Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Laugardagur 26. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
Siöustu tónleikar Myrkra
músikdaga að þessu sinni
veröa i Bústaðakirkju annað
kvöld, (sunnudag) og hefjast
kl. 20.30. Eru þeir á vegum
Kammermúsikklúbbsins. Þar
koma þær fram Manuela
Wiesler, sem leikur á flautu og
Helga Ingóifsdóttir, sem leikur
á sembal.
Þær stöllur hafa um árabil
haldið sumartónleika i Skál-
holti við miklar vinsældir. Hafa
þær flutt þar jöfnum höndum
verk barrokkmeistaranna og
nýja tónlist, sem sérstaklega
er samin fyrir þær.
A tónleikunum i Bústaða-
kirkju verða flutt tvö barokk-
heitinu, að ,,da" þýði ,,já" á
rússnesku, auk þess, sem það
er helmingur orðsins „dada".
Leifur samdi flautusónötuna
fyrir Manuelu til flutnings á
sumartónleikum i Skálholti sl.
MYRKIR
MUSÍKS-
DAGAR
Manuela Wiesler, Helga lngóli's dóttir .
Maðurþarf
hvorkiað borða nésofa
verk.sónata i e-moll eftir Matt-
heson og hin mikla h-moll
sónata Bachs. Þá verða flutt
Stúlkan og vindurinn eftir Pál
S. Pálsson og tvö ný verk eftir
Leif Þórarinsson, „Da", fanta-
sia fyrir sembal og Sónata per
manuela. Áður hefur Leifur
samið fyrir þær verkið Sumar-
mál, sem flutt verður á Nor-
rænu músikdögunum i Helsinki
næsta haust.
Johann Matteson, (1681-
1764) skiJdi dýpstu sporin eftir
sig sem tónfræðingur, gagn-
rýnandi og tónlistarsagnfræð-
ingur. Flest verka hans voru
kirkjutónsmlðar og þau fáu
hljóðfæraverk, sem varðveist
hafa, samdi hann oftast sem
„dæmi um það, hvernig gera
átti hlutina". Sónötuna i c-moll
samdi hann svo að leika mætti
hana jöfnum höndum á flautu
eða fiðlu.
Leifur Þórarinsson samdi
fantasiuna fyrir Helgu Ingólfs-
dóttur og lauk verkinu i vikunni
fyrir jól 1979. Einkennandi er
stef smástigrar tónraðar og
stökks um minnkaöa fimmund.
Mishröð atriðaskipti eru ör.
Höfundur gefur þá skýringu á
sumar. Sónatan hefur svipaða
stefjagerð og fantasian. Má
jafnvel lita á þessi tvö verk
sem „tvfbura".
Hugmyndina að samningu
„Stúlkunnar og vindsins" sótti
Páll S. Pálsson I samnefnt ljóð
Þorsteins Valdimarssonar.
Verkið var samið til flutnings á
sumartónleikum iSkálholti 1979
og frumflutt þar.
J.S. Bach samdi 6 sónötur
fyrir flautu og sembal. Þessi
verk eru frá „Cöthen"-timan-
um, (1717-1723), sem gat af sér
helstu veraldlegu hljóðfæratón-
smiðar hans. Flautusónöturn-
ar eru sögulega sérkennilegar
fyrir það að vera i raun trió-
sónötur, samþjappaðar fyrir
tvö hljóðfæri, svo að hlutur
sembalsins magnast um helm-
ing: þaö verður bæði undir-
leikshljóðfæri og einleikari
móti flautunni. Af flautu- og
sembalsónötunum þremur er
sú i h-moll mest völundar-
smíði.
Og niðri i Skipholti voru þær i
óða önn að æfa sig undir sunnu-
dagstónleikana Manuela og
Helga, er við Einar ljósmynd-
ari litum þar inn. Það var svo
sem engin stórkostleg hljóm-
leikahöll, sem við vorum stadd-
ir í. 1 raun og veru rúmaðist
þar ekki öllu meira en semball-
inn og það kemur sér þvi vel, að
flautan er ekki fyrirferðarmik-
il.
Þær Manuela og Helga sögð-
ust vera búnar aðspila saman i
5 ár. Og 5 undanfarin sumur I
Skálholti. Það hefur verið ákaf-
lega skemmtilegt. Kannski
skritið og sérviskulegt að drifa
sig langt upp i sveit til þess að
halda tónleika en við sjáum
ekki eftir þvi. Aðsókn hefur si-
fellt farið vaxandi og á laugar-
dögum og sunnudögum er alltaf
fullt hús. Fólk kemur bæði úr
sveitunum og frá Reykjavík til
þess að hlusta.
Valinu á verkefnum höfum
við hagað þannig, að um helm-
ingur þeirra er barokktónlist
en hinn hlutinn nútimatónlist.
Komið hefur fyrir að við höfum
frumflutt verk á Skálholts tón-
leikunum, t.d. eftir Pál P. Páls-
son. Enginn aögangur er seld-
ur að þessum Skálholtstónleik-
um, við höldum þarna að öllu
leyti til meöan á þeim stendur
og þau tónskáld, sem við flytj-
um verk eftir og geta komið þvi
við að vera þarna, eru þar
gjarnan einnig. Svo þú getur
rétt imyndað þér, að petta muni
vera ánægjulegur félagsskap-
ur.
— Hvert er eiginlega upp-
hafið að þessari samvinnu ykk-
ar?
— Við kynntumst upphaf-
lega i kvöídverðarboði hjá
Helgu, sagði Manuela. Við spil-
uðum saman þarna i boðinu og
einhvernveginn fannst okkur
sjálfsagt að halda þvi áfram.
Við fundum strax, að við áttum
saman. Og þannig hefur þetta
þróast.
— Hafið þið viða haldiö sam-
eiginlega tónleika?
— Já nokkuð, við höfum t.d.
leikið bæði i Reykjavik, á Akur-
eyri, i Kaupmannahöfn og núna
um páskana er förinni heitiö til
Noregs og Sviþjóðar. Við mun-
um halda þrenna tónleika i
Stokkhólmi. Þar rnunum við
leika öll þau verk islensk, sem
sérstaklega hafa verið skrifuð
fyrir okkur og svo þrjú verk
eftir Bach. Samvinna okkar við
islensk tónskáld hefur verið
ákaflega  ánægjuleg.  Leifur
Mynd; —eik
Þórarinsson, Páll P. Pálsson,
Atli Heimir, Jón Asgeirsson,
Hjálmar Ragnarsson, Askell
Másson, Hafliöi Hallgrimsson,
allir þessir menn hafa skrifað
fyrir okkur, ýmist báðar sam-
an eða sina I hvoru lagi, já, og
Þorkell Sigurbjörnsson, en við
höfum ekki enn fengið þær nót-
ur, segir Manuela.
— Mér þykir sérstaklega
vænt um það, segir Helga, — að
nútimaverk skuli vera samin
fyrir sembal þvi sú trú hefur
verið nokkuð útbreidd, að þaö
hljóðfæri hæfði ekki nútimatón-
list, það væri hálfgerður forn-
aldargripur.
Svo má gjarna geta þess, að
nú fyrir jólin kom út fyrsta
hljómplatan okkar og nefnist
Sumartónleikar i Skálholts-
kirkju.
Við spyrjum um skoðun
þeirra á Myrkum músikdög-
um.
— Jú, þeir eru ákaflega
skemmtileg hugmynd, ekki sist
nú i skammdeginu, þvi þá vinn-
ur maður aö jafnaði minna.
Okkur finnst, að þrátt fyrir dá-
litið skuggalegt nafn, þá bregði
þeir einmitt birtu fyrir skamm-
degið, þaö gleymist og hverfur.
Og svo eru þessi verk, sem verið
er að flytja, svo vekjandi og
nærandi, að maöur þarf eigin-
lega hvorki að borða né sofa.
—mhg
Tónlistarskóli
Úr miðnæturglensi L.R. i Austurbæjarbiói, „Klerkar I kllpu": I hlut-
verkum sinum  Ragnheiður Steindórsdóttir og Margrét Olafsdóttir.
Miðnœturglens i Austurbœjarbíói
„Klerkar í klípu"
Annað kvöld hefjast sýningar á
miðnæturglensi Leikfélags
Reykjavikur I Austurbæjarblói.
Aö þessu sinni er það þekktur
breskur ærslaleikur, „Klerkar I
kllpu" eftir Philip King i þýðingu
Ævars R. Kvaran.
Sú hefð hefur skapast á undan-
förnum árum, að Leikfélagið sýni
á útibussviöi slnu i Austurbæjar-
biói einhver gamanmál til að létta
fólki skap i skammdeginu, og
hefur þótt þakkarvert fyrirtæki af
aðsókn að dæma.
Nokkrir þekktustu leikarar
Leikfélags Reykjavlkur bregða
sér i leiknum i spaugileg gerfi og
beita tækni sinni til að laða fram
hlátur og kátinum Með hlutverkin
fara: Ragnheiður Steindórs-
dóttir, Margrét ólafsdóttir, Jón
Hjartarson, Harald G.
Haraldsson, Kjartan Ragnars-
son, Guömundur Pálsson,
Siguröur Karlsson og Steindór
Hörleifsson.
Leikstjóri sýningarinnar
„Klerkar I klípu" er Sigurður
Karlsson, Steinþór Sigurðsson
gerir leiktjöld, en lýsingu annast
Danlel Williamsson og Gissur
Pálsson. Leikurinn verður nú um
skeið sýndur á laugardögum um
miðnæturleytið i Austurbæjar-
bíói.
Hafnarfjarðar:
Tónleikar
í Bæjarbíói
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar
gengst fyrir tónleikum I Bæjar-
bíói laugardaginn 26. janúar kl. 3.
A fyrri hluta tónleikanna koma
fram nokkrir af kennurum skól-
ans, en siöari hlutinn er fyrri
hluti burtfararprófs Þórarins
Sigurbergssonar.
Þórarinn leikur tvo konserta
fyrir gitar og strengjasveit eftír
Carlos de Seixas og Vivaldi i út-
setningu E. Pujol, Strengjasveit-
ina skipa Asdis Stross, Sesselja
Halldórsdóttir og Páll Gröndal.
Þórarinn hefur stundað gitar-
nám við skólann um 10 ára skeið
og kennari hans frá upphafi ver-
ið Eyþór Þorláksson.
Kennararnir sem koma fram
á tónleikunum eru Sigurður
Marteinsson pianóleikari og Páll
GröndalogGunnar Gunnarsson
sem leika meö undirleik Guðrið-
ar Guðmundsdóttur. Aðgangur
að tónleikunum er ókeypis og öll-
um heimill.
Stormurinn í Kópavogi
Hrunamenn hafa að undan-
förnu sýnt leikritið Storminn eft-
ir Sigurð Róbertsson víða um
Suöurland undir leikstjörn Glsia
Halldórssonar. Leikritið hefur
hlotið miklar vinsældir og eru
sýningar orðnar fimmtán.
Fyrra laugardag sýndu þeir  i
Kópavogi og komust færri að en
vildu. Af þeim sökum verður
sýningin endurtekin i Félags-
heimili Kópavogs i kvöld, laugar-
dagskvöld kl. 9. Myndin er af Sig-
rúnu Pálsdóttur og Kolbeini
Sigurðssyni i hlutverkum Mariu
04 Jóseps.
Norræna húsið
Óvenjulegir tónleikar
Sunnudaginn, 27. janúar 1980,
mun breski baritonsöngvarinn
Simon Vaughan halda tónleika i
Norræna húsinu. Meginhluti
efnisskrárinnar eru rússnesk
sönglög eftir Mussorgsky og
Borodin, ásamt lögum eftir
Vaughan Williams og Schumann.
Lögin verða öll flutt á frummál-
inu.
Samleikari Simon Vaughan á
tónleikum þessum er Ólafur
Vignir Albertsson, pianóleikari.
Tónleikarnir hefjast kl. 16.00
Leikklúbbur Skagastrandar sýnir
55
Gísl á Nesinu
Leikklúbbur Skagastrandar
sem hefur undanfarið sýnt leik-
ritið „Gísl" við góðar undirtekt-
ir á Skagaströnd og i nærsveit-
um, mun hafa eina sýningu á
leikritinu sunnan heiða I félags-
heimilinu á Seltjarnarnesi I
kvöld kl. 21.00.
Leikritið „Gisl" er eftir
Brendan Behan en Jónas Arna-
son islenskaði.
Leikstjóri þessarar upp-
færslu leikklúbbs Skagastrand-
ar, sem er 5. uppfærsla leik-
klúbbsins er Ragnheiður Stein-
grtmsdóttir. 1 aðalhlutverkum
eru þau Olafur Bernódusson.
Elin Njálsdóttir, Magnús Jóns-
son, Hallbjörn Hjartarson og
Birna Blóndal.
I fréttatilkynningu frá Leik-
klúbbi Skagastrandar segir að
leikáhugi á Skagaströnd sé mjög
mikill og hafi aðsókn að sýning-
um leikklúbbsins yfirleitt náð til
u.þ.b. 75% staðarbUa.
Formaður Leikklúbbs Skaga-
strandar er Ólafur Bernódus-
son.
-lg
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20