Þjóðviljinn - 01.05.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.05.1981, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 1. mal 1981 Föstudagur 1. mal 1981 *-ÞJÓÐVILJINN 1 um helgina sýnringar sin i«i?§ »^-i t Kjarvalsstaöir Björn Rúriksson sýnir ljósmyndir í vestursal, og Eirikur Smith sýnir mál- verk i Kjarvalssal. Opið kl. 14—22. Norræna húsiö Einar Þorláksson sýnir 92 akrll- myndir. Opið kl. 16.-22 daglega til 10. maí. Listasafn alþýðu Textilsýningin var framlengd til 3. maí. Opið kl. 14—22. Nýlistasaf nið Birgir Andrésson sýnir myndverk. Op- ið kl. 14—20. Lýkur 2. mai. Djúpið Asgeir S. Einarsson sýnir blek- og pastelmyndir og skúlptúra úr islensk- um steini. Opið kl. 11—23.30 daglega til 3. mai. Ásgrímssafn Opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30—16. leikhús Alþýðuleikhúsið Kona föstudag og sunnudag kl. 20.30. Siðustu sýningar. Stjórnleysingi ferst af slysförum laugardag kl. 20.30. Breiðhol tslei khúsið Segðu P ANG!i Fellaskóla laugardag og sunnudag kl. 15. Leikfélag Reykjavíkur Barn I garðinum föstudag kl. 20.30. Of- vitinn laugardag kl. 20.30. Fáar sýn- ingar eftir. Skornir skammtar sunnu- dag kl. 20.30. Uppselt. Þjóðleikhúsið La Bohcine föstudag og sunnudag kl. 20. Sölumaður deyr laugardag kl. 20. Oiiver Twistsunnudag kl. 15. Næst slð- asta sinn. Garöaleikhúsiö Galdralandi Breiðaholtsskóla laugar dag og sunnudag kl. 15. Miðasala á staðnum frá kl. 13. bíö Háskólabíó (Mánudagsmynd) In einem Jahr mit 13 Monden, v-þýsk, 1978. Leíkstjóri: Rainer Werner Fass- binder, og annaöist hann kvikmynda- tökuna lika. Leikendur: Volker Spengler, Ingrid Caven. Þessi mynd Fassbinders fjallar um ástina einsog allar hans myndir, en á nokkuð sér- stæðan hátt. Sagt er frá siðustu vik- unni í lifi Erwins, sem hefur látií breyta sér i konu og kallar sig Elviru. Myndin fékk mjög góöa dóma á sinum tima. Stjörnubíó Kramergegn Kramer.bandarisk 1979. Leikstjórn: Robert Benton. Aðalhlut- verk: Dustin Hoffman, Meryl Streep Justin Henry, Jane Alexander. Loks- ins er þessi langþráöa verðlaunamynd komip hingað til lands. Væntanlegum áhorfendum er ráðlagt að hafa með sér birgðir af vasaklútum, þvi jafnvel steinhjörtu vikna. Mjög athyglisverð kvikmynd með þarfan boðskap, þrátt fyrir tilfinningasemina sem kaninn losnar vist aldrei við. Afburöa vel leik- in og á erindi viö alla. Tónabíó Síðasti valsinn, bandarisk, 1978. Leik- stjóri Martin Scorsese. Fram koma: The Band, Eric Clapton, Neil Diamond, Bob Dylan, Joni Mitchel, Ringo Starr o.m.fl. Ein besta rokk- mynd sem gerö hefur verið, segja menn. Lýsir 16 ára ferli hljómsveitar- innar The Band og kveðjutónleikum þeirra i San Fransisco 1976. Sólveig Hauksdóttir, Guörún Gísladóttir og Edda Hólm I hlutverk- um sinum i KONU. Kona að kveðja Fyndið og hressilegt verk Sýningum er nú að ljúka a einþáltungunum þremur eftii Dario Fo og Franca ltame sen hérhafa einu nafni verið nefndii KONA f uppfærslu Alþýðuleik hússins. Undanfarna daga hafa þæi Sólveig Hauksdóttir, Edda Hólm og Guðrún Gisladóttii verið á ferð um Suðurland, en á föstudags- og sunnudagskvölc verða siðustu sýningar i Hafn arbiói á KONU. Einþáttungarnir þrir eri bráðfyndnir, um leið og þeii segja hver sina sogu um konur eina verkakonu, eina millistétt arkonu og eina sem er eins kon ar samnefnari og sýnir okkui hvernig konan fer út úr kynlif inu, ástinni og hjónabandinu. óléttog bundin i báða skó, þrátl fyrir að draumaprinsinn sé raf magnsverkfræðingur! KONA fékk mjög góða dóma er hún vai frumsýnd i lok janúar, en nú e’ siðasta tækifæri til að skemmta sér með konunum, áður en þæ: kveðja. Volker Spengler leikur Erwin, öðru nafni Elvlru, I mynd Fass binders, ,,In einem Jahr mit 13 Monden.” Mánudagsmynd eftir Fassbinder: Á þrettán tungla ári Ný mánudagsmynd hefur göngu sina i Háskólabiói næsta mánudag, ,,In einem Jahr mit 13 Monden” eftir frægasta og umdeildasta kvikm yndastjóra Vestur-Þýskalands, Rainer Werner Fassbinder. Samkvæmt gamalli þjóðtrú eru þau ár, þegar tungl fæðist 13 sinnum, óheillaár. Þannig var árið 1978, og þá fyrirfór einn af vinum Fassbinders sér. Þá var það lika sem Fassbinder gerði þessa mynd. I henni segir frá siðustu dögunum i lifi Erwins (Volker Spengler) sem reyndar hefur látið breyta sér i konu og kallar sig Elviru. Myndir Fassbinders fjalla allar um ástina, og um þær hindranir sem þjóðfélagið setur þeim einstaklingum sem vilja og geta elskað. In einem Jahr mit 13 Monden er engin undan- tekning. Erwin er kvæntur ágætri konu og á barn með henni, en hann fórnar fjölskyld- unni og reyndar lifi sinu fyrir öðruvisi ást. Hann er hæddur og auðmýktur og hrakinn fram á ystu nöf örvæntingarinnar. —ih Björn Kúrlksson meö nokkrar af myndum sinum á sýningunni. T/ • - , *• Ljósm. —gel- Kjarvalsstaðir Bjöm Rúriksson sýnir Björn Rúriksson ljósmyndari opnar I dag sýningu á litljós- myndum i vcstursal Kjarvals- staða. Þetta er fyrsta sýning Björns hérlendis, en hann hefur haldið tvær cinkasýningar i Bandarikjunum, auk þess sem myndir eftir hann liafa birst i New York Times, Geo og Iceland Review. 63 myndir eru á sýningunni, allar teknar á tslandi og margar úr flugvél. Björn er mikill áhugamaður um jaröfræði, og hefur hann merkt sérstaklega sumar myndirnará sýningunni, sem gefa samfellda mynd af jarðfræöi íslands. Til þess aö menn geti gert sér grein fyrir þessu verða þeirað ganga rang- sælis um sýninguna og lesa skýringarblað sem liggur frammi. I sýningarskrá segir Björn: ,,t minum huga gegna ljósmyndir þessarar sýningar tviþættum tilgangi. Annars vegar sýna þær umhverfið á mishlutdrægan hátt, einkum með stuðningi lina og forma. í hinn stað hafa þær merka sögu að segja, sögu um það hvernig landið okkar varð til.” Myndirnar eru allar til sölu, og verða aðeins gerð fimm ein- tök af hverri mynd. Sýningin stendur til 17. mai. Helga Kress á Akureyri: Kvenleg hefð í bók- menntum Jafnréttishreyfingin á Akur- eyri, sem stofnuð var i febrúar sl. gengst á morgun, laugardag- inn 2. mai, fyrir opnum fundi i Alþýðuhúsinu þar sem Helga Kress bókm enntafræðingur flytur framsöguerindi: „Kven- leg reynsla og hefð i islenskum bókmenntum”. Fundurinn hefst kl. 15 og verður i umræðuhópum eftir erindi Helgu ma. rætt hvort konur skrifi öðruvisi en karlar og þá hvers vegna. Helga er, sem kunnugt er, þekkt fyrir rannsóknir sinar og skrif um stöðu konunnar i is- lenskum bókmenntum og má þar til nefna bókina „Draumur um veruleika” þar sem Helga valdi nokkrar smásögur is- lenskra kvenna og ritaði inn- inngang. Ragnar Lár Sýnir á Akranesi Ragnar Lár opnar mynd- listarsýningu I Bókhlöðunni á Akranesi föstudaginn 1. maí, kl. 16. Sýnd verða oliumálverk og svartlistarmyndir. Föstudaginn 1. mai verður sýningin opin frá kl. 16—22, á laugardag frá kl. 14—22 og á sunnudag frá kl. 14-—20. —mhg Ragnar Lár Jón Gunnarsson Sýnir í Stykkishólmi 1 kjölfar og i tengslum við fyrsta mai hátiðahöld verka- lýðsfélaganna i Stykkishólmi, sem hefjast i Félagsheimilinu kl. 3, opnar Jón Gunnarsson frá Reykjavik myndlistarsýningu i húsinu. Sýnir Jón þarna um 40 vatnslita- og oliumyndir. Sýn- ingin verður opin dagana 1., 2. og 3. mai. — mhg Jón Gunnarsson Tvennir tónleikar Tónskólans Tónskóli Sigursvcins D. K ristinssonar efnir til tónleika i Fellaskóla sunnudaginn 3. mai kl. 14, og i Norræna húsinu á mánudaginn kl. 20.3. A tónleikunum i Fellaskóla koma fram nemendur á ýmsum námsstigum, aðallega þó yngri nemendur. M.a. flytur blokk- flautukór og hljómsveit tvö is- lensk þjóðlög undir stjórn Sigur- sveins D. Kristinssonar, sem einnig hefur útsett lögin af þessu tilefni. Meðal þeirra sem fram koma eru nemendur Breiðholtsdeildar Tónskólans, sem rekin hefur verið i nokkur ár. Tónleikarnir i Norræna hús- inu eru með öðru sniði, þar koma eingöngu fram nemendur framhaldsdeildar. Verða þetta siðustu tónleikar starfsársins og hefur verið vandað til þeirra i hvivetna. Styrktarfélagar, for- eldrar, nemendur og aðrir vel- unnarar skólans eru velkomnir á tónleikana. Tónmenntaskólinn: Nemendatónleikar Laugardaginn 2. mai kl. 2 e.h. mun Tónmenntskóli Reykjavikur halda tónleika i Austurbæjarbiói. A þessum tónleikum verða hópatriði úr kennslustundum yngri barna. Auk þess verður einleikur og samspilsatriöi á ýmis hljóö- færi. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Kammer- tónleikar í Norræna húsinu Tveir f innskir tónlistar- 1 menn, Okko Kamu og Eero | Heinonen halda kammertón- ■ leika i Norræna húsinu á þriðjudaginn, 5. maí, kl. 20.30. Okko Kamu leikur á fiðlu og Eero Ilcinoncn á pianó. Okko Kamu er fæddur 1946 og hóf fiðlunám aðeins tveggja ára að aldri. Hann er einnig þekktur hljómsveitar- stjóri, hefur stjórnað hljóm- sveitum viða um heim og m.a. verið aðalstjórnandi Sinfóniuhljómsveitar finnska útvarpsins. Eero Heinonen er fæddur 1950 og lærði pianóleik m.a. i Moskvu. Arið 1974 keppti hann til úrslita i Tsjækofski- keppninni. A efnisskránni verður sónata I e-moll KV 304 eftir Mozart, sónata eftir finnska tónskáldið Einar Englund og Kreutzersónatan eftir Beet- hoven. Eero Heinonen heldur einleikstónleika laugardag- inn 9. mai kl. 16 i Norræna húsinu og leikur þá verk eftir Englund, Sibelius, Hanni- kainen, Mozart og Liszt. Að- göngumiðar verða seldir á skrifstofu Norræna hússins og við innganginn. Svölu- kaffi Svölurnar, félag fyrrver- andi og núverandi flug- freyja, halda sina árlcgu kaffi- og skyndihappdrættis- sölu I súlnasal Hótel Sögu i dag frá kl. 14. Meðan gestir njóta veitinga munu félags- konur sýna kvenfatnað. Agóðanum verður varið til kaupa á svonefndu Garba Linguaduc tæki fyrir Grens- ásdeild Borgarspitalans. Tæki þetta er hið fyrsta sinn- ar tegundar hér á landi og verður notað til að greina tjáningarmöguleika fólks sem er algerlega lamað. Fundur um Víetnam Einsog sagt hefur verið frá i Þjóðviljanum er staddur hér á landi Phan Hoi, sendi- fulltrúi Vietnam i Noregi. I tilefni af heimsókn hans efn- ir Vináttufélag islands og Víetnam til opins fundar á Hótel Borg á morgun, laugardag, kl. 14. A fundinum mun Phan Hoi segja frá gangi mála i Indó- kina, en þar hefur sem kunn- ugt er verið mjög róstusamt og enn er ekki kominn þar á friður. Sveinn Rúnar Hauks- son, formaður VIV, flytur ávarp á fundinum. Þá mun Sigurður A. Magnússon lesa frumort ljóð, og loks verður tónlistarflutningur, sem Arni Hjartarson og Arsæll Más- son annast. Pólverji kynnir málstað Samstöðu á íslandi Innrás leiddi til styrjaldar Póllands og Sovétríkjanna ,,Það er verið að umskapa pólskt þjóðfélag, gera raun- verulega vopnlausa byltingu. Hvað sem gerist, verður ekkert eins og það var fyrir verkföllin s.l. haust. Meira að segja kommúnistaflokkurinn er i um- sköpun og endurnýjun fyrir til- stilli hreyfingar sem á rætur sinar ihinum almenna félaga en ekki meðal toppanna i valda- pýramidanum.” Þetta segir Jákub Swieciciki, Pólverji sem kominn er hingað til lands á vegum Kommúnista- samtakanna til að kynna mál- stað „Samstöðu,” hinnar frjálsu verkalýðshreyfingar Póllands. Hann mun dveljast hér i nokkra daga og m.a. ávarpa fundi á þrem stöðum i dag i tilefni 1. mai. En hvernig hugmyndir gera Pólverjar sér um framtiðarþjóð félagið. „Það þarf að umskapa efnahagskerfið en forsenda þess að það takist er bylting á hinu pólitiska sviði. I dag er Pólland nánast gjaldþrota, og komm- únistaflokkurinn algerlega ófær Jákub Swiecisiki. Niðurskurðuríim um 31 miljón Frestun framkvæmda og minni framlög til sjóða Sú spurning hefur heyrst nokkuð viða i sölum Alþingis síðustu daga hvar rikisstjórnin ætlar að skera niður rikisút- gjöldin, sem henni er veitt heimild til samkvæmt frum- varpi ríkisstjórnarinnar i efna- hagsmálum. Halldór Asgrimsson (F) form. fjárhags- og viðskipta- nefndar neðri deildar sagði, er hann mælti fyrir nefndaráliti eins minnihlutans af þremur varðandi þetta frumvarp, að rætt hefði verið um að fresta framkvæmdum á vegum rikis- ins niður um 5% af fram- kvæmdaáætluninni, sem næmi um 11.5 milljónum króna. Þá væri ráðgert að draga úr fram- lögum til ýmissa sjóða, s.s. Fiskveiðasjóðs, Stofnlánasjóðs landbúnaðarins. Lánasjóðs sveitarfélaga, Iðnlánasjóðs, Orkusjóðs og Byggingasjóðs, auk þess að draga úr reksturs- kostnaði. Þessar ráöstafanir á- samt frestun framkyæmdanna er að ofan er getið riæmu rétt liðlega 31 miljónum, en þaö er það fjármagn sem heimild er sótt um til að skera niður sam- kvæmt efnahagstillögum rikis- stjórnarinnar. —Þig Þá er komið að því, húsbyggjendur: Breyting lausaskulda í föst lán Nú er komiö að þvi, að hús- •'yggjendur geti breytt skamm- tfmalánum og lausaskuldum vegna fbúðabygginga i föst lán til lengri tima I samræmi við efnahagsáætlun rlkisstjórnar- innar frá áramótum. Sam- kvæmt samkomulagi rikis- stjórnarinnar við banka og sparisjóöi er þeim sem fengið hafa lán hjá Húsnæöismála- stofnun rikisins á árunum 1978, 1979 og 1980 eða verið lánshæfir á þessum árum gefinn kostur á að breyta skuldum sinurn við banka og sparisjóði I föst lán til 1. maí: Tvö iðnnemafélög með sér göngu Utangarðs- menn U tangarðsmenn eru nú á förum til útlanda og efna til kveðjutónleika af þvi tilefni i Háskólabiói á morgun, laugardag, kl. 16.30. A tónleikunum kemur einnig fram hljómsveitin Purrkur Pillnikk. Tvö iðnemafélög, Félag Bókagerðarnema og Félag járniðnaðarnema munu efna til sérstakrar göngu 1. mai undir yfirskriftinni: Baráttuganga launafólks 1. mai. Fulltrúar göngunnar sögðu á blaöamannafundi i gær aö verkalýðshreyfingin hefði undanfarið reynst þess van- megnug að verja kjör launa- fólks, hvað þá bæta þau, hún hefði ekki varist afskiptum rikisvaldsins af geröum samn- ingum, enda þjónaði forysta verkalýðshreyfingarinnar flokkshagsmunum. Sögðu iðn- nemarnir að vinnubrögðin við undirbúning 1. mai aðgerða full- trúaráösins væru ólýðræðisleg, unnið væri á lokuöum fundum og hinn almenni félagsmaöur hefði ekki tækifæri til að hafa áhrif á kröfur né tilhögun. Þessi ganga leggur af stað frá Hlemmi kl. 14.00 og lýkur með útifundi á Hallærisplaninu. Von- ast er til að meðal ræðumanna verði fulltrúi Samstöðu i Póllandi sem er staddur er á landinu. — í lengri tíma. I fréttatilkynningu frá við- skiptaráöuneytinu i gær kemur fram, að skilyrðin fyrir lánveit- ingum og lánakjörin eru eftir- farandi: 1. Að umsækjandi hafi byggt eða keypt ibúð til eigin afnota. 2. Að umsækjandi hafi fengið lán hjá banka eða sparisjóði til skemmri tima en fjögurra ára og skuldi 31. desember s.l. 20.000 nýkrónur eða meira sem greið- ast eiga á næstu þremur árum eða skemmri tima. Undanskilin skulu skammtimalán veitt vegna væntanlegra húsnæðis- lána eða li'feyrissjóðslána. 3. Lánin verða veitt gegn veði i fasteign og má verðsetningin ekki nema hærra hlutfalli- af brunabótamati en 65%. 4. Lánstimi verður allt aö 8 ár' og lánið bundið lánskjaravisi- tölu með 2 1/2% vöxtum. Hámark lána verði 100.000 kr. G jalddagar afborgana, vaxta og verðbóta verða fjórum sinnum á ári. Umsóknum um skuld- breytingarlán skal skilað til banka eða sparisjóös. Munu þeir veita frekari leiðbeiningar varðandi þessar umsóknir i auglýsingum. um að leiða þjóðina út úr ógöng- , unum. Kommúnistaflokkarnir i Austur-Evrópu eru ekki flokkar i þeim skilningi sem við á vesturlöndum leggjum venju- lega i það orð. Þeir eru stofnanir án hugmyndafræði og mark- miða annarra en aö fnra með völdin i þjóðfélaginu. Hugtakið Marx-Leninismi i A-Evrópu er oröið merkingarlaust, nema sem réttlæting fyrir alræði flokksins á öllum sviðum: segir Jákub. „Ef hreyfing okkar fær að þróast áfram án ihlutunar Sovétrikjanna mun flokkurinn breytast i það að verða raun- verulegur flokkur sem rúmar andstæð sjónarmiö og þar sem ákvarðanir verða teknar i sam- ræmi við vilja fólksins. Ný kosn- ingaskipan hefur verið tekin upp til valdastofnana flokksins, sem útilokar að forustan endur- nýist að eigin geðþótta.” Jákub sagði að miklar um- ræður eigi sér nú stað meðal meðlima Samstöðu um efna- hagsmál. „Pólland verður aldrei kapitaliskt land”, sagði hann, „enginn vill afhenda ein- staklingum fyrirtækin til - eignar. Þau verða áfram i rikis- eða almenningseigu, starfa innan ramma heildarstjórnar á efnahagskerfinu. En Samstaða vill að fyrirtækin verði mun sjálfstæðari en nú er og hafi möguleika á að keppa innbyrðis á markaðnum. Völdin yfir fyrir- tækjunum verði að verulegu leyti tekin af flokknum og færð i hendur fyrirtækjunum, starfs- fólki þeirra og verkalýðs- lélögunum. Með tið og tima kann að risa upp i Póllandi fjöl- flokkakerfi þótt það verði varla i allra næstu framtið. Þessi eru i stuttu máli hin pólitisku og efnahagslegu markmið Sam- stöðu i dag. Um möguleikann á sovéskri innrássagðiJákubað hann væri vissulega fyrir hendi, en Sóvét- valdið ætti þar ekki hægt um vik. Afleiðing slikrar innrásar yrðialgertstrið, þar sem pólska þjóðin einhuga, þar með talinn helftin af pólska hernum myndi veita vopnaða mótstöðu. Auð- vitað þyrfti enginn að fara i grafgötur með það, hvernig þvi striði myndi lykta á vigvell- inum, en afleiðingin yrði blóðugt hernám og þótt leitað væri með logandi ljósi yrði erfitt fyrir Sovétmenn að finna menn til að taka að sér það hlutverk i Póllandi sem Husak og kump- ánar hans tóku að sér i Tékkó- slóvakiu. En sovésk innrás er engan veginn útilokuð, spurn- ingin er hvort stjórnvöld i Sovétrikjunum meti framgang hinna nýju þjóðfélagsafla i Pól- landi slikan ósigur fyrir sig að styrjöld með þeim hörmungum sem af hlytist yrði betri kostur.” Jákub Swieciciki hefur búið i Sviþjóð undanfarin átta ár en lengst af verið frjáls að ferðast til Póllands og hefur fylgst vel með viðburöum þar. Siðast liðið haust var hann hins vegar sviftur vegabréfi sinu til Pól- lands en vonast til að ferðabanni hans þangað verði fljótlega af- létt. Hann hefur unnið ötullega að þvi að kynna málstað Sam- stöðu i Sviþjóö og m.a. verið viðriðinn útgáfu tveggja bóka um baráttuna i Póllandi. Sömu- leiðis hefur hann veriö fulltrúi Samstöðu hjá Alþjóðasambandi frjálsra verkalýðsfélaga. J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.