Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Laugardagur 26. janúar 1980   ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19
Nýr íslenskur þáttur á morgun:
Þjóðlíf
1 þættinum ÞjóöHf sem hef-
ur gör.gu sina i sjónvarpinu á
morgun veröa forsetahjón-
in sótt heim að BessastöDum.
Sjónvarp
kl. 20.45
Nýr þáttur hefur göngu
sína i sjónvarpinuá morgun.
Mun þátturinn bera nafnio
Þjóðlif en eins og nafnið gefur
til kynna mun einkum verða
f'jallað um ýmsa þætti í is-
lensku þjóðllfi, og aö sögn aö-
standenda er þaö frómur
ásetningur þeirra að I þáttun-
um fari saman fræðsla og
nokkur skemmtan.
Umsjónarmaður þáttarins
er fréttamaðurinn Sigrun
Stefánsdóttir, en ákveðið er að
þátturinn verði á dagskrá
siðasta sunnudag hvers mán-
aðar.
1 þessum fyrsta þætti sem
hefst kl. 20.45 verða forseta-
hjónin heimsótt að Bessa-
stöðum, auk þess sem litið
verður inn hjá morgunleik-
fimismönnum i útvarpinu.
Mun Valdimar örnólfsson
leikfimiskennari einnig leiö-
beina áhorfendum um undir-
stöðuatriði skíöaiþróttarinn-
ar.
Sigriður Ella Magnúsdóttir
söngkona verður kynnt, og i
restina verður haldið Þorra-
blót.
Stjórnmál og glæpir
Stúlkan sem drukknaði
A morgun sunnudag kl.
14.55 verður fluttur i útvarpi
4. þátturinn úr flokknum
,,Stjórnmál og glæpir" og
nefnist hann „Stúlkan sem
drukknaði, frásögn úr hinu
ljúfa lifí á Italiu". Höfundur
er Hans Magnus Enzens-
berger, en Viggo Clausen hef-
ur búið þáttinn til útvarps-
flutnings. Þýðandi er Mar-
grét Jónsdóttir. Flytjendur
eru: Arni Tryggvason, Bessi
Bjarnason, Gisli Alfreðsson,
Gunnar Eyjólfsson, Guðrún
Guðmundsdóttir, Helga Jóns-
dóttir, Helgi Skúlason, Jónas
Jónasson, Klemenz Jónsson,
Lilja Þorvaldsdóttir, Rúrik
Haraldsson, Þórhallur Sig-
urðsson og Benedikt Arna-
son, sem jafnframt stjórnar
flutningi. Þátturinn er 59min-
útna langur.
Fyrir rúmum aldarfjórð-
ungi lá við borgarastyrjöld á
ítaliu, þegar lik ungrar
stúlku fannst á baöströnd um
25kilómetra sunnan við Róm.
Útvarp
kl. 14.55
Stúlkan, Wilma Montesi, var i
tengslum við suma æðstu
valdamenn landsins og vsvo
virtist sem þeir hefðu ekki
allir hreint mjöl I pokahorn-
inu. Aðalvitninu er hótað, en
þráttfyrir það kemur margt
fram sem átt hafði aö liggja i
þagnargildi.
Myndin sýnir Pétursborg I Róm, en atburðir leikþáttarins
sem að þessu sinni verður fluttur áttu sér stað á ttaliu fyrir
nærri 25 árum.
Breskur þriller
Ipcress-
skjölin
i kvöld verður sýnd i sjón-
varpinu breska njósnamynd-
in „The Ipcress File" eða i Is-
lenskri þýðingu Ipcress
skjölin.
Myndin sem er frá árinu
1965 er gerð eftir samnefndri
sögu Len Deightons.
Leikstjóri er Harry Saltz-
mann en með aðalhlutverkin
fara þeir Michael Caine og
Nigel Green.
Söguþfáðurinn er i stuttu
máli á þá leið að breskum
visindamanni er rænt. Þegar
hann finnst aftur hefur hann
gleymt allri sinni visku i
visindunum.
Gagnnjósnaranum Harry
Palmer er að sjálfsögðu falið
rannsókn málsins og þá kem-
ur margt dularfullt i ljós eins
og von er og visa.
Michael Caine sem þarna er
staddur ásamt sinni heitt-
elskuðu Camillu leikur hetj-
una i bresku njósnamyr.dinni
Ipcress-skjölin.
Sjónvarp
kl. 21.35
Myndin fær i gömlum
kokkabókum þá ddma að hún
sé „raffinered spionthriller",
svo enganættiaðsakaþóhann
settist niður fyrirframan imb-
ann kl. 21.35 i kvöld.       — ig.
M
frá
Hringiö í síma 8 13 33 kl 9-5 alla virka
daga eða skrifiö Þjóðviljanum
Síðumúla 6, 105 Reykjavík
lesendum
77/ Stínu!
Stina min. Ert þú orðin eitt-
hvað ga ga? Strákurinn sem þú
varst með i Skiphól hét ekkert
Lúlli. Ég er ekki sjálfur alveg
klár á þvi hvað hann heitir en ég
tók þessa mynd af honum þar
sem hann var að biöa eftir
strætó niður á Hlemmi.
Kveöja,
Gummi frændi.
Svar við fyrirspurn:
Framlengt
vegna
beidni
rithöfunda
Rikisútgáfa námsbóka hefur
sent ritstjórn Þjóðviljans svo-
hljóðandi svar vegna fyrir-
spurnar á lesendasiðu:
í blaði yðar, 19. þ.m., er spurt
hvers vegna skilafrestur hand-
rita væri framlengdur i verð-
launasamkeppniútgáfunnar um
barnabækur, I tilefni barnaárs
Sameinuðu þjóðanna.
26. nóv. s.l. barst utgáfunni
beiðni frá Félagi ísl. rithöfunda
um að framlengja skilafrestinn
um þrjd mánuði. Þegar beiðnin
var til athugunar hjá stjórn út-
gáfunnar höföu mjög fá handrit
borist. Var þvi fallist á tilmæli
rithöfundanna og skilafrestur-
inn framlengdur til 1. mars 1980.
öllum sem komu með handrit
og til náðist var sagt fráþessu.
Varöandi þá athugasemd fyr-
irspyrjanda að þessi frestur
mismunaði höfundum, þá var
það mál rætt og væntum við að
þeir höfundar sem þetta bitnar
á, eða umboðsmenn þeirra, hafi
samband við skrifstofu Ríkisút-
gáfunnar.
Þjódsagan
Kerling undir Jökli sagði:
,,Það var öðruvisi i minu ung-
dæmi en nú," sagði hún, „Þegar
þeir réru á daginn, þá rumdi i
árunum: umrum, glumrum, en
nú ti'stir I þeim: urrum, smurr-
um. Þegar þeir komu i land á
kveldin og fóru úr skinnklæðun-
um sögðu þeir viö okkur: erð-
um, serðum, en nú veina þeir og
segja: kútinn, kútinn. Þá var
allur Breiðáfjöröur i Ijá. Þá lá
andslotinn i vöggu, löngu fyrir
guðs minni." Þvi er það máltak
að það hafi verið löngu fyrir
guðs minni eða þegar skollinn lá
i vöggu sem aldrei hefur verið
og ekki er nema karlaraup eður
kerlingabók.
))
Ómerkilegt
skemmtiefni
yy
Sveinfriður Sveins-
dóttir hringdi og vildi
taka undir með sjón-
varpsáhorfanda sem
lét skoðanir sinar i ljós
hér á siðunni sl.
fimmtudag.
Það sem kallað væri
skemmtiefni i Islenska sjón-
varpinu væri slikt rusl, að ekki
væri bjóöandi fólki uppá  það.
Einkennandi væri að þegar
Tage Ammendrup væri skrif-
aður  fyrir   einhverju þvi efni
sem kallað er Islenskir
skemmtiþættir, brygöist það
ekki að áhorfendum væri boðið
uppá lágkúruskemmtan.
Hins vegar flýtur alltaf eitt-
hvað af ágætu skemmtiefni og
menningarlegu þegar  Andrés
Indriðason fær  að ráða ferð-
inni.
1 ofanálag við allt þetta væri
fólki siðan boðið upp á am-
eriskar kvikmyndir af siðustu
sort.
Hvernig væri nú lika aö veita
Halla og Ladda og öllu þessu
liði hvfld frá sjónvarpinu. Fólk
er löngu orðið þreytt á þessum
sifelldu kjánalátum þeirra.
A írlandi er enn algengt að hús séu kynt með mó,
enda olíudropinn dýr þar sem annarsstaðar. En það
vakti athygli ferðamanns, að mógrafir eru þar sam-
eign og hafa borgaryfirvöld í Dublin afmarkað stórt
svæði lands utan borgarinnar þangað sem almenning-
ur getur f arið og sótt sér mó einsog hver vill haf a. A
sunnudögum siðsumars er það því aðalf jölskyldu-
sportið að f ara saman ungir og gamlir, ná í mó og tína
gjarna ber i leiðinni. Þarna sjást börnin hlaupa með
tóma pokana til mótekjunnar og á neðri myndinni er
búið að koma vaenum hrauk á veginn.
—Ljósm. vh
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20