisgamk
komnir á skrið
Sigruðu Stúdenta örugglega í gærkvöld 76-65
Njarðvíkingar unnu i gærkvöld sinn fyrsta sigur i Urvalsdeildinni
á þessu ári þegar þeir lögðu að velli lið Stúdenta. Aður höfðu
sunnanmenn tapað fyrir Val og 1R, þannig að ef þeir ætluðu sér að
vera áfram með i toppbaráttunni þá urðu þeir að vinna tS. Það
gerðu sunnanmenn af öryggi, en fremur lltill glæsibragur var yfir
ieiknum, aragrúi mistaka á báða bóga.
Þegar Stúdentarnir hlupu inn
á völlin kom i ljós að bandariski
leikmaðurinn þeírra, Trent
Smock, var ekki meö og
álitu n vist flestir aö tS-liðið,
án hans, yröi hvorki fugl né
fiskur. Mikið jafnræöi var með
liöunum í upphafi og var 1S
heldur á undan fyrstu minuturn-
ar, 9-6 og 13-10. Þá var eins og
leikur stúdentanna hryndi til
grunna, ásamt þvl að Njarðvik-
ingarnir færöust allir I aukanna.
Sunnanmenn  skorðu  hvorki
meira né minna en 20 stig án
svarsfrá 1S og staðan breyttíst i
26-13 fyrír UMFN. Þessi munur
hélst siðan litt breyttur allt til
loka fyrri hálfleiks, 30-20 og 42-
30.
Stiidentarnir reyndu að halda
Ihorfinu I seinni hálfleiknum, en
þeir ógnuðu aldrei verulega
sigri UMFN, 50-38, 55-44 og 58-
49. Minnstur munur á liðunum
var 7 stig, 62-55, og lokatölur
urðu siðan 9 stiga sigur UMFN
76-55.
Mjög berlega kom i ljós I
þessum leik aö I liði Stúdent-
anna virðist enginn geta skorað
úr langskoti þegar Smock er
ekki meö. Þess ber að geta, að
Smock er vanur að skjóta u.þ.b.
70% langskota lS-liösins I
leikjum. Þannig er ekki aö
undra, að hinir leikmennirnir
séu Htt æfðir I þessum hlutum.
Heföi ekki fát og óðagot hlaupiö
i IS-liðið I fyrri hálfleiknum er
öruggt að þeir hefðu veitt
UMFN  enn meirí mótspyrnu.
Bestan leik i liöi 1S átti Jón
Héðinsson, geysilega sterkur og
öruggur leikmaður. Einnig áttu
Gunnar og Bjarni góða spretti.
Gunnar hefur ekki áöur leikiö
betur meö tS.
Framhald á bls. 13

Keegan, Miiller.
Beckenbauer
og fleiri frægir knattspyrnukappar munu
leika fyrir Sepp Maier heiðursleik
Það verður mikið um að vera
á olympiuleikvanginum i
Munchen i mai n.k. Þá verður
leikinn heiðursleikur fyrir
Sepp Maier, fyrrum markvörð
Bayern Munchen og vestur—
þýska landsliðsins. Flestir
islenskir knattspyrnuáhuga-
menn muna eftir þvi þegar
Maier léklistir sinar i hálfleik
á landsleik tslands og Vestur-
Þýskalands s.l. sumar. Hann
lenti siðan I bilslysi I haust og
vegna afleiðinga þess slyss
hefur hann núákveðið að leggja
skóna á hilluna.
Uli Höness, framkvæmda-
stjóri Bayern Munchen og
fyrrum leikmaður með Maier i
landsliðinu hefur gengist fyrir
þvi að efnt yrði til sannkallaðs
stórleiks fyrir Maier og ku nú
ákveðið að hann verði i mai n.k.
Vestur-þýska landsliðið mun
leika gegn Bayern  Miinchen.
Með landsliðinu munu spila
Maier, Höness og „keisarinn"
sjálfur, Franz Beckenbauer.
Til þess aö mótspyrnan verði
ærleg hefur Bayern Munchen
fengið til liðs við sig Knatt-
spyrnumann Evrópu, Englend-
inginn Kevin Keegan.
Seppurinn Maier er frægur
viöa fyrir léttleika sinnog
svona til þess að undirstrika
umhyggju sina fyrir áhorfend-
um hefur hann ákveðið að öllum
sem á kveöjuleikinn koma verði
boðið upp á bjór og pylsu.
Reiknað er meö 70 þús.
áhorfendum.
Mair er ekki alveg hættur af-
skiptum af knattspyrnu þó að
hann leiki ekki framar sjálfur.
Hann þjálfar markverði
Bayern Munchen og segir það
vera sitt næsta takmark, að
hinn 20 ára gamli markvörður
Bayern, Walter Junghaus taki
sæti sitt I landsliðinu.
Fjörkálfurinn, Sepp Maier
ætlar að bjóða öllum áhorfend-
um á kveðjuleik sinum uppá
bjór og pylsu. Það er þvi ljóst
að nóg verður að gera hjá öl- og
pylsugerðarmönnum I
Mlinchen næstu mánúðina.
Valsmenn í kröppum
dansi á morgun
Leika gegn sænska liöinu Drott
„Við erum nú komnir yf ir fyrstu hindrunina og ég
vona innilega að við sleppum við að fá mótherja frá
Vestur-Þýskalandi í næstu umferð. Ef það tekst ætt-
um við að verða nokkuð öruggir áfram," sagði þjálf-
ari sænska handknattleiksliðsins Drott, Bengt
Johansson, eftir að Sviarnir höfðu slegið Grass-
hoppers frá Sviss út úr fyrstu umferð Evrópubikar-
keppni meistaraliða.
hver ju rúmi. Liðið varð sænsk-
ur meistari 1975, 1978 og 1979 og
segir það meira en mörg orð
um styrkleika liðsins. I ár eru
þeir einnig með I toppbarátt-
unni.
Leikmenn Drott eru eftir-
taldir (landsleikir isviga fyrir
aftan):
I
¦
I
¦
I
¦
I
i
¦
I
¦
I
¦
I
¦
I
¦
I
¦
I
¦
I
¦
I
¦
I
¦
I
¦
I
i
I
¦
I
¦
I
Kappinn á myndinni hér aö ofan heitir Thorbjörn Klingwall og er
einn af lykilmönnum Dr ott-liðs ins. Hann hefur leikið 24 landsleiki
fyrir Svíþjóð.
Þeim hjá Drott varð að ósk
sinni, þeir lentu ekki gegn
vestur-þýsku liöi, fengu i stað-
inn Islensku meistarana Val.
Hvort Drott er öruggt áfram
mun siðan koma í ljós næstu
tvær helgar, þvl á morgun,
laugardag leika Valur og Drott
fyrri leikinn og verður hann
háður í Halmstad I Svlþjóð.
Seinni leikur liðanna verður
síðan um aðra helgi I Laugar-
dalshöllinni.
Eins og áður sagði sigraði
Drott Grasshoppers frá Sviss I
1. umferðinni. Sviarnir sigruðu
29-21 i Halmstad og einnig I
leiknum i Sviss, 25-24. Maður-
inn á bak viö sigur Drott var
markvörður inn Leik Asber g og
litur út fyrir að Valsmenn þurfi
að glima við snjallan sænskan
markvörð. Við skulum vona aö
þeir fari ekki eins flatt á þeirri
viðureign eins og Víkingarnir,
en þá lék grátt markvörður
Heim, Claes Hellgren fyrr I
vetur.
1  liði Drott  eru  margir
reyndir kappar, valinn maður I
1. Leif Asberg
2. ThorbjörnKlingwall
3. BengtHansson
4. Jörgen Abrahamsson
5. Einar Jacobsson
6. Per Karlén
7. Göran Bengtsson
8. Ulf Schefvert
9. Hans Gunnar Lund
10. Jonny Bencid
11. Rolf Dahlström
12. Mats Thomasson
(24)
(79)
(47)
(14)
(22)
(30)
Valsliðið hefur undrbúið sig
af kostgæfni undir þessa
Evrópuleiki og þeir fara með
alla slna bestu leikmenn til
Sviþjóðar. Leikur þeirra gegn
KR á dögunum gefur vonir til
þess að Valsararnir ættu að
geta náð hagstæðum úrslitum I
leiknum á morgun.
I
¦
I
i
¦
I
¦
I
¦
I
¦
I
¦
I
i
¦
J
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16