Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Laugardagur 26. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Greinaflokkur efftir Björn
Arnórsson hagfræðing BSfÍB
Hvað er
vísitala?
Bjöm Arnórsson
Vísitölugrundvöllurinn
Siðast fjallaöi ég um neyslurannsóknir og að
núverandi framfærsluvisitölugrundvöllur hefði
verið notaður síðan 1968, en hann byggir á bú-
vörureikningum 100 fjölskyldna á árunum 1964 -
1965.
Mjög mikil breyting varð með þessum grund-
velli frá þeim, sem áður hafði verið notaður allt
frá árinu 1959. Þannig voru um 240 liðir i 1959-
grundvellinum, en i 1968-grundvellinum eru um
500 liðir. Auk þess eru margir liðirnir samsettir
úr mörgum vörutegundum þannig að verðupp-
lýsingarnar, sem safnað er að hverju sinni
skipta þúsundum.
Að s jálfsögðu er ekki svigriim hér til að rekja
alla þessa liði, en ef við skiptum þeim upp i
helstu ftokka, þá voru hlutföllin, sem hér segir í
grundvellinum 1968.
Matvörur...............................26.71%
Drykkjarvörur (kaffi,gosofl.) ...........3.45%
Tóbak...................................2.62%
Föt og skófatnaður......................11.59%
Hiti og raf magn..........................3.84%
Heimilisbiinaður,hreinlætisv. o.fl.........7.95%
Snyrtivörurog snyrting..................1.71%
Heilsuvernd .............................1.97%
Eigin bifreið.............................8.67%
Fargjöld og þess háttar..................1.59%
Sima- og póshitgjöld .....................1.28%
Lestrarefni, útvarp, sjónvarp,
skemmtaniro.fi.......................10.82%
Annað ..................................¦ 2.26%
Samtals (visitala vöru og þjón.) .........83.46%
Húsnæði................................16.08%
Gjöld til opinberra aðila (alm. tryggl.
sjúkrasaml.o.fl.)......................^3.42%
Samtals...............................102.96%
-í- fjölskyldubætur .....................-,2.96%
Alls (framfærsluvisitala) ..............100.00%
NU getur hver sem er skemmt sér við að Hta I
eigin barm. Ef tekjur mínar eftir skatta eru t.d.
200 þUsund kr., eyði ég þá 26,71% eða 53.420
krónum i mat eða 16.08% eða 312.160 krónur I
húsnæði?
Litill munur
En ég efast stórlega um að nokkur fái niður-
4. GREIN
stöðu, sem stemmir viö eigin bUreikning og kem
ur þar fyrst ogfremst tvennt til. I fyrsta lagi er
þessi grundvöllur meðaltal af neyslu 100 íjöl-
skyldna eins og fjallað'var um I siðasta pistli, og
iöðrulagi hefur neyslaokkarbreysttöluvert frá
þvi að ofannefnd rannsókn var gerð, eins og
áður hefur verið getið.
Enþá vaknar spurningin.sem viðheyrum svo
oft: „Neyslan hefur breyst mjög mikið frá árun-
um 1964-1965. Þýðir það ekki að framræsluvisi-
talan mæli kolvitlaust?" Þvi verður vissulega
ekki svarað fyrr en nýi grundvöllurinn er kom-
inn i gagnið og við getum látið þá mæla samtlm-
is. en grun hef ég um að mismunurinn sé ekki
svoýkjamikill.Tilfellið er nefnilega að þegar til
lengdar lætur hafa hinar ýmsu vörutegundir til-
hneigingu til að hafa sömu „verðbólgu", þ.e.a.s.
að hækka álika mikið I verði. Ef nUgildandi
grundvöllur er borinn saman við 1959 grunövöil
inn, þá er munurinn ótrUlega litill — og var þó
um meiri breytingu að ræða þá en væntanlega
mun verða með næsta grundvelli.
Hlutfallslegar
breytingar
Þá komum við að hinni spurningunni, þ.e.:
,,Er nokkurt vit i visitölugrundvelli, sem aðeins
byggist á verðlagi og neysluvenjum Reykvik-
inga?" Orugglega yrði um einhverjar breyting-
ar að ræða, en ég er sannfærður um að frávikið
yrði ekki svo mikið. Við megum ekki gleyma því
að framfærsluvisitalan mælir hlutfallslegar
breytingar þ.e.a.s. breytingar miðaðar viö ein-
hvern ákveðinn grunn. Segjum t.d. að það kosti
200 þUsund fyrir f jölskyldu að búa i Reykjavik,
en 250 þUsund fyrir sömu fjölskyldu að bUa á
Raufarhöfn. Segjum svo að ári siðar kosti 300
þUsundað bUa I Reykjavík og 375 þusund að búa
á Raufarhöfn, þá myndi vlsitalan segja okkur,
að verðbolgan hefði verið 50% á báðum stöðun-
um þvi það er 50% dýrara að lifa þar eftir sem
áður. Vísitalan mælir ekki upphæðina heldur
breytinguna. Veigamesta undantekningin frá
þessuer vafalaustolia til hUahitunar, sem hefur
hækkað gífurlega i verði að undanförnu en þar
sem Reykvikingar búa við hitaveitu. þá kemur
olia til húsahitunar ekki inn i framfærsluvisitöl-
una.
Næst:
Kaupgjaldsvisitala
Aður birt I Þjóðviljanum: 1. grein 15. jan., 2.
grein. 17. jan., 3. gr. 23. jan., '80. Klippið Ut og
haldið til haga.
Tollgæslan:
Minna gert upptækt árið 1979
BÆKUR
BÆKUR
heldur en áriö áöur var taisven mmni að vöxtum
heldur en árið 1978.
Ólöglegur  innflutningur  sem     1228 flöskur  af  áfengi  voru
Tollgæslan lagði hald á árið 1979   teknar en 2318 áriö 1978. 38.800
Framtabfrestur
framlengdur
Rikisskattstjóri ákvað I gær að
framlengja skilafrest skattfram-
tala, þannig að einstaklingar eiga
nU að skila framtölum slnum
fyrir 25. febrUar i stað 10. febrUar
og einstaklingar sem hafa
atvinnurekstur eða sjálfstæða
starfsemi hafa nú frest til 31.
mars I stað 15. mars.
Astæðan fyrir þessu er sU, að
alþingi hefur enn ekki afgreitt
ýmsar breytingatillögur viö nýju
skattalögin sem lagðar voru fram
fyrir jólin. Fjárhags- og
viðskiptanefndir beggja deilda
fjalla nU um tillögurnar, sem
m.a. snerta fyrningu I atvinnu-
rekstri og þak á vaxtafradrátt
einstaklinga og er búist við þvi að
niðurstaða fáist I næstu viku.
Fyrr er ekki hægt að bera Ut
framtalseyðublöðin nýju, þvi
leiðbeiningar Rikisskattstjóra
fara eftir niðurstöðu þingsins.-AI.
Gunnar M. Magnús skrifar um bókmenntir
Þverskuröur af
þjódfélaginu
Oddný Guðmundsdóttir
Siðasta baðstofan
Bókaforlag Odds Björnssonar 1979
sigarettur voru teknar en 262.230
áriðáður, 12.475 bjórflöskur eða
dósir voru teknar en 12.505 árið
áður. 1256 kg. af hráu kjötmeti
var tekið en 1961 kg. árið 1978.
Keflavikurflugvöllur er ekki
meðtalinn I þessu yfirliti. Auk
þess lagði Tollgæslan hald á
ýmsan varning sem fluttur var
ólöglega til landsins svo sem lit-
sjónvarpstæki, heimilistæki,
hljómflutningstæki, talstöðvar,
bildekk o.fl.
A árinu 1979 leiddi rannsókn
tollgæslunnar á röngum
aðflutningsskjölum innflytjenda'
til hækkunar innflutningsgjalda
um tæpar 78 milj. kr. en sam-
svarandi tölur frá árinu áður
voru 64 milj. kr.
Tollgæslan sektaöi og gerði
upptækan ólöglegan innflutning á
151 máli á árinu 1979 á móti 210
árið áður. Sektarupphæðin nam
samtals 5.6 milj. kr. en var árið
1978 4.2 milj. kr. Þess skal getið
að Tollgæslan hefur einungis
heimild til þess að beita sektum
og upptöku eignar i minni háttar
málum.
GFr.
Þess skal fyrst getið, að eftir
lestur þessarar skáldsögu finnst
mér liggja á borðinu fyrir framan
mig langþráð verk Ur þjóðflífi
okkar nitjándu aldar manna.
Margir hafa skrifað um
takmörkuð svið, sem tengd eru
einstökum atburðum úr Hfi fólks,
en enginn rithöfundur mun fyrr
hafa skrifað um fimm kynslóöir,
fra morgni aldarinnar til þessa
dags.
Fyrrihlutaþessa verks skrifaði
höfundurinn I byrjun heims-
styrjaldarinnar sfðari og kom
bókin Ut undir heitinu: Svo skal
böl bæta. Þrjátíu árum siðar, eða
1972, var seinni hlutinn saminn og
kom út á siðastliðnu hausti undir
heitinu: Siðasta baðstofan.
1 fyrri hluta skáldsögunnar
segir frá börnum, sem siðan vaxa
og verðaaðalsöguhetjur. Það eru
Eyvindur og Disa. Greint er frá
uppeldi þeirra og unglingsárum,
samdrætti þeirra og ástum og
loks er þau setjast að I Hvamms-
koti, örreytisjörð. Þau bUa viö
fátækt, eignast börn og buru og
verða þar með tengiliður kynslóð-
anna I landinu.
Seinni hlutinn hefst svo þrjátiu
árum  siðar.  Börn  þeirra  eru
uppkominn og farin úr sveitinni,
sum  til  Reykjavfkur og  verða
bjargálna, jafnvel efnuð og lifa I
dýrlegum   fagnaii,   eignast
gljáandi tisku-IbUðir, fara I sólar-
landaferðir árlega  og  lifa  i
peningaflóði.Fráþvisegir, að ein
dóttirin hefurlifað i vellystingum
og átt börn, en hamingja hefur
ekki vaxiö I hUsi þeirra. Dóttir
þeirra um fermingu er send til
gömlu hjónanna i Hvammskoti,
þar sem þau bUa ennþá baðstofu-
lifi. og 1 flestu utan við tækni
tlmans  og  framfarir.  Dóttirin
Eyja erbarns sins tlma Hún hefur
ánetjast slarki og pillum, hatar
fræðslu og skólann, og kemur eins
og munaðarleysingi I Hvamms-
kot til afa og ömmu. HUn er
brennimerkt samtiö sinni, kæru-
laus, fáfróð og viljalaus til allra
verka  og  allrar  dáðar,  fer
einfórum og ætlar að strjUka. I
sögulok  hefur  hUn  komist  Ur
þessum viðjum og allt bendir til
þess að henni hafi verið bjargað
ur vesöld timans og hUn eigi f yrir
sér að vakna til hugsunar um
tilveruslna og þar meö um lif sitt
til frambUðar i starfi. HUn er
þvi-nær  ólæs og afi og amma
skilja  ekki  mál  hennar.  HUn
svarar með axlahreyfingum  og
höfuöhnykkjum  og þekkir ekki
einföldustu hluti i verksviði fólks-
ins.
Þessari vegferð gegum öldina
lýsir Oddný á svo hóglegan og
Oddný Guðmundsdóttir
trUlegan hátt, að samtlðarmenn
finna að svona var það og svona
er það.
Oddný hefur sérstakan stil,
hógværan og látlausan. Frásögn
hennar minnir tiöum á kvik-
myndastil i myndum. Allt i einu
nemur persóna staðar og fer að
hugsa um aðdraganda atburðar
og sér fyrir sér, hvernig tildrögin
voru til þess aö hun stendurhér,
siðan heldur söguþráðurinn
áfram. HUn er klmin og ádeilin.
i senn,I fáum orðum bregður hUn
upp minnisverðum myndum:
„Hann haföi dvaliö I Reykjavik
og þar eru engar baðstofur, nema
ef telja skyldi Baöstofu iðnaðar-
manna, sem eiginlega er þó engin
baðstofa, þvi að hun lekur
ekki...."
„Meðal bændanna, sem voru
rækilega klæddir gegn kulda og
ataðir rUgmjöli og hrosshári, var
honum samræmis vegna ofaukið,
eins og gljáandi stofuborði i
hlóðaeldhúsi..'.'
„Þeir feðgar voru hæglátir
menn og heldur minna baktalaðir
en gerist um sveitastjórnir."
Oddný Guðmundsdóttir er
enginn viðvaningur á ritvellinum
og hefur skrifað góðar bækur. En
ég tel hiklaust aö skáldsagan:
Sfðasta baðstofan, sé hennar
merkast verk.
Ég vil benda þeim fulltrúum
þjóðarinnar, sem velja verk til
kynningar i Norðurlandaráði, að
lesaþessaskáldsögumeð Ihugun,
— skáldsögu sem er i raun og
veru þverskurður af lifi Islensku
þjóðarinnar á þessari öld.
Gunnar M. Magnúss
Texti með þessari mynd af fundi trúnaðarmanna I járnblendiverk-
smiðjunni féll niður I blaðinu í gær.
Frá vinstri: Baldur Magnússon, trúnaöarmaður fyrir skrifstofu, lager
og rannsóknastofu, Benedikt Jónsson, trúnaðarmaöur rafvirkja, Þor-
valdur Þorvaldsson trúnaðarmaður starfsmanna I mötuneyti, Kjartan
Guðmundsson formaður ráðsins, Jón Sæmundsson, trúnaðarmaöur
ofndeildar, Ingvar Sigurðsson, trúnaðarmaður flutningadeildar og
Einar Guðleifsson trúnaðarmaður járniðnaðarmanna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20