Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						6 SÍDA — ÞJÓDVILJINN Föstudagur 25. junl 1982
um helgina
Mynd þessi var tekin  af kórnum  og
Hrafnistu i Reykjavík á miðvikudag.
stjórnanda hans fyrir utanj
(Ljósm. — eik — )
Norskur stúlknakór
Hér á landi er nú staddur
stúlkiiakór frá Glotten í N-Noregi
og skólahljómsveitin Reipa frá
Bodö ¦ Noregi.
Stúlknakórinn söng fyrir íbúa i
Norðurbrún og ibúa a6 Hrafnistu i
fyrradag viö góðar undirtektir.
Kórinn skemmti Reykvikingum I
gær með söng i miðbænum milli
klukkan tólf og eitt.
Kórinn og hljómsveitin koma
fram saman i Bústaðakirkju
laugardaginn 26. júni kl.tvö og i
Selfosskirkju sunnudaginn 27.
júni kl.fjögur.
Samkór Trésmiðafélags Reykjavikur. Tónleikar á laugardaginn í
Gamla. Biói. t mánaðarlokin heldur kóriiin utan til að taka þátt I
alþýðutónlistarmóti I Finnlandi.
Trésmiðakórinn með tónleika
Söngför framundan
Samkór Trésmiðafélags
Reykjavikur heldur tónleika i
Gamla Biói laugardaginn 26. júni
kl. 14.00. Þessir tónleikar eru
lokaáfangi i undirbúningi kórsins
undir utanlandsferð sem hann fer
i 29. júni til Finnlands, þar sem
hann mun taka þátt i alþýðutón-
listarmóti ásamt Álafosskórnum.
Þetta er i annað sinn sem kór-
inn tekur þátt i alþýðutónlistar-
móti af þessu tagi. Aður fór hann i
slika ferð með Lúðrasveit verka-
lýðsins til Osló 1977. Kórfélagar
eru 55. Formaður kórsins er örn
Erlendsson og söngstjóri er Guð-
jón Böðvar Jónsson. Gestir á tón-
leikunum i Gamla Biói verða Ala-
fosskórinn úr Mosfellssveit. Ein-
söng syngur Svanhildur Svein-
björnsdóttir en undirleikari verð-
ur Lára Rafnsdóttir.
Prestastefnan eftir helgina
Fríður á jörðu
Biskupsvigsla á sunnudaginn
Aðalefni prestastefnunnar að
Hólum sem Pétur Sigurgeirsson
biskup setur á mánudaginn verð-
ur Friður á jörðu. Prestastefn-
unni verður slitio á miðvikudags-
kvöldið. A sunnudaginn vigir
biskupinn sr. Sigurö Guðmunds-
son vigslubiskup Hólastiftis hins
forna i dómkirkjunni að Hólum.
Sr. Sigurður var vigður til prests
á lýðveldishátiðinni 1944 en hefur
þjónað Grenjaðarstaðarpresta-
kalli siðan.
Herra Pétur Sigurgeirsson set-
ur fyrstu prestastefnu sem biskup
Islands, að Hólum mánudaginn
28. júni kl. 13.30.
Flytur biskup yfirlitsskýrslu
sina i Hóladómkirkju. Þar flytur
og  Friðjón  Þórðarson  kirkju-
málaráðherra ávarp.
Fundir Prestastefnunnar fara
annars fram i fundarsal Bænda-
i skólans, en aðstaða til ráðstefnu-
halds er nú mjög gó& á Hólum.
Aðalefni Prestastefnunnar i ár
i er: Friður á jörðu, og eru fram-
sögumenn  þeir  dr.  Þórir  Kr.
Þórðarson, séra Sváfnir Svein-
I bjarnarson  prófastur  og  dr.
Gunnar Kristjánsson.
Prestastefnunni verður slitið i
Sauðárkrókskirkju að kvöldi 30.
jtini.
Ef veður leyfir munu margir
prestanna fara til Drangeyjar
næsta dag.
Sænskur
leikhópur
sýnir hér
í sumar
Nýkominn er tii landsins sænski
leikhópurinn Teater Sargasso. og
mun liann dveljast hér i tæpan
mánuð og fara viðá um land með
leiksýningu.semnefnist ,,Pa flykt
fran den tid" sem mætti útleggja
á islensku sem ,,A flótta frá fyrri
tima". Verkið hefur orðið til i
samvinnu hópsins sjálfs, og er
hann á ferð með það um Noreg og
Kæreyjar, auk tslands, en hingað
kemur Teater Sargasso á eigin
vegum.
Leikhópurinn sýndi i gærkvöldi
i Valaskjálf á Egiisstöðum, en
sýningar hans verða að öðru leyti
sem hér segir:
25.6. Félagsheimilið, Húsavik.
26.6 Iþróttahús Glerárskóla, Ak-
ureyri
27.6. Iþróttahús Glerárskóla, Ak-
ureyri.
28.6.  Félagsheimilið  Bifröst,
Sauðárkróki
30.6.  Félagsheimilið, Stykkis-
hólmi.
2.7. Félagsheimilið Röst, Hellis-
sandi.
4.7. Logaland, Borgarfirði.
7.7. Tónabær, Reykjavik.
8.7. Tónabær, Reykjavik.
9.7. Vinnuhælið að Litla-Hrauni.
11.7. Festi Grindavik.
18.7. Félagsheimilið Sindrabær,
Höfn i Hornafirði.
Sýningarnar hefjast kl. 20.00 á
öllum stöðum._
Leikritiðf jallar um það, hvern-
igmanneskjurnar flýja eða reyna
aðkomast hjá þvi að takast á við
aðsteðjandi deilur og vandamái
og varpa af sér ábyrgð og skella
skuldinni á aðra, segir i kynningu
Teater Sargasso á leikverkinu.
Notast er við atburði úr mann-
kynssögunni aitur að miðöldum,
og til að flétta þá atburði saman,
ferðast hópurinn eins og farand-
leikhús f rá einum stað til annars i
tima og rúmi og reynir þannig að
spegla þau vandamál sem upp
koma.
Teater Sargasso leggur áherslu
á likamlega tjáningarmöguleika
leiklistarinnar, eins og segir i til-
kynningu frá leikhópnum, og hef-
ur fundið sér í'orm með þvi að
blanda saman látbragðsleik,
reviuforminu, sirkusforminu, nú-
timadansi og hefðbundnum leik-
stil.
— jsj.
arafélagið
a
Kjarvals-
stöðum
Listmálarafélagið efnir til sýn-
ingar að Kjarvalsstöðum frá
laugardegi 26. júni til sunnudags-
ins 11. jiilí.
Þessir listamenn taka þátt i
sýningunni:
Agúst Petersen, Bragi Ásgeirs-
son, Einar Baldvinsson, Einar
Hákonarson, Einar Þoríáksson,
Elias B. Halldórsson, Guðmunda
Andrésdóttir, Gunnar örn, Haf-
steinn Austmann, Hrólfur Sig-
urðsson, Jóhannes Jóhannesson,
Karl Kvaran, Kjartan Guðjóns-
son, Sigurður Sigurösson, Sigurð-
ur Orlygsson, Steinþór Sigurðs-
son, Svavar Guðnason, Valtýr
Pétursson, Vilhjálmur Bergsson,
Þorvaldur Skúlason.
Leikárinu lýkur
með Meyjar-
skemmunni
Nú um helgina lýkur leikári
Þjóðleikhússins með sýningu á
söngleiknum Meýjaskemmunni
eftir þá Schubert og Berté. Þetta
er siðasta tækifæri til að sjá
Meyjaskemmuna, þvi sýningar
verða ekki teknar upp I haust.
Sýningin er á laugardagskvöldið.
Meyjaskemman var fyrst sett
á svið i Vinarborg árið 1916 og
naut fádæma vinsælda. Hér á
landi kom Meyjaskemman fyrst á
svið árið 1934 i Iðnó á vegum
Hljómsveitar Reykjavikur og var
dr. Franz Mixa hljómsveitar-
stjóri, en húverandi sýning Þjóð-
leikhússins er sjöunda uppfærsla
verksins hér á landi.
Mikill fjöldi söngvara og leik-
ara kemur fram i sýningunni —
alls um fimmtiu manns —- og
margir nýir kraftar á ferðinni.
Sigurður Björnsson fer með hlut-
verk Schuberts, Július Vifill
Ingvarsson fer með hlutverk
Schober vinar hans og Katrin Sig-
urðardóttir fer með hlutverk
Hönnu. Þá koma fram i sýning-
unni Kristin Sædal Sigtryggsdótt-
ir, Elisabet F. Eiriksdóttir, Guð-
mundur Jónsson, Þuriður Páls-
dóttir, Kristinn Hallsson, Halldór
Vilhelmsson, Bergþór Pálsson og
Anna Júliana Sveinsdóttir. Með
stærstu leikhlutverkin fara Jón S.
Gunnarsson, Kristján Viggósson,
Árni Tryggvason, Erlingur Gisla-
son og Herdis Þorvaldsdóttir. —
Leikstjóri er Wilfried Steiner og
hljómsveitarstjóri er Páll P.
Pálsson.
Helgarjazz
Stúdentakjauaranum
Um helgina verður leikinn jazz
i Stúdentakjallaranum við Hring-
braut, föstudags- og sunnudags-
kvöld, frá klukkan 21 til 23.30.
A föstudagskvöld, leikur trió
skipað Friðrik Karlssyni, gitar,
Tómasi R. Einarssyni,  kontra-
bassa, og Sigurði Valgeirssyni
trommur.
A sunnudagskvöldið leika einn-
ig þeir Friðrik og Tómas, en þá
verður Alfreð Alfreðsson við
trommurnar.
Menn eru hvattir til að mæta á
rauðvinssveifluna!
Glaðbeittir sveinar með nýútkomna plötu, Magnús Kjartansson og
Jónas R. Jónsson.                               Ljósm.:__k.v.
Samkvæmt læknisráði
Nýútkomin plata hljómsveitar
Magnúsar Kjartanssonar
Sanikvæmt læknisráði, heitir
nýútkomin plata. Það er hljóm-
sveit Magnúsar Kjartanssonar,
scm sér um tónlistarflutning, en
hún var stofnuð til að vinna þessa
plötu. A plötunni eru 11 Iög, öll
þeirra landsmönnum vel kunn.
Má þar nefna Þú og ég, lag Gunn-
ars Þórðarsonar, Sölvi Helgason
og Litill drengur. Hljómsveit
Magniísar sem vann plötuna
skipa fjölmargir af þekktustu
popp-tónlistarmönnum þjóðar-
innar s.s. Björgvin Halldórsson,
Björgvin Gislason, Pálmi Gunn-
arsson og margir fieiri sem hafa
hallao sér að annarskonar músik,
s.s. Manuela Wiesler.
Platan er unnin hjá Hljóðrita
hf. i Hafnariirði, Skifan hefur
annast dreifingu. Mynd á plötu-
albilmi er sótt alla leiðina ofan i
sundlaug i Los Angeles.
Þeir Jónas R. Jónsson og
Magnús Kjartansson komu brun-
andi upp á Þjóðvilja og sögðu að
músikina mætti telja róandi fyrir
allflesta, a.m.k. væru lögin róleg.
Þó væri þvi svo fariö meö suma
að þeir æstust irekar upp en hitt
við að hlusta á rólega músik. Þeir
félagar vildu koma þvi á íram-
færi að tónlistin væri einnig iáan-
leg á snældum, eða kassettum
eins og sumir vilja kalla þær.
— hól.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16