Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.01.1981, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 31. jan. — 1. febr. 1981. Minningarorð Steinþór Þórðarson, Hala Ég var ekki gamall, þegar ég heyrði alloft minnst á ungan bónda i Suðursveit. Steinþór hét hann og bjó á Hala. Þótti sumum bæjarnafnið fremur einkennilegt og jafnvel litt virðulegt. Frá æskuheimili minu, Reyðará i Lóni, til Hala i Suðursveit, þótti mikil vegalengd á fyrsta þriðjungi þessarar aldar. Enda mun hún vera um 90 km., en bill kom fyrst i sýsluna árið 1927 og komst hann ekki nema um Nesja- sveit, og raunar ekki alla. Það var þvi ekki fyrr en siðar á æv- inni, að ég kynntist Steinþóri á Hala, fjölskyldu hans og heimili. Og ekki leið á löngu þangað til mér fór að þykja bæjarnafnið sér- lega viðfeldið, þvi eins og raunar allir vita, þá er það fólkið á hverj- um stað,viðmót þess, eiginleikar, og framkoma öll, er skapar það andrúmsloft hlýju og góðvildar, er yfirgnæfir flest annað. Og þrátt fyrir allt, sem i hugann kemur, þegar ég minnist Steinþórs vinar mins nýlátins, þá verða þó sam- ræðustundirnar á heimili þeirra hjóna einna eftirminnilegastar. Sjálfur hefir Steinþór rakið helstu æviatriði sin i útvarpsvið- tölum, er Stefán Jónsson, alþm. átti við hann og alþjóð gafst kost- ur á að heyra veturinn 1969—-1970. Þessar minningar voru siðan gefnar út i bókinni, er hlaut hið sérkennilega nafn Nú-Nú með undirheitinu, bókin, sem aldrei var skrifuð. Sennilega er það al- gert einsdæmi i islenskri bók- menntasögu a.m.k. siðari aldir, að slik bók hafi verið prentuð beint eftir munnlegri framsögn án þess aö penni eða ritvél væri milliliður að nokkru orði, engum stafkrók breytt, og engir skrifaðir minnispunktar til að styðjast við i frásögninni. Steinþór var fæddur á Hala i Suðursveit þann 10. júni 1892 og hafði þvi meira en hálfnað 89. aldursárið, er hann lést. Voru foreldrar hans Anna Benedikts- dóttir Þorleifssonar, Hallssonar i Hólum i Nesjum og Þórður Steinsson Þórðarsonar frá Kálfa- felli i Suðursveit. Uppvexti sinum lýsir Steinþór i minningabókinni, sem fyrr er nefnd. Verður sú frá- sögn ekki rakin hér. Tveir bræður Steinþórs urðu einnig kunnir menn, Þðrbergur Þórðarson, rit- höfundur,sem ekki þarf að kynna fyrir alþjóð og Benedikt, siðar bóndi á Kálfafelli i Suðursveit. Enn fremur áttu þau hjón eina dóttur, er lést á barnsaldri. Lýs- ing Steinþórs á bernskuárum þeirra bræðra er sem að likum lætur svipuð uppvaxtarsögu fjölda islenskra sveitabarna frá þeim tima, þar sem flestir bjuggu við þröngan efnahag og börn og unglingar byrjuðu að hjálpa til við heimilisstörf þegar aldur og kraftar leyfðu. En tvennt skal þó minnst á, sem viss áhrif mun hafa haft á þroska og áhugamál ung- lings á viðkvæmu þroskaskeiði. Annað er það, að bækur munu hafa verið mikiþ um hönd hafðar á heimilinu. Aorir kunnugir hafa tjáð mér, að foreldrar hans hafi bæði verið bókhneigð. Og eins og gerðist í sveitum á Islandi voru bækur lánaðar bæja á milli. Enn fremur minntist hann á það i fyrrnefndum minningum, að fað- ir sinn hafi verið einn af fjórum mönnum, er fyrst stofnuðu til félagsskapar um bókakaup. Sýnir það best fróðleiksfýsn og lestrar- löngun þessa fólks. Þetta reyndist Steinþóri þó ekki nóg. Tæplega tvitugur gengst hann fyrir stofnun almenns lestrarfélags i sveitinni. Þvi sam- kvæmt frásögn hans sjálfs þótti honum tvennt á skorta. Annað var það, að of litið bærist af nýj- um bókum gegn um þennan fá- menna félagsskap og allt of fáir sveitungar sinir fengju notið þeirra. Þess vegna væri þörf á al- mennum félagsskap um þessi mál. Þarna kom þegar i ljós sá félagsandi, sem enn þá betur átti eftir að setja mark sitt á öll lifs- viðhorf hans áiðar á ævinni og betur mun vikið að siðar. Litlu siðar hefir hann forgöngu um stofnun ungmennafélags sveitarinnar, sem starfar enn. Annað, sem ég vil nefna i sam- bandi við áhrif unglingsáranna, var sambýli og samhjálp fólksins á bæjunum vestan Steinasands og þá ekki sist á hinum þremur bæjum i Breiðabólsstaðartorf- unni, þar sem túnin liggja saman. Og i þessu umhverfi léku börnin sér að þvi, að mynda sitt eigið þjóöfélag með embættismönnum, sambærilegum við embættis- menn þjóðarinnar, s.s. landshöfð- ingja, sýslumanni, pósti o.fl., stofnuðu banka, er gaf út seðla, ráku verslun, þar sem seðlarnir voru notaðir sem gjaldmiðill og annaö i þá veru. Hver veit hvað þetta barnaþjóðfélag hefir átt mikinn þátt i að móta skapgerð- areinkenni unglinganna þótt leik- ur einn væri. Sumarið 1914 kvæntist Steinþór frænku sinni, Steinunni Guð- mundsdóttur frá Reynivöllum. Búskap hófu þau á Hala, fyrst i félagi við foreldra hans. Siðar tóku þau við búinu ein og bjuggu þangað til Torfi, sonur þeirra, gerðist kennari i sveitinni, siðar skólastjóri, og varð þegar þátt- takandi i búskapnum með konu sinni, Ingibjörgu Zophóniasdóttur ættaðri úr Svarfaðardal. Fullyrði ég að með Ingibjörgu hafi þau eignast tengdadóttur, sem bæði kunnu að meta, enda hefir það komið i hennar hlut að halda uppi reisn húsmóðurstarfsins á þessu stóra heimili i vaxandi mæli og algjörlega hin siðari ár. A Hala hefir hin stækkandi fjölskylda bú- ið og sumt af yngra fólkinu stofn- að þarsin eigin heimili, enda hef- ir véltækni nútimans verið notuð til að auka afrakstur jarðarinnar. Veit ég að það var hinum öldruðu hjónum óblandin ánægja á efri árum að sjá barnabörnin vaxa upp og ilendast á þessum stöðv- um, eftir þvi sem ástæður leyfðu. Steinþór Þóröarson Dóttir þeirra, Þóra, héfir verið búsetti Reykjavik, gift Ólafi Guð- jónssyni, húsgagnasmið. Með búskapnum á Hala, sem þau hjón hófu svo ung, hófst einn- ig annar þáttur i ævi Steinþórs, sem við sýslungar hans og aðrir kynntumst þvi meira sem árin liðu. Það var hið margþætta starf hans að allskonar félagsmálum, þar sem hann ætið var reiðubúinn að fórna bæði tima og kröftum i þágu þeirra málefna, sem hann bar fyrir brjósti og til almenn- ingsheilla horfðu. Eins og fyrr er á minnst gekk hann kornungur fram fyrir skjöldu við stofnun lestrarfélags og ungmennafélags i sveit sinni. Siðar kom forustustarf i búnað- arfélagi sveitarinnar og kaup- félagi sýslunnar, þegar við stofn- un þess. Stjórnarstarf i Búnaðar- sambandi Austur-Skaftfellinga og má þá ekki sist nefna hans ötulu forgöngu i aö koma á bændafund- um Austur-Skaftfellinga, sem ár- um saman voru haldnir i sveitun- um til skiptis. Þá fundi sátu, i fyrsta lagi, kjörnir fulltrúar búnnaðarfélag- anna, venjulega fimm frá hverju félagi, en einnig var öðrum heim- ilt að fylgjast með þvi, sem fram fór. A þessum fundum voru rædd og reifuð flest þau framfaramál héraðsins, er mest þóttu aðkall- andi hverju sinni og samþykktir gerðar eftir þvi sem ástæður þóttu til. Alla tið var Steinþór ein- hver albesti stuðningsmaður þessarar starfsemi, raunar má likanefna Benedikt bróður hans á Kálfafelli, og þó e.t.v. sé erfitt að meta, hver voru bein áhrif hennar á framkvæmdir og framfaramál þá munu flestir sammála um að þau hafi verið nokkur. Hitt þarf ekki að draga i efa, að áhrifin til að auka kynningu, skapa heilbrigðan félagsanda og skilning á viðhorfum og þörfum hinna ýmsu hluta héraðsins voru mikil. Og enn fremur tel ég mega fullyrða, að áhrifin til að teysta persónuleg vináttubönd milli fólks i fjarlægum sveitum hafi ekki verið litil. í þessu sambandi má einnig minnast annars féiagsskapar, er Steinþór lagði sitt góða lið, en það var Menningaríélag Aust- ur-Skaftfellinga, er starfaði um árabil og var hann jafnan einn glæsilegasti ræðumaður á mótum þess. Sem beint framhald og eðli- legt af störfum hans að félags-og framfaramálum héraðsins var hann árum saman fulltrúi þess á aðalfundum stéttarsambands bænda, eftir að það var stofnað. Veit ég að hæfileikar hans og góð- vilji hafa ekki notið sin siður þar en annarsstaðar. Ekki vil ég enda þessar linur án þess að minnast litið eitt frekar á heimilið á Hála og þá ekki sist hina hlýju gestrisni, er ætið var þar sýnd, hverjum sem að garði bar. Gistinætur þær, er ég átti sjálfur og siðar ásamt konu minni, á þvi heimili hef ég ekki talið saman, en þær urðu margar eftir þvi, sem árin liðu. Og alltaf voru viðtökurnar jafn hlýjar hjá þeim hjónum báðum. Alltaf jafn gaman að ræða við fjölskylduna um þau málefni, sem efst voru á baugi og njóta hinnar alþekktu frásagnarsnilli húsbóndans þegar á góma bar eitthvað frá eldri tim- um. Ekkert af þessu breyttist þótt yngri hjónin, Torfi og Ingibjörg tækju smám saman við öllum búsforráðum. Sem kunnugt er þá er Hali i þjóðbraut,og hefðu verið skrifað- ar þar gestabækur er ég viss um að hvert bindi hefði verið fljótt að fyllast. Um leið og ég enda þessi kveðjuorð til Steinþórs, vinar mins, vil ég færa eftirlifandi eig- inkonu hans, börnum þeirra tengda-<og barnabörnum innileg- ustu samúðarkveðjur frá okkur Guðrúnu með kærum þökkum fyrir alla kynningu og vináttu lið- inna ára. Ásmundur Sigurðsson. • Hann hafði trú á þvi, að ein af ástæöunum fyrir þvi hvað hans kynslóð entist vel væri sú, aö þau fengu hóflega mikið að borða i æsku. Þar átti hann viö heilsuna. Frá þessu sagði hann mér og öðr- um efnum i lifshlaup sitt fyrir býsnamörgum árum. Ég hljóörit- aöi við hann spjall i eina 36 klukkutima og klippti svo úr segulböndunum efni i 25 hálftima útvarpsþætti. Seinna var þetta svo gefið út undir heitinu Nú nú — Bókin sem aldrei var skrif- uð, sýnisrit um munnlega frá- sagnarlist sunnan jökla. Þetta finnst mér enn vera nokkuð merkileg bók, þvi þar er ekki vikið við einu orði frá þvi sem þau komu beint út úr Steinþóri — og svo réttlættum viö hana ennþá frekar með þvi að hún gæti orðið ágæt kennslubók við notkun segulbandanna sjálfra ef ein- hvern tima yröi gengið i það að kenna islenska hljóðfræði við ein- hverja menntastofnun á tslandi. 1 þessum sagnaþáttum greinir Steinþór frá þvi hvaðan voru raktir aörir þættir persónunnar en þeir sem beint lutu að fóðrum holdsins, til þeirra Steins gamla, Oddnýjar i Geröi og sona hennar, Breiðabólstaðarfólksins og Reynivalla, en af sama þela var spunnið ivaf i skapgerð bræðra hans, Þórbergs skálds og Bene- dikts bónda Þórðarsonar. Enn eitt furöulegt dæmið um það hversu þrir nauðalikir afbragðs- menn geta orðið sinn meö hverj- um hætti. Um efnisatriði þessara minninga visa ég til Bókarinnar sem aldrei var skrifuð, en bið þá sem ekki heyrðu útvarpsþættina gæta þess við lesturinn að sá tandurhreini tónn sem orðin að tarna voru kveðin við, hann komst náttúrlega ekki til skila i prentverkinu, enda vænti ég þess að orðlist af þessu tæi verði ekki gefin út framar nema á segul- bandspólum. Ég hef rætt við margan orð- snillinginn víðsvegar um landið og hvergi heyrt islenskuna hljóma eðlilegar en af vörum Steinþórs á Hala, gjörsneidda bókmálstilgerð og málfræðilegri fordjörfun. Raunar hef ég löngu komist að þeirri niðurstöðu að til þess að iðka tungutak á borð við það sem Steinþór kunni þurfi efa- laust sérstakt hjartalag. Það getur ekki verið tilviljun að allar þessar þrjátiu og sex klukku- stundir sem ég ræddi við Steinþór á Hala á segulband skyldi hann aldrei nafngreina svo mann að hann gerði ekki hlut hans góðan Stefán Jónsson Þeir safnast nú óðum til feðra sinna er helguöu líf sitt og starf þvi að berjast gegn fátækt og menntunarskorti og gera islenska þjóð bjargálna I and- legum og veraldlegum efnum I anda þeirra hugsjóna sem kenndar eru við aldamótamenn- ina svonefndu. Þá hugsjón sem fann sér farveg I félagshyggju ungmennafélagshreyfingarinnar og hugsjón samvinnufélags- skaparins. Einn af þeim sem stóö I fylk- ingarbrjósti þessarar baráttu fyrir land sitt og þjóð, sveit sina og hérað er horfinn af vettvangi. Hann Steinþór á Hala er nú fluttur búferlum til annarra veralda. Ég tel að það hafi verið þeim sem þessar linur ritar mikið lán að alast upp í næsta nágrenni við Steinþór á Hala og eiga þess kost að kynnast slikum öðlingi sem hann var. Slík kynni voru vekjandiogörvandiog vöktugleði I sinni. Og þar sem fundum bar saman við Steinþór var löngum bryddað upp á nýjungum, hvatt til framfara á flestum sviðum mannlifs undir merki óbifan- legrar trúar á félagslegt framtak. Það var lifsskoðun Steinþórs að meö félagslegu átaki mætti margan vanda leysa til aukinna framfara og bættra lifskjara fyrir hinn almenna mann, enda I fýllsta samræmi viö þá llfshug- sjón hans, sem ég hygg að hafi veriö sU, að allir menn væru með sama réttifæddirtil þessa lifs, og þar bæri þeim sem byggi yfir meira atgervi aö miðla hinum veikari i þjónustu þess lífs sem höfuðsmiöurinn mikli hefur bUið öllu lifi. Sjálfstæði Islands, þaö er stórt orð og það var mikill fögnuöur sem rlkti i huga þjóðarinnar þegar lýðveldið var stofnað 17. júni 1944. Ég tel á engan hallað þó hér sé sagt að sveitinni okkar Steinþórs hafi hann leitt þann al- menna fögnuð. En á skammri stund skipast veöur i lofti og hann Steinþór varaði okkur hin við þeim óveðursskýjum sem brátt tóku að hrannast á himin hins unga lýðveldis. Og það veit ég fyrir vist að þessi aldni heiðurs- maður hefði helst af öllu kosið áður en hann gekk til feðra sinna að sjá aftur þá heiörikju sem hvelfdist yfir Islensku þjóöinni i rigningunni 17. jUni 1944. Þvi þarf varla aö lýsa hér hversu mikill afburöa sögumaður og fræöaþulur Steinþór á Hala var, enda afrekaði hann það Þorrablót Alþýðubandalagsfélögín í Garðabæ, Hafnarfirði og Seltjarnamesi efna fil þorrablóts í Garðaholti, Garðabæ, laugardaginn 14. feb. n.k. og hefst það kl. 19.30 Ávarp flytur Sigurður Blöndal. Glens og gaman, söngur og gleði. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Miðasala og nánari upplýsingar: Rakel, s.52837, Hilmar s. 43809, Þórir s. 44425 og Guðrún s. 23575.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.