Þjóðviljinn - 06.06.1981, Blaðsíða 28
DJOÐVHHNN
Helgin 6. — 7. júni 1981
nafn
víkunnar
Sigurður Björnsson
För Sinfóniuhljömsveitar
Islands til Austurrikis á dög-
unum hefur orðið tilefni
deilna i tónlistarheiminum.
Mörgum þykir sem hljóm-
sveitin hafi ekki verið full-
tnii islenskrar tónlistar, þar
sem aðeins eitt islenskt tón-
verk var leikið og norskur
pianóleikari lék einleik með
sveitinni og fékk slæma
dóma. Félag islenskra tón-
listarm anna hefur íyst þessu
sem móðgun við islenska
tónlistarmenn. En hvað seg-
ir Sigurður Björnsson fram-
kvæmdastjóri Sinfóniunnar?
Þegar við höfðum sam-
þykkt að leika pianókonsert
Griegs i Wiesbaden þá fór ég
til mjög þekkts tónlistar-
manns islensks sem gjör-
þekkir til og bað hann að
nefna mér menn til að leika
þennan konsert og hann
nefndi þrjá menn, alla
norska. Það var m.a. vegna
hans ráða sem Kjell Bække-
lund var fenginn til fararinn-
ar.
Ekki vegna þess að þú
teidir islenska einleikara
óhæfa?
Þvi hefur verið haldið
fram af m.a. Rögnvaldi
Sigurjónssyni og ég verð að
fá að svara þvi. Rögnvaldur
hringdi i mig s.l. haust og
vildi fá að tala við mig og ég
varð að sjálfsögðu við þvi
enda erum við gamlir vinir.
Það kom svo i ljós eftir á að
hann var aö tala við mig sem
formaður Félags isl. tón-
listarmanna. Hann spurði
mig um þetta einleikaramál
og ég staðfesti að Bækkelund
hefði verið ráðinn til að flyt ja
konsertinn og hann spurði
hvort ég hefði ekkert stolt
sem ég sagðist eiga nóg af.
Hvers vegna væri þá ekki
fenginn fslenskur einleikari
og ég sagði: „En ef ég treysti
þeim ekki”. Þetta sagði ég i
gri'ni og til að striða Rögn-
valdi m.a. vegna mjög
óviðurkvæmilegra orða sem
hann hafði látið falla við mig
skömmu áður um þekktan
tónlistarmann. Það eru
ósannindi að halda þvi fram
aö ég vantreysti islenskum
pianistum. Ég vil lika minna
á að Manuela Wiesler lék
með okkur einleik líti og við
teljum hana Islending nema
kannske Rögnvalduii hann
sagði i Morgunpósti að eng-
inn islenskur einleikari hefði
verið með.
Ekkert verk var flutt i
Austurriki eftir menn sem
eru að sem ja á islandi i dag.
Nei, þvi’ miður, ég reyndi
hvað ég gat til að koma þvi i
kfing,en gestgjafarnir höfðu
sinar óskir um efnisskrána
og þvi urðum við auðvitað að
hlita. Ég tel að það hafi
raunar veriðm jög boðlegt að
vera meö norskan konsert
með norskum pianista og
franska sinfóniu (César
Franck) undir stjórn aðal-
stjórnanda okkar Frakkans
Jacquillat með Minni Islands
eftir Jón Leifs sem forleik,
þegar við lékum I Wiesbad-
en. Einnig frumfluttum við I
ferðinni austurriskt verk
„Sniining” sem var sérstak-
lega tileinkað okkur. ■
Þar er stundum haft við
orð að annar hver islend-
ingur fáist við að mála
myndir# ef ekki> þá eru
þeir að leika eða skrifa.
Sumir mála sér til dund-
urs> fyrir aðra er málara-
listin sjálf alvara lifsins,
Listamaðurinn við eitt verka sinna sem hann kallar vorleysingu. Ljósm: eik.
♦
byltinganna. Það er gaman að ’
minnast þess að haft var eftir
Jónasi frá Hriflu, sem skammað-
ist hvaö mest yfir óhlutbundinni
list að eitt hefði Stalin mátt eiga
að hann hefði kunnaö að láta
mála góðar myndir. Þeir áttu
samleið i mati sinu á myndlist-
inni, meðan róttækir málarar
féllu inn i hvorugt kerfiö. Við sem
komum á eftir septembermálur-
unum vorum mýkri i formum og
lýriskari.
— Þú sagðir að myndlistin væri
fyrst og fremst vinna, eins og
reyndar öll list er, en hvernig
vinnur þú? Hvernig liður þinn
dagur?
Ég er opinber starfsmaður
hálfan daginn og kenni teikningu i
Kársnesskólanum i Kópavogi. Ef
ég fæ „góða töflu”, þá liður dag-
urinn einhvern veginn þannig að
ég fer á fætur árla, fer til kennslu,
kem heim fyrir hádegi, bregð
mér i sund og borða hádegisverð.
Eftir hádegi fer ég út I vinnustofu
mina og þar mála ég fram að
kvöldmat. A kvöldin taka við
sjónvarpsgláp, heimsóknir til
kunningja, leikhúsferð eða eitt-
hvað slikt. Þetta eru svipuð
vinnubrögð og franskir málarar
tiðka. Þeir bregða sér út á kvöldin
og sitja á kaffihúsum yfir rauð-
vinsglasi og rabba við kunningj-
ana. Einu sinni var sagt að i
Skandinaviu væri annaö uppi á
teningnum, þar litu málarar á
listina sem lifsháska og máluðu
upp á lif og dauða. Nú er liðinn
hálfur mánuður siðan ég snerti á
pensli, ég hef verið að sinna sýn-
ingunni, en nú er mig farið að
klæja i lófana eftir að fara að
vinna.
Að kunna sitt fag
— Fylgdist þú með listaþinginu
um siðustu helgi?
Bara I gegnum fréttir fjölmiðl-
anna. Mér fannst mjög athyglis-
vert það sem fram kom um afnot
af myndverkum. Myndlistarmað-
ur selur sitt verk I eitt skipti fyrir
öll og siðan er það horfið úr lifi
hans. Aðrir listamenn fá greitt
fyrir endurtekin afnot af þeirra
verkum.
t framhaldi af þessu, af þvi að
við vorum áðan að ræða um hlut
myndlistarinnar, þá eru þar fleiri
kallaðir en útvaldir. Það er ekki
hægt að meta myndlistina eftir
þeim fjölda sýninga sem eru á
boðstólnum, og segja þvi fleiri
sýningar, þvi meiri möguleiki á
góöri list. Ég trúi fyrst og fremst
á vinnuna. Menn verða að kunna
sitt fag, það er ekki nóg að kaupa
sér pensil og liti og fara svo að
mála, eða ætla að biða eftir
inspirasjón. Þeir sem vilja ná
árangri vita að til þess þarf vinnu
og aftur vinnu.
—ká
Listin er vinna
og aftur vinna
leið til að tjá tilfinningar
sínar og viðhorf.
Unnendur myndlistar
hafa mátt hafa sig alla við
í vetur til að fylgjast með>
svo margar hafa sýningar
verið. Sumar fara hátt og
vekja athygli/ aðrar láta
minna yfir sér> en bera
engu að síður vott um
mikla vinnu og listrænan
aga.
Dag einn i byrjun júnimánaðar
sest blaðamaður niður með Haf-
steini Austmann listmálara sem
að undanförnu hefur sýnt verk sin
að Kjarvalsstöðum. Það er ekki
seinna vænna aö spjalla við hann,
þvi nú er siöasta sýningarhelgin.
Ég held
mínu striki
Hafsteinn er vel þekktur mál-
ari. Hann telst til þeirra sem
haldið hafa sig við abstraktmál-
verkið allt frá þvi að hann kom
heim frá námi I Paris fyrir 25 ár-
um.
— Hafa aðrar stefnur aldrei
freistað þin, t.d. hið nýja raunsæi,
sem nú er ofarlega á blaöi meðal
málara?
Natúralismi höföar ekki til min.
Mér finnst ekkert spennandi við
það að fótógrafera náttúruna.
Það er allt I lagi að nota fjall sem
fyrirmynd I málverki, en fjallið á
ekki að ráða myndinni. Það er
hægt að njóta náttúrunnar sem
slikrar, en að reyna að nota hana
óbreytta I myndlist er misskiln-
ingur á málverki.
Fyrir mér er það að mála vinna
og meiri vinna. Bak við hverja
mynd sem heppnast eru margar
misheppnaðar. Ég er ekki upp á
sölu kominn, ég held minu striki.
Ég mála eins og mér finnst henta
mér, en hleyp ekki eftir tisku-
stefnum eða almenningsálitinu.
Þaö er mitt að hafa áhrif á al-
menningsálitiö, það á ekki að
stjórna mér.
— Finnst þér staða málaraiist-
arinnar hafa breyst þau 25 ár sem
þú hefur fengist við að mála?
Hér áður var ákveöinn sjarmi
Hafsteinn Austmann. Ljósm: eik.
yfir málurum, þeir voru álitnir
bóhemar og þegar ég og min kyn-
slóð var að byrja var auðveldara
að veröa þekktur. Ungir mynd-
listarmenn eiga erfiðara upp-
dráttar i dag að þvi leyti. Þeir eru
svo margir og sýningarnar svo
margar. Ég get nefnt að þegar
Bragi Ásgeirsson hélt sina fyrstu
málverkasýningu, þótti þaö viö-
burður. Sýningar komust á for-
siður dagblaðanna I þá tiö. Hark-
an er miklu meiri núna og menn
verða að gripa til ýmissa ráöa til
að vekja á sér athygli. Abstrakt-
málararnir ollu hneykslun, án
þess að ætla sér það, nú reyna
menn að hneyksla til aö vekja á
sér athygli. Nýlistin t.d., hún
verkar á mig eins og hver önnur
skrýtla, og á kannski aö vera
þannig. Aðalatriðiö er auðvitað
að vinna vel og trúa á það sem
maður er aö gera.
r
A franska vísu
— Hvernig skilgreinir þú þlna
eigin list?
Það er nú kannski ekki mitt að
skilgreina, en ætli eg sé ekki ein-
hvers staðar milli lýriskrar
abstraktlistar og geometriu. Min
kynslóð kom á eftir september-
málurunum, þeir voru um það bil
að hætta að sýna saman þegar ég
steig min fyrstu spor á listabraut-
inni. Þeir voru róttækir, á önd-
verðum meiði viö fyrirskipaöar
stefnur, þeir voru haröllnuskóli,
róttækir I málverkinu og litu á
það sem framhald stjórnmála-
Aðalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tlma er hægt að ná I blaðamenn og aðra starfsmenn Aðalsími kvöldsími Helgarsími
blaösinsf þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot '81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiðslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 afgreiðslu 81663 1
Litið inn
hjá
Hafsteini
Austmann
að
Kjarvals-
stöðum