Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						MÚÐVIUINN
Laugardagur 26. janúar 1980
Vilmundur tekur til:
Tvennt
kom
upp úr
möppunum
Bjarmalandsför Vilmundar
dómsmálaráðherra um möppur
dómsmálaráðuneytisins hefur
borið árangur. Eftir 3ja mánaða
leit hefur eftirfarandi komiö i
ljós, samkvæmt fréttatilkynn-
ingu er Þjóðviljanum barst i gær
frá ráðuneytinu:
„Dómsmálaráðuneytið hefur
kynnt sér stöðu tveggja rann-
sóknarmálefna, sem fyrir all-
löngu siðan voru mjög umfjölluð,
en nú hefur um hrið ekkert
spurst til. Telur ráðuneytið
óæskilegt að almenningur geti
fengið þátilfinningu, að doði hafi
færst yfir meðferð mála, sem
álitin hafa veriö meiriháttar
sakarefni. Mál þessi eru:
Svonefnt Landsbankamál
(Akv. gegn Hauki Heiðar).
Mál þetta var kært af Lands-
bankanum með bréfi, dagsettu
22. desember 1977. Akæra var
gefin út 12. marz 1979. Málið
verður flutt fyrir sakadómi
Reykjavikur á næstunni. Málið
hefur tafist nokkuð nu undanfar-
ið vegna annríkis dómara við
annað meiriháttar mál sem ver-
iö er að ljúka dómi i.
Hið siðara mál er Mál Haf-
skips li/f.
Málið var kært af stjórn Haf-
skips til rannsóknarlögreglu-
stjóra rfkisins 14. desember
1978. Rannsóknarlögreglustjóri
sendi rikissaksóknara málið til
fyrirsagnar 26. júni 1979. Siðan
var málið tvlvegis sent rann-
sóknarlögreglustjóri til fram-
haldsrannsóknar en málið mun
hafa tekið nokkrum stakkaskipt-
um viðaðkærur voru dregnar til
baka. Málið var slðast sent
rikissaksóknara 25. september
sl., til fyrirsagnar. Má vænta
þess að ákvörðun verði tekin um
meðferð þess innan tíöar."
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til
föstudaga, kl. 9 — 12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum.
Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs-
menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81257 og
81285, afgreiðsla 81527 og Blaðaprent 81348.
81333
Kvöldsimi
er 81348
Reykjavík
^-TTWCi----"
~^B£ &SJ
Fulltrúar i dómnefndinni kynna samkeppnina fyrir blaðamönnum i gær. Taliö frá vinstri, Ólafur
Jensson trúnaðarmaður dómnefndar, Aðalsteinn Richter arkitekt, Þórður Þ. Þorbjarnarson
borgarverkfræðingur og Hilmar Þór Björnsson. Hvltu reitirnir á miðju likaninu á borðinu sýna
byggingarsvæðiðsem um er aðræða á Eiðsgranda. Mynd-eik-.
Samkeppni um hús
á Eiðsgrandasvæðinu
Stjórn Verkamannabústaða heimiluð bygging
100 fjölbýlishúsaíbúða síðar á árinu
Reykjavikurborg hefur i sam-
ráði við Arkitektafélagi tslands
efnt til samkeppni um uppdrætti
af einbýlis- og raðhúsum i 2.
byggingaráfanga Eiðsgranda-
svæðisins. Um er að ræða 64
ibúðir I raðhúsum og 35 ibúðir i
einbýlishúsum, en skipulag
svæðisins gerir ráö fyrir að
Ibúðirnar standi I 8 þyrpingum 7
til 17 Ibú&ir i hverri.
Tilgangur þessar samkeppni er
að fá fram 3-5 verulega góðar til-
lögur, sem hvorutveggja I senn
séu sem jafnastar að gæðum, en
þo gjarnan  óllkar að  gerð og
útliti, svo vitnað sé beint I útboðs-
lýsingu dómnefndar.
Byggingarsvæðið á Eiðsgranda
sem um er að ræða, liggur norðan
Granaskjðls, en reiknað er með
að alls' verði nærri 400 ibtiðir af
öllum tegundum á Eíðsgranda-
svæðinu fullbyggðu.
Veitt verða 3-5 verðlaun fyrir
bestu tillögurnar og er heildar-
upphæð verðlauna 8 miljónir kr.
1 dómnefndinni eiga sæti 3
Framhald á bls. 17.
9% hœkkun á
farmgjöldum:
Hækkar
heildar-
flutnings-
kostnað
um 4-6%
Meðal þeirra hækkana á opin-
berri þjónustu, sem rikisstjórnin
staðfesti i fyrradag er 9% hækkuh
á farmgjöldum Skipaiitgerðar
rikisins. Þetta er önnur farm-
gjaldahækkunin á þessu ári. t
janiiarbyrjun hækkuðu farm-
gjöldin um 9% og nemur
hækkunin samtals um 18%. 1
september s.l. fór Skipaútgerðin
fram á 30% hækkun farmgjalda.
9% hækkun á flutningsgjaldi
hefur áhirf á heildarflutnings-
kostnað sem nemur 4-6%
Flutningsgjald á flestum
almennum neysluvörum er 10.900
kr. Hækkunin á þvi verði nemur
981 krónu. Lægri gjaldflokkur,
t.d. sekkjavara, hækkar Ur 7085
kr. um 638 krónur, eða i kr. 7723.
Þegar 9% hækkunin tók gildi um
áramótin, hafði Skipaútgerðin
ekki fengið neina hækkun siðan
um mánaöamótin janúar/febriíar
i fyrra. „Þær hækkanir urðu
vegna verðhækkana á árinu 1978,
þannig að i raun hafa engar
hækkanir orðið hjá okkur vegna
oliuverðhækkana hjá nkkur,"
sagði Guðmundur Einarsson
forstjóri Skipaútgerðarinnar i
stuttu samtali við Þjoðviljann.
-eös.
„Rækjumálið " tii lykta leitt:
Varan endurunnin
Viðræðum fulltrúa K. Jónsson
& Co. og Sölustofnunar lagmetis
við kaupendur I Hamborg vegna
„rækjumálsins" lauk I fyrradag.
Niðurstöður urðu þær, að varan
verður endurunnin hér á landi.
Að sögn Heimis Hannessonar,
stjórnarformanns Sölustofnunnar
lagmetis, virðist svo sem tekist
hafi að koma i veg fyrir
viðskiptaleg áföll hvað markað-
inn sjálfan varðar. Hin umdeilda
vara hefur ekki farið á markað i
Þýskalandi. Kostnaður við endur-
vinnsluna verður talsverður.
„Ég tel ao þessi viðbrögð sé
jákvæð miðað við allar
aðstæður," sagði Heimir Hannes-
son i' samtali við Þjóðviljann I
gær. „Mikilvægast er að fram-
tiðarviðskiptahagsmunir okkar
skaðist ekki. Framleiðendur
rækjunnar verða væntanlega
fyrir einhverju tjóni, en hversu
miklu er ekki ljóst enn."
-eös.
Strœtisvagnafargjöld:
Hafa dregist aftur úr
launum og olíukostnaði
13% hœkkun hjá SVR skekkir fjárhags-
áætlun borgarinnar um 600 miljónir
Fargjöld með strætis-
vögnum Reykjavíkur og
Kópavogs hafa nú hækkað
um 13%. Fargjald fyrir
fullorðna hækkar úr 150 í
170 krónur. Fargjald fyrir
börn 12 ára og yngri hækk-
ar úr 35 í 40 kr.
Afsláttarkort,    sem  áö-
ur voru með 34 miðum og kost-
uðu 4000 kr. hjá SVR, verða nú
meö 30 miðum á sama verði. 7
miðar fengust fyrir 1000 kr., en
verða nú 6. Aldraðir fá 30 miða
kort fyrir 2000 kr. Börn fá nú 26
miða fyrir 500 kr., en 30 áður.
„Laun og launatengd gjöld eru
snar þáttur i okkar rekstri, en
samt sem áður fáum viö bara
tæpan fjórðung af þvi sem við
sóttum um," sagði Eirlkur As-
geirsson forstjóri SVR I viðtali
Hvað kostar að láta telja fram jyrir sig?
Tuttugu þúsund krónur á framtal
Skattstofurnar aðstoða aldraða og sjúka endurgjaldslaust
Arlegaleitaum 4000 manns til
Skattstofu Reykjavlkur eftir
aðstoð við gerö skattframtals og
má búast við að sá fjöldi verði
mun meiri niina vegna nýju
framtalseyðublaðanna.
Samkvæmt gjaldskrá
Lögmannafélags tslands er
minnsta gjald fyrir einfalda
skattaskýrslu 20 þúsund krdnur.
Gestur Steinþórsson, skatt-
stjóri i Reykjavik, sagöi I
samtali við Þjóöviljann i gær,
að aðstoð Skattstofunnar við
einstaklinga væri endurgjalds-
laus en skv. nýju skattalögunum
er Skattstofunni skylt að veita
slikaaðstoð þeim sem ekki geta
talið fram sjálfir vegna sjúk-
leika eða eillihrumleika. Hann
sagði að árlega leituöu
3.800-4.500 manns eftir aðstoð og
væri aðsóknin svo mikil að
leggja yröi alla aðra starfsemi
niður siöustu 10 dagana aður en
framtalsfrestur rennur tit.
Gestur sagðist búast við að
þörfin fyrir slika aðstoö
stórykist nú þegar nýtt skatt-
framtalseyðublað er notað i
fyrsta skipti og myndi Skatt-
stofan leggja áherslu á aö veita
fremur upplýsingar en beina
aðstoð þvi. þannig væri hægt að
aðstoða mun fleiri við gerð
framtalsins. Sagði hann að allt
tiltæktstarfsfólk Skattstofunnar
myndi sinna þessari þjónustu.
Skattyfirvöld telja að nýja
eyðublaðið sé sist flóknara en
það gamla, ef menn kynna sér
vel leiðbeiningar rikisskatt-
stjóra sem birtar veröa þegar
eyöublöðin hafa verið borin út.
Sjúklingar  og  aldraðir  fá
væntanlega aðstoð sem fyrr á
Skattstofnunum en fullfrlskt
fólk verður að láta sér nægja
upplýsingar frá Skattstofunni
auk leiðbeininganna. Geti þeir
samt ekki fyllt Ut framtaliö eru
ýmsir, m.a. lögfræðingar og
endurskoðendur sem taka að
sér að teljafram og skv. gjald-
skrá Ll kostar einfaldasta gerð
framtals fyrir einstaklinga 20
þusund krónur, 54 þtisund ef um
kaup eða sölu á fasteign er að
ræöa en 84000 ef efnahagsrein-
ingur og rekstrarreikningur er
meö i dæminu.           - Al
við Þjóðviljann. „Aðrar opinber-
ar stofnanir fá nú helming þeirr-
ar hækkunar sem þær sóttu
um."
Eirikur sagöi að SVR hefði
sótt um hækkun af og til frá þvi i
sumar, en ekki fengið hækkun
frá 28. april. Laun og Iaunatengd
gjöld eru 65-70% af útgjöldum
SVR og hafa hækkað mikiö á
þessum tima. Strætisvagnarnir
sóttu um 56% hækkun fargjalda.
Með þeirri hækkun var reiknað i
fjárhagsáætlun borgarinnar og
þessi 13% hækkun skekkir hana
þvt verulega.
Reykjavikurborg hafði áætlað
að greiða 50% af bruttógjöldum
SVR á árinu, eöa um 1 milljarð.
Má þvi reikna með að borgar-
sjóður þurfi aö greiða um 600
miljónir I viðbót við miljarðinn,
vegna þess að ekki fékkst meiri
bækkun á fargjöldunum.
Fargjöld Strætisvagna Kópa-
vogs eruhinsömuoghjá SVR, en
aðeins er seld ein gerð afsláttar-
korta, þ.e. 6 farmiðar á 1000 kr.
og börn fá aðeins 16 miða fyrir
500 kr. Oryrkjakort kosta I
KópaVogi 2000 kr. með 30 miöum.
Allir 67 ára og eldri fá fritt með
Kópavogsvögnunum. Þá má fá
skiptimiða sem gilda i vögnum
SVR og hafa 45 minútna gildis-
tima.
„Viö sóttum um 28% hækkun I
október," sagði  Karl Arnason
forstjóri Strætisvagna Kópa-
vogs.  Hann sagðist hafa  sent
Framhald á bls. 17.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20