Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 13
Helgin 15,— 16. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Kjarvalsstaðir: Yfirlitssýning á verkum Kurt Zier þess manns sem grundvallaði Myndlista- og handíðaskóla Islands „Frá okkar hendi er þessi sýning lítill þakklæt- is- og virðingarvottur við gamlan vin", sagði Björn Th. Björnsson listfræðing- ur um yfirlitssýningu á verkum Kurt Zier sem sett hefur verið upp á Kjar- valsstöðum. Á sýningunni eru 115 verk, langflest blý- antsteikningar og nokkur olíumálverk. Kurt Zier viö Myndlista- og handiöaskólan- um og lét af þvi starfi 1968. Ari siöar andaöist hann. Hann mun hafa haft hreint ó- mæld áhrif á islenska listamenn. Hann hélt ekki eina einustu sýn- ingu alla sina ævi, leit á sig sem kennara, og verk hans á sýning- unni í Kjarvalsstööum eru flest hver stúdiur, sumt myndir sem hann málaöi jafnhliöa nemendum sinum i kennslustund.Osvikiö handbragö sanns listamanns leyni.r sér þó hvergi. Þaö er mál þeirra sem til þekkja aö þarna hafi fariö maöur sem i raun grundvallaöi Mynd- lista- og handiöaskóla fslands. Á- hrifa hans i skólanum gætir enn i dag. Sýningin veröur opnuö á laug- ardag kl.16. Vegna hennar komu hingaö til lands kona Zier, Lotta Zier, og dóttir, Eva Zier. Myndirnar á sýningunni eru ekki til sölu. Lausar stöður Þrjár stöður fulltrúa við embætti rikis- skattstjóra, rannsóknardeild, eru hér með auglýstar lausar til umsóknar frá 10. júni n.k. Endurskoðunarmenntun, viðskiptafræði- menntun (helst á endurskoðendasviði) eða staðgóð þekking og reynsla i bókhaldi, reikningsskilum og skattamálum nauð- synleg. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist rannsókn- ardeild rikisskattstjóra, Skúlagötu 57, Reykjavik, fyrir 5. júni n.k. Reykjavik 12. mai 1982. Skattrannsóknarstjóri. Rafvirkja vantar til starfa hjá Rafveitu Borgarness. Upplýsingar gefur rafveitustjóri i sima 93—7292. Rafveita Borgarness. Kurt Zier kom hingaö til lands á flótta undan nasismanum seinni part sumars 1939. List hans og fjölskylda var oröin aöþrengd I Þýskalandi ekki sist fyrir þá sök aö Zier var gyöingur. Zier haföi fengiö boö frá Lúövíki Guö- mundssyni þáverandi skólastjóra Myndlista- og handiöaskólans um aö gerast kennari. Boöiö kom i gegnum vin Lúöviks prófessor Ziegel. Meö þvi er Zier komst hingaö til lands meö Dettifossi hófst blómaskeiö i islenskri myndlist. Hann fór aftur til sins fööurlands 1949, en kom aftur 1961. Tók þá viö skólastjórastööu Skagfirska söngsveitin heldur tónleika Skagfirska söngsveitin heldur tónleika i dag, laugardag I Aust- urbæjarbiói kl. 14.30. Skagfirska söngsveitin söng tvisvar á Sælu- viku i vetur fyrir fullu husi og hef- ur farið i söngferöir til Skotlands og Kanada. Nú i vor fer söngsveitin til Lux- emburgar og syngur þar i byrjun júni. Efnisskráin á tónleikunum i dag er fjölbreytt og syngja fjórir einsöngvarar. Söngstjóri er Snæ- björg Snæbjarnardóttir og undir- leikari Ölafur Vignir Albertsson. Leiðrétting 1 gær var hér i blaðinu sagt frá andláti Hlööves Sigurðssonar, fyrrverandi skólastjóra á Siglu- fir.ði. Þar var kona hans, sem lát- in er fyrir skömmu, nefnd Kristin Pálsdóttir og olli þvi prentvilla. Hún hét Katrin Pálsdóttir, og biðjum við velvirðingar á þessum leiöu mistökum. GAFNALJOSIÐ Nýr kristalkertastjaki eftir Bertil Vallien Verðkr. 139.- Opið laugardaga til hádegis. / Bankastræti 10 - Sími 13122

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.