Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						16 StDA — ÞJÓÐVILJINN  Laugardagur 26. janúar 1980
skák
Umsjón:  Helgi ólafsson
Einvígi Petrosjans og Kortsnojs
Erfðajjendur mœtast
(Einfaldast og best.)
8...    exf6   10. Hcl   a6
9. Bxc4 Bb4   11.0-0  Rd7
(En ekki 11. — 0-0 12. Rd5! og
svartur er i úlfakreppu.)
12. a3
(En hér var 12. Rd5! skarpari
leikur. Besta lei6 svarts er nii 12.
Sií viöureign i Askorenda-
keppninni sem hvaö mesta at-
hygli kemur tíl meö aö vekja er
einvígi Kortsnojs og Petrosjans.
A siftasta áratug tefldu þeir i
hvert sinn sem Askorendakeppn-
in fór fram. Petrosjan vann
fyrsta einvigið 1971 en Kortsnoj
svaraöifyrirsig meöþvi aft vinna
1974 og 1977. Hvernig úrslitin
veröa i ár skal tísagt látift en
ýmislegt þykir benda tD aöPetro-
sjan sé ekki i sem allra bestu
formi en Kortsnoj á hinn böginn
spjarar sig að venju vel.
All mikið djúp er á milli þeirra
á Elo-listanum en Kortsnoj hefur
2695 stig á móti 2615 stigum
Petrosjans. Stigataflan er þó
aldrei mjög nákvæm og það hefur
löngum veriö lýðum ljóst að
Petrosjan leggur ekki mikla
áherslu á að vinna mót, miklu
frekar reynir hann að komast hjá
tapi og hefur gengið býsna vel
gegnum árin. Aratugurinn
1960-1970 var áratugur Petro-
sjans.Stillhans var þá fastmótað-
ur enda leiö ekki á löngu þar til
hann bankaði á dyr hjá Mikhael
Botvinnik og vann af honum
heimsmeistaratitilinn i frekar litt
spennandi einvigi árið 1963. Leiö
hans að titlinum var mjög glæsi-
leg.HannvarðSovétmeistari 1961
hlaut 13 1/2 v. af 19 mögulegum".
Varð I 2.-3. sæti á millisvæðamót-
inu i Stokkhólmi og sigraði siðan
á Askorendamótinu i Curacao
hlaut 171/2 v. af 27 mögulegum. 1
þessum þremur mótum tapaði
hann einungis einni skák — fyrir
Stein á Sovétmeistaramótinu.
öryggi hans var slikt að i raun
var talið að nær dgerningur væri
aðsigrahann. Einn af keppinaut-
um hans i þessum mótum var
vitaskuld Viktor Kortsnoj en i
innbyrðis viðureignum var hann
léttvægur fundinn. Hér kemur eitt
dæmi, skák sem tefld var i
Áskorendamótinu i Curacao.
Hvitt: Petrosjan
Svart: Kortsnoj
Enskur leikur.
I.c4     c4    5. Rc3   d5
2.RÍ3 Rf6 6.Bg5dxc4
3.d4 cxd4 7.e3 Da5
4.Rxd4   g6    8. Bxf6!
-Bxc3 13.Hxc3 Re5.Hvitur held-
ur eilitið betri stöðu en svartur
hefur góða möguleika á að jaina
taflið.)
12...   Be7?    14- f4!
13. b4   De5
(Einfalt og snjallt og um leiö ein-
kennandi fyrir kraftmikla tafl-
mennsku Petrosjans á þessum
árum. Eftir 14. — Dxe3+ 15. Khl
á svartur enga viðunandi vörn
gegn 16. Hel o.s.frv.)
14. ..   Db8
15. Bxf7-r!
(Afgerandi!)
15...     Kxf7   18.Re6     b5
16. Db3+  Ke8   19.Rdc7+ Ke7
17.Rd5    Bd6
(Að  leika  aftur  velstaðsettum
manni er af mörgum talið það
erfiðasta i skák...)
20.Rd4!                  Kf8
(Eða 20. — Bxc7 21. Rc6+ Kf8 22.
Rxb8 Bxb8 23. De6! o.s.frv., 20. —
Dxc7 dugar einnig skammt: 21.
Hxc7 Bxc7 22. De6+ Kf8 23. Dc6!
Ha7 24. Re6+ o.s.frv.)
21.                     Rxa8
. — Svartur gafst upp.
Eftir 8 . umferðir á skákmdtinu
i Wijk Aan Zee er Guðmundur
Sigurjónsson i' 11-12 sæti með 3
vinninga. Heimsmeistari ung-
linga Yasser Seirawan er efstur
með 5 1/2 v. og eina biðskák.
Walter Browne er i 2. sæti meö 5
l/2v.og Kortsnojeri 3. sæti með
5 v. Alls verða umferðirnar 13
talsins.
Vörubílstjóra.
félagið
Þróttur
tilkynnir
Hér með er auglýst eftir framboðslistum
til stjórnar og trunaðarmannaráðs 1980.
Hverjum framboðslista skulu fylgja með-
mæli minnst 13 fullgildra félagsmanna.
Framboðsfrestur rennur út mánudaginn
28. jan. n.k. kl. 17.00.
Kjörstjórn.
Húsráðendur athugið!
Höfum á skrá f jölda fólks sem
vantar þak yfir höfuðið.  •
Leigjendasamtökin Bókhlöðustig 7
Opið: KI. 15-18 alla virka daga, simi: 27609
Sitt af hverju
frá Súðavík
— Þar sem ég hef lofað að
senda blaðinu stöku sinnum smá
fréttir héðan úr Siiðavik en er nú
búin að svikjast um lengi er
samviskan farin að áreita mig,
svo ég verð vist að láta eitthvað i
mér heyra, sagði Ingibjörg
Björnsdóttir, fréttaritari Þjóð-
viljans i Súðavik i viðtali við
Landpóst nú um miðja vikuna.
Atvinnulif
hefur staðið meö miklum
blóma. Mikill fiskur hefur borist
á land sl. ár þar sem togarinn
Bessifiskaðivelsemfyrr,en auk
þess eru fjórir smærri bátar
gerðir út héðan og stunda þeir
ýmist færi, troll eða rækjuveiöi.
Tveir þeirra stunduðu úthafs-
rækjuveiðar i sumar og veiddu
vel, — en þeir veiða allir rækju
að vetrinum. Skortur á vinnuafli
er þvi oft þrátt fyrir margt að-
komufólk, bæði innlent og útlent
en hér er Astraliu- og Ný-Sjá-
landsfólk alla vetur.
Framkvæmdir
hafa verið hér þó nokkrar á sl.
ári, fyrst og fremst hafnargerð.
Fremri hafnargarðurinn var
lengdur um 120 metra og er nú
unnið að bryggjusmiði fyrir
smábátana. Mun hafa verið unn-
ið við höfnina fyrir um 120 milj.
kr.
ibúðaskortur
Skortur á Ibúðarhúsnæði er
alltaf hér i Súðavik. Fjögur ein-
býlishús, sembyggð voru á veg-
um hreppsins, voru afhent eig-
endum fullfrágengin á sl. ári og
enn mun hreppurinn fara af stað
með ibúðarhúsabyggingar i vor.
Verið er að legg.ia siðustu hönd á
að gera fokhelda 500 ferm. bygg-
ingu, sem á að verða skrifstofu-
húsnæði fyrir hreppinn, véla-
geymsla og bifreiðaverkstæði.
Helgi Bjarnason og Auðunn
Karlsson standa að þessari
byggingu ásamt með Súðavikur-
hreppi.
Hei Isugæs lu stöði n
var nú tekin i notkun i haust.
Var  margur  orðinn langeygur
Umsjón: Magnús H. Gislason
eftir henni en hún er búin aö ver a
i smiðum siðan 1973. Þetta er 120
ferm. hús og allt hið vistlegasta.
Læknir kemur svo hingað einu
sinni til tvisvar i viku frá Isa-
firði.
Búskapur
er orðinn heldur fyrirferðar-
litill i Súðavikurhreppi. Einung-
is fjórir bæir eru eftir i byggð en
tveir bændur hættu biiskap i
haust. Afbrigða kalt var hér i
vor og sumar eins og annars-
stabar á landinu. Tún spruttu
seint en menn náðu góðum og
óhröktum heyjum þó að i minna
lagi væru. Kartöfluuppskera var
mjög léleg. Heimtur voru sæmi-
lega góðar en lömb heldur með
rýrara móti.
Og meðósk um betra árferði á
þessu nýbyrjaða ári enda ég svo
þetta spjall, sagöi Ingibjörg
Björnsdóttir.
ib/mhg
5 ára áætlun Rarik:
Raforkuframkvæmdir
á Norðurlandi vestra
t gær sagði Landpóstur frá
þeim framkvæmdum, sem ráð-
gerðar eru i raforkumálum á
Vesturlandi samkvæmt fimm
ára áætlun RARIK. Hér segir
frá fyrirhuguðum fram-
kvæmdum á Norðurlandi
vestra.
Arið 1980 þarf að halda á-
fram byggingu aðveitustöðvar
á Skagaströnd og ljúka henni
árið eftir. Skipta þarf um vlr á
linunni Laxárvatn-Blönduós.
Taka þarf sveitalinur inn I að-
veitustöðina á Laxárvatni 1983.
Vegna raforkuflutninga til
Hvammstanga frá Hrútatungu
þarf aö setja upp 2-3 MVAr
þéttahlöður á Hvammstanga
1984. Sama þarf aö gera fyrir
Hofsós 1984. Arið 1982 þarf að
auka spennuafl á Sauðárkróki.
Stærðþessa spennis verður að
miðast við fyrirhugaða stein-
ullarverksmiöju. Timasetning
þeirrar verksmiðju getur flýtt
þessari framkvæmd. Tengja
þarfMiöfjörðviðnýjanútgang i
Hrútatungu 1982.
Yfirlit
Við tengingu aðveitus töðva á
byggðallnum I Varmahlið og
Hrútatungu er stofnlinukerfi
Norðurlands vestra I tiltölu-
lega góðu ástandi. Vestur-
Gönguskarðsárvirkjun I Skagafirði.
Húna va tns s ýs la með
Hvammstanga og hluta dreifi-
kerfis Orkubús Vestfjarða
tengist þá Hrútutungu og Aust-
ur-Húnavatnssýsla með
Blönduós og Skagaströnd fær
áfram rafmagn frá aðveitustöð
Laxárvatns. Skagafirði með
Sauðárkróki og Hofsósi verður
einnig létt af Laxárvatni og við
þetta batnar mjög spennuá-
stand á sveitalinum i Skaga-
firði.
Upp úr 1990 kemur til greina
að  reisa  byggðalinustöö  viö
Laugarbakka I Miðfirði, fyrir
Laugarbakka og Hvamms-
tanga. Um svipaö leyti verður
að styrkja flutning til Hofsóss.
Það má gera t.d. með byggingu
66 kV Hnu frá Varmahllð, sem
siðar tengist við Skeiðsfoss-
virkjunarsvæðiö og áfram i
Ólafsfjörð. Kemst þá á hring-
tenging milli Akureyrar og
Varmahliðar gegnum Ólafs-
fjörö á 66 kV spennu, með
möguleikum á spennuhækkun i
132 kV.
— mhg.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20