Þjóðviljinn - 09.12.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.12.1981, Blaðsíða 7
Miövikudagur 9. desember 1981ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Minning Halldóra Bjarnadóttir gekk oft- ast feti framar en aðrir höfðu áðurgert á þeim slóðum þar sem hún fór. Kjarkur, áræði og sjálf- stæði i' orðum og athöfnum sam- fara óvenjulegum dugnaði og út- haldi voru þeir eiginleikar, sem skipuðu henni sess, sem fáum auðnast að setjast i með þessari þjóð. bessir eiginleikar hefðu þó ekki dugað til þess einir saman. Úrslitum réðu þær persónueig- indir, sem erfitt er að skýrgreina, en eru gjarnan nefndar persónu- töfrar. bar fór saman, að Hall- dóra var kvenna tigulegust og jafnframt skemmtilegust í við- ræðu. Hún var alltaf glöð og hló mikið, svo að kringum hana var alltaf lifog fjör. Hún sneri öllum í kringum sig en einatt á þann hátt, að menn snerust viljugir. Engum datt i hug að streitast á móti, enda var slikt tilgangslaust. Hún fékk sittoftast fram. Menn hlökk- uðu alltaf til að hitta hana, enda þótt það gæti þýtt, að þeir færu af fundi hennar hlaðnir erindum og skyldum. Hún hafði óskiljanlegt og ómótstæðilegt vald yfir vinum sinum og samferðafólki. Hún var ein af fyrstu konum á fslandi til þess að menntast sem kennari — og það á erlendri grund — og ein af þeim allra fyrstu til að verða skólastjóri við persónulegan svip útgefanda sins, þótt hún skrifaði kannski minnst i það sjálf. Ég trúi það væri áhugavert verkefni fyrir einhverja ungu menntakonuna að gera þvi' skil á vettvangi sagn- fræði. bað hefir þegar komið fram i þessum linum að ég átti þess kost ungur að kynnast þessari óvenju- legu konu. Mér auðnaðist að halda þeim kynnum fram á sið- ustu ár Halldóru, þótt strjálara yrði siðustu 25 ár hennar, eftir að hún fluttist á Héraðshælið á Blönduósi árið 1955, þar eð leið min lá sjaldan þar um. Ég hafði á tilfinningunni, að hún liti á börn vina sinna, þau sem hún hafði kynnst á bernskuskeiði þeirra, eins og sin börn. Hún talaði alltaf við mig á þann hátteins og móðir talar við son sinn. Eitt af þvi, sem mér er minnis- stæðastaf kynnum við hana.er sá siður, sem hún hafði á Akureyri, að bjóða nokkrum skólakrökkum úr Menntaskólanum börnum vina hennar og frændfólks, til sin á jól- unum til þess að spila púkk. t þá daga var aldrei um að ræða fyrir þá, sem áttu heima i' fjarlægum landshlutum, að fara heim til sin um jólin. bannig dvaldi ég fimm jól á Akureyri, meðan ég var þar i skóla. Halldóra Bjarnadóttir Fædd 14. október 1873 — Dáln 28. nóvember 1981 barnaskóla á íslandi.Hún hélt úti timariti lengur en nokkur íslend- ingur hefir gert einn saman. Hún gaf út i bókarformi höfuðverk sitt 93ja ára gömul, eða 15—20 árum eldri en flestum endist aldur. Og hún gerði það ekki endasleppt: Varð eldri en nokkur íslendingur hefir orðið fyrr og siðar. Halldóra Bjarnadóttir fæddist að Asi i' Vatnsdal 14. október 1873. Foreldrar fiennar voru hjónin Bjö’g Jónsdóttir frá Háagerði á Skagaströnd og Bjarni Jónasson frá Asi i Vatnsdal. Foreldrar hennar f luttu að Hofi meðan Hall- dóra var kornung, og bjuggu þar til vors 1883 er þau skildu. Mæðgurnar fluttust þá til Reykjavikur og bjuggu fyrst hjá Jóni þjóðsagnaritara Árnasyni, sem var systrabarn við Björgu. Skilnaður foreldranna mun hafa haft djúp áhrif á Halldóru og kann að hafa valdið þvi, að hún giftist aldrei. Er það þó samdóma álit, að hún hafi verið óvenjulega frið og glæsileg stúlka. Seytján ára gömul gerist hún farkennari i Gönguskörðum i Skagafirði og gegndi þvi starfi i fimm vetur. Farkennslan hefir trúlega valdið þvi', að Halldóra ákvað að leita sér kennaramamt- unar. Hún sigldi til Noregs, settist i kennaraskóla i Kristjaniu (sem Oslo nefndist þá) og lauk þaðan prófi 1899. Heimkomin fékk hún stundakennslu við barnaskólann i Reykjavik. Er sagt, að hi'in hafi flutt með sér ýmsar nýjungar i kennslu og orðið mjög vinsæl meðal nemenda sinna. Halldóra hafði sótt um fasta kennarastöðu i Reykjavík, en fékk hana ekki. Fyrir þvi hvarf hún aftur til Noregs, þar sem hún fékk kennarastöðu i bænum Moss i Austfold og mun hærra kaup en völ var á hér heima. Arið 1908 fékk Halldóra starf skólastjóra barnaskólans á Akur- eyri og munu aðeins tvær konur islenskar hafa fengið slikt starf á undan henni. En hún varð fyrsta konan, sem varð skólastjóri eftir gildistöku fræðslulaganna frá 1907. Kainarar með henni voru ekki af lakara taginu: Aðalbjörg •Sigurðardóttir, Páll Árdal, Ingi- mar Eydal, Lárus Rist og Magnús Einarsson. 1 Akureyrar- skólanum innleiddi hún ýmsar nýjungar. Framtakssemi hennar og stjórnsemi féll þó ekki öllum vel i geð og olli þvi, að hún þurfti að standa i' stappi við ýmsa for- ráðamenn i'bænum. Vikur hún að þessu i ævisögu sinni. Henni var það allra si'st að skapi að fá ekki framgengt áhugamálum sinum eða þurfa að þola nagg og nöldur út af þeim. Hún sagði þvi lausri stöðu sinni 1918. Fékk að visu margar áskoranir úm að draga uppsögnina til baka, en sat við sinn keip. Næstu árin hafði hún ekkert fast starf en efndi þá viðs vegar til námskeiða i' heimilisiðnaði, sem hún var reyndar byrjuð á áður. Hún fluttitil Reykjavikur 1922, er hún réðist sem stundakennari i handavinnu við Kennaraskólann og gegndi þvi' til 1930. Sama ár varð hún ráðunautur i heimilisiðnaði með styrk frá Al- þingi, og naut hans til 1957. Eru þar með upp talin þau störf, er hún var ráðin til af opin- berum aðiljum. Bein störf hennar að félags- málum voru fyrst og fremst á vettvangi kvenfélagsskaparins og heimilisiðnaðarfélaga. Hún gekkst fyrir stofnun Sambands norðlenskra kvenna árið 1914 og var lengi formaður þess. Hún var meðal stofnenda Heimilisiðn- aðarfélags íslands 1913. Heimilisiðnaðurinn var eitt af hjartans málum hennar frá önd- verðu. Hún stóð að ótal sýningum á islenskum heimilisiðnaði hér- lendis og erlendis. Liklega var sýningin á Alþingishátiðinni 1930 hin fyrsta stóra af þvi tagi. Arið 1934 fór hún ásamt móður minni til Finnlands til þess að set ja upp Islandsdeild á norræni heimilis- iðnaðarsýningu. Er mér mjög minnisstætt, er móðir mín sagði frá þvi ferðalagi og samstarfi sinu við Hallddru. bað samstarf hafði raunar haf- ist löngu fyrr og bar stærstan ávöxt i útgáfu „tslenskrar vefn- aðarbókar”, sem Halldóra gaf út iheftum sem fylgirit „Hh’nar”, en móðir mín samdi. Bókin kom út i 11 heftum á árunum 1932—1945. Hafði móðir min réttnáð að ljúka bókinni, er hún dó haustið 1944. Útgáfa Vefnaðarbókarinnar var vitaskuld afar þýðingarmikil fyrir framgang þessa þáttar i heimilisiðnaði, þar eða bókin var notuð i kennslu i húsmæðraskól- unum, sem voru i uppgangi á þessum árum, en hún var jafn- framt ætluð sem handbók. Tóvinnan var önnur grein heimilisiðnaðarins, sem stunduð var einkum af konum. Halldóra vildi lyfta þessari grein lika og stofnaði Tóvinnuskólann á Sval- barði árið 1946 og rak hann til 1955. Framhald af þessum skóla var tóvinnudeild við Kvennaskól- ann á Blönduósi til 1967. Halldóra var sifellt á ferða- lögum, þegar hún átti þess kost, bæði innanlands og til útlanda. Trúlegt þykirmér, að stærsti við- burðurinn i' lif hennar að þessu leyti hafi verið Amerikuferðin 1937—1938. bangað fór hún i boði bjóðræknisfélagsins i Vestur- heimi. barna báru landar hennar hana á höndum sér i heilt ár og hún eignaðist þar óteljandi vini, sem hún hélt ætið sambandi við. Mér stendur ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum, er hún sagði for- eldrum minum frá þessari ferð, nýlega komin heim, hversu hún hafði glaðst yfir þessum kynnum sinum af Nýja heiminum, hafði frá mörgu að segja, upptendruð af ferskum áhrifum. Útgáfa „Hh'nar” spannaði yfir nákvæmlega fimmtiu ár af ævi Halldóru og er auðvitað einstætt afrek. A þessum tima komu út 44 árgangar. Timaritið bar mjög Halldóra haföi sest aö i Glerár- þorpi árið 1940. Hún keypti þar litið býli, sem hún kallaði Móland. betta var torfbær, þar sem hún bjó um sig og skapaði heimili, sem mér þykir einatt hið sérstæö- asta og eitt hið fegursta, sem ég hefi komið á. barna bjó hún til ársins 1955. Nú er litli torfbærinn löngu horfinn og liklega fer þjóð- vegurinn gegnum Glerárþorp yfir bæjarstæöiö. bað sýnir móðurlega umhyggju Halldóru fyrir okkur krökkunum að bjóða okkur til sin á jóladag- inn, þegar við gátum ekki komist heim til okkar. Ég hefi aðeins vikið að þeirri tign, sem þessi kona hafði til að bera. Ég sé hana oft fyrir mér i huganum frá þessum árum á Akureyri, þegar hún gekk út Brekkugötuna áleiðis út i Mó- land. Hún bar sig betur og hreyf- ingum hennar fylgdi meiri þokki en titt er. Hún talaði alltaf eins og sá, sem valdið hefir, en þó á þann veg, að engum fannst hann litillækkaður. Avarpið var gjarnan „góði” eða „góða”. ,,Nú átt þú að gera þetta” eða hitt! bað þýddi ekkert að mögla. Hún talaði gjarnan með ofurlitilli vorkunnsemi um fólk,en aldrei þó af litilsvirðingu. Sama hver i hlut átti. Ég man alltaf, þegar hún var að segja eitthvað úr Amerikuförinni 1938: „bað er nú þetta, sem aum- ingja Roosevelt er að basla við að gera!” Hún notaði mikið orðið „aum- inginn” með inntaki vorkunn- seminnar. Hún lét sér fátt koma á óvart, en ef eitthvað nálgaðist það, hló hún gjarnan dátt. begar hún var að segja mér frá brasinu við að koma út bókinni m iklu um , ,Vefn- að” ( 1966), sagði hún mér m.a., hver ósköp myndamótin ein kost- uðu. Mig minnir það hafi verið miljón sem enn var stór á þeim áratug. Og skellihló að þessari vitleysu. Nú er hún loks horfin til feðra sinna, blessunin. Hún er ein þeirra, sem mun lifa i' sögu þess- arar þjóðar, af þvi að hún steig ætíð skrefi lengra en flestir sam- tiðarmenn hennar. Sigurðui' Blöndal. Minningar Lilli Palmer Minningar þýsku leikkonunnar Lilli Palmer eru komnar út i is- lenskri þýðinguá vegum Iðunnar. Vilborg Bickel-lsleifsdóttir þýddi bókina. Hiin var lesin i útvarp fyrr á þessu ári. Lilli Palmer er kunn leikkona, bæði ásviði og ikvikmyndum, og i þessari bók rekur hún fjölbreyti- legan feril sinn. Hún ólst upp i Berlfn og kom fyrst fram á leik- sviði rikisleikhússins i Darm- stadt. Brátt rak hún sig á að gyð- inglegur uppruni setti henni stól- inn fyrir dyrnar, enda voru nas- istar þá teknir að ofsækja gyð- inga. Lilli Palmer flýr til Parisar og vinnur þar fyrir sér með kaba- rettsýningum á veitingahúsum. Hróðurhennar fer nú bráttvax- andi. Hún giftist leikaranum Rex Harrison og saman vinna þau mikla sigra á leiksviði og hvita tjaldinu. 1 bókinni segir frá hjú- skap þeirra og endalokum hans, lifinu i Hollywood sem á sinar skuggahliðar. Hér koma við sögu margirkunnir menn, leikarar og aðrir, meðal þeirra Gary Cooper, Noel Coward, Helen Keller og Bernard Shaw. — Loks greinir Lilli Palmer frá seinna hjóna- bandi sinu, með leikaranum Carl- os Thompson. Þrjár bæk- ur um Einar / Askel Bækurnarum Einar Askel, litla strákinn sem býr einn með pabba sinum, hafa orðið geysivinsælar víða um heim og var höfundur þeirra Gunilla Bergström sæmd Astrid Lindgren-verðlaununum i Svfþjóð fyrir skömmu. Mál og menning gaf út þrjár bækur fyrir ári siðan um Einar Askel og nú hefur Mál og menning sent frá sér þrjár bækur til viðbótar. bað eru: Ertu skræfa, Einar Askell? Hver bjargar Einari Askeli og Einar Askell ogófreskjan. betta eru allt saman tilvaldar bækur handa yngstu kynslóðinni. bað er Sigrún Arnadóttir sem þýðir bækurnar. SETUR ÞÚ STEFNULJÓSIN TÍMANLEGA A?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.