Þjóðviljinn - 30.06.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.06.1981, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN ÞriOjudagiir 30. júnf'l981. UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis C'tgefandi: Utgáfuíélag Þjóöviljans. Franikvæindastjóri: Eiöur Hergmann. Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Kari Haraldsson, Kjartan Olafsson. Auglvsingastjóri: Þorgeir olaisson Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir. Afgreiöslustjóri: Valþor Hloöversson Klaöanienn: Allheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdottir, Magnus H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. iþróttafréttamaöur: Ingollur Hannesson. t tlil og hönnun: Guöjon Sveinbjörnsson. Sævar Guöbjörnsson. I.jósmvndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglysingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: GuörUn Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Kristin Fétursdottir, Bára Siguröardóttir. Simavarsla: Olöt Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Kílstjóri: Sigrún Baröardóttir. I’ökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Úlkeyrsla, algreiösla og auglýsingar: Siöuniúla 6, Keykjavik, sinii 8 13 33. Prenlun: Blaöaprent lit.. A öalfundi frestað • Aðalfundi fslenska álfélagsins h.f., sem boðaður hafði verið síðast liðinn föstudag,var frestað skömmu eftir að fundur hófst. • Þessi ákvörðun var ekki tekin með atkvæðagreiðslu á fundinum eins og einhver sakleysingi kynni að halda. Nei, á þessum stað er valdakerf ið svo háþróað, að allar atkvæðagreiðslur eru óþarfar, þar sem einn og sami maðurinn, herra MUIIer f rá Sviss, fer með öll atkvæðin í félaginu, — hinu „íslenska" álfélagi. • Það er auðhringurinn Alusuisse, sem á öll hlutabréf- in og þar með eru öll atkvæðin á einni og sömu hendinni þegar á aðalfund er komið. Við slíkar aðstæður eru at- kvæðagreiðslur að sjálfsögðu óþarfar. • Hér skal engum getum að því leitf af hvaða ástæðum sendimanni Alusuisse þóknaðist að f resta aðalf undi hins „íslenska " álfélags. Einvaldsherrar og einokunarkaup- menn hafa aldrei talið sig þurfa að skýra gerðir sínar fyrir lýðnum, og í félagsskap þar sem einn og sami maðurinn fer með öll atkvæði gildir sama lögmál. • En hvað sem f restun þessa aðalf undar líður þá mun nú á næstu vikum á það reyna hverju auðhringurinn svarar kröfum íslenskra stjórnvalda um gjörbreytingar á álsamningunum, sem gerðir voru fyrir hálfum öðrum áratug. • Rikisstjórn íslands hefur farið fram á nýja samn- inga þegar á þessu ári. Og álfurstarnir munu ekki komast undan að svara þeim kröfum sem þar verða bornar fram, enda þótt þeir hafi illu heilli á hendinni gamla samninga, sem samkvæmt bókstafnum eiga að gilda lítt breyttir til ársins 2014. • Hið erlenda fyrirtæki í Straumsvík greiðir nú um 4 aura fyrir hverja kílówattstund af raforku, sem það kaupir til síns reksturs hér. • Talið er að framleiðslukostnaður á hverja kílowatt- stund í hinum nýju virkjunum, sem hér er áformað að reisa á næstu árum sé hins vegar þrisvar sinnum hærra, 11-12 aurar, miðað við 8% reiknivexti. • Við (slendingar þurf um nú hinsvegar að virkja mun f yrr en ella til okkar eigin nota vegna þess að hið erlenda álver gleypir nær helming allrar orku sem hér hefur áður verið virkjuð. • Þetta ástand er að sjálfsögðu gjörsamlega óviðun: andi, og það bætist svo við að skattgreiðslur álversins hafa verið nánast engar. • Krafan um nýja samninga og algera uppstokkun allra þessara mála er því óhjákvæmileg og hefur verið borin fram af ríkisstjórn (slands. • Vert er að bera raforkuverðið sem Alusuisse greiðir hér saman við það, sem greitt er fyrir orku til orkuf reks iðnaðar í öðrum löndum. • Hér er verðið 4 aurar eða 6,5 mills á kílówattstund (1 mills = 1/1000 úr Ðandaríkjadollar). ( tímaritinu Metal Bulletin f rá 9. þessa mánaðar er f rá þvi greint að stærstc orkusölufyrirtækið í Bandaríkjunum, BPA, krefji nú ál- framleiðendur í Bandarikjunum um 16 - 20 mills á kíló- wattstund við endurnýjun á gömlum samningum. Hefur þó orkuverðið í mörgum tilvikum verið einna lægst ein- mitt í Bandaríkjunum. • Á orkuþingi fyrr í þessum mánuði greindi Finnbogi Jónsson, deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu frá því, að almennt væri nú reiknað með að orkufrekur iðnaður þyrfti á aljra næstu árum að greiða 20 - 40 mills fyrir hverja kílówattstund af raforku. Við seljum auöhringn- um hins vegar nær helming allrar virkjaðrar orku á 6,5 mills kílówattstundina. • Súrálsviðskiptin eru svo kapituli út af fyrir sig, og verða á ný tekin til umfjöllunar, þegar fyrir liggur skýrsla hins breska endurskoðunarfyrirtækis Coopers & Lybrand. Skýrslan er væntanleg í næsta mánuði. • Það kann að vera erfitt fyrir svo hágöfugan mann sem álherrann Möller að setjast að íslensku matborði. Hitt mun þó erf iðara fyrir hann og félaga hans að setjast við samningaborð og færa þar f ram rök f yrir óbreyttu á- standi í viðskiptum Islendinga og auðhringsins. • ( þeim viðskiptum þarf margt og mikið að breytast. Verksmiðjuna í Straumsvík getum við (slendingar reyndar rekið sjálfir. Það ættu þeir herra MUller og félagar hans að hugfesta. -k. 1 Frá sumarsýningunni að Kjarvalsstööum klrippt i „Nytjalist” Sumarsýning er á Kjarvals- stööum sem vert er aö nema staöar viö: þar sýna þrettán listamenn leirlist, gull-og silfur- smiöi, gler og textil; þetta eru listmunir, nytjalist, einhvers- staöar bregöur fyrir oröinu list- iönaöur — þaö er eins og menn séu ekki almennilega búnir aö komasér saman um hvar megi ætla staö i viröingarstiga feg- uröarinnar keramik, vefnaöi, þrykki, glerskál, hálsmeni. Listafólkiö haföi áöur en sýn- ingin var opnuö á Kjarvalsstöö- um sýnt i Hasselbyhöll i Stokk- hólmi. Meöan á þeirri sýningu stóö birti Ulf Hárd af Segerstad greinf Svenska Dagbladet, sem full ástæöa er til aö „klippa” Ur hér. Þar segirfyrst á þá leiö aö Is- land hafi hingaö til látiö lítiö á sér bera á hinu stórfellda blómaskeiöi nytjalistar á Norö- urlöndum á eftirstriösárunum. Enda viti menn aö bókmennta- heföin, menning orösins, hafi ráöiö mestu um þaö, hvernig andlegur sjóndeildarhringur er um landiö. Þaö sem er merki- legt, segir gagnrýnandinn, sem er mjög virtur maöur i lista- heimi, er þaö, aö hvort sem bor- in er fram keramik, textil, silf- ur- og gullsmiöi, þá bera grip- imir allra sist vitni um aö hlut- imir tali „norræna tungu”. Þetta er af hálfu gagnrýnanda hugsaö sem lof i þeim skilningi, aö hinir islensku listamenn láti sér ekki nægja aö halda áfram meö þaö sem heimanfengiöer — án þess aö hann vilji gera litiö úr þeim arfi sem Islendingar eins og aörir eiga sér i klæöa- gerð og nytjasmiöi bóndasam- félagsins. (Viöa um lönd sjáum viö svo hvernig óvönduö afstaða tilheföa forfeöranna Urkynjast I túristaglingri, en þaö er svo önnur saga). Þeir fara viöa Nema hvaö. Ulf Hárd af Seg- erstad á sér skemmtilega skýr- ingu á þvi hvers vegna hinir is- lensku listamenn hafa ekki lok- ast inni á sinum þroskaferli. Hann segir: Þegar ungur islenskur hæfileikamaöur leitar sér menntunar á ofangreindum sviöum, þá hefur hann vitan- lega Myndlista-og handiöaskóla ■ íslands til aö styöjast viö, en Iþeir sem sýna i Hasselby eru þar aö auki menntaöir i Berlin eöa Pforzheim, Oslo eöa Berg- ■ en, Stokkhólmi eöa Kaup- Imannahöfn, Edinborg eöa Vin. Meö öörum oröum: Manni sýn- ist aö hættan á sveitamennsku ■ sé næstum þvi meiri i hinni riku Iog vel bUnu (aö menntunar- möguleikum) Svlþjóö en á þvi tslandi sem gefur færri kosta . völ.” IÞetta minnir á merkilega þverstæöu: þaö er ekki aö öllu leyti til bóta aö eiga kost á ■ hverskonar námi heima hjá sér. IVið höfum, einnig á sviöi þeirr- ar „menningar orösins” sem gagnrýnandinn sænski minntist . á, jafnan notiö mikils góös af Iþeirri forvitni, sem hefur rekið hæfileikamenn til aö leita sér fróöleiks og reynslu úr ýmsum , álfum og bræöa hana saman viö Iarf aö heiman. En þvi miöur veröa menn varir við þaö á seinni árum, aö almenningur er . ekki eins forvitinn og þeir sem I_________________________ hafa hresst upp á Hf iista og aór- ar menntir. Menningarneysla mikils þorra landsmanna, eink- um aö þvi er varöar kvikmyndir og sjónvarpsefni, er oröin lygi- lega einhæf. Og sú einhæfni er svo sterk oröin, aö ef marka má þau sérkennileg kvein sem rek- in eru upp i' lesendadálkum, þá er þaö furöu algengt aö fólk snú- ist öndvert gegn kvikmyndalist sem er utan hinnar takmörkuöu engilsaxnesku seiljngar. Forskoti eytt Þetta var UtUrdúr. Gagnrýn- andinn sænski heldur svo áfram á þessa leið: SU fornmenning i handverki sem nú er sýnd frá íslandi er ekki með neinum hættitengd þvi', ab menn séu aö lita um öxl meö söknuði. Þvert á móti: þeir sem sýna hafa undantekningarlaust tengt sig samtimahneigöum innan hverrar greinar og sá metnaður hefur dugaö þeim tilaö jafnræöi er meö þeim og norrænum koll- egum þeirra. Meö röskleika og glæsibrag hafa menn gert aö engu þaö forskot sem Skandi- navia hefur náð... Sem sagt: gott. Samhengi SU Urklippa sem nú var vitnaö til minnir eina ferðina enn á það, aö ein helsta áherslubreyt- ing sem oröið hefur i islensku menningarli'fi siöari misseri er mikil sókn myndlistar. Þaö eru dcki nema rösklega hundraö ár frá þvi aö duglegur kaupmaöur hélt „fyrstu myndasýningu i Reykjavik”, og þaö eru ekki nema svosem fimmtiu ár siöan hvert islenskt landslagsmál- verk var undur og stórmerki og sérstakt fagnaðarefni — ef marka má blöö. Og siban höfum viö eignast mikinn her mynd- listarmanna. Þaö hefur að sönnu loðaö viö furöulengi, aö viröa helst ekkert annaö en málverkiö,- áhugi á öðrum greinum lista hefur lengst af verið daufur og ein- hvernveginn gengiö treglega aö koma inn hjá fólki skilningi á samhengi milli þeirra tiöinda sem gerast ofarlega i opinber- um viröingastiga lista og á öör- um þrepum hans og i daglegu lifi. Nú á síöustu misserum fjölgar hinsvegar listamönnum og sýningum sem vinna að þarf- legri brúarsmiöi yfir allt land formmenningar. Sumarsýning- in á Kjarvalsstööum er góö framkvæmd i þessa veru. Réttur sómi Þegar réttur sómi er sýndur svonefndri nytjalist er þaö ekki aöeins góöur hvati á þá menn- jngarviðleitni, sem ekki vill sætta sig viö veika hlekki nein- staöar f viöleitni manna til reka smekkleysur undanrennu og vanhugsun á brott úr umhverfi sinu. Hér er einnig um aö ræöa þau hyggindi sem i hag koma, aö framsækin listsköpun geti hlotiö þann sess, að hún ráöi miklu út frá sér um hönnun á hverskyns varningi islenskum. Finnar fundu sér nokkuð snemma leiöir til aö samstilla listrænt hugvit og handverk meö þeim rikulegum árangri sem freistandi er að reyna aö hafa eftir. AB. •9 skerrið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.