Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						¦Miðv.ikudagur 7, júii.1982 ÞJÓÐVILJJNN — SÍÖA 3
„Hellulagt fyrír íhaldið"
— segir Pétur Tyrfingsson verkamaður en hann var talsmaður
andstæðinga nýgerðra samninga á Dagsbrúnarfundi fyrir skömmu
„Það er meö þessa
samninga eins og alltaf
áður að sú meginregla
gildir að því lægra kaup
sem menn hafa þeím mun
minni hækkun fá þeir",
sagði Pétur Tyrfingsson
verkamaður hjá Hitaveitu
Reykjavíkur í samtali við
Þjóðviljann i gær.
Eins og kunnugt er voru samn-
ingarþeir sem nýlega voru undir-
ritaðir, naumlega samþykktir i
Verkamannafélaginu Dagsbrún i
siBustuviku, eöa meB 119 at-
kvæöum gegn 84. Einn helsti tals-
maBur minnihlutans var Pétur
Tyrfingsson og viö spurðum hann
nánar hverjar hefðu verið helstu
ástæður þess að hann var á móti
samningnum:
„Auk þess sem ég nefndi i upp-
hafi má nefna þá 2,9% skeröingu
visitölubóta sem ASt-forystan
samdi sérstaklega um. Það er
alveg rétt sem kom fram hjá
Þorsteini Pálssyni hjá VSÍ i
Morgunblaðinu eftir undirritun
samningsins, að þetta ákvæði er
einungis haft til aö eyðileggja
samninga byggingarmanna og
það sér hver maður að skerðing-
unni 1. september hefði mátt
sleppa gegn þvi aö lækka kaup-
hækkunarprósentuna nú. En
þessi aðferð kom að betra gagni
við að eyðileggja samninga bygg-
ingarmanna."
Nú hafa forystumenn ASÍ sagt
að vigstaðan hafi verið slæm, að
ekki hefði meira náðst fram.
Hvað viltu segja um þetta?
„Já', þeir hafa borið þessu við
og eru það með að reyna að af-
saka lélega samninga. Þaö er ef
til vill rétt að vigstaðan innan
hreyfingarinnar er slæm auk þess
sem aflabrögö setja auðvitað
strik i reikninginn. En með ný-
undirrituðum samningum eru
forystumenn verkalýðshreyf-
íngarínnar að framlengja
þessari slæmu vigstöðu. Ólafs-
lagavisitalan er i gangi núna, þ.e.
að verðbætur skal miða við við-
skiptakjör. Þau fara versnandi á
næstu mánuðum og þess vegna
verður örugglega búið að éta upp
allar launahækkanir, strax 1.
mars á næsta ári. Þá hafa at-
vinnurekendur og rikisvald al-
gerlega fritt spil fram til 1.
september 1983. Það er ekki nóg
meðað verkalýðsforystan láti sig
hafa það að miða laun manna við
það hverning kaupin gerast á eyr-
inni hjá kapitalistunum heldur er
bætt gráu ofan á svart og samið
sérstaklega um auka kaupskerð-
ingu.
En það er fleíra sem er ástæða
til að minnast á. Eftir flestum
sólarmerkjum aö dæma fellur
rikisstjórnin i haust en ef hún lifir
af hausthretin veröa i öllu falli
kosningar og stjórnarslit næsta
vor. Samningarnir gilda hins
vegar alveg til næsta hausts.
Þegar ný rikisstjórn verður
mynduð á næsta ári, eru pólitik-
usarnir alveg óbundnir af stöð-
unni i kjaramálum og geta haldið
áfram að leysa efnahagsvandann
á kostnað launafólks. Þetta var
aoalástæða þess að okkur á Dags-
brúnarfundinum fannst samn-
ingstiminn of langur."
En þið gagnrýnduð einnig með-
ferð samningsins til félags-
fundar?
„Okkur fannst ákaflega stuttur
sá fyrirvari sem menn höfðu til að
skoða samninginn áöur en hann
var borinn upp á félagsfundi. Ég
ásamt öðrum bárum upp tillögu
þess efnis að menn fengju Iengri
tima og að skrifleg atkvæða-
greiðsla færi fram i félaginu á
mánudag og briðiudag. Þessa til-
lögu neitaði fundarstjóri Halldór
Björnsson að bera undir atkvæði
og visaði henni einhliða frá. Við
teljum að þar hafi hann gróflega
brotið fundarsköp og erum við að
ihuga að kæra málsmeðferðina til
Alþýðusam bandsins."
Einhverjir ljósir punktar í sam-
komulaginu?
„Þeir eru ekki margir, þvi
miður. Þó er eitt ákaflega mikils-
vert ákvæði sem kveður á um
starfsaldurshækkanir. Sam-
kvæmt þvi hækka laun manna
eftir 1 ár um 2,5%, eftir 2 ár um
5%, eftir 3 ár um 7.5% og eftir 5 ár
um 10%. Þetta skiptir vissulega
máli enda  þótt augljóst sé að
Dýrt spaug
að veikjast
Það kostar danska rikið um 2.2
milljónir króna ef einstaklingur
hlýtur langvarandi heila-
skemmdir og staðreyndin er sú að
mjög marga sjúkdóma má rekja
til aðbúnaðarvandamála á vinnu-
staðnum. Þetta kom fram á fundi
sem haldinn var i húsakynnum
Málm- og skipasmiðasambands-
ins i gær en þar voru mættir tveir
fulltrúar frá danska Málm- og
skipasmiðasambandinu og einn
fulltrúi frá Vinnueftirlitinu i
Arósum.
Danska Alþýðusambandið hef-
ur látið reikna út hvað það kosti
samfélagið ef maður verður
óvinnufær vegna sjúkdoma sem
oftast má rekja til aðstæðna á
vinnustað. Annars vegar er
reiknað með sjúkrakostnaði ým-
iss konar og hins vegar með þeirri
félagslegu aðstoð sem hann verð-
ur að njóta. Hver einasti astma-
sjúklingur kostaði t.d. danskt
samfélag 1.150.000 krónur á verð-
lagi ársins 1980. Nánar verður
fjallað um þessi mál i blaðinu á
morgun.                  —v
Bjorne Jensen frá danska Málm- og skipasmiðasambandinu og Guðjón Jónsson formaður Málm- og
skipasmiðasambandsins á fundinum i gær. Milli þeirra situr fulltrúi Vinnueftirlitsins i Arósum. Ljósm.
— gel.
Pétur Tyrfingsson verkamaður:
Við andstöðumenn f Dagsbrun
töldum að hægt hefði verið að ná
betri samningum.
þessar aldurshækkanir hafa
engin áhrif á þá sem sitja i neöstu
flokkunum, þ.e. eru undir tekju-
tryggingarmarkinu fyrir dag-
vinnuna. Þeir fá bara 4% nú og
ekki meir. Þess vegna m.a. er
þetta ákvæði keypt allt of dýru
verði með of litlum grunnkaups-
hækkunum, visitöluskerðingu og
allt of löngum samningstima."
Að lokum Pétur?
„Forystumenn verkalýðshreyf-
ingarinnar hafa bent á að með
þessum samningum væri verið að
tryggja kaupmátt ársins 1981. En
hvernig skyldi sá kaupmáttur lita
út? Það er kaupmáttur i botni
miðað við árin næstu á undan,
kaupmáttur sem hægt er að likja
við ástandið 1975 og 1976. Þá var
við völd i landinu rikisstjórn sem
var „óvinveitt verkafólki". Núna
situr önnur rikisstjórn i landinu
þarsem m.a. Alþýöubandalagið á
aðild að og samt eru gerðir svona
lélegir samningar. Við andstöðu-
menn i Dagsbrún erum þeirrar
skoöunar aB hægt hefBi veriB aB
ná betri samningum meB skyn-
samlegri framgöngu og þess
vegna lögBum viB til aB samn-
ingurinn yröi felldur." sagði
Pétur Tyrfingsson verkamaður
að lokum.
Eitthvað liggur Daviö Odds-
syni mikið á að fá samþykkta
tillöguna um fækkun borgarfull-
trúa, þvi þegar hann áttaði sig á
þvi að til þess þurfti tvær um-
ræður greip hann til þess að
boða til borgarstjórnarfundar
15.júlienumárabil hafajiilí-og
ágdstmánuðir verið sumarleyf-
ismánuðir borgarstjórnar. t
umræBum í borgarstjórn i fyrri
viku kom fram aö borgarstjóri
hyggst i staðinn senda borgar-
stjórn I frí I ágiíst og september.
Ekki mun hafa veriö haft fyrir
þvi að hafa samráð við minni-
hlutann um þessa tilhögun og
viðbúið að hún veki mótmæli úr
þeimherbúðum.
Guðrún Agdstsdóttir, borgar-
fulltrúi AlþýBubandalagsins
sagöi við fyrri umræðuna aö það
væri dskiljanlegt hvers vegna
lægi svona mikið á að fjalla um
fækkun borgarfulltrUa nú þar
sem ljóst væri aB þd tillagan
yrði samþykkt þá kæmi hún
ekki til framkvæmda fyrr en
eftir fjögur ár. Sig grunaBi þo aB
auBveldara væri aB fá tíreynda
borgarfulltrua SjálfstæBis-
flokksins til að samþykkja
fækkunina núna en eftir fjögur
ár, þegar þeir hefðu fengið
reynslu af borgarfulltriiastarf-
inu. Það er nef nilega ljóst, sagBi
Sumarleyfi borgarstjórnar frestað:
Fækkun borgarfull-
trúa skal keyrð í gegn
GuBnin aB ef borgarfulltrúar
hefðu verið 15 við siðustu kosn-
ingar, þá sætu ekki þrir fulltrú-
ar Sjálfstæðisflokksins i þessum
salnú.
Sjálfsmorðssveit
Davíðs
Þorbjörn Broddason vakti
einnig máls á þessu og likti
Davið Oddssyni við Hirohito
Japanskeisarasem hafði hiyBna
sjálfsmorBssveit i sinu liði.
Ljóst væri að þrir borgarfull-
trúar Sjálfstæðisflokksins dyttu
út úr borgarstjórn við næstu
kosningar ef þeir greiddu tillög-
unni atkvæði sitt nú. Lagði hann
fram frávi'sunartillögu frá Al-
þýðubandalaginuþar sem sagði
m.a. að engin reynsla væri
komin á störf 21 manns borgar-
stjórnar Reykjavikur ennþá og
þvi væri ótimabært að f jalla um
tillöguna.
Þegar frávisunartillagan var
afgreidd kom i ljtís aB sjálfs-
morðsveitin var ekki eins fjöl-
menn og menn ætluðu: Katrfn
Fjeldsted einn tólf borgarfull-
trúa Sjálfstæðisflokksins studdi
ekki Davið við að fella hana!
Hún var þvi felld með ellefu at-
kvæðum og að þvi biinu sam-
þykkt að vfsa málinu til annarr-
ar umræBueftir hálfan mánuB.
og nýju fötin
keisarans
En keisaranafngiftin átti eftir
að koma upp aftur á þessum
borgarstjómarfundi. Ovenju
mikið var um tillöguflutning
utan dagskrár á fundinum.
Þannig flutti Kvennaframboð
tillögu um endurmat á flug-
vallarsvæðinu, Jósteinn Krist-
jánsson flutti tillögu um skatta-
lækkanir og Gerður Steinþórs-
dóttir um breytingar á stjórn-
kerfinu. Vandaði Daviö Oddsson
um við þessa borgarfulltrúa,
sakaBi þá um dmerkileg vinnu-
brögb og reynsluleysi og liktist
hann á timabili mest lang-
þreyttum læriföBur.
Sigurður E. Guðmundsson,
borgarfulltrúi Alþýðufloksins
sagöi rettilega að þessi lands-
föðurimynd færi Davið ekki vel.
Menn væru vanari bröndurum
úr þeirri átt en nii hefði Davið
iklæðst öðru gervi. ÞaB væri þó
eins og meB nýju fötin hins
keisarans, aB þessi væru gegn-
sæ!
— AI
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
8-9
8-9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16