Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						. SS A'ií'. - vv,'ki;;,\';W 9861 .".ídrnavöri .(.'-.s oiglðH
24 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. növember 1980
¦z-<S+.

Æítír og togaraútgerð
Eitt af þvi sem skapaði
Reykjavik yfirburðastööu á
fyrri helmingi þessarar aldar
var það að yfirgnæfandi meiri-
hluti allra togara var geröur út
þaðan og Ur næsta nágrenni. Og
myndun kapi'tals og kapitalisma
i höfuðborginni var nátengdur
hinni ábatasömu togaraútgerð.
Þeir, sem áttu fé lögðu baö
hiklaust í togara. Her verða
dálitlar vangaveltur um
stærstu togarafélögin sem rekin
voru fyrir strið, ættirnar sem
stóðu að þeim og þróun þeirra.
Stærsta togaraútgeröar-
félagið var tvimælalaust Kveld-
úlfur h.f. (að jafnaði 5—7 tog-
arar). Félagið var hreint fjöl-
skyldufyrirtæki, stofnað af Thor
Jensen árið 1912 og rekið af
honum og siðan sonum hans.
Þetta er hin volduga Thorsætt
og er valdafléttu hennar enn að
sjá i' mörgum af stærstu fyrir-
tækjum Iandsins (t.d. Eimskip,
Flugleiðum, Shell o.fl.) Sjá
Thorsættina i Þjóðviljanum 24.
ág. s.l.
Annað stærsta togarafyrir-
tæki Iandsins á fyrri hluta
aldarínnar var Alliance, sem
reyndar var einnig stofnað af
Thor Jensen árið 1905 ásamt 6
rikurn skútuskipstjórum.
Félagið átti að jafnaöi 3—5 tog-
ara. Thor Jensen dró sig Ut Ur
félaginu, en forstjóri þess á
árunum 1911—1930 var einn af
fyrrnefndum skútuskipstjórum,
hinn voldugi Jón ólafsson.Hann
varð bankastjóri Útvegsbank-
ans árið 1930, en þá tók sonur
hans við féiaginu.
Sonurinn, ólafur H. Jónsson
lögfræðingur, var lengi mikill
áhrifamaður og auk þess aö
vera forstjóri Alliance reisti
hann sildarverksmiðjuna á
DjUpuvik og var i stjórn LÍÚ,
Félags botnvörpueigenda,
Samlags skreiðarframleiðenda,
Olfuverslunar Islands, Vinnu-
veitendasambandsins og ým-
issa fyrirtækja. Synir hans eru
Jón ólafsson lögfræðingur
(m.a. f stjórn Olfuverslunar-
innar),   Guðjón   ólafsson
deildarstjóri, Gunnar örn
ólafsson framkvæmdastjóri og
Ólafur H. Ólafsson viðskipta-
fræðingur.
Dætur Jóns óiafssonar voru
Unnur Jónsdóttir sem fyrr átti
Jón S. Helgason stdrkaupmann
en siðar Magnús Richardson
umdæmisstjóra á Borðeyri,Asta
Lára Jónsdóttir sem fyrr átti
Óttar Eliingsen (framkvæmda-
stjdra Ellingsen h.f.) en slðar
Edward Frimannsson
kaupmann, Agústa Jónsdóttir
sem átti Friðþjóf Johnson fram-
kvæmdastjóra (O. Johnson &
Kaaber) og Olafia Guðlaug
Jónsdóttir sem átti Thor Hall-
grlmsson framkvæmdastjðra
(af Thorsætt).
Þess skal getið að Jón Ólafs-
son I Alliance var viðriðinn fleiri
togaraútgerðir. Hann var einn
af eigendum Defensorfélagsins
(togarinn Gylfi) og fram-
kvæmdastjóri Hilmis h.f. og
Njáls h.f. um hrið.
Bræður Jóns tveir, þeir Bogi
ólafsson menntaskólakennarí
og Gunnar ólafsson konsUll I
Vestmannaeyjum, voru báðir í
stjdrn og eigendur að Hængi h.f.
sem gerði út togarann Baldur.
Meðal annarra skUtuskip-
stjóra, sem stofnuðu Alliance,
má nefna bræðurna Kolbein
Þorsteinsson og Hallddr Þor-
steinsson I HátcigKsem Háteigs-
vegur er við kenndur). Meðal
barna hans voru Sigfiis Kol-
beinsson skipstjori sem  fórst
með togaranum Jóni Olafssyni
á striðsárunum og Hrefna Kol-
beinsdóttir, kona Leifs Asgeirs-
sonar stærðfræðiprófessors.
Halldór í Háteigi var mikill
athafnamaður, haföi m.a. eigin
fiskverkunarstöð og auk þess að
vera einn af forkólfum Alliance
rak hann sjálfur togarann Max
Pemperton. Halldór var giftur ¦
Ragnhildi Pétursdóttur frá
Engey, móðursystur Bjarna
Ben. og þeirra systkina. Sveinn
Benediktsson, systursonur
hennar, varlengi framkvæmda-
stjtíri hjá Halldóri I Háteigi.
Þriðji bróðir þeirra Kolbeins
og Halldórs var Þorsteinn Þor-
steinsson i Þórshamri sem lfka
var mjög viðriðinn togaraUt-
gerð. Hann var lengi I stjórn
Islandsfélagsins sem gerði Ut
togarana April og Maf. Meðal
barna hans var Gunnar Þor-
steinsson lögfræöingur (faðir
Þorsteins Gunnarssonar
leikhUsstjóra).
Hér má bæta við að fjóröi
bróðirinn var sr. Bjarni Þor-
steinsson tonskáld á Siglufirði.
Ekki er vitað til þess að hann
hafi verið viðriðinn togaraUt-
gerð.Einnsonur hans Beinteinn
Bjarnason, var hinsvegar Ut-
gerðarmaður f Hafnarfirði,
kvæntur inn I Flygeringættina,
sem stundaði togaraUtgerð það-
an.
Einn skUtuskipstjóranna sem
stofnuðu Alliance var Magnús
Magnússon. Auk þess var hann
Jes Zimsen
framkvæmdastjóri Defensor-
félagsins sem fyrr getur. Börn
hans voru Halldóra Magniís-
dóttir, kona Þórðar Eyjdlfs-
sonar hæstaréttardómara
(þeirra sonur Magnús Þórðar-
sonstarfsmaður Nató á Islandi)
og Asgeir Magnússon útgerðar-
maður.
Þriðja stærsta togaraUt-
gerðarfélagið milli striða var
vafalaust svokölluð Blöndahls-
Utgerð sem fór reyndar á haus-
inn á kreppuárunum. Hun hét
réttu nafni Sleipnir h.f. og þeir
sem henni styrðu voru feðg-
arnir Magnds Th. S. Blöndahlog
Sigfús Blöndahl. Aður en það
félag var stofnað áttu þeir feðg-
ar togarann Rán. SigfUs
Blöndahl var gifíur inn i mikla
fjáraflaætt. Kona hans var
Aslaug Johnson.dóttir Þorláks
0. Johnson kaupmanns i
Reykjavík, en systir ólafs John-
son (O. Johnson & Kaaber).
1 stjórn Sleipnis h.f. var m.a.
dr. Alexander Jóhannesson pró-
fessor,en hann og Aslaug John-
son, kona SigfUsar, voru
bræðrabörn.   Siöar   varð
Thor Jensen
Ólafur  H.  Jónsson
Þorsteinn  I
hamri
Þórs-
Magnús Th. S. Blöndal
Guðmundur   Jóhannesson
(brdðir Alexanders) forstjóri og
verksmiðjueigandi M.¦, Th.
Blöndahl og eftir hann sonur
hans Jóhannes Ólafur Guð-
mundsson  viðskiptafræðingur.
Auk SigfUsar átti MagnUs Th.
S. Blöndahl 3 börn, þau Sighvat
Blöndahl lögfræðing, Sigriði,
sem átti Andrés Fjeldsted augn-
lækni og Kristjönu^ sem átti
Kjartan Olafsson augnlækni.
Af öðrum togarafélögum á
millistriðsárum má nefna
Islandsfélagið og Belgaums-
félagið en Jes Zimsen kaup-
maöur I Reykjavlk var pott-
urinn og pannan í þeim báðum,
og ýmis félög tengd ættinni
Zoe'ga. Af þeim má nefna Njörö
h.f., Geir h.f. og Hrönn h.f.
Framkyæmdastjóri fyrir þrjU
siðastnefndu félögin var Þor-
geir Pálsson, faðir þeirra
Magnúsar Þorgeirssonar kaup-
manns i' Pfaff og Páls Þorgeirs-
sonar heildsala f Reykjavík.
Einnig má nefna togaraUt-
gerð Th.Thorsteinssonog Geirs
Thorsteinssonar en þeir feðgar
voru reyndar einnig tengdir
ZoSga-ættinni. (Sjá ættín Thor-
steinsson I Þjóðviljanum 31. ág.
8.1.)
Aörir áberandi togaraUt-
gerðarmenn I Reykjavik á
þessum árum voru t.d. Páll
Olafsson (sjá ætt Ólafs prests
Olafssonar i Þjóðviljanum 26.
okt. s.l.) og Hjalti Jónsson (afi
Hjalta  Geirs  Kristjánssonar)
Eru þá ekki talin upp ýmis
smærri togaraUtgerðarfélög og
þau sem voru úti á landi t.d. I
Hafnarfirði, sem var mikill tog-
araUtgerðarbær, og I Viðey.
-GFr
The Prerogative
of the Harlot
Press Barons and Power. Hugh
Cudlipp. The Bodley Head 1980.
Höfundurinn var blaðamaður.
Varð ungur að árum meðritstjóri
Sunday Pictorial. Starfaði við
blað Beaverbrooks, Sunday Ex-
press og var ritstjóri Daily
Mirror og Sunday Mirror. Hann
var um tima framkvæmdastjóri
International Publishing
Corporation en hvarf þaðan og Ut
úr blaðamennskunni. Hann skrif-
aði m.a. Publish and Be Damned.
Þessi bók hans er uppgjör við
blaðakóngana. Hann leitast við að
skýra völd og áhrif þeirra manna
sem hann fjallar um, voldugustu
blaðaUtgefenda fyrir og eftir sfð-
ustu heimsstyrjöld, persónuleika
þeirra og ástæöur fyrir stefnu
þeirra I alþjóðamálum og innan-
rikismálum.
Cudlipp fjallar fyrst um
William Randolph Hearst. Hann
rekur uppruna hans og uppeldi og
feril hans sem eiganda áhrifa-
mikilla blaða, valdagirnd hans og
striðsæsingar. Hann er einkum
kunnur fyrir þann þátt sem hann
átti í lygaherferðinni gegn Spán-
verjum Ut af KUbu 1898. Siðar
stofnaði hann til kommUnista-
ofsókna I Bandarikjunum fyrir
siöari heimsstyrjöld og átti þátt I
ýmsum skuggalegum áætlunum.
Samkvæmt áliti Cudlipps var
Hearst óhræddur maður, hann
hikaöi ekki viö að fletta ofan af
hneykslismálum, þótt hann
byggði glerhUs sjálfur. Stefná
hans var fyrst og fremst að auka
áhrif sin og völd án tillits til
málefna.
Northcliffe var fyrsti
nUtimablaðamaðurinn og enn er
hann talinn sá atkvæðamesti sem
uppi hefur verið i þeirri stétt.
Hann stofnaði Daily Mirror og
átti The Times i fjórtan ár. Hann
varð fyrstur til þess að gefa Ut •
blöð fyrir alla og upplög blaða
hans voru einsdæmi I blaðaheim-
inum. Hann nýtti nýjustu tækni
viö prentun og dreifingu blaða
sinna. Stefna hans var fyrst sU að
upplýsa almenning, ráðast á
spillingu og sérréttindi, opna
nýjar viddir og hreinsa til 1 sam-
félaginu. Hann óttaðist ekki al-
menningsálitið og fyrirleit flokks-
klíkurnar,  hann  fyrirleit  enga
jafnmikið og pólitlska trUða, en
aftur á móti gat hann gert trUðinn
að stjórnmálamanni með klók-
legri notkun aðstöðu sinnar, sem
voldugasti blaðakóngur Eng-
lands. Hann átti margt til og fáir
vissu hug hans. Þegar á leið
spilltu völdin honum og auðurinn
gerði hann að hundingja. Hann
tók að nýta blöb sin með það eitt
að markmiði, að auka áhrif sfn og
völd og hefna sin á andstæðingun-
um. Að lokum gekk hann of langt
og áhrif hans gufuðu upp.
Rothermere bróöir Northcliffes
var mikill aðdaandi Mussolinis og
Hitlers, kommUnistaótti hans
varö sjuklegur undir lokin og
áhrif hans og blaða hans stóðu á
nUlli þegar hann lést I byrjun
siðari heimsstyrjaldar. Henry
Robinson Luce var einnig kross-
riddari I baráttunni við kommUn-
ismann. Ahrif hans með Time og
Life voru gjörtæk og enn gætir
áhrifa hans i ritstjórn og stefnu
Time, sem ýmsir Hta á sem
vandað fréttarit, sem það getur
engan veginn verið. Auk blaðaUt-
gáfu var einnig og er stunduð'
bókaUtgáfa á vegum Time Life
og hafa Islendingar kynnst þeirri
menningarstarfsemi i fræöibóka-
flokkum, sem þýddir hafa verið á
Islensku og Utbýtt gegn lágu
gjaldi.
Cudlipp  var  samstarfsmaður
Beaverbrooks, en siðasti þáttur "*
bókar hans fjallar um hann. Lýs-
ingar Cudlipps á skiptum þeirra
eru mjög lifandi og svo og Utlistun
hans á tilgangi Beaverbrooks
sem blaðaUtgefanda.
Bók Cudlipps er fhugunarverö
og er einnig aðvörun um hvað
þeim gangi helst til, sem reka
áhrifamestu blöö heimsins, hver
sér tilgangur þeirra þegar grant
er skoðað og hvaða aðferðum þeir
beiti. Það er varhugavert þegar
áhrifamiklir fjölmiðlar komast I
hendur manna, sem auðveldlega
má flokka sem psykopata.
Genius in the Drawing-
Room.
THE Literary Salon in the Nine-
teenth and Twentieth Centuries.
Edided by Peter Quennell. Weid-
enfeld and Nicolson 1980.
Peter Quennell sá um Utgáfu
þessara ritgerða kunnra höfunda
um bókmennta-salóninn á 19. og
20. öld. Samræðulistin var af
mörgum talin ná hæst á siðari
hluta 18. aldar og áttu salónarnir
ekki Htinn þátt i þvi. Talið er að
bokmenntaumræður hafi fyrst
hafist i'salónum, IParis á 17. öld.
Orðið salón i sambandi við
umræður um skáldskap fær þá
hina sérstöku merkingu.
Til þess að samræða geti orðið
að list, þarf mikinn áhuga á
mæltu máli, visst lifsform og
mikinn áhuga á bokmenntum,og
til þess að bókmenntasatóninn
geti blómstrað þarf efnahags-
legar forsendur og nægan tíma.
Salóninn blómgast með vaxandi
áhrifum borgarastéttarinnar og
Urkynjun aðalsins i mildu formi.
Þetta var aö gerast I Paris á 18.
öld og siðan túk borgarastéttin að
sér salónana þegar kemur fram á
19. og 20. öld. En höfuð-forsenda
þessa alls eru skáldin og verk
þeirra og glæsilegar og gáfaðar
hUsfreyjur.
NU á dögum þegar menn hafa
varla tíma til þess að ljUka við
setningu er af og frá að salónlif
geti átt sér stað i hinu gamla
formi, auk þess sem allar að-
stæður eru gjörbreyttar. Það er I
rauninni Ut I hött að minnast á
salóna nU til dags, þegar
„dömur" eru sjaldgæfari en
hvitir hrafnar og gjáin milli i
skáldsins og samfélagsins fer
stöðugt vikkandi, alminnilegir
kapltalistar eru Utdauður hópur
og I staðinn komnir pilsfalda-
kaupahéðnar, sem eyða tlma
sinum i að betla styrki Ut Ur hálf-
tðmum rikissjóðum og sem eiga
þær konur, sem þeir eiga skilið og
sem enginn getur ætlast til að einu-
sinni viti hvað „salón" þýöir.
1 þessum greinum og ritgerðum
er farið vitt um, fjölmargir koma
hér viðsögu, bókin er skemmtileg
aflestrar og heimild um lifshætti
og siðmenningu sem fjarlægist
óöum tima málleysingjanna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32