Þjóðviljinn - 25.06.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.06.1982, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. júní 1982 um helgina Mynd þessi var tekin af kórnum og stjórnanda hans fyrir utan Hrafnistu i Reykjavík á miðvikudag. (Ljósm. — eik - Norskur stúlknakór Hér á landi er nú staddur stúlknakór frá Glotten I N-Noregi og skólahijómsveitin Reipð frá Bodö í Noregi. Stúiknakórinn söng fyrir ibúa i Noröurbrún og ibúa að Hrafnistu i fyrradag við góðar undirtektir. Kórinn skemmti Reykvikingum i gær með söng i miðbænum milli klukkan tólf og eitt. Kórinn og hljómsveitin koma fram saman i Bústaðakirkju laugardaginn 26. júni kl.tvö og i Selfosskirkju sunnudaginn 27. júni kl.fjögur. Samkór Trésmiöafélags Reykjavikur. Tónleikar á laugardaginn i Gamia Biói. t mánaðarlokin hcldur kórinn utan til að taka þátt i alþýðutðnlistarmóti i Finnlandi. Trésmiðakórinn með tónleika Söngför framundan Samkór Trésmiðafélags Reykjavikur heldur tónleika i Gamia Biói iaugardaginn 26. júni kl. 14.00. Þessir tónleikar eru lokaáfangi i undirbúningi kórsins undir utanlandsferð sem hann fer i 29. júni til Finnlands, þar sem hann mun taka þátt i alþýðutón- listarmóti ásamt Alafosskórnum. Þetta er i annað sinn sem kór- inn tekur þátt i alþýðutónlistar- móti af þessu tagi. Aður fór hann i slika ferð með Lúðrasveit verka- lýösins til Osló 1977. Kórfélagar eru 55. Formaður kórsins er örn Erlendsson og söngstjóri er Guð- jón Böðvar Jónsson. Gestir á tón- leikunum i Gamla Biói verða Ála- fosskórinn úr Mosfellssveit. Ein- söng syngur Svanhildur Svein- björnsdóttir en undirleikari verð- ur Lára Rafnsdóttir. Prestastefnan eftir helgina Friður á jörðu Biskupsvigsla á sunnudaginn Aðalefni prestastefnunnar að Hólum sem Pétur Sigurgeirsson biskup setur á mánudaginn verð- ur Friður á jörðu. Prestastefn- unni verður slitið á miðvikudags- kvöldið. A sunnudaginn vigir biskupinn sr. Sigurö Guðmunds- son vfgslubiskup Hólastiftis hins forna i dómkirkjunni að Hólum. Sr. Siguröur var vigður til prests á lýðveldishátiðinni 1944 en hefur þjónað Grenjaðarstaðarpresta- kalli siðan. Herra Pétur Sigurgeirsson set- ur fyrstu prestastefnu sem biskup Islands, að Hólum mánudaginn 28. júni kl.13.30. Flytur biskup yfirlitsskýrslu sina i Hóladómkirkju. Þar flytur og Friðjón Þórðarson kirkju- málaráðherra ávarp. Fundir Prestastefnunnar fara annars fram i fundarsal Bænda- skóians, en aðstaða til ráðstefnu- halds er nú mjög góð á Hólum. Aðalefni Prestastefnunnar i ár j er: Friður á jörðu, og eru fram- sögumenn þeir dr. Þórir Kr. Þórðarson, séra Sváfnir Svein- bjarnarson prófastur og dr. i Gunnar Kristjánsson. Prestastefnunni verður slitið i ! Sauðárkrókskirkju að kvöldi 30. 1 júni. Ef veður leyfir munu margir I prestanna fara til Drangeyjar l næsta dag. Nýkominn er til landsins sænski leikhópurinn Teater Sargasso. og mun hann dveljast hér i tæpan mánuð og fara víöa um land með leiksýningu,semnefnist ,,Pa flykt fran den tid” sem mætti útleggja á islensku sem ,,A flótta frá fyrri tima”. Verkið hefur orðið til i samvinnu hópsins sjálfs, og er hann á fcrð með það um Noreg og Færeyjar, auk islands, en hingaö kemur Teatcr Sargasso á eigin vegum. Leikhópurinn sýndi i gærkvöldi i Valaskjálí á Egilsstöðum, en sýningar hans veröa aö öðru leyti sem hér segir: 25.6. Félagsheimiliö, Húsavik. 26.6 Iþróttahús Glerárskóla, Ak- ureyri 27.6. tþróttahús Glerárskóla, Ak- ureyri. 28.6. Félagsheimilið Bifröst, Sauðárkróki 30.6. Félagsheimilið, Stykkis- hólmi. 2.7. Félagsheimilið Röst, Hellis- sandi. 4.7. Logaland, Borgarlirði. 7.7. Tónabær, Reykjavik. 8.7. Tónabær, Reykjavik. 9.7. Vinnuhælið að Litla-Hrauni. 11.7. Festi Grindavik. 18.7. Félagsheimilið Sindrabær, Höfn i Hornafirði. Sýningarnar hefjast ki. 20.00 á öllum stöðum. Leikritið f jallar um það, hvern- ig manneskjurnar flýja eöa reyna að komast hjá þvi að takast á við aðsteðjandi deilur og vandamál og varpa af sér ábyrgð og skella skuldinni á aðra, segir i kynningu Teater Sargasso á leikverkinu. Notast er við atburði úr mann- kynssögunni aftur að miðöldum, og til að flétta þá atburði saman, ferðast hópurinn eins og farand- leikhús f rá einum staö til annars i tima og rúmi og reynir þannig að spegla þau vandamál sem upp koma. Teater Sargasso leggur áherslu á likamlega tjáningarmöguleika leiklistarinnar, eins og segir i til- kynningu frá leikhópnum, og hef- ur fundið sér form með þvi að blanda saman látbragðsleik, reviuforminu, sirkusforminu, nú- timadansi og hefðbundnum leik- stil. — jsj. arafélagið á Kjarvals- stöðum Listmálarafélagið efnir til sýn- ingar að Kjarvalsstöðum frá laugardegi 26. júni til sunnudags- ins II. júli. Þessir listamenn taka þátt i sýningunni: Agúst Petersen, Bragi Asgeirs- son, Einar Baldvinsson, Einar Hákonarson, Einar Þorláksson, Elias B. Halldórsson, Guðmunda Andrésdóttir, Gunnar örn, Haf- steinn Austmann, Hrólfur Sig- urösson, Jóhannes Jóhannesson, Karl Kvaran, Kjartan Guðjóns- son, Sigurður Sigurðsson, Sigurð- ur örlygsson, Steinþór Sigurðs- son, Svavar Guðnason, Valtýr Pétursson, Vilhjálmur Bergsson, Þorvaldur Skúlason. Lelkárínu lýkur með Meyjar- skemmunni Nú um helgina lýkur leikári Þjóöleikhússins með sýningu á sönglciknum Meýjaskemmunni eftir þá Schubert og Berté. Þetta er siðasta tækifæri til að sjá Meyjaskemmuna, þvi sýningar veröa ekki teknar upp i haust. Sýningin er á laugardagskvöldið. Meyjaskemman var fyrst sett á svið I Vinarborg árið 1916 og naut fádæma vinsælda. Hér á landi kom Meyjaskemman fyrst á svið árið 1934 i Iðnó á vegum Hljómsveitar Reykjavikur og var dr. Franz Mixa hljómsveitar- stjóri, en núverandi sýning Þjóö- leikhússins er sjöunda uppfærsla verksins hér á landi. Mikill fjöldi söngvara og leik- ara kemur fram i sýningunni — alls um fimmtiu manns — og margir nýir kraftar á ferðinni. Sigurður Björnsson fer með hlut- verk Schuberts, Július Vifill Ingvarsson fer með hlutverk Schober vinar hans og Katrin Sig- urðardóttir fer með hlutverk 'Hönnu. Þá koma fram i sýning- unni Kristin Sædal Sigtryggsdótt- ir, Elisabet F. Eiriksdóttir, Guð- mundur Jónsson, Þuriður Páls- dóttir, Kristinn Hallsson, Halldór Vilhelmsson, Bergþór Pálsson og Anna Júliana Sveinsdóttir. Með stærstu leikhlutverkin fara Jón S. Gunnarsson, Kristján Viggósson, Arni Tryggvason, Erlingur Gisla- son og Herdis Þorvaldsdóttir. — Leikstjóri er Wilfried Steiner og hljómsveitarstjóri er Páll P. Pálsson. Helgarjazz í Stúdentakjallaranum Um helgina verður ieikinn jazz i Stúdentakjallaranum við Hring- braut, föstudags- og sunnudags- kvöld, frá klukkan 21 til 23.30. A föstudagskvöld, leikur trió skipað Friðrik Karlssyni, gitar, Tómasi R. Einarssyni, kontra- bassa, og Sigurði Valgeirssyni trommur. A sunnudagskvöldið leika einn- ig þeir Friðrik og Tómas, en þá verður Alfreð Alfreðsson við trommurnar. Menn eru hvattir til að mæta á rauðvinssveifluna! V', Glaðbeittir sveinar með nýútkomna plötu, Magnús Kjartansson og Jónas R. Jónsson. Ljósm.:_k.v. Samkvæmt læknisráði Nýútkomin plata hljómsveitar Magnúsar Kjartanssonar Samkvæmt læknisráði, heitir nýútkomin plata. Það er hljóm- sveit Magnúsar Kjartanssonar, sem sér um tónlistarflutning, en hún var stofnuð til að vinna þessa piötu. A plötunni eru 11 lög, öll þeirra landsmönnum vcl kunn. Má þar nefna Þú og ég, Iag Gunn- ars Þórðarsonar, Sölvi Helgason og Lítill drengur. Hljómsveit Magnúsar sem vann plötuna skipa fjölmargir af þekktustu popp-tónlistarmönnuin þjóðar- innar s.s. Björgvin Ilalldórsson, Björgvin Gislason, Pálini Gunn- arsson og margir fleiri sem hafa hallað sér að annarskonar músik, s.s. Manuela Wicsler. Platan er unnin hjá Hljóðrita hf. i Hafnarfiröi, Skifan hefur annast dreilingu. Mynd á plölu- albúmi er sótt alla leiöina olan i sundlaug i Los Angeles. Þeir Jónas R. Jónsson og Magnús Kjarlansson komu brun- andi upp á Þjóðvilja og sögðu að músikina mætti telja róandi fyrir aliflesta, a.m.k. væru lögin róleg. Þó væri þvi svo lariö meö suma að þeir æstust írekar upp en hitt viöað hlusta á rólega músik. Þeir félagar vildu koma þvi á iram- færi að tónlistin væri einnig fáan- leg á snæidum, eöa kassettum eins og sumir vilja kalla þær. — hól. Sænskur leikhópur sýnir hér í sumar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.