Þjóðviljinn - 11.10.1980, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 11.10.1980, Blaðsíða 23
Helgin 11,—12. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 Minningarorð: Gísli Yagnsson Mýrum, Dýrafirði F. 3. ág. 1901 — D. 4. okt. 1980 Gisli Vagnsson fyrrum bóndi á Mýrum i Dýrafirði andaðist i Reykjavik laugardaginn 4. októ- ber og er i dag til moldar borinn frá Mýrakirkju. Gisli fæddist i Fjaröarhorni i Gufudalssveit 3. ágúst 1901. Foreldrar hans voru Vagn Guðmundsson og Þuríður Gisladóttir. Ölst Gisli upp hjá foreldrum sfnum i Fjarðarhorni til sex ára aldurs, en fluttist þá með þeim að Hallsteinsnesi i sömu sveit. Var hann á Hall- steinsnesi til fermingaraldurs. Siðar átti hann heima i Otradal i Arnarfirði, en stundaði sjó- mennsku á þilskipum bæöi frá Bildudal og Þingeyri. 1923 gekk hann að eiga unnustu sina Guö- rúnu Jónsdóttur úr Sauðeyjum. Settu þau saman bú á hálflendu Rauösdals i Auökúluhreppi i Arnarfiröi. Seinna flytjast þau Vilja að ísland viðurkenni Heng-Samrin I fréttatilkynningu frá stjórn Vináttufélags tslands og Vietnam minnir hún á, aö Sameinuðu þjóð- irnar muni innan skamms kveöa upp árlegan úrskurð um lögmæti fuiltrúa og telur, að tsland beri að viðurkenna núverandi rfkisstjórn Kampútseu, Heng-Samrin stjórn- ina og hennar fulltrúa. Sé það i samræmi viö þá reglu, aö viöur- kenna skuli þá stjorn sem i raun fer meö völdin I hverju rfki. Árið 1979 voru fulltrúar Pol Pot- stjórnarinnar úrskuröaöir lög- mætir á þingi S.þ. ma. með full- tingi íslands. Slðan hafa verið birtar óvéfengjanlegar sannanir fyrir þvi að á valdatíma Pol Pot- stjórnarinnar voru framin fjölda- morö og önnur óhæfuverk. Hafa ber i huga að i árslok 1979 dró Bretland til baka diplómatíska viöurkenningu á Pol Pot-stjórn- inni, segir stjórn Vináttufélagsins og telur jafnframt rétt, aö tsland styðji tillögu Heng-Samrin stjórnarinnar um minnkun spennu I Suðaustur-Asiu. hjónin að Gljúfrá i sömu sveit. Var þröngt til bús á báðum þess- um jöröum, og varö Gisli þvi að stunda sjómennsku með bú- skapnum. Kom sér þá vel, að Guðrún kona hans var búskör- ungur hinn mesti, ekki sist þegar börn bættust þeim hvert af öðru. Um miöbik fjórða áratugarins fluttust þau hjón aö Mýrum i Dýrafirði og varð það forna höfuöból eignarjörö þeirra, og þar bjuggu þau, þar til synir þeirra, Bergsveinn og Valdimar, tóku við búi á jörðinni. Böm Gisla og Guörúnar urðu alls niu og lifa öll nema Sigur- björg, er dó um fertugt frá mörg- um börnum. Maður hennar var Sigurður Guðmundsson i Hjarðardal fremri I Mýrahreppi. önnur böm Gisla og konu hans eru: Einar starfsmaður við Há- skóla Islands, Þuriður húsfreyja, Kirkjubóli, Bjarnadal, önundar- firði.Jón vélvirki i Reykjavik, Una húsfreyja á Hvolsvelli, Alf- heiður húsfreyja i Reykjavik, Valdimar bondi á Mýrum og hreppsstjóri I Mýrahreppi, Berg- sveinn bóndi á Mýrum og Davið læknir i Reykjavik. öll voru börn þeira Gi'sla og Guðrúnar góöum gáfum gædd og sérstakt mann- kostafólk. Hagur þeirra hjóna rýmkaöist mjög eftir að þau fluttu að Mýr- um, þótt Gisli yrði smám saman að láta af hinum erfiðari störfum vegna kölkunar I liðum, sem var hinn kvalafyllsti sjúkdómur. En aldrei var Gisli svo hrjáður að ekki lýsti af ljúfmennsku hans i svip og máli. Ennþá var þar hin ágæta dugmikla kona Gisla ásamt uppvaxandi börnum, sem gerði þeim hjónum fært að sitja Mýrar með aukinni sæmd, vax- andi vinsældum og batnandi hag. Kom hér ekki sist til, hvernig þeim hjónum tókst að efla æðar- varpið á Mýrum, svo aö til fyrir- myndar varð. Atti Gisli ásamt öðrum frumkvæöi aö stofnun landssamtaka æðarvarpsbænda. Einnig vann hann meö öðrum aö hönnun fullkominnar dúnhreins- unarvélar, sem hefur náö mikilli útbreiöslu og létt mönnum þetta erfiða og sóðalega starf. GIsli var áhugamaður um öll félagsmál. Starfaði hann að félagsmálum i sveit sinni eftir þvi sem heilsa og aöstæður leyföu. Hann var frjáls- lyndur, fordómalaus og svo hress 4fg TILKYNNING ^ til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir septem- ber mánuð er 15. október. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið 6. október 1980. Allur akstur krefst varkárni fS Ýtum ekki barnavagni á undan okkur við aðstæður sem þessar UUMFERÐAR RÁÐ i máli, aö svalandi andblær fylgdi alltaf máli hans, hvort heldur var á mannfundum eða i viðræöum. Eftir þvi sem Gisla varð erfiðara um vinnu og hreyfingu sökum fötlunar sinnar jukust tómstundir hans til lestrar og annarra and- legra iökana. Hann var vel lesinn i fræðum guðspekinga. Gisli lagði sig eftir að setja fram hugsanir i>ínar i bundnu máli. Orti hann mikið af tækifærisljóðum og lausavisum svo og náttúruljóö- um. Ekki taldi hann ástæðu til aö setja kvæði sin á prent. Hins vegar las hann þau á samkomum og flutti þau gjarnan vinum sin- um í góðu tómi viö skál af göfugu vini. Ég, sem þessar linur skrifa, hef átt þvi láni að fagna aö dveljast um lengri og skemmri tima á heimili þeirra Gisla og Guörúnar viö leikogstörf með þeim hjónum og börnum þeirra öllum. Hef ég hvergi tekið þátt i sælla né feg- urra mannlifi. Þökk sé þeim öll- um lifs og liönum. Gunnar Ossurarson ^ Matreiðslumenn Almennur félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 15. október kl. 15 að Öðins- götu 7. Dagskrá: 1. Kosning 2 fulltrúa og varafulltrúa á þing Alþýðusambands íslands. 2. heimild til verkfallsboðunar. 3. önnur mál. Stjórn Félags matreiðslumanna. Fá! rj’ UTBOÐ Tilboð óskast i að gera fokhelt iþróttahús Digranesskóla við Skálaheiði i Kópavogi. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjar- verkfræðings Kópavogs i Félagsheimilinu Fannborg 2 gegn 50.000 króna skilatrygg- ingu. Tilboðum skal skilað þar fyrir kl. 11:00 þHðjudaginn 4. nóv. n.k.. Bæjarverkfræðingur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.