Þjóðviljinn - 05.09.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.09.1981, Blaðsíða 5
Helgin 5. — 6. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Odds Jónssonar Þegar að afi minn Oddur Jóns- son lagði aftur augun hinsta sinni var hann á nitugasta og þriðja aldursári. Hann fæddist á Kjalar- nesi, sonur Hólmfriðar Odds- dóttur og Jóns Jónssonar, en þau voru leiguliðará ýmsum kotum á Kjalarnesi, lengst af i Austurkoti úr landi Brautarholts á seinni hluta siðustu aldar. Hólmfriður var ættuð af Kjalarnesinu en for- feður Jóns i karllegg hétu Jón svo langt menn vissu og voru frá Klofa I Landi. Jón faðir afa mins drukknaði frá sex börnum sinum ungum um aldamótin á Sundinu á milli Reykjavikur og Kjalarness. Ekkjan keypti síðar Krók þar sem hiin bjó með bömum sínum siðan. Tóksthenni með harðfengi að koma börnunum á legg. Þar sem ég sem þessar linur rita kynntist ekki Oddi af a minum fyrr en hann var orðinn vel full- orðinn,vegna eðlilegrar mismun- unar timans, verð ég að láta nægja að stikla á stóru i sögu mannsins sem var mér besti skólinn. Hann var sextán vetra þegar hann hélt að heiman til að stunda hefðbundin störf islenskra al- þýðumanna um aldir; útróðra, verbiíðarlif og vinnum ennsku. Farandli'f islenska vinnuafls- salans varðhlutskipti hans fyrstu áratugi ævinnar. Afi minn var lengi á enskum trollurum á öðrum og þriöja áratug þessarar aldar. Þá var hann lengi ráðs- maður i sveitum, meðal annars hjá Stefáni á Reykjum i Mos- fellssveit, sem hann taldi sig eiga mikið að þakka alla tið. Afiminn var kominn á fertugs- aldur þegar hann giftist ömmu, þar stundum átakamikið og erf- itt. Oft var fátækt mikil á heimili þeirra hjóna en afi hafði alltaf einhver ráð með að útvega mat. Hann var annálaður vinnu- þjarkur. Hann var aðdráttar- samur og nýtinn en fjarri þvi að vera nfskur eða naumur. Sjálf- sagt hafa bágindin á bemsku- heimili hans kennt honum þá kúnst að spara og nýta til fulln- ustu. Hólmfriður móöir hans hefur þurft slikra kosta með til að sjá bömum sinum farboða. Hún var systir Osku-Láka sem Hali- dór Laxness segir frá I Innan- sveitarkróniku. Það var eins og afi minn lifði mörgum lifúm. Þegar ég man fyrst eftir honum, vann hann i bæjarvinnunni tiu klukkustundir á dag. Jafnframt þeirri vinnu, stundaði hann smá búskap og garðyrkjustörf. Sótti pólitiska fundi. Þá var hann silesandi og hvarvetna heima i þjóðlegum fróðleik. Samt virtist hann hafa óþrjótandi tima fyrir okkur barnabörnin. Og þegar þess er gætt að hann var maður mjaðar- gjarn um þetta leyti, þá er með ólikindum hversu sólarhringur- inn varð honumdrjúgur. Sunnudagar i Fagradal em manni aldeilis ógleymanlegir. Þar var soðin kjetsúpa i svo stórum potti að hvergi fannst annar slikur. Þetta var þykk súpa og matarmikil. Það var sama hversu margir neyttu þeirrar máltiðar, allir fengu nægju sina. Við vorum margir krakkarnir sem komust upp á lagið með að vera i námunda þegar hlemmur var tekin af potti. Og þau gættu þess gömlu hjónin, að börnin Fyrir tvcim árum birtist hér I blaöinu viötal viö Odd I tveim hlutum. Viötaiiö tók Magnús H. Gislason en þessi mynd birtist meö fyrra hluta viötalsins. Brynhiídi Ingimundardóttur, Þau hófu búskap á Kjalarnesi og hokr- uðu á smákotum, þartil þeim tókst að festa kaup á Fagradal i Sogamýri um 1940, þarsem þau bjuggu saman þartil elli varnaði þeim áframhalds — og þau fluttu á elliheimili. Þau hjón voru ólíkrar skapgerðar en skapsmunir þeirra voru agaðirsaman I hálfrar aldar sambýli, þannig að hvorugt mátti af öðru sjá þar tilyfir lauk. Bryn- hildur lést árið 1973. Afi minn hafði verið mikill lífsnautna- maður fyrir hjónaband — og gleðimaður hans haföi náttúru til að spretta fram á bæjarhlaðið á tyllidögum þegar þannig stóð i bólið. Það var aldrei lognmolla yfir afa minum. Hjá afa og ömmu I Fagradal bjó stórfjölskylda, I litihýsi kot- um og kofum þar viðhengis við bæinn. Umhverfis afa minn varð mannlifið allt maximgorkiskt; þar sköruðust ri'sandiog hnigandi kynslóðir við atvinnuhætti tveggjatima. Hvunndagslifið var fyndu ekki til svengdar. Svo dr júg var þessi súpa, að alltaf var eitt- hvað eftiraf henni sem afifékk á krukkur til að fara með i bæjar- vinnuna. Smám saman var þrengt að bú- skapnum f Sogamýri og ti'mabil breytinga fór i hönd. Afi varð að sjá á eftir húsdýrunum á fáum árum. Þá hófst túnþökuskurður i Sogamýrinni, sem stóð i nokkur sumur. Við krakkarnir gengum með afa um túnin. Hann festi niður þolla, gjörði sér mælistikú og stikaði Ut túnþökuskurði hvers dags. Siðan sneið hann þökur og seldi bilhlass eftir bilhlass af þessu yfirborði jarðar sem fyrr- um hafði fætt skepnurnar i Fagradalog þar með okkur flest. Lengi vel hélt hann eftir tveim hestum, sem hann brúkaði fyrir plóg. Slðan plægöi hann eigin garðlöndog annarra Reykvikinga, nær um var beðið. Man ég eftir svoleiðis plægingarleiðangri upp i Kringlumýri. Þetta var eiginlega nýtt starf fyrir afa og hann var titlaður sæmdarheitinu plæginga- maður i simaskránni þessi árin. Það er i rauninni umhugsunar- vert að garðar Reykvikinga hafi verið plægöir meö hanaplógi fyrir ekki lengri tima en tuttugu árum. Þegar túnin höfðu verið rist I þökur gerði afi garða úr landinu og leigði hluta þess út.Sjálfur gekk hann með mikilli gleði að garðyrkjustörfunum og þau urðu honum mikið metnaðarmál. Nú eru fyrrum frjósöm tún og blóm- legir garðar komnir undir stór- hýsi verslunarinnar. Þar sem áður kýr bitu gras til að framleiða mjólk fyrir fátækt fólk og ein lltil kartafla varö að mörgum stór- um — þar malar nú önnur vél. Afi var um þritugt þegar rUss- neska byltingin gerði skurk i sögulegri þróun hins byggða heims -og efldi samúðhans með skriðandi alþýðu á sama hátt og gjört hafði Skúli Thoroddsen áður. Afi minn var Dagsbnínar- maður i margföldum skilningi þess orðs — sinnti tilamunda verkalýðsfélaginu af lifandi áhuga. Afi minn var pólitiskt með- vitaður en það byggöist á óspjall- aðri réttlætiskennd sem dafnaði mrii honum og lét ekki á sjá meðan öndin blakti I vitum. Margar sögur eru til innan- ættar i munnlegri geymd um óbugandi þrek hans, að maður segi ekki þrjósku þegar um rétt- lætið varaðtefla. Þannig léthann sig einu sinni ekki muna um að loka Miklubrautinni, sem lögö var i gegnum landið hans, þegar skaðabætur yfirvalda létu á sér standa. Trúlega ieina skiptiðsem barrikaða úr heyvagni og þvium- liku hefur lokað þeirri götu. Ekki liður það úr minni þegar litill pilthnokki á gúmmiskóm leiddi afa sinn i 1. mai-kröfu- göngu einhvern tima á sjötta ára- tugnum.Einsog venja var safnast saman til útifundar á Lækjartorgi igöngulok, þar sem einhver óláns sambræðslan bauð uppá allavega tvo ræðumenn. Annar var ihalds fauskur sem mælti fyrir kaup- stöðvun. Það likaði afa minum ekki og ég man hve mér þótti skri'tið að sjá hann æsa sig upp niðrá Torgi, svona fullorðinn manninn. Hann hrópaði I sifellu niður með hann og þaðanaf kröft- ugri slagorð. Hinn ræðumaðurinn var Hannibal (þá i Alþýðubanda- lagi) og talaði fyrir verkalýöinn. Lyftist þá brúnin á gamla mann- inum og hann hrópaöiheyr heyr! Hann lagði gjörva hönd á plóg um sina ævidaga. Og hann var hnýttur sterkum böndum við vinnu sina og ræktaði með sér reynsluna sem hann hafði fengið af ólikri vinnu og vinnuháttum. Það hefur sjálfsagt eflt með honum óvenju sterka málvitund. Hann var slikur nautnamaður á Islenska tungu, að ógleymanlegt er þeim sem á hlýddu.Hann talaði gullfallegt og kraftmikið tungu- mál. Mundi lika fram á hinsta dag ókjör af vlsum og kvæðum, auk þess sem hann geymdi me6 sér orðtök og liföa sögu, að hrein unun varað setjast honum á skör. Honum tók sorglega snemma að fórlast sjónin, sem var sérstak- lega dapurlegt fyrir jafn mikinn náttúrudýrkanda og ákafan lestrarmann. Erskemmstfrá þvi að segja að hann festialdrei yndi i myrkrinu, þótt hann bæri sig vel. Ekki er hægt að láta hjá liöa, að þakka Halldóru dóttur hans fyrir óeigingjarna aðstoð við gamla manninn siðustu árin. Það er ekki hægt að segja að afi hafi linast I pólitikinni þegar á leið. Hann lét sig ekki muna um að halda langar tölur fyrir Vigdisi á Hrafnistu fyrir siöustu forseta- kosningar, þá kominn á tiræðis- aldur. Og réttlætiskenndin lét sig aldrei buga i brjósti hans. Það þurfti eitthvað annað en lög og reglugerðir til aðfá hann ofan af máli sem hann taldi vera rétt. Einhvern tima þegar hann var kominn á ellistyrk, var eitthvað veriö að hróf la viö lögum um elli- lifeyri. A þann veg að hann var fæddur of „snemma” til aö ný lög næðu yfir hans aldursflokk. Taldi hann sig alla tiö siðan eiga inni tveggja ára ellistyrk. Hann gekk á eftir rétti sinum af svo mikilli elju og sannfæringu að hlýtur að vera einsdæmi. Hann sótti heim rikisstjórn eftir rikisstjórn, ráð- herra eftir ráðherra — til að rek- ast I þessu máli. Lunginn af is- lenska valdapýramidanum fékk að kenna á réttlætisrekstri hans. Ótal greinar og kviðlingar fengu að fjúka vegna þessa máls. Aldrei gafst hann iqpp. Afi minn og amma áttu fjögur börn saman. Þegar hann lést á Hrafnistu á föstudaginn I slöustu viku voru afkomendur þeirra orðnir 55 talsins (böm, barna-) börn, barnabarnaböm og bama- barnr.barnabörn). Hann verður jarðsunginn i dag frá Brautar- holt: á Kjalamesi. Óskar Guðmundsson Myndlistakennari Myndlistarskólinn á Akureyri óskar að ráða myndlistakennara. Allar nánari upp* lýsingar veitir skólastjóri i sima 96-24137 Húsgagna- iramleiðsla Við viljum ráða röskan og ábyggilegan starfsmann i lakkdeild i verksmiðju okkar, helst vanan lakkvinnu. Unnið eftir bónuskerfi. Upplýsingar á staðnum og i sima 83399. Kristján Siggeirsson h.f. Lágmúla 7. Kennarar Einn kennara vantar að Grunnskóla Hris- eyjar við kennslu yngri barna. Upplýsingar i sima 96 - 61757 og 91 - 32521. Oddur Jónsson á þrltugsaldri. Brynhildur Ingimundardóttir og Oddur Jónsson. Myndin er tekin á sjö- tugsafmæli Odds árið 1959. í minningu Fœddur 26. júní 1889 Dáinn 28. ágúst 1981

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.