Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. janúar 1980
AF ÞINGMANNALEIÐ(A)
Ekki veit éq hverniq á bví stendur að bað
virðist útbreidd skoðun, að Alþingi Islendinga
og kjörnir fulltrúar þjóðarinnar, sem þar
sitja, njóti takmarkaðrar virðingar meðal
almennings í landinu.
Svo rammt hef ur að þessu kveðið, að forseti
Islands hef ur í tvígang, bæði við þingsetningu
og þinglausnir, fundið sig knúinn til að taka
málið sérstaklega fyrir, enda þingmenn —
áreiðanlega að ástæðulausu — komnir í
varnarstöðu gagnvart svo fráleitu almenn-
ingsáliti.
Það var því sannarlega kominn tími til að
sjónvarpið gerði þessum málum verðug skil
og það ýrði reifað og rannsakað hvort, og þá
hvers vegna, virðing almennings fyrir lög-
gjafarsamkundunni og þingheimi færi dvín-
andi.
Nú hefur sjónvarpið sem sagt ákveðið að
gera framhaldsmyndaþætti um Alþingi og
umsvif þess og „færa þjóðina þar með nær
kjörnum fulltrúum hennar," eins og sagt er.
Fyrsti þátturinn kom svo á skjáinn á þriðju-
daginn var (daginn áður en fyrsta þættinum
af „útí óvissuna" var sjónvarpað), og lofaði
hann góðu um framhaldið.
Eins og vænta mátti voru mættir til leiksins
bæði þingmenn, gáfumenn og fulltrúar al-
mennings útí bæ.
Gunnar Schram hafði orð fyir almenningi
og var helst á honum að skilja, að ef til vill
þætti landsmönnum það lítil afköst á þingi að
afgreiða aðeins tuttugu lagafrumvörp af sjö-
tíu, sem komið hefðu til kasta síðasta þings og
að af þeim hefði bróðurparturinn ekki fengið
af greiðslu fyrr en á síðustu dögum bingsins og
þá í miklum snarhasti.
Fyrir svörum urðu tveir af kjörnum full-
trúum þjóðarinnar, og bentu þeir á þá stað-
- reynd að þó að þingmenn sætu yf irleitt ekki í
þingsalnum og hlustuðu á aðra málf lytjendur
en sjálf a sig, é þingtimanum f rá tvö til f jögur
á daginn, þá væru þeir oftast margir hverjir í
húsinu þennan tíma og kæmu í fundarsalinn
„þegar bjöllunni væri hringt" og þess vegna
væri oftast hægt að greiða atkvæði um það
sem fyrir lægi hverju sinni.
Hins vegar gátu allir orðið sammála um
það, að þingmenn hefðu í raun og veru sáralít-
inn tíma til að sinna þingstörfum, þar sem
þeir yrðu að búa við það óf remdarástand að
vera sjálfskipaðir í önnur tímafrek störf.
Auðvitað er þingmönnum vorkunn að þurf a í
h|áverkum á Alþingi að vera að dunda við
lagasmið, þegar þeim ber að beita starfs-
kröftum sínum óskiptum á öðrum víg-
stöðvum, til dæmis í: Norðurlandaráði, Þing-
mannasamtökum Evrópuráðs, Þingmanna-
ráði Nató, Sendiráði Sameinuðu þjóðanna,
öllum bankaráðum og sjóðum s.s. Fram-
kvæmdasjóði, Byggðasjóði, Fiskveiðasjóði,
Iðnlánasjóði, Stofnlánadeild, Útflutnings-
sjóði, Innf lutningssjóði, Hafísnefnd,
Sáttmálasjóði, Viðlagasjóði, Hallærissjóði,
Gullpennasjóði, Félagsheimilasjóði, Hita-
kostnaðarjöfnunarsjóði og Skipaolíuhreins-
unarniðurgreiðslusjoði, svo nokkuð sé nefnt.
Líklega ættu allir að geta fallist á það að
svonefnd „óeigingjörn störf" þingmanna á
öllum þessum vígstöðvum eru ekki til þess
fallin að rýra álit landsmanna á þeim, heldur
hið gagnstæða.
Sumir þarna á skjánum virtust þeirrar
skoðunar að virðing landslýðs fyrir Alþingi
færi hugsanlega dvínandi, þegar ekki tækist
innan stofnunarinnar að koma saman starf-
hæfri ríkisstjórn, en háttvirtur þriðii þing-
maður Suðurlands virtist þeirrar skoðunar, að
það væri ekki í verkahring Alþingis að mynda
ríkisstjórn, heldur forseta lýðveldisins.
Þá var það að stjórnandi þáttarins bað hátt-
virtan (ég man ekki númer hvað) þingmann
Reykvíkinga að greina frá því í sem stystu
máli hvað liði endurskoðun stjórnarskrár-
innar og hvað stjórnarskrárnef nd væri að fást
við þessa dagana.
Þingmaðurinn svaraði því til, að hann hefði
verið bæði elsti og yngsti f ulltrúinn á þingi og
að stjórnmálaástand hefði og verið mjög
ótryggt á dögum Weimarlýðveldisins í
Þýskalandi, víst einar tuttugu stjórnarkrepp-
ur á örskömmu æviskeiði þess fyrirbrigðis.
Ekki var þingmaðurinn kominn að því að
greina frá því hvernig endir var bundinn á
þetta ófremdarástand í Þýskalandi milli-
stríðsáranna, þegar stjórnandi þáttarins sá
sig knúinn til að benda á það að tíminn væri að
þrotum kominn (eða hvernig það nú er orðað)
og bað þingmanninn að fara fIjótt yfir sögu í
svari sínu við þvi, hvað endurskoðun íslensku
stjórnarskrárinnar liði.
Þingmaðurinn brást vel við og sagði að hér
hef ði verið stjórnarkreppa 1942, en hins vegar
giltu sérstakar og flóknar reglur um það
hvernig f arið væri að því að skipta um kansl-
ara í Vestur-Þýskalandi.
Og þá var tíminn endanlega þrotinn og allir
sungu síðasta vers:
Alþjóö er það allra best
að elska stjórnarherra.
Þeím mun viskan veitast mest
og virðing aldrei þverra.
Flosi.
Lúdvík
Jósepsson
Um efnahags-
tiilögur Alþýðu
bandalagsins
Nidurfærsla verðlags
Ein af tillögum Alþýðubanda-
lagsins til að draga úr sifelldum
verðhækkunum, er að allir aöil-
ar, sem með verðlagsmál hafa
að gera, taki strax I upphafi að-
gerðanna nokkuð á sig til sam-
eiginlegrar niðurfærslu verð-
lags.
I tillögunum segir:
„Þannig verði tryggt
að rikisíitgjöld verði lækkuð
nokkuð,
aðflutningsgjöld veröi lækk-
uð,
' aö  vátryggingarkostnaöur
lækki,
að bankar leggi fram sinn
hlut, til lækkunar aðgerðanna,
að þjónustugjöld lækki nokk-
uð,
aö verslunarálagning lækki,
og
að aðrir þættir verðlagsmála
lækki einnig eftir nánari
ákvörðun.
Lækkunin nemi 5-10% i hver ju
blviki eftir nánari ákvörðun,
enda jafngildi þessar lækkanir
um  3% i framfærsluvisitölu."
Með þessari tillögu er lagt til
að almennt átak allra verði gert
til nokkurrar verðlækkunar. Til
þess að gera fyrirtækjum betur
fært að taka á sig litgjóld í þess-
Allir taki þátt
í nidurfærslu-
aðgerðum
um efnum, er jafnframt lagt til
að rfkið felli niðúr 11/2 launa-
skatt,sem atvinnureksturinnnú
þarf að greiða. Launaskattur
þessi nemur 7,5 miljörðum
króna á einu ári. Þá er einnig
lagt til að lækka vexti um 10% i
tveimur áfóngum. Slik vaxta-
lækkun myndi létta miklum út-
gjöldum af mörgum fyrirtækj-
um. Þá verður einnig að hafa
þaði' huga, að öllum rekstri yrði
það til nokkurs gagns, að verð-
bólgan færi minnkandi.
Með þessum niðurfærsluað-
gerðum, er ekki verið að banna
allar verðhækkanir siðar á ár-
inu.
í tillögunum er gert ráð fyrir
að óheimilt verði að leyfa meiri
verðlagshækkun ársfjórðungs-
lega en 6% ifyrsta fjóröungi, og
5% i' þeim næsta og enn 5% á
timabilinu ágúst/nóvember.
Verðlagshækkanirgætu því orð-
ið nokkrar þrátt fyrir 5-10%
niðurfærsluna frá núgildand*
verði, og yrði þá farið eftir
rekstrarlegum aðstæðum.
Niðurfærsluaðgerðirnar yrðu
hins vegar að vera byrjunar-
framlag allraog þar yrði rikið
einnig aðkoma til með nokkurri
lækkun sinna útgjalda.
Verðlækkun af þessu tagi er
grundvallarskilyrði þess, að
launafólk taki þátt i samningum
um launabætur sinar.
Alþýðuflokkur og Fram-
sóknarflokkur hafa hafnaö
þessari niðurfærsluleið með
öllu.
Tillögur þeirra eru aö launa-
fólk eitt eigi að færa niður sitt
kaup.
Alþýðubandalagið lagði hins
vegartilaölagðaryrðu fram 6.0
miljarðar króna til félagslegra
umbóta, einkum á sviöi félags-
legra ibúðabygginga, barna-
heimila og bygginga fyrir aldr-
aða. Með sliku framlagi ætti að
verahægt að greiöa fyrir launa-
samningum og þar með að
leggja grundvöll að friði á
vinnumarkaði.
Þessari tillögu Alþýöubanda-
lagsins höfnuðu Alþýðuflokkur
og Framsóknarflokkur.
Séð yfir hluta hinnar óvenju snyrtilegu vélsmiðju járnblendiverk-
smiðjunnar á Grundartanga. A gólfinu eru rafskaut i bræðsluofna.
(Mynd: —gel)
180 MANNA
STARFSLIÐ
í járnblendiverksmiðjunni, þegar
báðir ofnarnir verða komnir í notkun
A milli 130 og 140 manns starfa
mi hjá járnblendiverksmiðjunni á
Grundartanga. Starfsemi fyrir-
tækisins er nú umfangsmeiri en
ella vegna byggingarfram-
kvæmda.
Reiknað er með um 180 manna
starfsliöi þegar báöir ofnarnir
verða komnir I gang og bygg-
ingarframkvæmdum lokið. Ef
þriðji ofninn yrði reistur, en á þvi
er nii  verið  að  gera  frumat-
huganir, yrðu að llkindum ráðnir
50-60 manns til viðbótar þessum
180.
Raforkan sem verksmiðjan fær
nú er 24 megawött í stað 30.
Vatnsborð i Þórisvatni hefur
verið lágt I vetur og hefur Lands-
virkjun skammtað járnblendi-
verksmiðjunni raforku siðan i
haust. Alls hefur verksmiðjan þó
26 megawött til framleiöslunnar,
þvi2 megawöttfástiviðbót ef allt
er meðtalið.
—eös
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20