Þjóðviljinn - 11.03.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.03.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. mars 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ vidtalid Ertu of latur til að ganga á skiðum? Ef svo er gæti þessi tæknilega lausn ef til vill orðið nokkur freisting. Skiðamaður- inn hefur á bakinu litinn mótor sem snýr skrúfu og knýr hann áfram með um 30 kilómetra hraða á klukkustund. Eða rétt- ara sagt: allt að 30 km hraða, þvi aö sá sem á skiðunum stendur getur haft stjórn á hraö- anum. Það fylgir sögunni aö so- véski herinn hafi fundið upp þennan útbúnað en ekki vitum við að öðru leyti um útbreiðslu. Mamma, er hægt að skilja við bróður sinn? Það er hinsvegar álitamál hvernig á að vinna að þessu máli. Það er starfandi nefnd heimamanna og fulltrúa RARIK og ég veit ekki annað en hún komi saman á morgun. Við skulum sjá hvað út úr þvi kemur. Ég vona að samkomu- lag takist og að hvatvislegar að- gerðir verði ekki til að spilla fyrir”. — Þin afstaða hefur aðallega byggst á landnýtingarsjónar- miðum er ekki svo? ,,Jú og staðreyndin er sú að menn hafa einblint á aðeins eina tegund virkjunar bæði hvað stærð varðar og eins staðsetn- ingu og siðan hafa menn átt að taka afstöðu með eða móti. Við> þ.e. ég og bændur á svæðinu sem hugsa likt um þetta mál, höfum hins vegar viljað að menn skoðuðu fleiri leiðir þar sem tryggt væri að eyðing lands yrði eins litil og mögulegt er i stað þess að hengja sig i þennan eina kost. Núna i vetur hefur það svo loksins gerst að farið er að tala um aðra möguleika, um annars konar virkjun en einblint var á i upphafi. Þá höfum verið tilbúnir til þess að skoða þetta mál upp á nýtt. Og ég tel að það sé hægt að leysa þetta mál ef menn hafa vilja til og hvorugur aðilinn reynir alfarið að troða á hinum heldur reyni til hlitar að sam- ræma sin sjónarmið”. — Hvað um atvinnumálin? „Jú það er auðvitað ljóst að virkjun við Blöndu myndi hleypa miklu lifi i atvinnulifið i héraðinu en samt er það nú svo aö það þarf að hafa þar alla gát á. Ég hef ekki séð hvað menn hugsa sér að taki við þegar virkjunum lýkur. Menn koma vafalaust til með að yfirgefa bú sin og fyrirtæki vegna þessara stórframkvæmda sem að miklu leyti færu fram á vegum stórra aðila utanað komandi. Ég get hugsað að það myndi reynast erfitt fyrir smærri fyrirtæki að keppa um vinnuaflið. Það hafa engir getað sannfært mig um að þeir hafi séð fyrir þær félags- legu og efnahagslegu afleið- ingar sem þetta gæti haft i för með sér en atvinnuástandið hér á Suðurlandi eftir þær stórfram- kvæmdir sem þar hafa farið fram sýnir okkur að við þurfum að vera vel á verði gagnvart þessu. Það er alltaf talað um mig sem einhvern höfuðandstæðing Blönduvirkjunar, en það er al- rangt og reyndar hef ég ósköp litil áhrif á framvindu mála. Það hvort samningar takast veltur til dæmis miklu meira á samþingsmanni minum úr kjör- dæminu Pálma Jónssyni land- búnaðarráðherra en mér, þvi hann er nú i þeirri dæmalausu aðstöðu að vera stjórnarfor- maður RARIK auk þess að vera ráðherra og hagsmunaaðili i málinu. — j. Hvenær er vændi leyft og bannað? Madame BiIIy heitir þessi kona. sem um hálfrar aldar skeið stjórnaði finasta hóruhúsi iParis. Þrem árum eftir að hún dró sig i hlé, var hún dæmd i skilorðsbundna fangelsisvist og 300 þúsund króna sekt fyrir fyrri syndir. Mál þetta vekur tals- verða athygli, þvi að það geymir margt um hræsni og tvöfeldni. Madame Billy, sem nú er 79 ára, rak áratugum saman göfugt vændishús fyrir ráð- Alþýðublaðið sagöi i fyrirsögn að rikisstjórnin væri vegin og léttvæg fundin. Ég vissi það ekki fyrr að fingur guðs heföu fundiö sér nýjan fjölmiðil i Jóni Baldvin. Hinsvegar er spá- sögnin of stutt og i nútimanum á hún aö vera svona: Rikisstjórn- in er vegin og léttvæg fundin, og riki hennar gefið Geir og Krötum! Heiftarvísur Af handahófi nefnist ljóða- kver sem Jón Þorleifsson befur saman skrifað. Þar rimar hann heiftarvisur margar og ádrepur i ýmsar áttir, svo sem hann hefur áður gert i nokkrum kver- um. Um túrista yrkir Jón á þessa leið: öllu sólskini suður á Spáni sifullir túristar hafa eytt sem farareyri fengu að láni fóru og sáu þar ekki neitt. A öðrum stað má finna svo- fellda ádrepu: Það er ekki allt eins og augun það sjá en ýmsum er blekking hentari og kærri þvi fjarlægöin gerir fjöilin blá og flatneskjan litilmennin stærri Madame Billy. herra, sendiherra, oliufursta, hershöfðingja og aðra þá sem Amerikanar kenna viö þotur. Þar voru fegurstar vændis- konur, sem m.a. áttu að geta haldið uppi menntuöum sam- ræðum, göfug vin, mjúk rúm undir tjaldhimni i stil Lúðviks fimmtánda og kokkar frábærir. Verðlag á þjónustunni var svo eftir þvi. Nú er frá þvi að segja, að 1946 urðu vændishús Parisar ólögleg. En hús madömu Billy var áfram opið, með þegjandi sam- þykki iögreglunnar og utan- rikisráðuneytisins, sem beindi stundum þurfandi virðulegum gestum rikisins að dyrum hennar. Haft er eftir einum af fyrrverandi yfirmönnum Parisarlögreglunnar, að sam- vinnan hafi verið hin prýöileg- asta. Billy sá til þess, að lög- reglan gæti fylgst meö þeim sem komu og fóru, og þar með „vissum við alveg hvað var að gerast i Paris”, segir lögreglu- foringinn. En svo var Billy oröin þreytt og seldi staðinn. Tvær ungar konur keyptu og sögöust ætla aö opna i hótelinu dýran veitinga- stað. En svo fóru þær i fótspor Billy með vændisrekstur — án þess að baktryggja sig með rétt- um samböndum. Þegar þær lentu svo fyrir rétti, og voru dæmdar, reyndu þær aö verja sig með þvi að þær væru ekki aö gera neitt annað en það sem fyrirrennari þeirra hefði gert. Þvi voru syndir hinnar gömlu mellumömmu grafnar upp — og metnar til refsinga. Mamma, þegar þú varst stelpa... © Bulls Rætt við Pál Pétursson, alþingismann: Hægt að semja Páll Pétursson alþingismaður Framsóknarflokksins i Norður- landskjördæmi vestra hefur i vitund almennings orðið odd- viti þeirra sem lagst hafa gegn virkjun Blöndu. Það var þvi eðlilegt að leita álits lians á aðgerðum sýslunga hans i gær. Við spurðum hann hvort ekki væri nú Ijóst orðið að yfirgnæf- andi meirihluti i kjördæminu væri þvi fylgjandi að ráðist yrði i virkjun Biöndu strax. „Ég hef ekki gert mér grein fyrir þvi nákvæmlega hversu stóran hluta kjósenda er hér um að ræða en sýnist það vera um helmingur. Hins vegar að ég get nú ekki litið á þetta eins og at- kvæðagreiðslu. Ég las yfir hausinn á þessu skjali; ég reikna með að það hafi verið sami hausinn notaður alls staðar, og þar er ekkert sem ég get ekki samþykkt. Þessir menn sem að þessu standa eru harð- duglegir og fórnfúsir og vila ekki fyrir sér að leggja á sig mikið erfiði og löng ferðalög til að fylgja eftir sinum málstað

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.