Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Miövikudagur 30. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
Sjónvarp
kl. 18.30
Saga
mann-
kynsins
f dag veröur sýndur annar
þáttur i franska teiknimynda-
flokknum „Einu sinni var"
þar sem rakin er saga mann-
kynsins frá upphafi fram á
okkar daga.
Þættirnir verða þrettán alls,
og eru þeir ætlaðir til fræöslu
fyrir börn og unglinga um þró-
un mannlifs á jörðinni enda
sýndir á þeim tima sem venju-
lega er notaöur fyrir barna-
efni.
Ef marka má fyrsta þáttinn
er hér um aö ræða létta og
skemmtilega þætti, sem allir
krakkar ættu ao hafa gagn og
gaman af, og reyndar full-
orðnir Hka.
Þýöandi þáttanna er Friðrik
Páll Jónsson.
— ih
f
1
, "!l
f v <

^rfi
Bókmenntir
og málvísindi
Utvarp
kl. 20.05
Kristján E. Guðmundsson
heldur í kvöid áfram að kynna
nám við heimspckideild Há-
skóla lslands og kynnir að
þessu sinni tvær námsbrautir:
bókmenntafræði og almenn
málvisindi.
— Þættinum er skipt til
helminga, milli þessara
tveggja námsbrauta — sagöi
Kristján. — Rætt er við
stúdenta úr báðum hópunum
og þeir spurðir hvaða hug-
myndir þeir hafi um námið,
fagið og atvinnumöguleika að
náminu loknu.
Þá verður spjallað við tvo
kennara: Jón Gunnarsson
lektor I almennum málvlsind-
um, og Svein Skorra
Höskuldsson prófessor i bók-
menntafræði. Þeir útskýra
báðir hvað þar er sem verið er
dð kenna og segja frá þvl
ivernig kennslan fer fram.
Þetta verður næstsiðasti
þátturinn um heimspekideild-
ina — sagði Kristján ennfrem-
ur. — Sá slðasti mun f jalla um
Islenskunám, en slðan förum
við yfir I Raunvlsindadeildina.
Ætlunin er að kynna allar
deildir Háskólans I þessum
þáttum, og þegar hafa all-
margar veriö kynntar. Þetta
eru náms- og starfskynningar-
þættir, og má með sanni segja
að það sé þörf fyrir þá núna,
þvl heyrst hefur að stúdentar
ætli ekki aö fara I slna árlegu
kynnisferð I menntaskólana
nú I vor. Þeir uppgötvuðu
nefnilega, aö fé það sem veitt
var til þessarar starfsemi, var
tekið af þvl fé sem veitt nafði
verið til námskynningar innan
háskólans sjálfs, og vilja þeir
mótmæla þessu — sagði Krist-
ján
— ih
Út í óvissuna
Sjónvarp
<CT kl. 21.00
1 kvöld verður á skjánum
annar þátturinn i breska
njósnamyndaflokknum Ct i
óvissuna, sem byggður er á
sögu eftir Desmond Bagley og
tekinn á tslandi.
Nokkrir Islenskir leikarar
koma fram I þessum þriggja
mynda flokki. Ragnheiöur
Steindórsdóttir leikur eitt
aðalhlutverkiö, Islensku stúlk-
una Ellnu, sem flækist inn I
njósnamál fyrir tilstilli ensks
vinar sins, Alan Stewart, sem
leikinn er af Stuart Wilson.
Steindór Hjörleifsson, Harald
G. Haraldsson, Arni Ibsen,
Lilja Þórisdóttir, Jón Sigur-
björnsson, Flosi Ölafsson og
fleiri Islenskir leikarar koma
¦fram I myndinni.
1 fyrsta þættinum geröist
þetta: Háttsettur starfsmaöur
bresku leyniþjónustunnar,
Slade, þvingar Alan Stewart,
fyrrverandi starfsmann sinn
til að takast á hendur verkefni
á Islandi. Hann á að flytja
böggul frá Keflavlk til Húsa-
vlkur. Ráðist er á Alan, sem
drepur árásarmanninn. Alan
ákveður að fljúga til Húsavfle-
ur, en lætur vinkonu slna
Elinu flytja böggulinn land-
leiðina, án þess aö hún viti
hvað I honum er. Alan er veitt
eftirför til Húsavlkur og þar er
reynt að ræna bögglinum.
Hann neitar að afhenda bögg-
ulinn viðtakanda.
Þau Elín fara I Asbyrgi I frl.
Þar ræöst Graham, útsendari
Slades, á þau og Alan særir
hann illa.
frá
Hringið í síma 8 13 33 kl. 9-5 alla virka
daga eða skrifið Þjóðviljanum
Síðumúla 6, 105 Reykjavík
lesendum
Kvikmynda-
hátíðina
í sjónvarpið
Steinunn Hafstað hringdi
norðan úr Svarfaðardal og bað
Þjóðviljann að koma á
framfæri fyrirspurn til réttra
aðila.
Þannig er mál með vexti, —
sagði Steinunn, — að fyrir
skömmu var sýnt i Vöku úr
nokkrum þeirra kvikmynda,
sem sýndar verða á kvik-
myndahátiðinni. Ég og fleiri
hér i dreifbýlinu erum óánægð
með að s ýnt s kuli ver a úr þes s -
um myndum til þess að æsa
okkur upp til að sjá myndir,
sem við komum ekki til með að
geta séð. Fyrirspurnin er þvi
þéssi: er ekki hægt að sýna
þessar   myndir   allar   i   sjón-
Cr myndinni Marmaramaðurinn eftir Polverjann Andrzej Wajda.
Þessi mynd verður sýnd á Kvikmyndahátiðinni, sem hefst á laugar-
daginn I Reykjavik. Bréfritari vill að myndirnar verði einnig sýnd-
ar i sjónvarpinu.
varpinu, úr þvi aö hægt var aö    móti gæti fólk úti á landi fengið
sýna úr þeim? Aðeins með þvi    að sjá þær.
Fáránlegt bónord
4913-1038 skrifar:
Fyrir skömmu ákvað hópur
fólks frá Hljómplötuútgáfunni
hf. að fara I skemmtiferð til út-
landa. Þegar lifa á hátt eru
svona s kem m t if er ðir
kostnaðarsamar. Frumherjar
skemmtiferðar þessarar
freistuðu þvi þess að biðja hátt-
virt alþingi að fjármagna
skemmtiferðina!
Bónorðið var rökstutt með
þvi að hluti ferðalanganna væri
svokallað tónlistarfólk!
Rétt er að þetta fólk hefur
nokkurn rétt á að kalla sig tón-
listarfólk einfaldlega vegna
þess að merking orðsins tón-
Íist hefur verið eyðilögð. Tón-
listin sem framleidd er á veg-
um Hlj.pl.útgáfunnar hf. á iítið
sem ekkert skylt við list annað
en nafnið!
Tónlist Hlj.pl.útgáfunnar hf.
er ekkert annað en verk-
smiðjuframleiðsla. Steindauð
iðnaðarmúsík. Andlaus stæling
á engilsaxnesku skallapoppi og
lágkúrulegt leirhnoð.- .
Auðvitað hafnaði formaður
fjárveitinganefndar alþingis.
Eiður Guðnason, að taka i mál
að afgreiða fáranlegt bónorð
Hlj.pl .Utgáfunnar hf.. En þá
bregður svo viö að skemmti-
ferðalangarnir rjúka upp til
handa og fóta I fjölmiðlum og
ausa svivirðingum yfir Eið. Og
meir a en það. 1 Mbl. 15. jan. s .1.
er Eiði hótað þvl að framkoma
hans gagnvart bónorðinu skuli
koma honum i koíl þó sfðar
verði!
Þessi heift út i Eið sýnir bet-
ur en margt aö forráðamenn
Hlj.pl. útgáfunnar hf. eru orðn-
ir gjörspilltir af eftirlæti.
Fram til þessa hefur Hlj.pl.út-
gáfan hf. nefnilega notað rikis-
fyrirtækin Rikisútvarpið Sjón-
varp og Samstarfsnefnd gegn
reykingum eins og einkaeign.
Sjónvarpið hefur auglýst allt
það sem Hlj.pl.útgáfan hf. hef-
ur viljað fá augýsingu um. Svo
Eiðsgrandi,
Eiðisgrandi?
Hvernig stendur á þvi að
alltaf er verið að tönnlast á
nafninu „Eiðsgrandi"? Heitir
ekki svæðið Eiðisgrandi, þ.e.
grandinn við eiðið en ekki
grandinn við eið???????
J.
rammt hefur að þessu kveðið
að sum lög sem Hlj.pl.útgáf-
unni hf. er I miklum mun að
auglýsa upp hafa verið auglýst
i „skemmtiþáttum" og barna-
timum sjónvarpsins oftar en
tvisvar, oftar en þrisvar
o.s.frv.JSnda er þá ekki timinn
skorinn við nögl. Sumir
„skemmtiþættir" og barnatim-
ar sjónvarpsins hafa bókstaf-
lega ekki verið neitt annað en
auglýsing fyrir Hlj.pl.útgáfuna
hf.. M.a.s. Bryndis Schram
gerir hvað hún getur i að
auslýsa fyrir vina sina i
Hlj.pl.útgáfunni hf..Sáuð þið t.d.
Stundina okkar 20. jan. s.l.?
Samstarfsnefnd gegn reyk-
ingavörnum hefur lika verið
ólöt við að fjármagna plötuút-
gáfuna, veggmyndaútgáfu o.fl.
fyrir Hlj.pl.útgáfuna hf.. Auk
þess sem Samstarfsnefnd
kaupir undir Hlj.pl.útgáfuna '
auglýsingar, tekur starfsmenn
Hlj.pl.Utgáfunnar meö sér i um-
ræöuþætti I sjónvarpinu o.s.frv.
Svo þegar alþingi hafnar að
fjármagna skemmtiferö
Hlj.pl.útgáfunnar til útlanda þá
tryllast skemmtifeðalangarn-
ir alveg. Þeir — þessir hægri
sinnuðu (andfélagshyggju-)
menn — geta ómögulega fallist
áaðrikið (almenningur) neiti
að fjármagna skemmtiferðir
þeirra til útlanda.
Þetta kallast vist ein-
staklingshyggja eða frjáls-
hyggja eða eitthvað ennþá
finna.
Alltaf þetta sama poppkorn..
(l.jósm. Leifur)
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16