Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 20.02.1982, Blaðsíða 21
Helgin 20. — 21. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 Þórður Guðbjartsson 1891 —1982 Einn af þeim mönnum, sem mér hefur mest þótt variB i aö hitta um dagana, er nú látinn. betta er Þóröur Guöbjartsson verkamaöur á Geirseyri viö Patreksfjörö. Hann gaf upp öndina föstudaginn 12. febrúar s.l., rúmlega niræöur aö aldri, og veröur jarösunginn frá Patreksfjaröarkirkju i dag, laugardaginn 20. febrúar. Ekki get ég þó sagt aö kynni min viö Þórö hafi veriö mikil og löng. Ég hitti hann fyrst aö máli á páskum 1968, er ég var aö skrifa prófritgerö um upphaf þorps á Patreksfiröi, og er skemmstfrá þvi aö segja aö þar hitti ég sagnaþul sem ekki aö- eins sagöi skemmtilega frá og kryddaöi mál sitt meö visum og stemmum. heldur mundi nákvæmlega allt er ég þurfti aö vita um þorpiö i byrjun aldar, hús þess, fólk og vinnubrögö. Seinna fór ég gagngert i heim- sókn til hans vestur til aö taka viö hann langt viötal I Þjóövilj- ann i tilefni af 60 ára afmæli Alþýöusambands íslands og kom þá ekki aö tómum kofun- um. Þá fyrst uppgötvaöi ég hvi- liku hetjulifi þessi maöur haföi lifaö. Og auövitaö hef ég kynnst Þóröi I gegnum aöra menn. Hann var oröinn hálfgerö þjóö- sagnapersóna þegar í lifanda lifi og kemur einnig mjög viö sögu i mörgum af frægustu ljóö- um Jóns úr Vör i Þorpinu en Þóröur var fóstri hans. Þóröur Guöbjartsson fæddist aö Firöi i Múlahreppi i Baröa- strandarsýslu 15. desember 1891, sonur hjónanna Halldóru Þóröardóttur og Guöbjarts Arnasonar er siöast bjuggu i Arnarfjaröardölum. Ekki auön- aöist honum að vera nema nokkra mánuöi i foreldrahúsum vegna veikinda fööur og fátækt- ar. Hlutskipti Þóröar var lif niö- ursetningsins. Honum var kom- iö fyrir á Svinanesi og ólst þar upp til fermingaraldurs og lá gott orö til fóstru sinnar, Sæunn- ar á Svinanesi. Eftir það flakk- aöi hann um og var m.a. i Breiöafjaröareyjum, i Hergils- ey, Sauöeyjum og Flatey. Nitján ára gamall kom Þóröur fyrst til Geirseyrar og keypti þá lausamannsbréf fyrir aleiguna sem var andvirði geldrar ær er hann lét slátra. I lausamanns- bréfinu stóð: „Heimilt skal Þóröi Guðbjartssyni aö leita sér aö atvinnu innan sýslumarka Barðastrandarsýslu". Lengra náði þaö ekki. Þá átti hann þrennar stagbættar buxur, eina blússu, tvenna roöskó og eina skinnskó. Frá árinu 1909 bjó Þórður á Geirseyri og vann þá vinnu sem til féll á sjó og landi. Hann varö snemma uppreisnargjarn og var i fararbroddi þeirra sem vildu afnema þrælahald og nið- ingsskap. Hann var einn af stofnendum verkalýösfélags sem stofnað var 1917 en það lognaöist út af. Aftur var hann i fararbroddi er það var endur- reist 1928 og einn 7 manna sem stofnuöu pöntunarfélag i verstu kreppunni.Þetta varö ekki til aö afla honum vinsælda hjá at- vinnurekendum og árum saman var honum meinaö aö vinna af þessum orsökum. Um tima flutti hann til Flateyrar til aö framfleyta lifinu. Þrátt fyrir þessar þrengingar hélt Þóröur Guöbjartsson and- legri reisn sinni allt til dauða dags og veröur ógleymanlegur þeim sem kynntust honum. Hann sagöi viö mig i viötalinu, sem ég tók viö hann áriö 1977, aö hann kynni eina visu sem væri honum dýrmæt og lýsir hún lifs- viöhorfi hans. Vinnu og greiöa, þaö veist þér skylt, varkár, djarfur, glaöur, ef aö þú i veröld vilt veröa gæfumaður. Þóröur Guðbjartsson er einn af þeim siöustu af sinni kynslóð, mönnum sem brúuöu biliö milli miðalda og nútlmans. Ég held aö ég hitti aldrei annan slikan. Hann kvaö rimur af þvilikri list og upprunaleika aö upp lukust heimar fyrir þjóölagafræöing- um. Skrifaöar hafa veriö læröar erlendar ritgeröir um kveö- skaparform Þóröar. Og i þjóö- fræöasafni Stofnunar Arna Magnússonar eru geymdar sagnir hans og kveöskapur. Eiginkona Þórðar var Ólina Jónsdóttir en hún er látin fyrir margt löngu. Þau eignuöust 6 börn og komust 5 þeirra til fullorðinsára. Þau voru Einar Asgeir, er drukknaöi fyrir nokkrum árum, Halldóra, Sig- urður, Guöbjartur og Andrés. Þóröur Guöbjartsson setti mikinn svip á Patreksfjörð og ég held aö Patreksfiröingar hafi kunnaö vel aö meta þennan hára öldung. Hann haföi góöa kimnigáfu og elsku til barna. Oröstír hans mun lengi lifa. Guöjón Friðriksson Þórður Guðbjartsson verka- maöur á Patreksfirði hefur kvatt heiminn og veröur i dag til grafar borinn. Að baki eru niu áratugir harörar lifsbaráttu sem háð var af óbugandi krafti og hörku til hinsta dags. Ég vil meö þessum orðum þakka Þóröi fyrir fá en dýrmæt augnablik sem ég átti i návist hans. Þau lifa i endurminning- unni þótt helgreip dauöans hafi nú hrifið Þórð gamla á brott úr okk- ar haröa heimi. Ég kynntist fyrst Þórði Guö- bjartssyni þegar ég las ljóðabók- ina „Þorpiö” eftir Jón úr Vör. Þar yrkir skáldiö mjög hlýlega um fóstra sinn sem ég komst aö raun um siöar aö var enn á lifi, hálfniræöur vestur á Patreks- firöi. Upp frá þvi varö Þóröur eins konar þjóösagnapersóna i minum hug og áhrifarik hafa kynni min af honum oröiö. (Jtlit hans var mjög sérstætt á nútímamælikvaröa og gleymist aldrei þeim sem litiö hefur. Gróf- ir andlitsdrættir og gróskumikið hár og skegg báru vott um þann lifskraft og hörku sem enn bjó i þessum hvithæröa öldungi. Undir niöri leyndist bliöa og mildi sem skein úr augum hans og kom fram i hlýju handartaki og þýöri rödd. Ekki var aö sjá aö ellihrum- leiki sækti aö honum og var hann ern mjög og kvikur i öllum hreyf- ingum. Hann var minnugur á for- tiöina og bjó yfir skemmtilegri frásagnagáfu. Hann var þvi lif- andi heimild um gamla þjóð- menningu og frásagnalist auk þess sem hann kunni ógrynni af lausavlsum og rimum sem hann kvað af raust. Þórður Guðbjartsson var i heiminn borinn á öldinni sem leið og var þvi einn af okkar elstu kynslóð sem nú er að renna sitt merkilega skeiö á enda. Veröldin fór ómjúkum höndum um Þórð eins og fleiri samtimamenn hans, en hann átti sinar varnir og sýndi óbilandi kjark i viðureign sinni viö „þá gömlu”. Þóröur var fulltrúi fátækrar al- þýöu sem bjó i litlum þorpum viö sjávarsiöuna og átti lif sitt undir auöæfum hafsins sem stundum reyndist þó erfitt að fanga. Hung- urvofan vakti áöur yfir þessum smáu plássum og sendi glott sitt inn um hrimaöan skjá lágra hreysa. Þar herjuðu einnig aörar illvættir og ógnuöu lifi þessara litlu þorpa sem grúföu sig undir ótryggum verndarvæng fjallsins. Vetur konungur og kaupmaöur- inn drottnubu af harðýögi og settu mannlifinu strangar skoröur. Eitt þessara þorpa var heima- byggö Þóröar Guðbjartssonar. Þangað kom hann ungur — laus undan oki niöursetningsins sem haföi veriö honum haröur bernskuskóli. Tryggð hans við þorpiö hélst órofin til hins dags og saga þess er samofin llfssögu Þórðar. Þar hefur þvi oröiö mikill svipmissir viö fráfall þessa aldna alþýöumanns. Megi minning Þóröar Guð- bjartssonar lifa um ókomna framtið sem tákn um styrk og baráttuþrek islenskrar alþýðu fyrr á timum. SETUR ÞÚ STEFNULJÓSIN TÍMANLEGA Á? UMFERÐAR Fyrrverandi námsmenn í Osló og nágrenni frá upphafi vega! Físnarblót verður haldið föstudaginn 26. febr. i Snorrabæ kl. 19.30. Þátttaka tilkynnist i sima 44082,28692 og 45866. gfl U T B O Ð !li fN •-*'« KN i|r Tilboð óskast i tvö mobil röntgentæki fyrir Borgarspitalann. útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað mið- vikudaginn31. mars n.k. kl. 11 f. hád. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800 ÚTBOÐ Rafmagnsveitur rikisins tilkynna frestun á opnun útboðs RARIK 82010 i færanlegar rafstöðvar. Tilboðin verða opnuð mánudaginn 16. mars. 1982 kl. 14.00. Rafmagnsveitur rikisins 40 ÁRA \ 1942-1982 Framleiósla Töflur og stýriskápar. Rafmótorar, einfasa og þriggja fasa — 40 ára reynsla. Innflutningur Höfum ávallt fyrirliggjandi i birgðum, vörur frá eftirfarandi fyrirtækjum: Telemecanique Rofa og Stýribúnaður T.d. spólurofar, yfirálagsvarnir, stýrirofar og margskonar rofar í stýritöflur. Einnig Canalis rafskinnurennur, úttak til raftenginga með 25—50 cm millibili. Straumþol frá 10A til 4700A. NACHI Kúlulegur. Höfum ávallt í birgðum allar helstu stærðir kúlulega á hagstæðu verði. Rafmótorar af ýmsum stærðum og hröðum. Carl Bockwoldt Gírmótorar af ýmsum stærðum. @ INTERCOLUX Rakaþéttir flúrlampar, hentugir m.a. fyrir frystihús og sláturhús. Þjónusta Vindingar og allar viðgerðir á rafmótorum — skipaviðgerðir. HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK SÍML 85656 OG 8551 8 Laus staða Staða deildarstjóra við rannsóknardeild rikisskattstjóra er laus til umsóknar. Staðan veitist frá og með 1. april n.k. Umsækjendur þurfa að hafa lokið prófi i lögfræði, viðskiptafræði, hagfræði eða vera löggiltir endurskoðendur. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist skattrannsóknarstjóra, Skúlagötu57, fyril 24. marsn.k. Fjármálaráðuneytið, 12. febr. 1982. Halla

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.